Morgunblaðið - 27.12.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.12.2019, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019 ✝ Jóhann Eyfellsfædddist í Reykjavík 21. júní 1923. Hann lést í Fredericksburg, Texas, 3. desember 2019. Jóhann var sonur hjónanna Eyjólfs Eyfells, list- málara, f. 6.6. 1886, d. 3.8. 1979, og Ingi- bjargar Eyfells, handavinnukenn- ara og verslunarkonu, f. 4.12. 1895, d. 24.2. 1977. Jóhann ólst upp í Reykjavík ásamt systkinum sínum sem eru: Einar Eyfells, f. 12.1. 1921, d. 7.9. 1994, Kristín Eyfells, f. 7.2. 1925, d. 5.5. 1985, og Elín Ey- fells, f. 16.11. 1926. Jóhann kvæntist Kristínu Halldórsdóttur Eyfells í Berkley, Kaliforníu, þann 26. september 1949. Hún var fædd 17.9. 1917, d. 20.7. 2002. Foreldrar hennar voru Halldór Kristinsson, lækn- ir, f. 20.8. 1889, d. 18.6. 1968, og Jenný Jónasdóttir, húsmóðir, f. 29.9. 1895, d. 24.2. 1979. Jóhann eignaðist son með Jóhann B. Arch. frá Flórídahá- skóla í Gainsville í arkitektúr og árið 1964 tók hann M.F.A. í skúlptúr frá sama skóla. Á seinni hluta sjöunda áratugarins vann Jóhann að listsköpun sinni á Ís- landi og kenndi einnig við Hand- íða- og myndlistaskólann í Reykjavík. Árið 1969 varð Jó- hann prófessor við Flórídahá- skólann í Orlando og starfaði þar til ársins 1999. Jóhann hélt fjölda einkasýninga víða um heim og þar má t.d. nefna stóra sýningu hjá Listasafni Íslands 1992. Einnig tók hann þátt í fjölda samsýninga. Jóhann var fulltrúi Íslands ásamt Hreini Friðfinnssyni á Feneyja- biennialinum árið 1993. Eftir fráfall konu sinnar, flutti Jóhann frá Orlando til Texas árið 2004 og keypti sér búgarð þar sem hann stundaði listsköpun sína allt til dauðadags. Síðastliðið sumar stóð Listasafn Reykjavík- ur fyrir sýningu á verkum Jó- hanns í Ásmundarsafni. Þór Elís Pálsson og Hayden Yates kvikmyndagerðarmenn hafa gert heimildamyndir um Jóhann sem hafa farið víða. Útför Jóhanns fer fram í Dóm- kirkjunni í dag, 27. desember 2019, klukkan 15. Auði Halldórs- dóttur, handavinnu- kennara og versl- unarkonu, f. 5.11. 1927. Sonur Jó- hanns og Auðar er: Ingólfur H. Eyfells, f. 4.1. 1945, maki Hrafnhildur Guð- mundsdóttir Ey- fells, f. 25.1. 1955. Synir þeirra eru: Guðmundur Ey- fells, f. 10.1. 1973, maki Debbí Sochia Eyfells, f. 8.6. 1969. Jó- hann Eyfells, f. 25.3. 1981, maki Auður Ögmundardóttir, f. 21.6. 1985, og Eyjólfur Eyells, f. 8.6. 1983, maki Masumi Eyfells, f. 8.5. 1987. Jóhann og kona hans Kristín eignuðust ekki börn saman, en Kristín Magnúsdóttir og Róbert Magnússon, börn bróður Krist- ínar, voru þeim mjög kær og alla tíð var samband þeirra mjög ná- ið. Jóhann fór árið 1944 til Bandaríkjanna og nam myndlist og arkitektúr við Kaliforníu há- skólann í Berkley. Árið 1953 tók Tækifærið gríptu greitt, giftu mun það skapa. Hamra skaltu járnið heitt. Að hika er sama og tapa. (Steingrímur Thorsteinsson) Elsku afi. Ég þakka þér óendanlega fyrir þann stuðning og visku sem þú gafst mér í þessu lífi, eins og þessa vísu hér að ofan sem þú vitnaðir oft í. Ég leyfi mér að fullyrða að þú hafir verið ein duglegasta og ein- beittasta sál sem lifað hefur. Megi list þín, kraftur og metnaður vera okkur innblástur sem eftir lifum sem og framtíðarkynslóðum. Ég sakna þín mikið og horfi til baka með nostalgíu á þann tíma sem ég fékk að heimsækja þig til Banda- ríkjanna. Það var draumi líkast að vera í kringum alla þessa list