Morgunblaðið - 27.12.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019
FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS
Á höfuðborgarsvæðinu verða alls átján ára-
mótabrennur á gamlárskvöld. Í Reykjavík
verða brennurnar tíu talsins og eldur verður
borinn að köstunum kl. 20.30 um kvöldið. Á því
eru þó tvær undantekningar. Kveikt verður í
brennunni sem er fyrir ofan byggðina í Úlfars-
árdalnum kl. 15.00 um daginn og í Skerjafirði
kl. 21.00 eftir blysför sem hefst hálftíma fyrr.
Hins vegar kann að setja strik í reikninginn að
spáð er mikilli rigningu og strekkingsvindi víð-
ast hvar um landið á gamlársdag. Brennur
gætu því hugsanlega ekki náð sér á strik að
ekki sé talað um flugeldana, en sala björg-
unarsveitanna á þeim hefst á morgun, föstu-
daginn 28. desember, og stendur langt fram
eftir gamlársdegi.
Kjalarnes við Kléberg
kl. 20.30
Suðurfell
kl. 20.30
Þingabrennan,
Gulaþingi kl. 20.30
Gufunes, við
Gufunesbæ
kl. 20.30
Geirsnef
kl. 20.30Við Suðurhlíðar, neðan
við Fossvogskirkjug.
kl. 20.30
Við Ægisíðu
kl. 20.30
Við Rauðavatn
að norðanverðu
kl. 20.30
Laugardalur, fyrir
neðan Laugarásveg
kl. 20.30
Neðan Holtahverfi s
við Leirvog kl. 20.30
Ásvellir, við íþrótta-
svæði Hauka
kl. 20.00
Við Skildinganes
kl. 21.00,
blysför kl. 20.30
Á Valhúsahæð
kl. 20.30
Við Sjávargrund
kl. 21.00
Kópavogsbrennan sunnan
við Fífuna kl. 20.30
Flugeldasýning Hjálpar-
sveitar skáta kl. 21.10.
R E Y K J A V Í K
MOSFELLSBÆR
KÓPAVOGUR
GARÐABÆR
HAFNARFJÖRÐUR
ÁLFTANES
SELTJARNARNES
SKERJAFJÖRÐUR
Áramótabrennur
á höfuðborgarsvæðinu2019
Stór
brenna
Lítil
brenna
Munið að fl ugeldar
eiga ekki erindi á
brennurnar!
Úlfarsfell, ofan við
Lambhagaveg
kl. 15.00
Norðan við Gesthús
kl. 20.30
Veðurspá fyrir áramótabrennur er ekki spennandi
Síðustu dagar sem Byggðasafn
Dalamanna á Laugum í Sælingsdal
er opið eru í dag, 27. desember, og á
sunnudag, 29. desember. Safnið hef-
ur lengi verið í kjallara skólabygg-
inga á Laugum, sem Dalabyggð
stefnir nú að því að selja. Því á að
pakka safnmunum niður í kassa og
koma í geymslu til bráðabirgða, en
til viðbótar við fyrirhugaða sölu þyk-
ir húsnæðið ekki lengur standast
kröfur með tilliti til aðgengis,
geymslupláss og slíks. Auk þess hef-
ur hent að rigningarvatn flæði inn
sýningarsal. Annarra kosta í hús-
næðismálum er því leitað.
Skipulögð söfnun muna í Dölum
fyrir væntanlegt byggðasafn hófst
sumarið 1968. Sýningar voru opn-
aðar 1977 og formlega tveimur árum
síðar. „Ég held að safninu verði bet-
ur fyrir komið á öllum öðrum stöðum
en í núverandi húsnæði á Laugum,“
segir Valdís Einarsdóttir safnstjóri í
samtali við Morgunblaðið.
Í Dalabyggð beinast sjónir fólks
nú að því að byggðasafninu og
tengdri starfsemi megi koma fyrir á
Staðarfelli á Fellsströnd. Menning-
armálanefnd sveitarfélagsins kom
með tillögu um slíkt á dögunum og í
framhaldinu ákvað sveitarstjórn að
leita eftir formlegum viðræðum við
fjármálaráðuneytið um að fá eign-
irnar á Staðarfelli til fullra umráða
til langs tíma. Yrði þar þá menning-
arsetri komi á fót.
Lengi meðferðarstöð SÁÁ
Á Staðarfelli er stórhýsi sem var
reist árið 1912, fjórar hæðir og 751
fermetri að flatarmáli, auk nokkurra
fleiri bygginga í grenndinni. Þarna
var lengi starfræktur húsmæðra-
skóli en eftir að starfsemi hans lagð-
ist af árið 1976 fékk SÁÁ húsakost-
inn til afnota fyrir sína starfsemi.
Meðferðarstöð fyrir áfengissjúka á
vegum samtakanna var þar starf-
rækt fram á síðasta ár, en síðan þá
hafa byggingar þessar staðið auðar
og bíða nýs hlutverks. sbs@mbl.is
Byggðasafni lokað
Pakkað niður á Laugum Horft að
Staðarfelli Menningarsetur Dalanna
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fellsstönd Húsin miklu á Stað-
arfelli gætu fengið nýtt hlutverk.