Morgunblaðið - 27.12.2019, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019
✝ Dýrunn Ragn-heiður Stein-
dórsdóttir (Día)
fæddist 4. ágúst
1945 á Brautar-
landi í Víðidal,
Vestur-Húnavatns-
sýslu. Hún lést á
Droplaugarstöðum
9. desember 2019.
Foreldrar hennar
voru hjónin Stein-
dór Benediktsson
bóndi, f. 1. mars 1898, d. 28.
janúar 1971, og Sigurbjörg
Þórðardóttir húsfreyja, f. 14.
maí 1907, d. 19. janúar 1990.
Día var yngst fjögurra systk-
ina. Systkini hennar eru: Þór-
unn húsmóðir, f. 14. apríl 1932,
þeirra: Sverrir verkfræðingur,
f. 29. september 1990, í sambúð
með Írisi Björk Rúnarsdóttur
flugfreyju, Þórarinn flug-
maður, f. 6. ágúst 1995, í sam-
búð með Sóleyju Baldursdóttur,
BS í sálfræði, og Hjalti, f. 22.
mars 2005. 2) Eydís Dóra fé-
lagsráðgjafi, f. 4. ágúst 1971,
og á hún tvo syni: Jóel mennta-
skólanema, f. 28. október 2001,
og Atla Hrafn, f. 14. mars 2005.
Día ólst upp í Brautarlandi.
Hún nam við Kvennaskólann á
Blönduósi 1963-64 þar sem hún
kynntist eiginmanni sínum. Þau
fluttu til Reykjavíkur og
bjuggu þar alla sína búskap-
artíð. Hún lærði snyrtifræði og
starfaði í snyrtivöruverslunum
í miðbæ Reykjavíkur um árabil.
Síðar stofnaði hún eigin snyrti-
stofu.
Útför Díu verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag, 27. desem-
ber 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
d. 18. júlí 1998;
Benedikt húsa-
smíðameistari, f.
18. júlí 1939; og
Ingólfur bókari, f.
9. ágúst 1942. Syst-
ir þeirra dó í frum-
bernsku.
Día giftist Sverri
Hauki Halldórssyni
rafeindavirkja-
meistara, f. 19.
mars 1943, hinn 27.
desember 1969 og hefðu þau
því átt gullbrúðkaup í dag.
Dætur þeirra eru: 1) Anna Rut,
hjúkrunarfræðingur og ljós-
móðir, f. 24. október 1966, gift
Birgi Þórarinssyni alþing-
ismanni, f. 23. júní 1965. Synir
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Ég gekk upp stigann með svo-
lítinn hnút í maganum, þá 17 ára
að aldri. Til dyranna kom kona
glæsileg yfirlitum, með liðað
dökkt hár, glitrandi augu og
skýra andlitsdrætti. Hún minnti
mig á spænska senjorítu, rauð
rós í hári hefði farið henni vel.
Blessaður, sagði hún mjúkri
röddu, brosti og bauð mig vel-
kominn. Ég var kominn til að
heimsækja eldri dóttur hennar í
fyrsta sinn, Önnu Rut, sem síðar
varð eiginkona mín. Konan glæsi-
lega hafði góða strauma og gott
viðmót. Hún átti eftir að vera
hluti af lífi mínu næstu 37 árin
eða allt þar til hún kvaddi 74 ára
að aldri.
Dýrunn tengdamóðir mín, sem
aldrei var kölluð annað en Día,
var sveitastúlka norðan úr Húna-
vatnssýslu, yngst fjögurra systk-
ina og ættuð frá Brautarlandi í
Víðidal. Alin upp á hestbaki, eins
og hún sagði sjálf, létt á fæti,
glaðlynd og brosmild. Hún fór í
kvennaskólann á Blönduósi,
kynntist þar Sverri Halldórssyni
sem reyndist henni traustur eig-
inmaður. Þau fluttu til Reykja-
víkur þar sem þau stofnuðu fjöl-
skyldu og eignuðust tvær
glæsilegar dætur, Önnu Rut og
Eydísi.
