Morgunblaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2012
-2017
Kerruöxlar og íhlutir
ALLT TIL
KERRUSMÍÐA
Morgunblaðið sagði frá því í lið-inni viku að fjármálaráð-
herra sæi tækifæri til að „lækka
skatta enn frekar“ og auka útgjöld
til ýmissa málaflokka vegna
minnkandi skulda
og minni vaxta-
kostnaðar. Jákvætt
er að ríkið greiði
niður skuldir, að
lánshæfi batni og
vaxtakjör sömuleið-
is. Þá er jákvætt að
fjármálaráðherra
hafi orð á því að
þetta gefi tækifæri til lækkunar
skatta. Á hinn bóginn má hafa efa-
semdir um að þörf sé á hærri út-
gjöldum ríkisins þegar vaxta-
greiðslur lækki.
Þegar horft er áratug aftur ítímann má sjá að skattahækk-
anir voru óhóflegar á árunum
2009-2013, þegar „fyrsta hreina
vinst stjórnin“ fór sínu fram.
Frá þeim tíma hafa skattar ým-ist þokast upp eða niður,
meira þó niður sem betur fer, en
það hefur ólíkt skattahækkununum
óhóflegu verið afar hóflegt.
Í þessu felst mikið og mjög skað-legt ósamræmi enda eru Íslend-
ingar meðal skattpíndustu þjóða.
Hér hafa ríkisútgjöld líka vaxið
gríðarlega með útþenslu báknsins
sem sést best á fjölgun opinberra
starfsmanna. Þess vegna er óþarfi
að verja því sem sparast í vaxta-
greiðslum til að bæta við báknið en
full ástæða til að setja það af full-
um þunga í lækkun skatta.
Landsmenn hafa mátt bíða lengieftir að undið yrði ofan af
skattahækkunum vinstristjórn-
arinnar. Mikilvægt er að sú bið taki
enda og þess vegna er ánægjulegt
að fjármálaráðherra sé farinn að
ræða frekari skattalækkanir.
Bjarni
Benediktsson
Orð eru
til alls fyrst
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Fjölmiðlanefnd hefur sektað
Valdimar Tryggva Kristó-
fersson, ábyrgðarmann og
eiganda Garðapóstsins, um 50
þúsund krónur. Er Garða-
pósturinn talinn hafa brotið
lög „með birtingu við-
skiptaboða fyrir áfengi“ í 22.
tbl. 30. árg., fyrir Sumarsól-
stöðumót Stella Artois sem
fór fram 22. júní 2019 á
vegum Golfklúbbs Kópa-
vogs og Garðabæjar.
Í ákvörðun fjölmiðla-
nefndar kemur fram að
ótvírætt sé að um auglýs-
ingu er að ræða í skilningi
2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga
um fjölmiðla og þar með
viðskiptaboð.
Ennfremur segir fjöl-
miðlanefndin í úrskurð-
inum: „Þrátt fyrir að eng-
ar bjórflöskur eða
bjórglös sjáist sé vakin at-
hygli á vörutegund sem
inniheldur meira en 2,25% áfeng-
isinnihald með því að birta vöru-
merki hennar greinilega í heiti
golfmótsins í auglýsingunni, og
neðst í hægra horni hennar.
Einnig sé vakin athygli á því í
texta neðst í auglýsingunni að
eftir umrætt golfmót yrði boð-
ið upp á léttar veitingar og
„auðvitað Stella Artois!“ Fram
er tekið í 8 síðna úrskurði fjöl-
miðlanefndar að allar inn-
fluttar tegundir af umrædd-
um bjór hafi 5%
áfengisinnihald.
Auglýsingin sé því ekki
einungis auglýsing fyrir
golfmót, eins og ábyrgðar-
maður og eigandi Garða-
póstsins taldi sig vera að
auglýsa, heldur hafi henni
verið ætlað að vekja sér-
staka athygli á vörutegund
og vörumerki Stella Artois.
Fjölmiðlanefnd taldi ekki
ástæðu til að falla frá sekt-
arákvörðun í málinu í ljósi
málatilbúnaðar ábyrgðar-
manns Garðapóstsins. Bar
einnig að líta til þess að ekki var
um fyrsta brot að ræða.
sisi@mbl.is
Mátti ekki vekja
athygli á Stellu
Fjölmiðlanefnd sektar Garðapóstinn
um 50 þúsund Golfmót var auglýst
Góð messusókn var í kirkjum
landsins um jólin, samkvæmt frá-
sögnum presta. Í kirkjum í Reykja-
víkurprófastsdæmi vestra var um
jólin messað tvisvar til þrisvar
sinnum í stærstu söfnuðum, svo
sem í Hallgríms-, Háteigs- og Nes-
kirkju. Jafnframt var messu í Dóm-
kirkjunni klukkan 18 á að-
fangadagskvöld útvarpað. Þá voru
guðsþjónustur á dvalarheimilum og
hinum ýmsu deildum Landspít-
alans.
„Hér í sveitunum í Skagafirði var
fjölmenni við messur eins og jafnan
er á jólunum,“ sagði sr. Gísli Gunn-
arsson, sóknarprestur í Glaumbæ, í
samtali við Morgunblaðið. Hann
messaði í Glaumbæ og Víðimýri á
aðfangadagskvöld og á jóladag á
Reynistað og í Ríp í Hegranesi.
„Færð á vegum hér er góð og því
mættu margir í messu. Já, mér
finnst gott hljóð í fólki. Sérstaklega
er áberandi hvað allir eru þakklátir
fyrir þá aðstoð sem veitt var í
óveðrinu á dögunum,“ segir sr.
Gísli Gunnarsson. sbs@mbl.is
Messusókn góð og fólkið þakklátt
Ljósmynd/Aðsend
Helgileikur Í fjölskyldustund í Lindakirkju í Kópavogi á aðfangadag.