ykk- ar Lillu. Þú skilur eftir djúp spor fyrir okkur afkomendurna að feta í. Það eina sem við getum gert er okkar besta, eins og þú gerðir allt- af undantekningarlaust. Vertu sæll að sinni, elsku afi. Við sjáumst seinna. Eyjólfur Eyfells. „Ég er afi þinn,“ var eitt af því síðasta sem Jói sagði við mig, í síð- asta samtali sínu við mig, nokkr- um vikum áður en hann lést. Jói afi var ekki afi minn í strangasta skilningi þess orðs. En hann var það nú samt, að mati okkar beggja. Í þessu síðasta símtali okkar fann ég í fyrsta og eina skipti skipti fyrir einhverjum veikleika í rödd Jóa og í því sem hann sagði. Veikleiki var almennt ekki eitt- hvað sem til var í hans orðabók, jafnvel þótt hann væri orðinn 96 ára. Enda var hann með ótrúlegri mönnum. Erfiður eins og andskot- inn en samt svo dásamlegur. Ég hef aldrei kynnst manni sem hefur verið jafnviss um nokk- urn hlut. Jói var nefnilega viss um að hans eina hlutverk í lífinu væri að færa heiminum skilaboð í gegn- um listina. Og hin síðari ár komst ekkert að í hans huga annað en listin. Hann var algjörlega óstöðv- andi í listsköpun sinni og talaði nánast ekki um neitt annað í ótelj- andi símtölum hans til mín síðustu rúmlega tíu ár sem og í fjölmörg- um heimsóknum okkar til Texas. Enda var hann afar ósáttur við að vera settur á stofnun nokkrum vikum áður en hann lést. Hann vildi bara komast aftur á búgarð- inn sinn, til að geta búið til fleiri verk. Hann átti nefnilega eftir að gera svo ofboðslega margt – alla- vega að eigin mati. Hann hefði vilj- að minnst 96 ár í viðbót. Ég fékk nafnið hans Jóa og er afskaplega stoltur af því. Hann er einhver merkilegasti listamaður þjóðarinnar, jafnvel þótt margir hafi ekki enn áttað sig á því. Hann gat vissulega verið ákaflega erfið- ur og gert miklar kröfur til fólks í kringum sig. Jafnvel of miklar. En svo brosti hann þessu einstaklega fallega og hlýlega brosi sínu og þá mundi maður af hverju manni þótti svona ofboðslega vænt um hann. Hver einasta heimsókn til Jóa var eftirminnileg. Þótt heimsókn- irnar til Texas hafi verið engu líkar voru heimsóknirnar til Flórída eft- irminnilegastar þegar Lilla var enn á lífi. Það var ótrúlegt ævintýri fyrir lítinn dreng að heimsækja þá undraveröld sem risastórt hús þeirra hjóna í Orlando var. Lista- verk við hvert fótmál, tíu hundar á tímabili og snákar, skjaldbökur og önnur kvikindi á lóðinni. Þar skip- aði Jói mér að vera harður af mér og kenndi mér að það væri harð- bannað að vera einhvers konar meðalmaður í lífinu. Sem eru regl- ur sem hann sjálfur tileinkaði sér alla ævi. Jói var nefnilega grjót- harður og hin fullkomna andstæða meðalmannsins. Ef andlát Jóa væri endirinn á væminni bíómynd væri hann nú á hægri ferð í Bobcat-inum sínum á leið í fangið á elsku Lillu sinni í kvöldsólinni í Flórída. Um leið myndi hann veifa til samferða- manna sinna og segja það sem hann sagði svo oft: „Takk fyrir að taka mig alvarlega.“ Vandinn er hins vegar sá, að of fáir hafa tekið Jóhann Eyfells al- varlega. Á því þarf nú að verða breyting. Jóhann Bjarni Kolbeinsson. Það er heppni og á sinn hátt upphefð þegar maður verður fyrir áhrifum, upplifun, sem er svo sterk að lífssýn og skynjun breyt- ist, opnast þannig að maður nær aldrei né vill til baka. Þetta átti við og varð aðal þráður í sambandi okkar Jóhanns. 