Morgunblaðið - 27.12.2019, Page 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019
... stærsti uppskriftarvefur landsins!
Í hvert sinn er nið-
urstaða kemur úr hin-
um svokölluðu Písa-
könnunum fer þjóð-
félagið gjörsamlega á
hliðina af vandlætingu
vegna lélegrar
frammistöðu nem-
enda. Menn keppast
við að leita skýringa á
þessum ósköpum og
jafnvel hinir ýmsu
menn velta því fyrir
sér hvort Íslendingar
séu heimskari en flest-
ir aðrir. Kannski er
það svo, en kunna ekki
að vera einhverjar
aðrar skýringar á
þessu? Mig langar að
kasta fram nokkrum
atriðum sem gætu ver-
ið meiri orsakavaldar í
þessu máli en
heimska.
Skólaumhverfið
Það umhverfi sem
skólunum er búið í
dag er svo allt öðruvísi en var hér
fyrir fáum árum. Stöðugt er verið
að setja skólunum þrengri skorð-
ur við að halda uppi aga og regl-
um, sem að mínu mati er alger
forsenda fyrir góðu skólastarfi.
Það er engu líkara en löggjafinn
líti á það sem algjört forgangs-
atriði að nemendum sé allt leyfi-
legt og alls ekki megi hafa neinar
grundvallarreglur sem öllum sé
skylt að virða. Þá eru afskipti for-
eldra af skólastarfinu orðin svo
mikil að engu tali tekur. Það er
engu líkara en margir foreldrar
telji sig hafa meira vit á skóla-
starfinu en kennararnir. Fyrir
mér er það álíka líklegt og að far-
þegar í flugvél færu fram í flug-
stjórnarklefa til að segja flug-
stjóranum hvernig hann ætti að
fljúga vélinni.
Þáttur foreldra
Foreldrar verða að gefa sér
tíma til að ala börnin sín upp og
kenna þeim almenna mannasiði.
Mér finnst sem börnin séu alltof
oft afgangsstærðir á heimilunum.
Vinnan og lífsgæðakapphlaupið
eru sett ofar öllu öðru. Skólarnir
spilla ekki börnunum og það er
með öllu óþolandi að kenna þeim
um ef nemendur villast af réttri
leið. Þar verða for-
eldrar að líta sér nær
og gefa sér meiri
tíma við uppeldið.
Það er nefnilega allt-
of auðvelt að kenna
stöðugt einhverjum
öðrum um ef illa fer.
Mín ráðlegging til
foreldra er því mjög
einföld: Sjáið um að
krökkunum líði vel og
látið þau finna að
ykkur þyki vænt um
þau og hættið að
hlaupa upp til handa
og fóta þó eitthvað
komi upp á í skól-
anum. Það er bara
eðlilegt og hefur
gerst í áranna rás.
Skólinn og Písa
Víkjum þá að þess-
um Písakönnunum og
niðurstöðum þeirra
sem allaf verða verri
og verri eftir því sem
þær verða fleiri.
Hvað veldur? Ég held
að hvorki skólinn né
nemendurnir hafi
nokkurn einasta áhuga á þeim og
séu því ekki með neinar áhyggjur
af útkomu þeirra. Skólinn leggur
litla áherslu á að undirbúa nem-
endur sérstaklega vegna þeirra,
enda koma þær bara þegar þær
koma. Nemendur gera sér fulla
grein fyrir því að niðurstaðan úr
könnunum hefur engin áhrif á
frekara nám þeirra. Þeir sýna því
þessum könnunum enga virðingu
og er slétt sama um útkomuna.
Jafnvel láta sumir sér nægja að
skrifa lítið meira en nafnið sitt á
blaðið. Í sumum skólum er stór
hluti nemenda af erlendum upp-
runa og lítið talandi eða skrifandi
á íslensku. Er líklegt að þeir nái
miklum árangri í svona könnun-
um? Í skólum án aðgreiningar eru
allir látnir taka þessar kannanir,
sama hvar þeir eru staddir. Er
það svo í öðrum löndum? Mér er
það mjög til efs. Þjóðir sem leggja
mikið upp úr því að standa sig vel
í öllum samanburði við aðrar þjóð-
ir beita ýmsum ráðum til að sýna
góða útkomu. Þá komum við að
þeirri grundvallarspurningu: Fyrir
hverja er verið að gera þessar
kannanir ef forsendur eru mis-
munandi eftir löndum?
Písakönnun
fyrir hverja?
Eftir Guðmund
Oddsson
Guðmundur Oddsson
» Afskipti for-
eldra af
skólastarfi eru
jafn líkleg til að
skila árangri
eins og ef far-
þegar segðu
flugstjóranum
hvernig hann á
að fljúga
vélinni.
Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Mér finnst sannarlega ástæða
til að hrósa heilbrigðisráðherra
fyrir að hafa komið því til leið-
ar að fangar sem glíma við geð-
ræn veikindi eiga nú kost á
þjónustu geðlæknis í fangels-
um landsins. Hér er mjög gott
og þarft framtak.
Meðferðin á geðsjúkum
föngum hefur verið til skamm-
ar fram að þessu.
Sigurður Guðjón Haraldsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Gott
framtak
Þjónusta „Fangar sem glíma við geðræn veikindi eiga nú kost á þjónustu geðlæknis.“
Morgunblaðið/Golli
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?