Día lærði snyrtifræði og starf-
aði í snyrtivöruverslunum í mið-
bænum um árabil. Sveitastelpan,
sem var smekkvís og vel að sér á
sínu sviði, kunni vel við sig á
Laugaveginum. Hún stofnaði síð-
ar eigin rekstur, sem hún rak af
dugnaði og myndarskap. Día var
vinnusöm, hagsýn og hafði gott
viðskiptavit. Henni líkaði vel ef
þeir sem stóðu henni næst voru
duglegir. Hún hrósaði mér oft
fyrir ýmislegt sem ég tók mér
fyrir hendur en vildi jafnframt
vita hvað væri næst á verkefna-
listanum. Hún hafði sterka trú á
mér og hvatti mig til dáða, meðal
annars í stjórnmálum. Fyrir
hennar hvatningu og stuðning er
ég þakklátur. Henni þótti frá
upphafi góð hugmynd að við
Anna Rut skyldum flytja á
Vatnsleysuströnd og endur-
byggja þar illa farið íbúðarhús.
Verkefnið var stórt en hún hafði
fulla trú á því og fylgdist grannt
með framkvæmdum. Hún kom
oft í heimsókn í Knarrarnesið,
naut samvista við barnabörnin
og nálægðar við náttúruna sem
þar gefst. Día sá tækifæri í
mörgu og var áhugi hennar á við-
skiptum þá ekki langt undan.
Hún gat haft sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum en mátti
ekkert aumt sjá og var dýravin-
ur. Hún naut þess að gera sér
glaðan dag í góðra vina hópi og
ferðast innanlands jafnt sem ut-
an með fjölskyldunni. Eins og
góðum tengdasyni sæmir hafði
ég matarást á henni og kynnti
hún mér rétti sem ég hafði aldrei
komist í tæri við og voru ómót-
stæðilegir. Það var beinlínis til-
hlökkun fyrir ungan mann að
setjast að borði með þessari fal-
legu fjölskyldu, sem ég er stoltur
af að tilheyra. Á milli okkar Díu
ríkti ávallt vinskapur, traust og
trúnaður.
Að leiðarlokum kveð ég elsku-
lega tengdamóður mína með
virðingu og þökk. Sverri tengda-
föður og öðrum ástvinum færi ég
innilegar samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu Díu tengdamóð-
ur minnar.
Birgir Þórarinsson.
Í dag kveðjum við elskulega
mágkonu og systur, svo nú ríkir
söknuður í hjörtum ástvina
hennar. Við gleðjumst yfir góð-
um minningum, rifjum þær upp
og minnumst fallegrar hæfileika-
ríkrar konu. Það er gleði okkar
að hafa átt samleið með henni á
lífsins leið og því er eðlilegt að við
söknum. Gleðin og sorgin eru
systur og fylgjast að rétt eins og
dagur og nótt. Día var lífsglöð
ung stúlka, spilaði á gítar og
söng með vinkonum sínum. Mús-
íkölsk eins og foreldrar hennar.
Hún lærði snyrtifræði og rak sína
eigin stofu í mörg ár. Hún átti
sína föstu viðskiptavini sem
fannst ómissandi að heimsækja
„Snyrtistofu Díu“ reglulega.
Seinustu mánuðir ævinnar
voru erfiðir og eigum við því ekki
að vera raunsæ og játa að Guð
veit best. Lífsins göngu er lokið
og haldið inn á nýtt svið, sem
okkur mönnum er hulið.
Ljóð Einars Benediktssonar
felur í sér fyrirheit um það sem
framundan er:
Til moldar oss vígði hið mikla vald,
hvert mannslíf, sem jörðin elur.
Sem hafsjór, er rís með fald við fald,
þau falla, en guð þau telur,
því heiðloftið sjálft er huliðstjald,
sem hæðanna dýrð oss felur.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
Día var náttúrubarn sem elsk-
aði fjölskylduna sína, sveitina,
sólskinið, Vesturbæjarlaugina og
blessaðan Laugaveginn sinn.