11 ára kom ég á Selvogsgrunn á heimili Unnar og Einars bróður Jóhanns, þar sá ég í fyrsta skipti verk Jóhanns og spurði Unni: „Hvað er nú þetta?“ „Þetta eru nú listaverk,“ sagði Unnur upplýsandi. Mér þóttu verkin forvitnileg og skrítin. Ég man enn vel eftir þessari stund og verkunum sem höfðu svo mikil áhrif á mig. Leiðir okkar Jóhanns lágu svo saman miklu seinna eða í Reyk- holti 1992 við afhendingu verksins Triararcy ll. Þarna náum við loks að kynnast. Jóhanni gaf ég naut. Svo magnaðan kraft finnur sá heppni kannski einu sinni á æv- inni. Hugmynd Jóhanns um fjölföld- un verka er ógleymanleg og ein- föld. Það er bara eitt original hitt eru „spareparts“. Þetta er ekkert öðru vísi. Jóhann hringdi einstaka sinn- um og lagði fyrir mig heimspeki- legar spurningar, mér er enn illt í tánum, svo hrikalega rak mig í vörðurnar. Heimspeki er verulegur hluti af verkum Jóhanns, honum hugleik- in, í einu símtalinu hrakti hann kenningar Steven Hawkins, sagði að þær stæðust hvorki heimspeki- lega né stærðfræðilega, mér varð nóg um og nefndi að þar væri um að ræða sjálfan Hawkins. Hann var stuttur og svaraði að það hefði ekkert með kenningu að gera hvað menn hétu. Steven Hawkns steig að vísu fram nokkru seinna og bað vísindasamfélagið afsökunar og breytti kenningu sinni um svart- hol. Þetta segir nokkuð um hversu glöggur Jóhann var. Í Texas fyrir rúmu ári síðan hittumst við frændurnir í síðasta sinn. Jóhann var kátur, átti margt eftir ógert að eigin sögn, ítrekaði að hann þyrfti bara tvö ár til að ljúka sínu ævistarfi. Ég tek því sem svo, kæri frændi, að þú hafir ekki klárað allt sem þú ætlaðir þér. Það hefðir þú aldrei getað hvort sem er, svo stórkostlegur var þinn hugur. Ég kveð þig með söknuði en um leið stórkostlegri gleði yfir að hafa fengið að kynnast þér. Eggert Jóhannsson. „Um leið og maðurinn tefldi sjálfum sér fram sem andstæðu við umhverfi sitt markaði hann sjálfum sér feril sinn og einn áfangastaðurinn er dauðinn,“ seg- ir Broddi Jóhannesson í Faxa. „Já, en hann átti svo mikið eftir að gera,“ sagði röddin í símanum. Á hinum enda línunnar heyrðist: „Já, en heldur þú að hann hefði nokkurntíma klárað?“ Öll eigum við okkar drauma og þrár. Sum okkar hugsjónir sem hvorki eiga sér takmörk í tíma né rúmi. Það er hver nafli síns al- heims og sér veröldina sínum aug- um. Jói sá veröldina svo sannar- lega sínum augum, beintengdur við almætti sitt var honum ætlað að skapa. Faðir minn bað hann að leiða mig um sýninguna sem haldin var í húsi Einars bróður hans í Sel- vogsgrunni í byrjun sjöunda ára- tugarins. Jói tók mér vel, leiddi mig að hverju verkinu á fætur öðru og skýrði þau í smáatriðum. Ég botnaði hvorki upp né niður í orðavali hans, eða skýringum. Eft- ir sat að hann gaf sér tíma, tilfinn- ingarnar gagnvart verkunum og umhyggjan sem hann sýndi mér. Alla tíð síðan hefur mér verið hlýtt til Jóa. Á sama tíma og ég skil ekki heimspeki hans nema að takmörk- uðu leyti, skil ég hann og verkin hans. Eitt verka Jóhanns, álteningur, á að giska metri á kant, stóð á standi á stéttinni milli álmanna suður af Kjarvalsstöðum, úti fyrir veitingastaðnum. Síðast þegar ég leit þangað sáust enn fjórar u.