Morgunblaðið - 27.12.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 27.12.2019, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019 í lífið, ódrepandi stormsveipur sem greip andann á lofti. „Ég sæki öryggi í léttleikann við miðju jarðar. – Þetta er flókið mál sem ég reyni að varpa ljósi á í verkum mínum. Þögnin er fyrir mér altækt eðli en hljómur er ávallt það sem ég vil kalla teng- daslit eða abstraksjón. Þegar maður þarf að grípa andann á lofti er best að sæta lagi og fara þangað sem endingarbestu sveiflunar eru. Hugurinn er í þögn.“ Jóhann Eyfells er langt frá því að vera allur. Hannes Lárusson. Í morgun vaknaði ég við símtal- ið sem ég hafði verið að búast við, þegar ástkær sonur Jóhanns Ey- fells, Ingólfur, hringdi frá Íslandi. Ég hafði nýlega heimsótt Jóhann á líknardeildina í Fredericksburg. Við höfðum kvaðst og hann fól mér það ætlunarverk að viðhalda fagurfræðilegri arfleifð sinni. Eft- ir að hann gat ekki lengur beitt verkfærum sínum og tendrað log- suðutækið, hafði Jóhann enga löngun til þess að staldra við öllu lengur, þannig að níutíu og sex ára gamall gaf hann upp andann rétt eins og hann hafði alltaf lifað líf- inu, með ákvörðun byggða á ein- beittum vilja. Jóhann Eyfells var svo sannar- lega ægikraftur náttúrunnar, með skapandi sprengikraft sem eldfjall og vægðarlausa þrautseigju eins og skriðjökullinn sem ristir hið hrikalega íslenska landslag. Hann hafði mótast af umhverfi sínu, bæði menningarlegu og jarðfræði- legu, þannig að það varð hluti af hans eigin eðli. Í augum Jóhanns voru list, heimspeki, eðlisfræði, frumspeki og lífið sjálft allt hluti af órjúfanlegri heild. Jóhann Eyfells hafði takmarkaðan áhuga á og jafnvel enn minna umburðarlyndi gagnvart hinum hversdaglega veruleika sem hinn almenni borg- ari lifir og hrærist í. Allir sem þekktu hann gátu borið vitni um hans einstaka eðli. Jóhann var djúpvitur allt frá barnæsku og þar sem þessi ungi vitringur var í för með listrænum föður sínum á Þingvöllum á þeim stað sem jörðin rifnar í sundur, lagði hann fram spurningu sem bar vott um óvenju mikinn þroska, „hvað heldur tím- anum í skefjum?“. Eins og Jóhann Eyfells sagði oft um sig sjálfan, var hann „afl breytinga“. Hann var mannvera sem opnaði öðrum nýja sýn og sýndi einstakt innsæi með hetjulegri og metnaðarfullri iðkun sinni. Ég var þeirrar blessunar að- njótandi og í senn ögrunar að hafa þekkt hann og hafa notið þeirra dýrmætu forréttinda að hafa átt náið andlegt samneyti við hann sem og að vera svo hryggilega tak- markaður viðtakandi af hans djúpu visku. Það var og verður erfitt hlutskipti að vera falið þetta hlutverk og ég hef enga hugmynd um það hvernig ég á mögulega að geta fylgt eftir skyldu minni gagn- vart arfleifð þeirra gífurlega list- rænu fyrirbæra sem verk þessa yfirburðaskúlptista eru. Eitt er víst að ég mun sakna hans veru- lega og syrgja andlát hans eins og ég mun að sama skapi dásama það einstaklega skapandi líf sem hann lifði án nokkurrar málamiðlunar og algjörlega á eigin forsendum allt fram í rauðan dauðann. Það er svo sannarlega einstakt að hafa fengið að kynnast slíku séníi. Ég færi Eyfells fjölskyldunni, vinum hans, nemendum og sam- kennurum sem syrgja kæran ætt- ingja, læriföður og félaga, mínar einlægu samúðarkveðjur. Við syrgjum hann öll af heilum hug. Í dag spangóla úlfarnir og örn- inn sveimar yfir, þegar hlið Val- hallar ljúkast upp þannig að Ein- herjar geti tekið á móti einum úr þeirra hópi og boðið til veislu í sal hetjanna til þess að fagna meðal hinna ódauðlegu. Joseph Bravo.  