Morgunblaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er ekki sjálfgefið að skip geti
gert þetta. Rafmagnstöflur og annað
þurfa að vera upp settar til að þetta
sé mögulegt auk þess sem ýmislegt
bryggjumegin þarf að vera til stað-
ar,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson,
framkvæmdastjóri aðgerðasviðs
Landhelgisgæslunnar. Varðskipið
Þór fékk óvænt hlutverk í kjölfar
óveðursins í síðustu viku þegar skip-
ið þurfti að sinna hlutverki raf-
stöðvar á Dalvík.
Þór var aftengdur á Dalvík klukk-
an 21.30 á miðvikudagskvöld og
hafði þá veitt Dalvíkingum rafmagn
síðan klukkan tvö aðfaranótt síðasta
föstudags, alls tæpar 140 klukku-
stundir.
250 lítrar af olíu á klukkustund
Umtalsverður olíukostnaður
hlaust af þessu. Aðspurður segir Ás-
grímur að eigin olíunotkun skipsins
meðan það lá við bryggju hafi numið
um 70 lítrum á klukkustund. Hins
vegar hafi farið á bilinu 200-250 lítr-
ar á klukkustund að meðaltali í það
að sjá bænum fyrir raforku.
Ef miðað er við að meðaltals-
olíunotkun hafi verið 225 lítrar á
klukkustund og klukkustundirnar
alls 139,5 kemur í ljós að hver
klukkustund kostaði um 35.600
krónur. Miðað er við að lítraverð
skipagasolíu með vsk. sé 158,2 krón-
ur samkvæmt verðskrá Skeljungs í
desember. Alls nam því olíukostn-
aðurinn rétt tæpum fimm milljónum
króna auk 1,5 í olíukostnað skipsins
sjálfs.
„Varðskipið var í túr þegar þetta
kom upp, þriggja vikna túr sem
framlengist um tvo daga út af þessu
öllu saman,“ segir Ásgrímur. Hann
segir að olíueyðsla skipsins á sigl-
ingu sé um 300-350 lítrar að meðal-
tali á klukkustund.
Ásgrímur segist aðspurður búast
við að kostnaður við þetta verkefni
falli á Gæsluna. „Eins og staðan er
núna þá vitum við ekki annað. Það er
eitt af hlutverkum Landhelgisgæsl-
unnar samkvæmt lögum að veita að-
stoð til byggðarlaganna í landinu.
Við spyrjum ekkert frekar að því og
höfum ekki gert neinar ráðstafanir
til að biðja um endurgreiðslu.“
Af þessu tilefni hefur verið rifjað
upp að þetta er ekki í fyrsta sinn
sem skip fá slíkt hlutverk. Árið 1977
var varðskipið Týr fenginn til að sjá
Eyjamönnum fyrir rafmagni, Bjarni
Sæmundsson var látinn keyra á
Hornafirði í rafmagnsleysi árið 1973
og Ásgrímur kveðst telja að gamli
Þór, forveri nýjasta Þórs, hafi sömu-
leiðis verið nýttur sem rafstöð þegar
á þurfti að halda.
Varðskipin eru enda vel búin fyrir
verkefni sem þetta, Þór getur til að
mynda flutt yfir milljón lítra af olíu.
Segir Ásgrímur að talað sé um að
skipið geti veitt allt að tvö þúsund
kílóvött á klukkustund. Meðaltalið á
Dalvík var um 750 kílóvött á klukku-
stund. „Raforkunotkunin var mis-
jöfn eftir tímum dags, hún rokkaði
til. Mest var hún þegar verið var að
elda kvöldmat. Það var tekið eftir
því,“ segir Ásgrímur.
Sambandið við Dalvík kostaði sitt
Varðskipið Þór var rafstöð Dalvíkinga í 140 tíma Eldsneytiskostnaður Landhelgisgæslunnar
vegna þessa nam um fimm milljónum Fellur á Gæsluna Mest álag þegar eldað var á kvöldin
Ljósmynd/Ásgrímur L. Ásgrímsson
Þór Rafmagninu stýrt úr brúnni. Stjórnborðsvélin framleiðir 754 kW.