þ.b. 20 mm borholur eftir boltana fyrir standinn. Flísarnar sem komið hafði verið fyrir þegar undirstöð- urnar voru byggðar skáru sig úr. Voru aðeins dekkri en hinar. Borgin var ekki tilbúin að greiða fyrir verkið og Jóa fannst sér lítill sómi sýndur. Hvers vegna á lista- maður með jafn ríka tilfinningu fyrir verkum sínum að gefa þau? Svo er það auðvitað spurning, hvort það er ekki einmitt það sem hann á að gera. Hvað um það, eftir standa bor- holurnar fjórar og dökku flísarn- ar. Það er snilld. Ekki veit ég hvort einhverjir sjá teninginn fyr- ir hugskotssjónum. Álteningurinn er auðvitað jafn sýnilegur og nýju fötin keisarans. Nýja verkið hefur fengið heitið; Hvarf! Ósáttur við skilningsleysi sam- landa sinni fjarlægði Jóhann ten- inginn. Flutti hann ásamt fleiri verkum til Bandaríkjanna. Kom þeim fyrir í geymslu. Þaðan hurfu þau. Síðan hefur ekkert til þeirra spurst. Reykjavíkurborg bar gæfu til að festa sér Íslandsvörðuna. Bronsvörðuna óbrotgjörnu, sem nú stendur við Sæbrautina, veg- farendum til ánægju og íhugunar og borginni til sóma. Hvort við sem eigum okkur hugsjónir erum merkilegri en hin skal ósagt látið. Eða ekki. Við er- um ekkert merkilegri en hin. Jó- hann skildi það ekki alveg. Hann var viðkvæmur, tilfinningaríkur, auðsæranlegur, auðsærandi, skapandi, einmana undir lokin. Trúr list sinni og sköpunarmætti lætur hann eftir sig merkilega arf- leifð. Ruddi braut þekkingar, heimspeki og listar. Helgaði sig samsömun náttúru og listar, til- viljunar og hughrifa. Römm er sú taug er rekka dregur föðurhúsa til. Hvort verk Jóhanns skila sér til fósturjarðar- innar á einu eða öðru formi á eftir að koma í ljós. Þakka þér frændi innihalds- ríka, já ómetanlega samfylgd. Árni Stefánsson. Jóhann Eyfells var maður Lillu frænku, afar sterkrar konu, sem hafði afgerandi áhrif á líf okkar Róberts bróður. Hún beindi okkur í MA og síðan til þeirra hjóna í Or- lando, þar sem við bjuggum hjá þeim fyrstu háskólaárin. Þau höfðu komið sér vel fyrir með tölu- vert land þar sem Jói gat unnið að risastórum skúlptúrum sínum. Jói var þá orðinn aðalskúlptúrkennari listadeildar Florida Tech (UCF). Hann var afar vinsæll meðal nem- enda sinna. Jói fór að vinna að verkum sín- um kl. 3 á morgnana – þannig sigr- aði hann heita Flórídasólina. Mætti síðan í kennsluna klukkan átta. Eftir næringarríkar hádeg- issúpur Lillu fór hann í skúlptúr- garðinn sinn til kvölds. Hann gaf sér sjaldnast tíma til að borða með okkur en fékk kvöldmatinn í rúm- ið. Þannig gat hann einbeitt sér 100% að listinni. Lilla sá um fjár- mál, heimilisrekstur og öll sam- skipti út á við. Aðstoð frá ungum Íslendingum var vel þegin en samkvæmt Jóa var vinnuframlag hvers þeirra á við þrjá Ameríkana. Ingimundur Friðriksson kom frá Tampa í skólafríum og þegar Ingólfur Ey- fells og Svanur Kristjánsson bætt- ust við okkur Róbert var mikið fjör. Þá sló Lilla upp sínum róm- uðu matarveislum. Aðstoðin fólst ekki síst í holugreftri, þar sem hol- urnar voru a.m.k. mannhæðar- djúpar. Ofan í þeim steypti hann skúlptúrana á hvolfi sem kranabíl- ar hífðu svo upp. Mér er minnis- stætt þegar einn bíllinn réði ekki við stærsta skúlptúrinn sem þá klofnaði í tvennt og varð eftir í hol- unni. Þess má geta að Varðan við Sæbraut er steypt á þennan hátt. Lilla tók fleiri þúsund ljós- myndir af verkum Jóa og honum sjálfum við vinnu sína sem hún stækkaði í eigin myrkrakompu. Þær eru ómetanleg heimild um listsköpun Jóa. Á þeim 30 árum sem Jói starfaði við kennslu mál- aði Lilla allar sínar mögnuðu port- rettmyndir og sýndu þau oft sam- an víða í Flórída og USA. Þegar Lilla dó 2002 undi Jói sér ekki lengur í Flórída og flutti með verkin sín á