Morgunblaðið - 27.12.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.12.2019, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hryðju-verka-samtökin Ríki íslams hafa valdið gríðarlegu tjóni í Sýrlandi og nágrenni þess á liðnum árum. Þau komu sér upp stóru kalífa- dæmi þar sem þau stjórnuðu með ofbeldi og ofsóknum, lim- lestingum og drápum. Kristnir og samkynhneigðir fóru sér- staklega illa út úr þessari ógn- arstjórn og hefur furðu lítið farið fyrir umræðum um skepnuskapinn gagnvart þess- um hópum sem óþokkarnir beindu spjótum sínum svo mjög að. En flestir þolendur Ríkis íslams voru þó múslimar, enda fjölmennastir á svæðinu, sem höfðu það helst til „saka“ unnið að aðhyllast ekki sömu öfgar og liðsmenn Ríkis ísl- ams. Smám saman tókst að vinna bug á Ríki íslams á þessu svæði. Forsprakkinn fannst loks og sprengdi sjálfan sig og börn sín í loft upp. Kalífa- dæmið er nú landlaust og úr sögunni. Ógnin sem stafar af ísl- ömskum öfgamönnum er hins vegar fjarri því úr sögunni. Þeir eru ekki langt undan á fyrrnefndu svæði og engin trygging er fyrir því að þeir nái ekki einhverri fótfestu þar aftur eða verði viðvarandi ógn. Sem stendur eru þeir þó enn skæðari í Afríku, á gresjunum sunnan Sahara, sem teygja sig á milli stranda í austri og vestri, Sahel-svæðinu svokall- aða. Ofbeldi íslömsku hryðju- verkahópanna ógnar meira og minna öllu þessu svæði og hef- ur meðal annars verið áber- andi í Búrkína Fasó. Hópar sem tengjast Ríki ísl- ams og Al kaída minntu á mann- vonsku sína nú um jólin og myrtu 35 almenna borgara þar í landi. Þeir gerðu einnig árás á kristið þorp í Nígeríu og myrtu sjö. Þetta var nærri bænum Chibok það- an sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu hundr- uðum stúlkuna fyrir nokkrum árum. Stór hluti stúlknanna er enn í haldi illvirkjanna. Átökin á þessu svæði hafa farið vaxandi á síðustu árum og sýna að því fer fjarri að tek- ist hafi að ráða niðurlögum ísl- amskra öfgasamtaka. Þús- undir hafa verið myrtar og um tvær milljónir eru taldar hafa flúið heimili sín. Vesturlönd eru með nokk- urn viðbúnað á svæðinu, nokk- ur þúsund hermenn, og reyna að hjálpa ríkisstjórnum þeirra landa sem verst hafa orðið úti við að halda hryðjuverkahóp- unum í skefjum. Það hefur því miður ekki gengið vel en það þýðir ekki að gefast megi upp í baráttunni. Og Vesturlandabú- ar verða að minnast þess að vandinn er ekki einangraður í fjarlægum löndum þó að sumir virðist stundum vilja taka þá afstöðu til þæginda. Fólkið sem flýr heimili sín leitar gjarnan í öruggt skjól í Evrópu og hryðjuverkamenn berast stundum sömu leið til að breiða ógnina út til þeirra ríkja sem hatrið beinist helst að. Ógeðfelldar árásir hryðju- verkamannanna um jólin mættu gjarnan verða áminning til Vesturlanda um þennan vaxandi vanda sunnan Sahara. Hryðjuverkahópar felldu tugi manna sunnan Sahara } Árás á jólum Svokallað „ást-arbréf“ Frans Timmermans, varaforseta fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, til Bretlands, sem birt var í The Guardian í gær var mikið furðuverk, en í stíl við annað í umræðu Evrópusambands- sinna um Evrópusambandið. Í bréfinu segist Timmerman hafa alveg sérstök tengsl við Bretland eftir að hafa gengið í alþjóðlegan breskan skóla í Róm tólf ára gamall. Ekki skal gert lítið úr til- finningum viðkvæmra sálna, sem Timmerman ef til vill er, en þarna er þó líklegra að hann hafi verið að teygja sig býsna langt til að spila á tilfinningar Breta og reyna enn einu sinni að þvælast fyrir brexit. Það er vænt- anlega of seint, en bréfið er skrifað, líkt og iðulega er talað, eins og Bret- land sé að ganga