Morgunblaðið/Eggert
Í sambandi Varðskipið Þór sá Dalvíkingum fyrir rafmagni í tæpa viku.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við þurfum öll að leggjast á árar
og finna farsæla lausn á þessum
málum,“ segir Svavar Atli Birgis-
son, slökkviliðsstjóri í Skagafirði og
fulltrúi í almannavarnanefnd sveit-
arfélagsins.
Almannavarnanefnd Skagafjarð-
ar sendi frá sér harðorða ályktun í
kjölfar ofsaveðursins sem gekk yfir
í síðustu viku. Er þar krafist að far-
ið verði í bráðaaðgerðir til að
tryggja almannaöryggi í Skagafirði;
tengingu Gönguskarðsárvirkjunar
við rafmagnskerfi Sauðárkróks,
Tetra-sendir verði settur upp í
Hegranesi og á þaki sjúkrahússins
á Sauðárkróki auk þess sem tvær
varaaflsstöðvar verði settar upp að
nýju.
Í ályktuninni kemur fram að ekki
hafi mátt miklu muna að illa færi í
óveðrinu mikla: „Það var eingöngu
tilviljun ein og í raun mikil mildi að
ekki varð manntjón í óveðrinu þeg-
ar senda þurfti björgunarsveitar-
menn upp á Tindastól til að slá
Tetrasendinum þar inn á meðan
veðrið hér stóð sem hæst.“
Svavar Atli segir í samtali við
Morgunblaðið að tveir menn hafi
verið sendir upp á Tindastól á vél-
sleðum auk þess sem snjóbíll fór
aðra leið upp. Tindastóll er 989
metrar á hæð.
„Það var gufubrjálað veður og
virkilega mikill vindhraði. Sleða-
mennirnir týndu hvor öðrum á
tímabili og snjóbíllinn var ekkert
nálægt. Það var engin staðsetning á
þeim og stöð annars þeirra var að
verða batteríslaus, hún var komin á
rautt en hékk þó inni. Þetta bjarg-
aðist en hefði getað orðið verra á
stuttum tíma,“ segir hann. Gripið
var til þess ráðs að skilja annan
sleðann eftir uppi á fjallinu.
Svavar segir að þessi uppákoma
sýni vel að úrbóta sé þörf. Hann
segir að Neyðarlínan hafi viljað
leggja ljósleiðara upp á fjallið sem
myndi tryggja öruggara samband
við sendinn en hafi ekki náð saman
við landeiganda. Svavar segir að
auk truflana á Tetra-kerfi í óveðr-
inu hafi fjarskiptakerfi við skip
skaddast í óveðrinu á Tindastóli.
„Við vorum búin að funda með
Neyðarlínunni í ágúst síðastliðnum
þar sem við viðruðum áhyggjur af
Tetra-sambandinu í firðinum. Það
var reifað á þessum fundi að við
þyrftum nýja senda og Neyðarlínan
var sammála því að fara þyrfti í þá
vinnu. Við teljum til dæmis að auka-
sendi vanti á Þverárfjalli og sendum
bréf þess efnis á Fjarskiptasjóð fyr-
ir fjórum mánuðum. Við höfum ekki
fengið nein svör við því bréfi.“
„Tilviljun ein“ að ekki
varð manntjón í óveðrinu
Viðgerðarmenn á vélsleðum urðu viðskila á Tindastóli
Ljósmynd/Birgir Bragason
Óveður Slökkviliðið á Sauðárkróki aðstoðaði starfsmenn Rarik við að afísa
rafspenna með heitu vatni í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku.
Fjölmargir viðbragðsaðilar á
Norðurlandi vestra sendu frá
sér yfirlýsingu þar sem þeir
mótmæltu málflutningi fram-
kvæmdastjóra Neyðarlínunnar í
Kastljósi á mánudag.
Segir í yfirlýsingunni að „ekki
hafi verið hægt að treysta á
Tetra-kerfið“ meðan aftaka-
veður gekk yfir landið.
Upplifun þeirra af virkni kerf-
isins og uppitíma hafi verið
önnur en framkvæmdastjórinn
hafi gefið upp í umræddum
þætti.
Mótmæla
yfirlýsingum
ÓÁNÆGJA FYRIR NORÐAN
Afleiðingar ofsaveðurs