Kveðjum þig elsku Día með
ljóði Ólínu Andrésdóttur:
Dýrmæta andans auðlegð þú
áttir, sem guð þér léði.
Ég sá hana skína í sælli trú
síðast á dánarbeði.
Af öllu hjarta ég ann þér nú
hinnar eilífu jólagleði.
Elsku Sverrir, Anna Rut, Ey-
dís Dóra og fjölskyldur. Okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin lifir. Guð geymi ykkur
öll.
Þórey og Benedikt.
Nú hefur Día systir mín feng-
ið hvíldina eftir erfið veikindi
undanfarin ár. Hún var yngst af
okkur fjórum systkinunum sem
lifðum. Við ólumst upp í sveit um
miðja síðustu öld við venjuleg
sveitastörf eins og þau voru á
þeim tíma. Þá var vélvæðingin
ekki gengin í garð og öll útiverk
því unnin með höndum þar sem
hestar voru notaðir til að létta
störfin. Verkaskiptingin í sveit-
inni var gjarnan þannig að í
hennar hlut kom að hjálpa til við
húsverkin og móðir okkar
kenndi henni það sem til þurfti.
Ég vil rifja hér aðeins upp
dvöl okkar Díu í Víðihlíð í heima-
sveit okkar á sínum tíma. Okkur
hafði verið treyst fyrir því að sjá
um barnaskólann í sveitinni, ég
annaðist kennsluna og hún sá
um matseld og húshald, þá að-
eins 17 ára gömul. Þetta segir
töluvert um kjark hennar og
dugnað. Börnin í skólanum voru
ekki nema nokkrum árum yngri
en hún. Eftir því sem næst verð-
ur komist tókst þetta skólahald
bara vel.
Um haustið fór hún síðan í
Húsmæðraskólann á Blönduósi,
eins og algengt var um ungar
konur á þessum tíma. Þar
kynntist hún Sverri sínum sem
hún síðan giftist og bjuggu þau
mestallan sinn búskap í Reykja-
vík.
Eftir að hún var komin til höf-
uðborgarinnar lærði hún snyrti-
fræði og var í framhaldinu pæj-
an í snyrtivörubúðinni á
Laugaveginum og rak einnig
snyrtistofu heima hjá sér.
Ég kveð Díu systur mína með
þakklæti fyrir samverustund-
irnar á lífsleiðinni og færi
Sverri, dætrunum og fjölskyld-
um innilegustu samúðarkveðjur.
Ingólfur.
Dýrunn Ragnheið-
ur Steindórsdóttir
✝ Jónas RagnarGuðmundsson
fæddist í Hall-
geirsey í A-
Landeyjum 28.
september 1935.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 18.
desember 2019.
Foreldar hans
voru Guðmundur
Guðlaugsson,
bóndi, f. 18. sept-
ember 1883 í Hallgeirsey, d.
1974, og Guðríður Jónasdóttir,
húsfreyja, f. 28. október 1894
að Hólmahjáleigu í A-
Landeyjum, d. 1954. Bróðir
Jónasar var Guðlaugur Grétar,
f. 1933, d. 1936.
Foreldrar Jónasar tóku að
sér fósturbörn sem Jónas ólst
upp með og leit á þau sem
systkini sín, þetta voru þau
Guðbjörg Sigurjónsdóttir
(Gugga), Þórhallur Sig-
hans, Áslaugar Melax, eru
Bjarmi og Breki. Fósturdóttir
Grétars og dóttir Áslaugar er
Berglind Melax, maki Guð-
mundur Ingi Björnsson, þeirra
börn eru Benedikt og Karólína.