kalkúnabúgarð í Tex- as. Þá hófst glænýtt skeið. Hann vildi koma Lillu sinni á framfæri og bjó til glæsilegan sýningarsal sem hann nefndi Sunken Mus- eum. Þar gróf hann út með hand- afli metersdýpt í 100 fermetra byggingu til að auka lofthæðina. Svo hóf hann að búa til nýja teg- und verka, spírala úr málmi sem hanga neðan úr trjám og er eins og þau „fljóti“ í loftinu. Þyngd- araflið var alltaf afgerandi þáttur í listsköpun hans. Á tíræðisaldri söðlaði hann enn um og hóf, eftir því sem hann sagði sjálfur, að skapa sín bestu verk. Hann sank- aði að sér pörtum og íhlutum úr iðnaðar- og landbúnaðarvélum tuttugustu aldar og setti saman á svo snjallan hátt að undrum sætir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta hann rétt áður en hann dó. Hann var þá nýhættur að geta unnið, hafði brákað á sér bakið við baksið. Hann var afar sorgmædd- ur yfir að geta ekki lokið ævistarfi sínu. Sagði að hann hefði þurft að- stoðarmann í þrjá mánuði til að ljúka við hálfkláruð verk. Tveimur mánuðum eftir að hann hætti að geta unnið að list sinni var hann allur. Hvíl þú í friði elsku Jói hjá henni Lillu þinni, þín Kridda. Kristín Magnúsdóttir. Jóhann Eyfells lifði lífinu sam- kvæmt einni reglu. „Ég er lista- maður eða ég er ekkert!“ Og það var enginn vafi á því að hann var listamaður fram í fingurgóma. Hann bjó yfir óviðjafnanlegum sköpunarhæfileikum og sköpun- arafli. Það er kannski athyglisvert að með árunum varð honum „ekk- ert“ hugleiknara og jafnvel það sem er sitt hvoru megin við „ekk- ert.“ Þetta fólst í dropum úr bræddu áli sem mynduðu glæsi- lega þrívíða skildi eða náttúru- prentaðar samfellur. Hann giftist föðursystur minni Kristínu „Lillu“ Halldórsdóttur og lenti ég þannig í samfloti við Eyfells. Jóhann fékk prófessorstöðu við listadeild University of Central Florida árið 1969. Ég bjó hjá þeim í 18 mánuði 1970-71 til að klára BS-próf í verkfræði. Á þessum ár- um var hann að fást við stóra steinsteypuskúlptúra sem vógu tonn eða meira. Þegar ég var kom- inn í doktorsnám í Georgia Tech í Atlanta fór ég jafnan í jólafrí til Lillu og Jóa. Þar var gott að vera, Lilla dekrandi við mann og alltaf eitthvað gott í matinn, ólíkt því sem var í Georgíu. Þetta spurðist út og þar með komu fleiri skóla- strákar í frí þangað. Ingólfur son- ur Jóhanns, Svanur Kristjánsson og Ingimundur Friðriksson mættu líka. Við urðum þar með þrælar Eyfells og grófum djúpar holur, logskárum olíutanka í mót og hrærðum steinsteypu daginn út og daginn inn. Við vorum reknir á lappir eldsnemma á morgnana og ekkert tillit tekið til svefnleysis ungmenna vegna skemmtana- halds fram eftir nóttum. Af þess- ari vinnu urðu til merk verk. Eitt þeirra var sett í brons og trónir nú á stalli við Sæbraut og er í eigu Reykjavíkurborgar. Svo voru það Ólympíuleikarnir 1972. Jóhann og kollegar hans í listadeildinni fengu samning til að halda listasýningu þar. Jóhann var þá með gúmmískúlptúra gerða úr hjólbarðaslöngum af ýmsum stærðum. Slöngurnar voru sam- vafðar eftir kúnstarinnar reglum og blásnar upp og héldust þær þannig saman. Jóhann kallaði þessi skrímsli „breytilegar verur.