Morgunblaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 36
HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Reglulega berast nú tilkynningar um að kunnir handboltaþjálfarar ætli að breyta til. Á þriðjudag var það Gunn- ar Magnússon og í gær Patrekur Jó- hannesson, þjálfari Skjern. Hann ætlar að flytja heim í sumar og láta gott heita í Danmörku í bili. „Ég gerði þriggja ára samning við Skjern en það lá fyrir að ég yrði einn í Danmörku fyrsta veturinn. Eftir það stóð til að fjölskyldan myndi flytja út til mín en síðan breyttust aðstæður. Við hjónin teljum að betra sé fyrir börnin að vera áfram í sínu á Íslandi heldur en að draga þau hing- að út. Þótt skemmtilegt sé fyrir mig að vera í handboltanum hjá Skjern þá teljum við betra fyrir fjölskylduna að vera heima,“ sagði Patrekur þeg- ar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann segist hafa verið í góðum samskiptum við forráðamenn Skjern og leikmenn liðsins fengu að vita af ákvörðun Patreks í gærmorgun. „Ég tók ekki þessa ákvörðun í gær heldur gerði þetta upp við mig um síðustu mánaðamót. Þá hafði liðið unnið þrjá leiki í röð og þessi ákvörðun var ekki tekin í einhverju fýlukasti. Ég til- kynnti leikmönnum hins vegar þessa ákvörðun í morgun og í framhaldinu var þetta tilkynnt á heimasíðu fé- lagsins. Skjern er til fyrirmyndar og þessi ákvörðun hefur ekkert með handboltann að gera. Mér finnst já- kvætt að aðstoðarþjálfarinn [Claus Hansen] taki við liðinu. Við höfum unnið vel saman og hann er mjög fær þjálfari. Ég er ánægður í starfi og forráðamenn félagsins eru ánægðir með mín störf en fjölskyldan er núm- er eitt.“ Mikil samkeppni í deildinni Fyrir Patrek er góð áskorun að þjálfa Skjern. Í liðinu eru geysilega reyndir leikmenn eins og Bjarte Myrhol, Anders Eggert, Kasper Søndergaard og Thomas Mogensen. Enginn skyldi því afskrifa Skjern þegar komið verður í úrslitakeppn- ina en sem stendur er liðið í 4. sæti. „Skjern gekk ekki vel í fyrra en árið þar á undan varð liðið meistari. Við erum ekki sáttir við stigasöfn- unina hingað til og vitum að við erum með lið sem getur farið alla leið. Deildin er hins vegar mjög jöfn þótt Álaborg hafi verið sterkasta liðið hingað til og sýnt mestan stöð- ugleika. Þar á eftir koma lið frá tvö til tíu sem eru hrikalega jöfn. Við þyrftum helst að vera á meðal fjögurra efstu þegar úrslitakeppnin byrjar en ég gerði mér alveg grein fyrir því að það tæki smá tíma að slípa liðið saman. Yfirleitt hefur gengið vel hjá mér á endanum. Mér þykir mjög skemmtilegt að þjálfa þessa stráka. Nokkrir þeirra eru á síðustu metrunum í boltanum ef svo má segja. Kasper tilkynnti til dæmis að þetta yrði hans síðasta tímabil en hann er sá sigursælasti í Danmörku. Hann, Bjarte, Thomas og fleiri eru miklir atvinnumenn og gaman að vinna með þeim.“ Spurður um hvort Patrekur komi til með að leita sér að þjálfarastarfi á Íslandi frá næsta sumri segist hann ekki hafa gert það upp við sig. En í ljósi þess hvað hann hefur fengist við á vinnumarkaði í gegnum árin þá sé líklegt að hann muni starfa í kring- um handboltann. „Ég skal vera alveg hreinskilinn. Ég hef ekkert ákveðið né talað við nokkurt félag varðandi það. Þú þekkir mig og veist að ég segi bara hlutina eins og þeir eru. Kannski tek ég mér bara frí en ég loka að sjálf- sögðu ekki á neitt. Ég hef verið í þessum handbolta frá því ég var krakki. Hef verið atvinnumaður, landsliðsmaður, þjálfari, landsliðs- þjálfari og hef menntað mig í þessu. Þar af leiðandi er líklegt að ég starfi við handbolta en hvort það verði meistaraflokksþjálfun er ekkert öruggt. Ég mun þurfa að fá mér vinnu en hef ekki hugmynd um hvað það verður. Ég vildi ljúka málinu hjá Skjern og koma hreint fram.