Jónas ólst upp í Hallgeirsey
við venjuleg sveitastörf en flutti
til Reykjavíkur 19 ára gamall
eftir að móðir hans dó. Hann
lauk námi í prentiðn í Iðnskól-
anum í Reykjavík og starfaði
mestan hluta ævinnar sem
prentari, aðallega við blaða-
útgáfu. Hann vann m.a. hjá Vik-
unni, Vísi, Tímanum, í Blaða-
prenti og prentsmiðju Árna
Valdimarssonar. Síðustu árin
breytti hann um starfsvettvang
og vann m.a. hjá ríkisskatt-
stjóra áður en hann fór á eftir-
laun.
Fyrstu hjúskaparárin bjuggu
Jónas og Margét í Mávahlíð 23
en þegar fjölskyldan stækkaði
fluttu þau á Hraunteig 11 þar
sem þau hafa búið síðan 1968.
Síðustu mánuði ævi sinnar
dvaldist Jónas á Hrafnistu í
Reykjavík.
Útför Jónasar fer fram frá
Áskirkju, í dag 27. desember
2019, og hefst athöfnin kl 15.
urjónsson, Magnús
Stefánsson og Gísli
Jónasson en þau
eru öll látin.
Jónas giftist
1960 Margréti
Jónsdóttur, f. 4.
apríl 1937. For-
eldrar hennar voru
Jón Kristinn Jóns-
son, f. 24. júní
1898, d. 1983, og
Ingveldur Eiríks-
dóttir, f. 23. júní 1908, d. 1993.
Börn Jónasar og Margrétar
eru: 1) Guðmundur, f. 11. júlí
1960, maki Hanna Ingibjörg
Birgisdóttir, synir þeirra eru
Jónas og Patrekur Gísli. 2)
Martha, f. 7. október 1963, maki
Ástvaldur Óskarsson, börn
þeirra eru Óskar, Margrét
Björg og Ingvi. Fyrir átti Ást-
valdur soninn Svavar Frey. 3)
Grétar, f. 31. ágúst 1966, synir
hans og fyrrverandi eiginkonu
Frá eiginkonu
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Margrét Jónsdóttir.
Í dag kveðjum við tengdaföður
minn sem lést eftir margra ára
baráttu við vágestinn sem nú hefur
lagt hann að velli.
Margs er að minnast eftir rúm-
lega 30 ára kynni. Fyrir hugskots-
sjónum fljúga myndir sem litast
sterkum litum manns sem var ein-
stakur fjölskyldufaðir og betri afa
barnanna minna hefði ég ekki geta
fengið. Samheldni hans og Möggu
tengdamömmu í því að hlúa að sín-
um var í senn bæði eftirtektaverð
og öðrum til eftirbreytni. Börnin
okkar hafa verið svo lánsöm að
geta farið út í lífið með reynslu
uppeldisaðferða ömmu og afa sem
verður þeim til eftirbreytni um ald-
ur og ævi. Vonandi eiga þau því eft-
ir að yfirfara sína reynslu á sína af-
komendur þannig að þeir geti líka
notið þeirra lífsgæða sem afi og
amma sköpuðu á sínum tíma.
Allt var gert svo spennandi.
Næturdvalir á Hraunteigi 11, hlut-
verkin í sjeikveislunum, ferðirnar
með Kátu fólki, spurningaleikirnir,
pakkaleikirnir, ferðalögin með
stórfjölskyldunni til Kanarí svo
eitthvað sé nefnt. Þarna voru ljúfir,
umhyggjusamir en að sama skapi
staðfastir uppalendur á ferð. Fyrir
þetta er ég óendanlega þakklát.
Tengdafaðir minn var ljúfur maður
en samt maður sterkra skoðana
sem hann fór vel með og kunni því
líka að setja barnabörnunum
mörk, því var það svo að þegar all-
ur hópurinn naut næturgistinga
hjá ömmu og afa í einni flatsæng
var samkomulagið einstaklega
gott.
Jónas var alltaf mikill sveita-
strákur í sér og naut þess að vera
úti í náttúrunni og vera í sveitinni
og njóta þess sem landið gaf, eig-
inkonan hins vegar mikið borgar-
barn en saman náðu þau samt að
slá sína samhljóma strengi þó þau
væru mjög ólík að þessu leyti.
