Morgunblaðið - 27.12.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.12.2019, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019 ÖRYGGI ÖLLUM STUNDUM ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS 09:41 100% Mikið illviðri var að ganga yfir landið og neyðarástand skap- aðist á stórum land- svæðum vegna raf- magnsskorts þegar raforkulínur í heilu landshlutunum brotn- uðu undan ísingu. Gríðarlegt neyðar- ástand skapaðist þegar fólk og fyrirtæki misstu rafmagnið, sumir í um viku- tíma. Farsímar og önnur sam- skiptakerfi lögreglu og neyðarþjón- ustu hættu að virka og aðgengi að sjúkrastofnunum lokaðist. Í reynd var ástandið orðið lífshættulegt. Fárviðri eru ekki óþekkt fyr- irbæri á Íslandi og margir muna helstu óveður sem hafa skollið á landinu á síðustu áratugum. Í Engi- hjallaveðrinu 1981 fuku bílar upp húsveggi og Saurbæjarkirkja í Döl- um fauk í heilu lagi. Vindhraðinn náði þó ekki nema 46 m/sekúndu. Vinhraði hefur í sumum þessum fár- viðrum mælst um og yfir 60 m/ sekúndu og 1991 mældist meðal- vindhraði á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum um 56 m/sekúndu. Það er mesti meðalvindhraði sem Veð- urstofan hefur mælt en í vindhviðum er vindhraðinn miklu meiri. Mesta 3ja sekúndna vindhviða sem hefur mælst var 74,5 m/sekúndu og mesti 10 mínútna meðalvindhraði var 62,5 m/sekúndu. Það er því augljóst að lífsnauðsyn- legur öryggisbúnaður eins og raf- magnslínur og tengivirki þurfa að standa af sér þessar vindhviður auk þess sem nú er ljóst að engin leið er að hafa tengivirki raforkukerfisins undir beru lofti. Hvað ætli sé mikið af núverandi raflínum í öðrum landshlutum sem þola þetta álag? Fárviðrin virðast en skaðlegri og snarpari eins og gerðist núna. Kerf- ið var mjög illa undirbúið fyrir þetta áhlaup. Eftir að svona veður eru skollin á og innviðir bregðast eins og núna, þá er ekkert hægt að gera auk þess sem engin leið var að ná síma- sambandi við fólk og hættulegt ástand skap- aðist. Eins og komið hefur í ljós þá er um 80% af raforku landsmanna selt til stórkaupenda í heildsölu en aðeins um 20% af raforkunni er til heimila og almennra fyrirtækja. Sá hluti raf- orkukerfisins sem er til heimila og almennra fyrirtækja er því mjög lítill partur af dreifi- kerfinu. Rafmagnslínurnar sem féllu núna í hrönnum eru margar um það bil 50 ára gamlar og voru að mestu byggðar fyrir tíð núverandi stóriðju. Vandræðagangurinn eftir þetta gríðarlega óveðursáfall er nær eins og annað slys þar sem hver bendir á annan. Menn benda á sveitarfélögin, landeigendur og skipulagsyfirvöld þó það hafi verið vitað líklega í um 20 til 30 ár að þessar línur mundu aldrei halda í fárviðri eins og því sem nú geisaði. Gríðarlegt óöryggi er að vita af því að það er ekki fyrr en slys hafa hlotist sem mögulega er ráðist í úr- bætur. Það er ekki bara í þessum málaflokki heldur til dæmis í vega- kerfinu þar sem ekkert er gert fyrr en eftir mörg dauðaslys. Nær 40 ár eru liðin frá Engi- hjallaveðrinu og um 30 ár frá óveðr- inu 1991 en í báðum þessum veðrum sýndi sig að veðurhamurinn gat far- ið yfir þau mörk sem svona 50 ára gamlar raflínur úr timburstaurum þola. Engin haldbær skýring er heldur komin fram um hvers vegna öll samskipti rofnuðu þar sem mjög einfalt er að halda straumi á slíkum búnaði með eðlilegum öryggis- tækjum sem hljóta að fylgja svona kerfum. Þetta mál og reyndar fleiri mál eru að draga fram þá staðreynd að það öryggi sem fólk hefur almennt talið að það byggi við er ekki fyrir hendi. Fyrir utan þetta alvarlega ástand