Fleiri minningargreinar um Jóhann Eyfells bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ Gunnar Sig-urðsson fædd- ist á Þingeyri 25. janúar 1939. Hann lést á Landspít- alanum 14. desem- ber 2019. Foreldrar hans voru Guðrún Jóns- dóttir, f. 5. janúar 1904, d. 9. sept- ember 1963, og sr. Sigurður Z. Gísla- son, f. 15. júlí 1900, d. 1. janúar 1943. Systkini Gunnars eru: Ólöf, f. 25. nóvember 1927, d. 4. ágúst 1995, Dóra Laufey, f. 16. desem- ber 1928, d. 1. júní 2017, Jón, f. 14. mars 1932, d. 30. apríl 2007, Ásgeir, f. 11. nóvember 1933, og Jónas Gísli, f. 22. maí 1935. Gunnar kvæntist Guðnýju Leósdóttur, f. 4. mars 1941, hinn 7. maí 1959. Foreldrar hennar voru Margrét Lúðvíksdóttir, f. 12. febrúar 1911, d. 6. apríl 1997, og Leó Sveinsson, f. 31. desember 1910, d. 4. maí 1986. Börn þeirra eru: 1. Margrét, f. 1959, lyfjafræðingur og BA í dönsku. 2. Guðrún, f. 1962, íþróttakennari og tannlæknir. Maki Sigurður Gunnar Sveins- son, f. 1963, kerfisfræðingur. unarskóla Íslands og réð sig í kjölfarið til starfa í Útvegs- banka Íslands. Árið 1962 hóf Gunnar starfsnám hjá endur- skoðunarskrifstofu N. Manscher & Co og gerðist meðeigandi að endurskoðunarskrifstofunni, sem nú ber nafnið PwC, árið 1970 eða sama ár og hann fékk löggildingu sem endurskoðandi. Gunnar starfaði á PwC allt til ársins 2005, að undanskildum árunum 1973-1975 þegar hann vann hjá endurskoðunar- skrifstofu K.G. Jensen í Kaup- mannahöfn. Gunnar var faglegur fram- kvæmdastjóri Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) í fjögur ár eftir að hann lét af störfum hjá PwC. Á árunum 1989-1991 gegndi Gunnar embætti forseta Norræna endurskoðunarsam- bandsins fyrir hönd FLE. Sam- hliða starfi sínu sem endurskoð- andi var Gunnar um 15 ára skeið stundakennari í endur- skoðun við Háskóla Íslands. Á sínum yngri árum var Gunnar liðtækur knatt- spyrnumaður og lék með KR. Hann spilaði einnig á kontra- bassa með ýmsum hljóm- sveitum. Þeirra þekktust er Sav- anna tríóið. Útför Gunnars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 27. des- ember 2019, og hefst athöfnin kl. 13. Börn þeirra eru; Gunnar Atli Sig- urðsson, f. 1989, doktorsnemi í verk- fræði, og Signý Sig- urðardóttir, f. 1992, jógakennari og mastersnemi í sál- fræði. Sambýlis- maður Nicolas Ragnar Muteau, f. 1992. 3. Þóra, f. 1965, augnlæknir. Maki Matthías Einarsson, f. 1965, viðskiptafræðingur. Börn þeirra eru; Einar Gunnar Matt- híasson, f. 1997, háskólanemi, Kristín María Matthíasdóttir, f. 2000, stúdent, og Andri Þór Matthíasson, f. 2003, framhaldsskólanemi. 4. Hildur, f. 1972, arkitekt FAÍ. Maki Héð- inn Friðjónsson, f. 1967, mat- vælafræðingur Msc. Börn þeirra eru; Högni Héðinsson, f. 2005, og Elín Guðný Héðinsdóttir, f. 2009. Gunnar var fæddur á Þing- eyri, yngstur sex systkina. Sr. Sigurður lést á sviplegan hátt í snjóflóði á nýársdag þegar Gunnar var tæplega fjögurra ára og flutti fjölskyldan þá til Reykjavíkur. Árið 1957 lauk Gunnar prófi frá Versl- Nú kveð ég mág minn Gunnar Sigurðsson með söknuði. Við er- um búin að eiga langa samleið. Systir mín Guðný (Gulla) kynntist honum þegar þau voru í Verslun- arskóla Íslands, hún 18 ára en hann aðeins eldri. Þau stofnuðu fljótt heimili og eignuðust fyrstu dótturina af fjórum. Það sýndi sig strax að Gunnar var staðfastur ungur maður og setti markið hátt. Gulla og Gunnar fluttu með dætur sínar til Kaupmannahafnar um 1970. Þar lauk hann námi sem endurskoðandi og við það vann hann allan sinn starfsaldur. Gunnar hafði mikið yndi af tónlist og spilaði sjálfur á kontrabassa. Hann sinnti spilamennskunni mest á yngri árum og lék m.a. með Savanna tríóinu. Þau Gulla og Gunnar áttu mörg sameiginleg áhugamál. Þau elskuðu útivist, stunduðu skíði og golf bæði hér heima og erlendis. Þau eignuðust hús á Spáni og sumarhús í Gríms- nesinu þar sem þau dvöldu mikið. Það eru ekki allir sem verða þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga samleið í 60 ár og vera alltaf jafn ástfangin. Ég kveð mág minn með erindi úr ljóðinu Ferðalok. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Hvíl þú í friði. Margrét Leósdóttir. Brostin vinar böndin, blessuð minning lifir. Gunnar Sigurðsson vinur okk- ar og mágur hefur gengið til feðra sinna. Komið er að kveðjustund. Við samferðafólk hans, vinir og venslafólk, kveðjum hann með söknuði. Systkini Gunnars og Ólafar konu minnar, öll á æsku- og tán- ingsaldri, urðu fyrir miklu áfalli er faðir þeirra sr. Sigurður Z. Gíslason, prestur á Þingeyri, fórst á nýársdegi 1943. Gunnar var yngstur, aðeins fjögurra ára. Með dugnaði og samheldni vann systk- inahópurinn ásamt Guðrúnu móð- ur þeirra úr þeim miklu erfiðleik- um er urðu við fráfall föðurins. Mikil samstaða þróaðist milli systkinanna og mun Ólöf mín, sú elsta í hópnum, hafa fengið þar forystuhlutverk í hópi samstæðra systkina. Það er hverri fjölskyldu mikil hamingja þegar unnið er þannig úr slíku áfalli sem fráfall föður er. Upp frá því óx traustur samhugur og ævilöng vinátta milli systkinanna. Slík vinátta er fremri öllum lífeyri og trygginga- bótum samtímans. Þessi sam- staða fjölskyldunnar stóð fram eftir aldri en smátt og smátt náðu systkinin hvert fyrir sig öruggri fótfestu í lífinu. Gunnar gekk rösklega að hverju verki. Á unga aldri stundaði hann knattspyrnu í nokkur ár en einnig var tónlistin honum hugleikin. Að loknu grunnskólanámi settist hann í Verslunarskóla Íslands. En það kom á daginn að hann átti annað og þýðingarmeira erindi í Versl- unarskólann en að nema verslun- ar-og viðskiptafræði. Þar kynnt- ist hann ungri stúlku, Guðnýju Leósdóttur, sem var tveimur vetrum á eftir honum. Þar hófst sextíu ára hamingjusamur hjú- skapur þeirra. Það var ánægju- legt að fylgjast með hvernig hag- ur og heimili ungu hjónanna blómstraði og dafnaði með dætr- um þeirra fjórum allt frá barn- æsku til lokaprófs á háskólastigi. Það var áhugavert að fylgjast með þeim mikla árangri sem Gunnar náði á hverju sviði. Ná- kvæmni hans, vandvirkni og sam- viskusemi var þar ávallt í fyrir- rúmi. Þessir eiginleikar hans og ástundun komu fram í þeim verk- efnum sem hinir ótal mörgu við- skiptavinir hans fengu að njóta og veittu jafnframt Gunnari ómetan- legt traust og virðingu í hans ævi- starfi. Blessuð sé minning Gunnars og innileg samúðarkveðja til fjöl- skyldunnar. Bræður og vensla- fólk þeirra kveðja vin sinn og bróður. Hjörtur Þórarinsson. Vinur okkar og samstarfsmað- ur í tónlistinni á sjöunda áratugn- um, Gunnar Sigurðsson bassa- leikari, hefur kvatt þetta svið. Leiðir okkar lágu saman á upp- hafsdögum Savanna tríósins. Árið 1964 tók Gunnar stöðu Guðjóns Margeirssonar við bassann og varð fjórði maðurinn í tríóinu. Það þótti ýmsum stórt tríó og víst er að það stækkaði á allan hátt við tilkomu hans. Hann var þá þegar agaður atvinnumaður í tónlist, músíkalskur og flinkur bassaleik- ari, enda bróðir Jóns „bassa“ í KK-sextettinum. Gunnar var örfáum árum eldri en við og var þroskaði maðurinn í hópnum, hélt stundum aftur af mesta galsanum í hljómsveitinni. Gunnar hafði gott eyra fyrir mús- ík og það var alltaf styrkur að hafa hann nærri, til dæmis við upptökur á hljómplötum í stóra stúdíói útvarpsins við Skúlagötu. Hann