Garðurinn á Hraunteigi 11 var
garðurinn hans afa. Berjaferðirnar
með okkur fjölskyldunni og ferð
yfir hálendið með afa þar sem hann
naut sín í faðmi fjallanna og náttúr-
unnar er ljúf minning fyrir okkur.
Sjúkdómurinn sem nú hefur
lagt Jónas að velli kvaddi fyrst
dyra fyrir um 15 árum sem
snemma byrjaði að taka toll af
heilsu hans. Allar götur síðan hafa
þau hjónin staðið samhent í þessari
þrautargöngu og tekið hverju áfall-
inu af æðruleysi og samheldni þó
oft hafi baráttan virst töpuð. Það
var alltaf stutt í brosið og sáttaum-
leitanir við ástandið hversu erfitt
sem það var. Með æðruleysi sínu
gerði hann okkur fjölskyldunni
mun auðveldara að taka þátt í
þessu stríði með sér.
Nú er komið að leiðarlokum
kæri Jónas. Þú munt alltaf eiga þitt
pláss í huga okkar. Hafðu hjartans
þökk fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Hanna Ingibjörg
Birgisdóttir.
Elsku afi Jónas.
Við viljum þakka þér fyrir liðnar
samverustundir og vera jafn góður
afi og þú varst. Þegar við bræð-
urnir hugsum um þig þá er líkleg-
ast það fyrsta sem okkur dettur í
hug Hraunteigur 11, okkar annað
heimili. Við vissum alltaf að við
gætum komið í heimsókn til ykkar
ömmu í mat, sjeikveislur, gista eða
spila. Þegar að við vorum í mat hjá
ykkur nefndi amma það oft að
þessar kartöflur væru úr garðinum
„hans afa“. Þannig að við komumst
því ekki hjá því að tengja þig við
garðinn þinn þar sem að það var
alltaf nóg af kartöflum og rabar-
bara. Þegar við urðum eldri unnum
við svo oft í „garðinum hans afa“.
Við höfðum stofnað fjölskyldu-
garðsláttufyrirtæki ásamt Bjarma
og Óskari, frændum okkar. Það
var alltaf mikið tilhlökkunarefni að
koma til ykkar og slá garðinn ykk-
ar. „Díllinn“ var nefnilega sá að við
komum og slógum og fengum há-
degismat í staðinn. Við áttum svo
góðar samræður á meðan á hádeg-
ismat stóð, afi fræddi okkur um
hvernig hlutirnir voru gerðir í
sveitinni þegar að hann var yngri
og amma sagði okkur hvernig
æska hennar hafði verið á Ránar-
götunni. Það braut upp daginn og
fékk mann alltaf til að komast í
gott skap auk þess sem maginn var
fylltur.
Það sem þið gerðuð svo líka
reglulega var að fara í heimsókn til
Eyfa, bróðir ömmu. Þá var reglu-
lega farið í spurningakeppni til að
prófa þekkingu ykkar. Þegar að
þið voruð ekki alveg vissir hvað átti
að spyrja um var oft brugðið á það
ráð að „hringja í vin“. Þá var hringt
í mig (Jónas) og ég vissi svarið. Ég
hafði mjög gaman að því og hlakk-
aði ég mikið til þeirra símtala.
Það hefur alltaf verið frábært að
sjá til ykkur, amma og afi, þar sem
svo mikill kærleikur og jákvæðni
var í öllu sem tekið var sér til hend-
ur. Til lokadags var ekki hægt að
komast fram hjá brosi þínu. Eitt
það fallegasta sem við höfum heyrt
var þegar amma sagði við okkur
„Það besta við að koma á Hrafnistu
að heimsækja afa ykkar er að sjá
brosið hans, þá ljóma ég öll upp.“
Við erum svo þakklátir fyrir þessa
frábæru afa og ömmu sem við höf-
um fengið. Takk fyrir allt.