“ Markvarslan mjög góð Björgvin Páll Gústavsson og Elvar Örn Jónsson leika undir stjórn Pat- reks hjá Skjern. Hvernig hafa þeir staðið sig? „Þeir hafa staðið sig mjög vel á heildina litið. Ef ég byrja á Elvari þá mun taka hann tíma að komast inn í hlutina á fyrsta ári. Það þekkir mað- ur sjálfur sem fyrrverandi atvinnu- maður. Hann hefur átt góða leiki en dottið niður inn á milli. Hér er spil- aður öðruvísi handbolti en heima. Hraðinn er mikill og leikmenn með mikla tækni. Leikirnir í þýsku bun- desligunni eru til dæmis hægari en þar er meiri kraftabolti. Hér er mik- ill fjöldi leikmanna í háum gæða- flokki og Elvar hefur þurft að hafa fyrir hlutunum. Sjálfur gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu sterk danska deildin er þegar ég samdi við Skjern. Þetta er eðlilegt og ég veit hvað í Elvari býr. Hann þarf bara að- eins meiri tíma til að verða stöðugri. Hann getur meira. Þegar ég kom hingað þá var Bjöggi í þeirri stöðu að hann hafði lítið spilað. Við áttum góð samtöl fyr- ir tímabilið og hann hefur staðið sig ótrúlega vel. Hefur verið stöðugur og sá norski [Robin Paulsen Haug] líka. Fyrir fram höfðu menn mestar áhyggjur af markvörslunni en hún hefur verið okkar sterkasta vopn. Ég er því mjög ánægður með báða markverðina,“ sagði Patrekur Jó- hannesson enn fremur. Ákvörðunin ekki tekin í fýlukasti  Patrekur Jóhannesson flytur heim næsta sumar af fjölskylduástæðum Morgunblaðið/Ómar Heimleið Patrekur Jóhannesson snýr aftur til Íslands næsta sumar og tek- ur þá væntanlega við íslensku félagsliði á nýjan leik. 36 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Grikkland Panionios – PAOK................................... 0:2  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK og skoraði fyrra markið.  Efstu lið: Olympiacos 37, PAOK 37, AEK Aþena 27, OFI Krít 23, Aris 21, Panathinai- kos 21, Xanthi 20, Atromitos 19, Larissa 19. KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Álftanes: Álftanes – Sindri .................. 19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Hamar ....... 19.15 Ísafjörður: Vestri – Skallagrímur....... 19.15 Í KVÖLD! HANDBOLTI Þýskaland RN Löwen – Nordhorn ....................... 32:28  Alexander Petersson lék ekki með Lö- wen. Kristján Andrésson þjálfar liðið.  Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn. Kiel – Balingen .................................... 36:26  Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Kiel vegna meiðsla.  Oddur Gretarsson skoraði átta mörk fyr- ir Balingen. Hannover-Burgdorf – Erlangen ....... 29:25  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen. Füchse Berlín – Wetzlar..................... 32:27  Viggó Kristjánsson skoraði ekki fyrir Wetzlar. Ludwigshafen – Flensburg ................. 25:23 Staðan: Kiel 28, Hannover-Burgdorf 26, Flensburg 26, RN Löwen 26, Füchse Berlín 24 Magdeburg 24, Melsungen 21, Leipzig 18, Wetzlar 16, Bergischer 15, Göppingen 15, Erlangen 14, Balingen 13, Lemgo 12, Stutt- gart 12, Minden 10, Ludwigshafen 8, Nord- horn 2. Frakkland París SG – Dunkerque ........................ 36:25  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir PSG.  Efstu lið: París SG 26, Nantes 20, Nimes 18, Montpellier 18, Toulouse 18, Aix 14, St. Raphaël 13, Dunkerque 11. B-deild: Saran – Cesson-Rennes ...................... 26:29  Geir Guðmundsson skoraði ekki fyrir Cesson-Rennes sem er í 4. sæti af fjórtán liðum með 17 stig úr 13 leikjum. Dominos-deild karla Keflavík – ÍR......................................... 93:70 Stjarnan – Fjölnir................................. 95:88 Þór Ak. – KR...................................... frestað Tindastóll – Grindavík ....................... 