Morgunblaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019 Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég byggi bókina á al-gengum spurningum ogumræðum drengja úrkynfræðslu sem ég hef sinnt undanfarinn áratug í grunn- skólum og framhaldsskólum,“ seg- ir Sigríður Dögg Arnardóttir kyn- fræðingur, eða Sigga Dögg eins og hún er alltaf kölluð, en hún sendi nýlega frá sér bókina Daði, sem fjallar um ungan gaur sem glímir við ástina, ástarsorg, sjálfsmynd- ina og gredduna, svo vitnað sé í lýsingu á bókar- kápu. „Menning strákanna er önnur en menn- ing stelpna þeg- ar kemur að þessum málum og þeirra spurn- ingar eru talsvert ólíkar þeim spurningum sem stelpurnar bera upp. Ég fann að það var mikið ákall um strákabók eftir að ég gaf út bókina KynVera í fyrra, en hún fjallar um unglingsstúlkuna Veru sem er að ganga í gegnum allar þær breytingar sem fylgja kyn- þroskanum og því að uppgötva sjálfa sig og ástina. Auðvitað vil ég að strákar lesi líka KynVeru þó aðalsöguhetjan þar sé stelpa, af því sú bók er um allt sem tengist kynlífi, um ástina, samskiptin og allt það, en ég fann að það er mikilvægt að strákar fái smá rými í bók um það hvaða væntingar og kröfur við höfum til þeirra. Þeir þurfa að takast á við þessa tog- streitu sem við sjáum hjá Daða og líka hjá Veru en í ólíkum mál- efnum, togstreituna um hver þú annars vegar heldur að þú eigir að vera og hvaða mynd þú átt að teikna upp af sjálfum þér og sýna öðrum, og hinsvegar hvernig raun- veruleikinn er. Unglingar eru oft að notast við úreltar staðalmyndir sem hjálpa engum, svo það þarf að tala um þetta.“ Viðkvæmt að mamma sé heit Margt ber á góma í bókinni um Daða, til dæmis þegar einum vini hans finnst mamma Daða al- veg sjóðheit og segir að hann gæti alveg hugsað sér kynlíf með henni. „Þetta er þekkt í stráka- húmor, þegar strákar eru að skjóta hver á annan í hörðu gríni, að segja til að niðurlægja vin: „Mamma þín er heit og ég er til í hana.“ Þetta er einn viðkvæmasti punkturinn sem hægt er að hitta á. Þeir strákar sem eiga skvísu- mömmur eru oft svolítið við- kvæmir fyrir þessu, af því þeir sjá auðvitað mömmur sínar ekki sem heitar, en þegar vinirnir benda á það getur það verið erfitt,“ segir Sigga Dögg og bætir við að mamma Daða sé opin og for- dómalaus og eigi auðvelt með að tala um kynlíf við son sinn. „Tölfræðin sýnir að mömmur sinna oftar og meiri kynfræðslu heldur en pabbar. Pabbi hennar Veru fékk pláss í bókinni um Veru en mig langaði til að hafa lifandi mömmu í þessari nýju bók, mömmu sem er með kynfræðslu- kvöld fyrir soninn,“ segir Sigga Dögg og bætir við að hún heyri mikið hjá foreldrum að þeir haldi að börnin þeirra séu summa upp- eldisins, að allt sem krakkarnir geri, sigrar og töp, sé foreldrunum að þakka eða kenna. „Mig langaði að sýna mömmu í Daðabókinni sem gerir allt rétt í uppeldinu, innan gæsalappa, hún hefur gert allt sem í hennar valdi stendur, en samt klikkar Daði. Af því við endum alltaf á því að taka okkar eigin ákvarðanir sem ein- staklingar. Við foreldrar látum börnin okkar hafa allskonar „verk- færi“ út í lífið, en við verðum svo bara að vona að þau noti þessi verkfæri og noti þau rétt.