úr Evrópu. Bretland verður áfram í Evrópu, eyjaklasinn verður ekki færður úr staðan og meginlandið ekki heldur. Popúlismi, eða lýðskrum, tekur á sig ýmsar myndir í stjórnmálum og stundum er lýðskrumstitlinum skellt á menn fyrir litlar sakir og jafn- vel engar. Fara þarf varlega í að gefa slíka titla, en er samt ekki augljóst að framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hefur farið niður á lýð- skrumsplanið með þessu furðuútspili? Þeir leggjast lágt í lýðskruminu í Brussel að láta eins og Bretland sé að yfirgefa Evrópu} Ástarbréf? E r það ekki kostnaður fyrir ríkissjóð að tapa hundruðum milljarða króna hjá Íbúðalánasjóði vegna mistaka við lántöku hjá sjóðnum? Tap sem verður vegna þess að lántakandinn hjá sjóðnum getur greitt upp sitt lán, en Íbúðalánasjóður getur ekki greitt lánið upp hjá lánveitanda hans. Sjóðurinn situr uppi með vaxtamun árum saman og tapið hleypur á um 150 milljörðum til 300 hundrað milljarða króna ef allt fer á versta veg. Á sama tíma er talað um það á Alþingi af nú- verandi ríkisstjórn og þá sérstaklega fjár- málaráðherra að það hafi verið kostnaður upp á um 5 milljarða króna að leiðrétta skerðingar á lífeyrislaunum eldri borgara hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Endurgreiðsla vegna lögbrota sem voru gerð vísvitandi og viljandi með ólögleg- um afturvirkum lögum á Alþingi er flokkuð sem kostnaður. Það er ekki kostnaður að borga samkvæmt lög- um, löglegan rétt lífeyrislaunaþegans. Þá er það ekkert annað en gróft fjárhagslegt ofbeldi að segjast borga veiku fólki og eldri borgurum jólabónus upp á um 44.500 krónur og skatta og skerða hann síðan í spað, þannig að ekkert er eftir. Jú, auðvitað hjá sumum er tapið eftir og það hjá þeim sem verst fara út úr þessari furðulegu jólagjöf. Þetta sama skatta- og skerðingaplat er einnig gert við orlofsuppbótina að sumri til. Það væri hægt að borga þennan jólabónus skatta- og skerðingalausan í um 50 til 100 ár til öryrkja og eldri borgar fyrir tapið hjá Íbúðalánsjóði. Þá er einnig flokkuð sem kostnaður hver einasta króna sem þessi ríkisstjórn þarf að borga til öryrkja og eldri borgara, en bara tap- ið hjá Íbúðalánasjóði mundi til dæmis duga í um sex ár fyrir skatta og skerðingarleysi á líf- eyrislaunum upp á 300.000 krónur á mánuði fyrir þennan hóp hjá Tryggingastofnun rík- isins. Þingsályktunartillaga Flokks fólksins um að öryrkjar fengju 300.000 krónur skatta- og skerðingarlaust var feld á Alþingi rétt fyrir jól. Kostaði of mikið og þetta væri brot á jafnræð- isreglunni og með henni væri verið að mis- muna atvinnulausum og námsmönnum. Hvar er þessi jöfnuður þegar lágmarkslaun eru 300.000 á mánuði, atvinnulausir fá 280.000 á mánuði og flestir öryrkjar fá 250.000 krónur fyrir skatt? Þá er auðvitað farið eftir jafnræð- isreglunni þegar við þingmenn fáum 181.000 krónur í jólabónus, atvinnulausir 80.000 krónur og öryrkjar 44.500 krónur. Fullkominn jöfnuður þar? Það er furðulegt að það sé alltaf kostnaðartal sem fer af stað þegar á að borga öryrkjum, eldri borgurum og at- vinnulausum hækkun á þeirra lífeyri. Lífeyrislaunaþegar hjá Tryggingastofnun ríkisins eru þeir einu sem ekki hafa fengið leiðréttingu á sínum lífeyri aftur í tíma og það frá hruninu, eins og allir aðrir hafa fengið. Er það jöfnuður? Gleðileg og farsælt nýtt ár. gudmundurk@althingi.is Guðmundur Ingi Kristinsson Pistill Kostnaður Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Baðmullarpinnar úr plasti,hnífapör, sogrör og hræri-pinnar úr plasti eru ámeðal þess sem bráðum verður bannað að bjóða til sölu ef drög að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem nú eru til umsagnar á samráðs- gátt stjórnvalda, ná fram að ganga. Sömuleiðis verður bannað að setja á markað einnota plastvörur eins og diska, prik sem ætluð eru til að festa við blöðrur og drykkjarílát úr frauð- plasti. Minnir á pokabannið Um er að ræða drög að laga- frumvarpi sem lagt er fram af um- hverfis- og auðlindaráðuneytinu, en að auki við ofannefndan einnota plastvarning er lagt til að óheimilt verði að afhenda endurgjaldslaust einnota bolla og matarílát úr öðru plasti en frauðplasti sem ætluð eru undir drykki og matvæli til neyslu, líkt og algengt er á skyndibitastöð- um. Skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Er þessi tillaga sam- bærileg þeim breytingum sem ný- verið voru gerðar á ofannefndum lögum, og tóku gildi 1. september síðastliðinn, um að óheimilt sé að af- henda burðarpoka án endurgjalds á sölustöðum og skuli gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Eins og víða var greint frá þeg- ar þær reglur tóku gildi verður svo 1. janúar 2021 óheimilt að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er gegn endurgjaldi eða ekki. Þegar það frumvarp var lagt fram, fyrir tæpu ári, sagði Guð- mundur Ingi Guðbrandsson, um- hverfis- og auðlindaráðherra, að um væri að ræða eina aðgerð af mörg- um. Bann við plastpokum væri ein- ungis eitt skref í því umfangsmikla verkefni sem framundan væri. Bann við oxó plasti Í hinum nýju drögum er enn fremur lagt til skilyrðislaust bann við því að setja á markað vörur sem gerðar eru úr plasti sem er niður- brjótanlegt með oxun eða svokallað oxó plast. Vörur úr slíku plasti hafi rutt sér til rúms á markaði síðustu ár, en eðli efnisins sé að sundrast í öragnir sem séu skaðlegar heilsu og umhverfi og sé vaxandi vandi á al- þjóðavísu. Meginmarkmið frumvarpsins er að draga úr áhrifum af notkun plasts á umhverfið og heilsu fólks og styðja við notkun endurnotanlegra vara, en með því er innleidd ný Evr- óputilskipun sem er fyrst og fremst beint að ýmsum algengum plastvör- um sem finnast helst á ströndum. Í gögnum sem fylgja þeirri Evróputil- skipun segir að í ríkisstjórnarsátt- mála komi fram að ráðist verði í langtímaátak gegn einnota plasti með sérstakri áherslu á fyrirbyggj- andi aðgerðir og hreinsun plasts úr umhverfi lands og stranda. Norður- löndin vilji jafnframt setja markið hátt og vera leiðandi við að draga úr umhverfisáhrifum vegna plasts. Enn fremur segir að helstu hagsmunaaðilar séu veitingamenn, drykkjar- vöruframleiðendur, framleið- endur og innflytjendur plast- vara, og haft verði samráð við aðila eins og Um- hverfisstofnun og samtök atvinnulífs- ins. Samkvæmt áætlun munu lög- in taka gildi 3. júlí 2021. Baðmullarpinnar og sogrör bönnuð Morgunblaðið/Styrmir Kári Plastflöskur Meginarkmiðið er að dragar úr áhrifum af notkun plasts á umhverfið og heilsu fólks og styðja við notkun endurnotanlegra vara. Í fyrirhuguðum breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir kemur fram að einnota drykkjarílát úr plasti, sem eru með tappa eða lok úr plasti, sé einungis heimilt að setja á markað ef tappinn, eða lokið, er áfastur ílátinu meðan fyrirhuguð notkun þess stendur yfir. Í frumvarpinu er einnota plastvara skilgreind sem vara sem er gerð úr plasti að öllu leyti eða hluta, sem ekki er hugsuð, hönnuð eða sett á markað til að fara í gegn- um margar ferðir eða hring- rásir þar sem henni er skilað aftur til framleiðenda til enduráfyllingar eða endur- notkunar í sama tilgangi og hún var hugsuð til. Tappann þarf að festa við KÓKFLÖSKUR BANNAÐAR? Guðmundur Ingi Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.