Jónas og Patrekur
Gísli Guðmundssynir.
Eitt af þeim björtu ljósum sem
lýst hefur veginn á göngu minni
um lífið slokknaði nokkrum dögum
fyrir jól. Hin hlýja og notalega
birta sem var einkennandi fyrir
það var tekin að dofna og ég vissi
að sú stund kæmi bráðlega að hún
slokknaði alveg. Von mín var að
hún næði að skína fram yfir hátíð-
arnar. Þannig varð það ekki. Ragn-
ar frændi svífur ekki lengur hnar-
reistur og léttur á fótinn um
dansgólf lífsins með Möggu sína
upp á arminn. Lífsdansinn hans
var langur og fagur og samstíga og
átakalaust stigu þau Magga dans-
inn saman í um 60 ár. Uppskeran
var ríkuleg og ómetanlegir verð-
launagripir í formi barna, tengda-
barna og barnabarna juku á tilfinn-
inguna og gleði þeirra við dansinn.
Hin síðustu ár færðist stjórnin að
mestu í hendur Möggu sem sá til
þess að dansskrefin væru stigin og
takturinn haldinn. Ragnar tók því
með þeirri stillingu og jafnaðargeði
sem einkenndi hann og dansaði
sinn part meðan stætt var.
Tengslin milli fjölskyldna okkar
voru sterk. Þegar Ragnar var
kornungur maður bjó Guðmundur
pabbi hans um tíma á heimili for-
eldra minna á Grettisgötunni og
Ragnar bjó í herbergi í nágrenn-
inu og var í mat hjá þeim. Það var
einmitt á þeim tíma sem Ragnar
frændi bauð ungri stúlku upp í
dans og kynnti sig fyrir henni sem
Jónas Ragnar og nýr kafli hófst í
lífi hans og hennar. Eftir það voru
þau okkar huga eitt: Magga og
Ragnar. Í huga flestra annarra:
hjónin Jónas og Margrét.
Eftir að þau eignuðust sitt eigið
heimili stóð heimili þeirra hjóna
okkur ávallt opið. Eftir að mamma
lést var heimili þeirra sá staður
sem pabba þótti gott að heim-
sækja – hjá þeim leið okkur alltaf
vel. Minningar frá þeim árum
flæða um hugann, allt góðar minn-
ingar – minningar um þorrablót,
áramótagleði, kaffi- og matarboð á
Hraunteignum þar sem mikið var
spjallað og hlegið og við krakkarn-
ir flissandi í hinum sívinsæla
nafnaleik. Alltaf vorum við aufúsu-
gestir og Ragnar, ljúfmennskan
uppmáluð eins og hans var háttur,
alltaf boðinn og búinn að sækja
okkur og skutla heim. Þegar ald-
urinn var farinn að setja mark sitt
á pabba sinnti hann honum sem
væri hann hans eigin þó þeir væru
ekki einu sinni skyldir. Þannig var
hann Ragnar, engum líkur. Það
var því gott að vita af þeim hjónum
þegar við systur bjuggum báðar
erlendis og pabbi einn og heilsa og
líkami hans tekinn að bila. Þau
hjón reyndust okkur vel og fyrir
það verður aldrei fullþakkað. Kær-
leikurinn og væntumþykjan milli
fjölskyldna var á báða bóga.
Ljósið hans Ragnars frænda er
slokknað. Það lifði lengi á kveikn-
um og birta þess lýsti víða og yljaði
og vermdi mörgum.
Ég þakka elsku Ragnari
frænda mínum fyrir samfylgdina
og fyrir allt það sem hann var mér
og fjölskyldunni minni. Minningin
um góðan dreng lifir. Megi góður
guð vaka yfir elsku Möggu, Guð-
mundi, Mörthu, Grétari og fjöl-
skyldum.
Valgerður Hallgrímsdóttir
og fjölskylda.
Jónas Ragnar
Guðmundsson