vildi gjarnan hafa spila- mennskuna nokkuð nákvæma, enda gerðist hann endurskoðandi. Margs er að minnast frá ótal ferðum út á land að skemmta þjóðinni og ekki alltaf auðvelt að koma kontrabassanum, þremur gíturum og fjórum mönnum inn í þá smábíla sem stóðu til boða. Allt gekk það þó slysalaust, sumar sem vetur. Í einni af mörgum söngferðum til Akureyrar keyptu þremenningar sér sportlega hatta í Amaro. Ekki fannst Gunnari það smekklegt og gekk berhöfðaður um höfuðstað Norðurlands. Þeg- ar Colin Porter saumaði íðil- græna smókinga á tríóið fékk Gunnar gráan smóking. Hann var undirleikarinn, en alltaf einn af okkur. Flokkurinn hélt til Lundúna í apríl 1965 til að skemmta á hátíð Íslendingafélagsins í borginni. Í þeirri för sungum við í sjónvarps- þætti Magnúsar Magnússonar á BBC, Tonight Show, en þá kom tríóið í fyrsta sinn fram í sjón- varpi. Þetta þóttu mikil tíðindi og létu flugfélagsmenn hífa mann- skapinn upp á stél flugvélarinnar. Voru myndir af atburðinum birt- ar í blöðum innanlands og utan í kynningarskyni. Þessir tímar liðu og menn fóru að stunda aðra iðju en þjóðlaga- söng, en ævintýri Savanna tríós- ins eru ljóslifandi í minningunni. Þar er Gunnar Sigurðsson við bassann, traustur og áreiðanleg- ur, aðeins aftar en hinir á sviðinu, enda fjórði maðurinn í þessu stóra tríói. Við sendum Gullu og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur og þökkum Gunnari Sigurðssyni fyr- ir undirleikinn. Björn G. Björnsson, Troels Bendtsen, Þórir Baldursson og fjölskyldur. Fyrir sjötíu árum, þegar ég, níu ára gamall, flutti í Vesturbæ- inn og mætti í Melaskólann tóku þar á móti mér nýir og ókunnir krakkar. Mér var skipað sæti í B- bekknum hjá hávöxnum og rauð- hærðum strák. Gunnar hét hann þessi skólabróðir. Hann hjálpaði mér í lærdómnum og passaði upp á mig í frímínútunum. Úr Mela- skólanum lá leiðin, hjá okkur báð- um, í Gaggó Vest og síðan áfram í Verslunarskólann og aftur sátum við saman í skólastofunni. Og svo fórum við í fótboltann og enn var Gunni með mér í liði og báðir fór- um við á æfingar hjá KR og spil- uðum saman í yngri flokkunum. Hátoppurinn var þegar við ung- lingarnir í KR, sigldum með Dronning Alexandrina til og frá Kaupmannahöfn í fótboltaferð. Sumarið 1954. Allir vorum við í fyrsta skipti í útlöndum. Í verslunarskólanum sátum við Gunni saman í fjögur ár sem hafði í för með sér einlæga og góða vin- áttu. Gunni lagði fótboltaskóna á hillunni, þegar hann útskrifaðist úr Versló og starfaði fyrstu árin á eftir í banka og um tíma tróð hann upp á skemmtunum og spil- aði á gítar en síðar fór hann í nám til að verða endurskoðandi og gegndi því starfi í áratugi. Þegar hér var komið týndi ég þessum vini mínum eða hann mér þótt við eflaust fylgdumst með hvor öðr- um þegar árin liðu. Hvor fór sína leið sem leiddi af sér fjarlægð og ævistundir hvor í sínum störfum og viðfangsverkefnum. En í hvert skipti sem við hitt- umst fyrir tilviljun var vináttan ljós og gleðin í viðbrögðum okkar beggja. Gunni var kurteis, bros- mildur og glaðvær. Hann var í framkomu sjentilmaður utan sem innan. Alla sína tíð. Ég sendi Guðnýju og dætrum þeirra hjóna innilega samúðarkveðju frá göml- um vini þessa góða manns. Ellert B. Schram. Við andlát Gunnars Sigurðs- sonar, vinar og samstarfsmanns í starfi og leik til áratuga, er margs að minnast og margt að þakka. Gunnar kom til starfa hjá End- urskoðunarskrifstofu N. Mansc- her & Co haustið 1962. Þá var skrifstofan ekki fjölmenn og í eigu þeirra Jóns Guðmundsson- ar, sem jafnan var kenndur við Nýjabæ á Seltjarnarnesi, og Sig- urðar