á raforku- og samskipta- dreifikerfinu þá liggur fyrir að fjöldi annarra málaflokka ríkisins er í gríðarlegum vandræðum. Sum vandræðin virðast heimatilbúin. Nú í haust hafa staðið yfir miklar aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum þar sem einhverju af fólki var sagt upp en einnig var dregið úr yfir- vinnu sérfræðinga. Fjárskorturinn og neyðarástandið þýðir lengri bið eftir meðferð. Sama er að segja um vandræðin á hjúkrunarheimilunum að biðlistarnir eru óbærilegir. Vegna niðurskurðarins og bágra kjara heilbrigðisstarfsmanna er at- gervisflótti út úr heilbrigðiskerfinu að verða eitt aðalvandamálið. Þrátt fyrir þetta alvarlega neyðarástand áætlar ríkið núna að lækka skatta meðal annars á efna- meiri borgara um rúma fimm millj- arða á ári næstu 4 árin þrátt fyrir að áætlaður halli Landspítalans á ári sé um 4,5 milljarðar. Til að auka enn á vandræðin þá er einnig verið að lækka bankaskatt og rýra fleiri tekjustofna ríkisins með- an heilbrigðis- og menntakerfið berst í bökkum og almenn sjúkra- húsþjónusta á heilbrigðisstofnunum er einnig skorin niður. Þetta á einn- ig við á þeim svæðum sem ekki hafa öruggan aðgang að rafmagni eða símasambandi. Fólk getur ekki búið við svona þjónustustig þar sem þetta eru raunverulega lífshættu- legar aðstæður. Vaxtabætur hafa einnig lækkað gríðarlega og húsnæðisbætur standa hvergi nærri undir þörfinni og enn dregst að laga kjör öryrkja í samræmi við kjaraleiðréttingar elli- lífeyrisþega. Löggæsla verður skor- in niður um 400 milljónir á næsta fjárhagsári þrátt fyrir aukið álag á það kerfi. Það er hvergi í augsýn að ís- lenska ríkið hafi neina fjárhagslega getu til að laga raforkudreifikerfið til að halda landinu í byggð með öruggum hætti. Auk þess blasir við að stjórnkerfið er of dofið, getulítið og óöruggt fyrir samfélag á norður- slóðum. Öryggisleysið í málaflokkum ríkisins Eftir Sigurð Sigurðsson » Íslenska ríkið hefur ekki fjárhagslega getu til að laga raf- orkudreifikerfið og er of dofið og getulítið fyrir samfélag á norðurslóðum. Sigurður Sigurðsson Höfundur er BSc MPhil byggingaverkfræðingur. Bið eftir liðskipta- aðgerð skerðir lífsgæði fólks verulega því hún kemur niður á vinnu- afköstum og daglegu lífi með takmörkun á hreyfigetu og verkjum. Þetta er átakanlegt og í mörgum tilvikum óþarfi. Hér á landi eru rúm- lega 700 manns á bið- lista eftir gervimjaðmarlið og rúm- lega 300 eftir hnjálið. Langflestir þurfa að bíða mánuðum saman og jafnvel á annað ár þegar allt er talið. Þeir sem þurfa að bíða eftir aðgerð í þrjá mánuði eða meira eiga rétt á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Ís- lands (SÍ) til að sækja viðkomandi heilbrigðisþjónustu hjá viður- kenndum sjúkrastofnunum erlendis. Greiðsluþátttaka SÍ nær til alls kostnaðar sem tengist aðgerðinni og ferðinni fyrir sjúkling og fylgdar- manneskju, samkvæmt evrópsku regluverki sem Ísland er aðili að, sem betur fer. Þar sem ljóst er að biðin verður meiri en þrír mánuðir er óþarfi að bíða með að sækja um til SÍ, það má gera strax og þörfin fyrir aðgerð er ljós. Nafn sjúklingsins þarf ekki að standa á neinum skriflegum biðlista í landinu, enda er slíkur biðlisti ekki til staðar. Það nægir að læknir sem þekkir vandamálið meti það svo að viðkomandi sjúklingur hafi þurft eða muni þurfa að bíða í þrjá mánuði eða meira frá því að vandamálið kom upp. Þá getur hann sótt um greiðsluþátt- töku til SÍ fyrir hönd viðkomandi sjúklings, án tafar. Gott er að sá bæklunarlæknir sem þekkir stoðkerfisvandamál viðkom- andi sæki um