“ Við Jói flugum til Amsterdam og leigðum trukk sem við keyrðum til Rotterdam að sækja slöngufarm mikinn og ókum síðan til Mün- chen. Við bjuggum í Ólympíuþorp- inu með íþróttamönnunum. Við hófumst strax handa við að blása upp skúlptúra sem svo flutu tígu- lega um allt Ólympíuvatnið sem var næst aðalleikvanginum. Koll- egar Jóhanns, þeir Steve Lotz og Walter Gaudnek, voru með litag- löð segl á bátum. Ég naut mín vel þarna, róandi um á slöngu- skrímslum með aukaverkefni að bjóða fallegum stúlkum að fljóta með. En svo einn morguninn þeg- ar við ætluðum á vatnið stóðu um allt hermenn með vélbyssur og bönnuðu öllum að hreyfa sig. Hryðjuverkamenn höfðu þá tekið margt ísraelskra íþróttamanna í gíslingu og voru leikarnir stöðv- aðir í rúman sólarhring. Þetta endaði með skelfingu þegar allir Ísraelarnir voru myrtir. Eftir þetta var ekki lengur gaman að vera þar. Með þessum orðum kveð ég Jó- hann Eyfells, heimslistamann. Verk hans munu lifa um ókomin ár og aldir. Róbert Magnússon. „Ég er mesti sérfræðingur heimsins í augnabliksheimsku, at- höfn án umhugsunar.“ Jóhann Eyfells var vafalaust einn sérkennilegasti einstaklingur sinnar kynslóðar, framúrskarandi skapandi afl. „Ég er fæddur með tvær ólíkar hendur, önnur er karl- kyns en hin er kvenkyns. Ég hef aldrei verið í vafa um hvað ég á að gera næst, aldrei hikað.“ Jói Eyfells leit á allt sem augna- bliksstöðvanir í magni tímafars, í alheimi með mismun sem sitt innsta eðli. Næmishyggju, kallaði hann heimssýn sína með jöfnuna i=mT2 að leiðarljósi. Látum liggja milli hluta fyrir hvað i-ið eða m-ið stendur, en það er margfald- að með óendanleikanum í öðru veldi. Tvíkynja einstaklingi sem er fulltrúi slíkra afla gæti varla kom- ið það á óvart þó hann sjálfur breyttist einn góðan veðurdag í ösku og geimryk í framrás tímans. „Magn er bæði þyngd og kraftur, tímafar er í ætt við skýjafar, þ.e. eitthvað sem er á sífelldri hreyf- ingu. Þetta hefur að gera með hvernig einstaklingurinn með- höndlar sín augnablik. Að sam- þykkja tímann er þá léttleiki … Já, þá dansar maður á tímafari og þyngd er þá það að streitast á móti tímanum.“ Listferill raunverulegra lista- manna byrjar strax og þeir smeygja sér inn í heiminn hjúp- aðir rétta örverukokkteilnum. Þegar á ævina líður fá þeir svo ýmis kosmísk skilaboð og reynir þá á virkni móttökustöðvanna. „Verk mín eiga sterkan grundvöll í nokkrum sumrum uppi í sveit þegar ég var strákur. Ég undi mér sérstaklega vel við að vafra um mýrarnar og velti oft við steinum til að leita að ánamöðkum. Það hafði geysileg áhrif á mig að sjá hvernig steinarnir höfðu sokkið í jörðu og myndað í hana djúp för. Næsta sumar fór ég aftur út í mýri og sá þá að sömu steinarnir höfðu aftur sokkið í svörðinn þar sem ég skildi við þá. Þetta afl sem þarna var að verki og virðist óstöðvandi hefur mótað það sálarástand sem er að baki nær öllum mínum verk- um.“ Listamannsævi Jóhanns Ey- fells endurspeglaði síðan stöðuga viðureign við að gera tómið sýni- legt og gera það efniskennt sem er án efnis og sýna það í laufléttum og ófyrirsjáanlegum andhverfum sínum eða viðsnúningum. Öll verk Jóhanns eru gerð með þeim hætti að hann sjálfur hefur aldrei séð hvað hann er að gera, verkin eru augnabliksafrit af þögn, kyrrð og myrkri. Þegar verkið birtist sést það sem ekki sást við sköpun þess. „Verk mín sýna líðandi stund sem óhjákvæmilega fæðingu. Það sem við verðum að átta okkur á, er hvað það er sem getur hvorki byrjað né hætt. Sköpun á við verk- ið sem listamaðurinn býr til en fæðing er gangverkið að baki sköpuninni.“ Jói Eyfells sunkaði aldrei niður Jóhann Eyfells

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.