“ Typpið rifnaði hjá Daða Sigga Dögg segir að fyrir- gefningin fái þó nokkurt pláss í bókinni um Daða. „Daði þarf að fyrirgefa sjálf- um sér, en hann er alltaf að reyna að kría fram fyrirgefningu hjá ein- hverjum öðrum. Honum finnst að það sé undir öðrum komið að veita honum einhverskonar syndaaf- lausn. Bókin fjallar líka um það hvað fyrirgefning er, og þar er mamma hans Daða honum innan handar, hún reynir að hjálpa hon- um að skilja hvað þetta ferli er. Þessi bók er því alls ekki einvörð- ungu um typpastærðir og runk, en ég veit að það er kannski ekki rétta leiðin að því að fá unglings- strák til að lesa bók að segja að hún sé um tilfinningar, ást og fyrirgefningu. Þess vegna er voða gott að hafa kafla þar sem er verið að tala um hvað sjálfsfróun getur verið fyndin, typpamælingar og fleira í þeim dúr. Þetta er eins og að veiða fisk, það þarf að húkka á öngulinn og þá er hægt að fara dýpra með textann. Kaflarnir byrja því oft á einhverju krass- andi, svo lesandinn vilji halda áfram, en þá er ég fjalla um óör- yggi, sjálfsmyndarvanda, tilfinn- ingaflækjur sem unglingar eru oft í og þessa óvissu og óánægju sem þvælist stundum fyrir þeim. Mað- ur þarf bara að setja þetta í réttar umbúðir og muna að predika ekki yfir þeim, það virkar aldrei,“ segir Sigga Dögg sem í gegnum söguna af Daða kemur að allskonar kyn- fræðslu og tilfinningatengdum málum. „Lesandinn getur því speglað sig í Daða og fengið samkennd með honum og jafnvel notað hann til að tala um eitthvað viðkvæmt þegar viðkomandi þarf raunveru- lega að tala um sjálfan sig. Ég hugsa því bókina um Daða sem verkfæri fyrir unglinga, það er svo öruggt að geta sagt: „Hei, lastu um hverju Daði lenti í, alveg fá- ránlegt sem ég hef aldrei heyrt um.“ Ég er oft í karlahópum þar sem ég tek eitthvað upp úr bók- inni, segi kannski: Daði lenti í því að typpið hans rifnaði í samförum. Hafið þið heyrt um það? Þá eru alltaf einhverjir sem hafa lent í þessu, en eru kannski í fyrsta sinn að segja það við allan vinahópinn.“ Strákar eru líka tilfinningaverur Hún segir spurningar stráka vera talsvert ólíkar þeim spurningum sem stelpur bera upp þegar hún er með kynfræðslu í skólum. Sigga Dögg kynfræðingur sendir frá sér bók um Daða sem er mikill tappi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fræðsla „Tölfræðin sýnir að mömmur sinna oftar og meiri kynfræðslu heldur en pabbar,“ segir Sigga Dögg. Jólasveinarnir þrettán að tölu sátu ekki auðum höndum fyrir þessi jól, frekar en í öll hin skiptin. Greiningar- deild Íslandsstofu hefur reiknað út að framlegð jólasveinanna sé með því hæsta sem þekkist í heiminum. Eru þeir að störfum í heila 26 daga fyrir jól, ólíkt starfsbræðrum sínum í öðrum löndum, sem flestir ljúka störfum á einni nóttu, eins og fram kemur í greinargerð Íslandsstofu. Á síðustu dögunum fyrir jól ná sveinkar að setja í 45.500 skó í glugga, alls nærri 600 þúsund gjafir að andvirði um 295 milljóna króna. Á einni klukkustund ná jólasvein- arnir að fylla 5.688 skó, eða 95 skó á mínútu. Ekki eru þó öll börn þæg og góð, greiningardeild Íslandsstofu fullyrðir að um 3% barna séu óþekk og í skó þeirra fara um tvö tonn af kartöflum. Jólasveinar færa börnum fleiri gjafir. Mandarínur eru þar einna vin- sælastar og lætur nærri að fyrir þessi jól hafi þeir rauðklæddu afhent 4,8 tonn af þessum ágæta ávöxt. Telur greiningardeildin það hafið yfir allan vafa að íslensku jólasvein- arnir séu þeir duglegustu í heimi. Jólasveinarnir sátu ekki auðum höndum Gefið í skóinn fyrir 295 milljónir og tvö tonn fóru af kartöflum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.