Jónssonar. Tengsl starfs- manna og fjölskyldna þeirra voru náin og góð. Gunnar var tölug- löggur og vanur útreikningum eftir að hafa starfað í Útvegs- bankanum, en hann var líka tón- listarmaður og lék með ýmsum þekktum hljómsveitum. Áhugi á reikningsskilum og endurskoðun varð þó tónlistinni yfirsterkari, en hann greip stundum í bassann á góðum stundum og lék í hljóm- sveit á skemmtunum skrifstof- unnar. Gunnar var líka góður og fjölhæfur íþróttamaður og hafði leikið knattspyrnu með sigursæl- um flokkum í KR. Eftir að Gunnar fékk löggild- ingu sem endurskoðandi árið 1970 ásamt nokkrum félögum sínum stofnuðu þeir með Sigurði Jónssyni fyrirtæki sem hefur ver- ið rekið óslitið síðan og ber nú nafnið PwC ehf. Gunnar tókst snemma á við mikla ábyrgð í starfi og hafði mikinn áhuga á framþróun í end- urskoðun og nýjustu vinnuað- ferðum hverju sinni. Árið 1973 fluttu Gunnar og Guðný, eigin- kona hans, ásamt dætrum til Kaupmannahafnar og þar starf- aði hann um tveggja ára skeið hjá KG Jensen. Kynni hans af vinnubrögðum þar og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi endurskoð- unarfyrirtækja undir nafni Coo- pers & Lybrand hafði mikil áhrif á Gunnar og okkar fyrirtæki síð- ar. Að hans frumkvæði sótti ís- lenska fyrirtækið um og fékk fljótlega aðild að samstarfinu. Við það opnaðist ný leið fyrir ís- lenska endurskoðendur til end- urmenntunar og þjálfunar er- lendis og auðveldara varð að fylgjast með því besta í faginu á hverjum tíma. Gunnar hélt alltaf sambandi við dönsku skrifstofuna og átti þar góða vini sem sumir urðu áhrifamenn í danskri endurskoð- unarstétt og virkir í starfi endur- skoðenda í Evrópu um árabil. Þeir komu oft til Íslands, fóru með okkur í veiðiferðir og við áttum skemmtilegar stundir saman. Gunnar var enginn eft- irbátur þeirra í að „hygge sig“ þegar það átti við. Hann var líka viðurkenndur góður fagmaður í Danmörku og fór að beiðni K.G. Jensen nokkrum sinnum þangað til vinnu við einstök verkefni og stundum með íslenskt teymi með sér. Gunnar vann fyrir mörg af stærri fyrirtækjum og stofnun- um á Íslandi og var ætíð virtur og vel metinn af viðskiptavinum og samstarfsmönnum. Hann var virkur í starfi félags endurskoð- enda (FLE) og í norrænu sam- starfi og ma. formaður Norræna endurskoðunarsambandsins (NRF). Að mörgu leyti var Gunnar frumkvöðull í starfi endurskoð- enda og á undan sinni samtíð, t.d. varðandi tölvunotkun, og skilur eftir sig djúp spor bæði innan okkar fyrirtækis og FLE. Við flytjum Guðnýju eigin- konu Gunnars, dætrum þeirra og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur frá fyrrverandi samstarfsmönnum og núverandi starfsmönnum og eigendum PwC ehf. Gunnars Sigurðssonar verður ætíð minnst með virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning hans. Valdimar Guðnason, Reynir Vignir. Gunnar Sigurðsson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR GUÐLAUGSSONAR frá Eyrarbakka. Ingibjörg Jónasdóttir Gísli Ólafsson Nicolai Jónasson Ásta Bjarney Pétursdóttir Jónas Garðar Jónasson Jóhanna V. Gísladóttir Guðlaugur Jónasson Guðrún Axelsdóttir Sigurður Jónasson Bjarnþóra María Pálsdóttir og fjölskyldur Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ÓSK HARÐARDÓTTIR, Frostafold 6, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 13. desember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 30. desember klukkan 13. Jón Eyþór Jónsson Hörður Gunnarsson Jóna Dísa Sævarsdóttir Valgeir Gunnarsson Elín Björk Gunnarsdóttir Guðný Ósk Hauksdóttir Árni Björn Erlingsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.