fyrir hann til SÍ, en fyrsta bið margra er eftir því að kom- ast að hjá bæklunarlækni. Því er gott að vita að heimilislæknir getur einnig sótt um fyrir fólk. SÍ gerir ekki kröfu um að bæklunarlæknir sæki um en „kann að óska eftir meiri rökstuðn- ingi ef umsóknin kemur frá heim- ilislækni“ en ekki bæklunarlækni. Bið eftir heimilislækni er yfirleitt ekki löng og því kann að henta betur að leita til heimilislæknis. Það kann að vera að sumir heimilislæknar telji enn að þeir geti ekki sótt um til SÍ, en það liggur fyrir skriflega frá SÍ að svo er enda ekkert í regluverkinu sem tak- markar umsóknir við bæklunarlækna. Það er matsatriði sjúk- lings, eftir atvikum í samráði við sína heilsugæslustöð, til hvaða læknis rétt er að snúa sér til að biðin verði sem skemmst. Umsóknir um greiðsluþátttöku SÍ þurfa að ber- ast SÍ á sérstöku formi sem læknar og aðrir geta nálgast á vef SÍ. Það tekur ekki langa stund fyrir lækni að sækja um fyrir hvern sjúkling. Rönt- genmynd og fleiri gögn þurfa samt að fylgja umsókninni. Hjá SÍ fundar sú nefnd sem metur umsóknir yfirleitt á tveggja vikna fresti. Stundum þarf nefndin viðbótargögn og þá getur afgreiðsla dregist en almennt má vænta nið- urstöðu eftir tvær til þrjár vikur frá því umsókn berst SÍ. HEI – Medical Travel leiðbeinir fólki um val á traustum, heppilegum spítala, umsókn um greiðsluþátttöku SÍ, bókanir á flugi, hjólastólaþjón- ustu, hótel og fleira sem þarf ef fólk vill sækja sér heilbrigðisþjónustu er- lendis. Þjónusta HEI er sjúklingum að kostnaðarlausu. Hei, tætum niður biðlistana Eftir Guðjón Sigurbjartsson Guðjón Sigurbjartsson » Það er óþarfi að bíða eftir aðgerð hér heima. Það má komast fljótt að á góðu sjúkra- húsi erlendis með greiðsluþátttöku Sjúkra- trygginga Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri HEI – Medical travel. gudjon@hei.is Það hefur varla far- ið framhjá íslensku þjóðinni, umræðan um loftslagsmálin og hvaða áhrif þau kunni að hafa í framtíðinni. Umhverfisráðherra er bjartsýnn og hefur sínar skoðanir á því sem þarf að gera. Hann vill fækka sauðfé um minnst helming og kúm. Moka ofan í skurði, sem er þegar hafið á Bessastöðum. Hann ætlar að gera allt hálendið að friðlandi og banna þar alla lausa- göngu búfjár um alla framtíð, leggja göngustíga svo fólk geti gengið þar um og skoðað það sem fyrir augu ber. Það er athyglisvert hvað menn eru ósammála um hvað virkar á loftslagsmálin. Ráðherra er þegar búinn að eignast eina jörð og ætlar jafnvel að taka land eignarnámi af bændum ef svo ber undir. Ekki hef- ur komið fram hvort ráðherra ætlar að girða hálendið af. Það var um miðja síðustu öld sem vélvæðing fór að sjást í sveitum landsins. Bændur keyptu dráttarvél og svo aðrar vélar eftir efnum og ástæðum. Þetta varð til þess að farið var að rækta land til að afla heyja og til beitar. Sumir höfðu aðgang að þurru landi og breyttu grámosa í græn tún og aðrir urðu að ræsa fram fúamýrar sem tókst ótrúlega vel. Nú eru þessir skurðir taldir valda hlýnun loftslags og fellibyljum um allan heim. Það þarf ekki mörg ár til að land sem er alfriðað breytist í órækt og allskonar kjarr og sinu sem er þó nóg fyrir í landinu. Þetta getur orðið mikill eldsmatur og valdið miklum skaða um ókomin ár. Sauðfé eða sina? Eftir Tryggva Kr. Gestsson » Það þarf ekki mörg ár til að land sem er alfriðað breytist í órækt og allskonar kjarr og sinu sem er þó nóg fyrir í landinu. Höfundur er eldri borgari og fyrrverandi bóndi. Tryggvi Kr. Gestsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.