106:88 Njarðvík – Þór Þ................................. 101:77 Staðan: Stjarnan 11 9 2 1038:930 18 Keflavík 11 8 3 980:913 16 Tindastóll 11 8 3 977:911 16 Njarðvík 11 7 4 926:823 14 KR 10 6 4 826:816 12 Haukar 11 6 5 984:957 12 ÍR 11 6 5 915:947 12 Þór Þ. 11 5 6 887:909 10 Grindavik 11 5 6 956:977 10 Valur 11 3 8 882:957 6 Fjölnir 11 1 10 945:1028 2 Þór Ak. 10 1 9 801:949 2 1. deild karla Breiðablik – Höttur.............................. 75:78 Staðan: Höttur 12 11 1 1040:928 22 Breiðablik 12 10 2 1207:991 20 Hamar 11 9 2 1068:989 18 Vestri 10 6 4 871:775 12 Selfoss 11 4 7 845:879 8 Álftanes 11 4 7 882:942 8 Snæfell 11 2 9 865:1037 4 Skallagrimur 11 2 9 921:1066 4 Sindri 9 1 8 726:818 2 NBA-deildin Washington – Chicago ............. (frl.)109:110 Cleveland – Charlotte ........................ 100:98 Philadelphia – Miami ....................... 104:108 Detroit – Toronto ............................... 99:112 Minnesota – New Orleans ................. 99:107 Oklahoma City – Memphis .............. 126:122 Denver – Orlando ............................. 113:104 Dallas – Boston................................. 103:109 Portland – Golden State .................. 122:112 Staðan í Austurdeild: Milwaukee 24/4, Boston 18/7, Miami 20/8, Toronto 19/8, Philadelphia 20/9, Indiana 19/9, Brooklyn 15/12, Orlando 12/16, Char- lotte 13/18, Detroit 11/17, Chicago 11/19, Washington 8/18, Cleveland 7/21, New York 7/21, Atlanta 6/21. Staðan í Vesturdeild: LA Lakers 24/4, LA Clippers 21/8, Denver 18/8, Dallas 18/9, Houston 18/9, Utah 16/11, Oklahoma City 13/14, Sacramento 12/15, Portland 12/16, Phoenix 11/16, Minnesota 10/16, San Antonio 10/16, Memphis 10/18, New Orleans 7/22, Golden State 5/24. KÖRFUBOLTI Tryggvi Snær Hlinason, landsliðs- maður í körfuknattleik, átti einn sinn besta leik til þessa í fyrrakvöld þegar Zaragoza lagði Besiktas frá Tyrklandi að velli, 80:73, í Meist- aradeild FIBA. Tryggvi var með flesta framlagspunkta allra leik- manna í báðum liðum en hann skor- aði 11 stig, tók 8 fráköst, varði 4 skot og átti tvær stoðsendingar. Með þessu hefur Zaragoza unnið fimm af níu leikjum sínum í D-riðli deildarinnar og er í þriðja sæti af átta liðum, á eftir Bonn frá Þýska- landi og Dijon frá Frakklandi. Tryggvi góður gegn Besiktas Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Öflugur Tryggvi Snær Hlinason er í stöðugri framför með Zaragoza. Óvissa ríkir um hvort Virgil van Dijk geti leikið með Liverpool gegn Flamengo frá Brasilíu í úrslitaleik heimsbikars félagsliða í Doha á morgun. Hann missti af undan- úrslitaleiknum gegn Monterrey frá Mexíkó í fyrrakvöld, sem Liverpool vann naumlega, 2:1. Varnarmað- urinn öflugi er veikur, gat ekki æft með liðinu fyrir leikinn. Fyrirliðinn Jordan Henderson fór í hans stöðu í vörninni í leiknum gegn Monterrey en miðverðirnir Dejan Lovren og Joel Matip eru báðir frá keppni vegna meiðsla. Veikindi hjá van Dijk í Katar AFP Veikindi Virgil van Dijk gæti misst af úrslitaleiknum á morgun. Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, og Margrét Lára Viðarsdóttir, knatt- spyrnukona úr Val, voru valin íþróttafólk Reykjavíkur. Tilkynnt var um niðurstöðuna í ráðhúsinu í gær. Stjórn ÍBR velur íþróttafólkið og hefur gert síðan 1979. Júlían setti heimsmet í rétt- stöðulyftu á árinu. Gerði það á HM og varð því heimsmeistari í grein- inni auk þess að vinna til brons- verðlauna í samanlögðu. Margrét Lára var fyrirliði Íslandsmeistara Vals og skoraði 15 mörk í 17 leikj- um á Íslandsmótinu auk þess að leika með íslenska landsliðinu. Íþróttalið Reykjavíkur í kvenna- flokki er lið Vals í körfuknattleik sem varð Íslands-, deildar- og bik- armeistari á árinu. Í karlaflokki er það KR í körfuknattleik karla sem varð Íslandsmeistari á árinu og sjötta árið í röð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Best Júlían J.K. Jóhannsson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru valin best. Júlían og Margrét Lára valin best

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.