Morgunblaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
GOTT
VERÐ
ALLA DAGA
Slá
kr. 7.990
Ponjo
kr. 8.990
Gerið verðsamanburð
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Mitch McConnell, leiðtogi repúblik-
ana í öldungadeild Bandaríkjaþings
gagnrýndi demókrata harðlega í gær
eftir að þeir samþykktu í fyrrinótt að
ákæra Donald Trump Bandaríkja-
forseta til embættismissis. Trump er
þriðji forsetinn í sögu Bandaríkj-
anna sem er ákærður á þennan hátt.
Atkvæði í fulltrúadeildinni féllu
nær alfarið eftir flokkslínum í deild-
inni. Var samþykkt með 230 atkvæð-
um gegn 197 að ákæra Trump fyrir
að misbeita valdi
sínu og með 229
gegn 198 að
ákæra hann fyrir
að reyna að
hindra framgang
réttvísinnar.
Sagði McConn-
ell að það væri
skylda öldunga-
deildarinnar að
leiðrétta mistök
fulltrúadeildarinnar, sem hefðu stýrt
„snarhastalegustu, minnst ítarlegu
og ósanngjörnustu rannsókn“ á af-
glöpum forseta í embætti sem farið
hefði fram á síðari tímum.
Sakaði McConnell demókrata um
að hafa verið að leita að tilefni til að
ákæra Trump frá því hann tók við
embætti og að demókratar væru
blindaðir af pólitískri reiði.
Chuck Schumer, leiðtogi demó-
krata í öldungadeildinni, vísaði í orð
McConnells og sagði ljóst að
McConnell hefði í hyggju að standa
að snarhastalegustu, minnst ítarlegu
og ósanngjörnustu réttarhöldum yf-
ir forseta sem farið hefðu fram á síð-
ari tímum. Þá hefði McConnell forð-
ast að svara þeim ásökunum sem
bornar væru á Trump.
Sakaði Schumer McConnell enn-
fremur um að ætla að koma í veg fyr-
ir að vitni verði kölluð fyrir öldunga-
deildina í réttarhaldinu, sem mun
líklega fara fram í næsta mánuði.
Nær öruggt er talið að Trump
verði sýknaður af ákærunum, líkt og
þeir tveir fyrri sem ákærðir hafa
verið til embættismissis, Andrew
Johnson árið 1868 og Bill Clinton ár-
ið 1998. Allt stefndi í að Richard Nix-
on yrði ákærður 1974, en hann sagði
af sér áður en ákæran var samþykkt.
Ákæran „sprottin af reiði“
Trump þriðji sem ákærður er til embættismissis Atkvæði eftir flokkslínum
Mitch
McConnell
Þessi slökkviliðsþyrla reyndi að hemja skógar-
elda sem geisa nú í nágrenni borgarinnar Sydn-
ey í Ástralíu. Hitamet, sem sett var í fyrradag,
Veðurfræðingar vara við því að hitabylgjan
muni halda áfram og að hitastigið muni jafnvel
hækka enn meira.
var slegið í gær, og lýstu yfirvöld í New South
Wales-fylkinu yfir neyðarástandi vegna hita-
bylgjunnar og eldanna í gær.
AFP
Neyðarástandi lýst yfir vegna elda
Breska ríkisstjórnin mun leggja allt
kapp á að útganga Bretlands úr
Evrópusambandinu fari fram 31.
janúar 2020, samkvæmt stefnuræðu
Elísabetar 2. Englandsdrottningar,
sem drottningin las upp við þing-
setningu í gær.
Að því loknu verður stefnt að frí-
verslunarsamningi við Evrópusam-
bandið sem muni koma öllu Bret-
landi til góða.
Af öðrum atriðum sem drottn-
ingin kom inn á í ræðu sinni má helst
nefna heilbrigðismál, en Boris John-
son forsætisráðherra hyggst binda í
lög auknar fjárveitingar til breska
heilbrigðiskerfisins, fjölga starfs-
fólki þess og afnema stöðumæla-
greiðslur fyrir þá sjúklinga sem
brýnast þurfa á aðstoð að halda.
Þá var sérstaklega tekið fram að
þingrofsrétturinn yrði færður aftur
til forsætisráðherrans og lög frá
árinu 2010 sem færðu þinginu sjálfu
það vald yrðu numin úr gildi.
Þau lög voru sett í tíð samsteypu-
stjórnar íhaldsmanna og frjáls-
lyndra demókrata og urðu til þess að
stjórnarandstaðan gat tafið síðustu
kosningar fram í desember.
Brexit verði í al-
gjörum forgangi
AFP
Þingsetning Drottningin gengur inn í sal bresku lávarðadeildarinnar.
Minni viðhöfn var við þingsetninguna nú, m.a. vegna þess að stutt er í jól.
Vladimír Pútín
Rússlandsforseti
sagði í gær að
lík Vladimírs
Leníns, leiðtoga
Sovétríkjanna,
ætti að vera
áfram í graf-
hvelfingu sinni á
Rauða torginu í
Moskvu svo lengi sem Rússar
hefðu enn minningar um sovéttím-
ann.
Pútín var spurður á árlegum
fréttamannafundi sínum hvort
flytja ætti lík Leníns, en um 60%
Rússa eru sögð styðja hugmyndina
í skoðanakönnunum.
Pútín hefur áður sagt að ekki
ætti að færa líkið, en viðurkenndi
í gær að hugmyndir sínar um Len-
ín hefðu breyst frá því að hann
var útsendari sovésku leyniþjón-
ustunnar KGB. Sagði Pútín ljóst
að Lenín hefði verið meiri bylting-
armaður en stjórnmálaleiðtogi og
gagnrýndi hvernig hann hefði sett
upp Sovétríkin. Taldi Pútín meðal
annars að ríkið hefði verið gert of
nátengt Kommúnistaflokknum,
þannig að þegar flokkurinn missti
tökin hefðu Sovétríkin hrunið.
RÚSSLAND
Ekki verði hróflað
við líki Leníns
Leiðtogar kata-
lónskra aðskiln-
aðarsinna fögn-
uðu í gær,
þegar mannrétt-
indadómstóll
Evrópu úrskurð-
aði að spænsk
stjórnvöld hefðu
átt að sleppa að-
skilnaðarsinnanum Oriol Junque-
ras úr haldi svo hann gæti tekið
sæti sitt á Evrópuþinginu eftir að
hann var kjörinn til þingsins í
maí síðastliðnum. Junqueras sat
þá í haldi og beið þess að réttað
yrði yfir sér. Hann var hins veg-
ar dæmdur í október til 13 ára
fangelsisvistar og krefjast stuðn-
ingsmenn hans að sá dómur verði
numinn úr gildi.
SPÁNN
Junqueras hefði átt
að njóta þinghelgi