Morgunblaðið - 27.12.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 27.12.2019, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Verslun Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali Auk gullhringa eigum við m.a. titani- umpör á fínu verði. Sérsmíði, fram- leiðsla og viðgerðaþjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, Kíkið á tilboð á: www.erna.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt SANDBLÁSTUR www.blastur.is Sími 555 6005 Helluhrauni 6, 220 Hf.              Skráðu fyrirtækið þitt á alfred.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á ✝ Karl Ein-arsson var fæddur á Djúpa- vogi 23. sept- ember 1944. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 14. desember 2019. Foreldrar hans voru Sigríður Mekkín Karls- dóttir, f. 1919, d. 1969, og Einar Bjarni Þór- arinsson, f. 1922, d. 1979. Al- systir Karls er Erna Ein- arsdóttir, f.1946. Samfeðra systkini Karls eru Kristinn Páll Einarsson, f. 1949, Elías Halldór Einarsson Elíasson, f. 1951, d. 2014, Guðmundína Einarsdóttir, f. 1955, og Hall- dóra Einarsdóttir, f. 1957. Karl ólst upp á Djúpavogi og starfaði lengst af á sjó. Ár- 1962, maki hennar er Jóhann- es Gunnarsson og börn þeirra eru 1a) Hjörtur Gunnar Jó- hannesson, maki hans er Lilja Dögg Þorbjörnsdóttir og þau eiga einn son, 1b) Árni Þór Jóhannesson, maki hans er Soffía Sigurðardóttir og þau eiga þrjú börn, 1c) Sigurvin Jóhannesson og 1d) Kristinn Andri Jóhannesson. 2) Kol- brún Þóra Sverrisdóttir, f. 1963, barn hennar er 2a) Heiðdís Dögg Björnsdóttir. 3) Hörður Sverrisson, f. 1969, maki hans er Wendy Richards og börn þeirra eru 3a) Anja Amelia Miriam Sverrisson og 3b) Kayla Amy Eleanor Harð- ardóttir. 4) Már Karlsson, f. 1977. 5) Sigríður Karlsdóttir, f. 1979, maki hennar er Sig- urður Grétar Hjálmarsson og barn hennar er 5a) Sigurdís Bjarney Guðbrandsdóttir. Útför Karls fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 27 desember klukkan 15. ið 1969 flutti hann til Reykjavíkur og árið 1970 hóf hann nám í Stýri- mannaskólanum, þaðan útskrifaðist hann árið 1972. Árin á eftir starf- aði hann sem stýrimaður á ýms- um skipum. Karl hóf störf hjá Haf- rannsóknastofnun árið 1984 og starfaði þar þangað til hann settist í helg- an stein árið 2009. Lengst af starfaði hann sem stýrimaður á skipinu Árna Friðrikssyni. Karl hóf sambúð með Sig- urdísi Þórarinsdóttur árið 1977. Þau settust að í Hafnar- firði. Sigurdís átti fyrir þrjú börn og saman eignuðust þau tvö börn. Börnin eru þau: 1) Guðrún Björg Sverrisdóttir, f. Elsku hjartans ljúfi og góði pabbi minn. Það sem ég gæfi fyr- ir að fá meiri tíma með þér. Þú fórst svo snögglega. En þú varst líka vanur að hafa þinn hátt á hlutunum, elsku pabbi minn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér á þínum síðustu dögum. Að hafa fengið að halda í höndina á þér og segja þér hvað ég elska þig mikið. Við sofn- uðum saman pabbi minn, ég veit í hjarta mínu að það var engin til- viljun. Ég hugsa til þín og hjarta mitt og hugur fyllast af minningum. Af öllum sögunum sem þú sagðir mér. Af öllum góða nótt kossun- um. Af öllum skiptunum sem þú pakkaðir mér inn þegar ég var að fara að sofa. Af öllum knúsunum. Af öllum bíltúrunum okkar. Af öllum sundferðunum á laugar- dögum sem enduðu með prins póló og kók. Af öllum símtölunum okkar. Af þakklætinu þínu. Af góðmennsku þinni. Af allri um- hyggju þinni. Af traustinu og já- kvæðninni þinni. Hvað þú stóðst við bakið á okkur Dísu, sama hvað á dundi. Ég skil núna að í þínum huga var ekki til slæmt fólk. Þú þekktir ekki biturð og reiði. Einn daginn, pabbi minn, þá ætla ég að verða eins og þú. Ég er svo stolt að líkjast þér, pabbi minn. Að hafa fengið frá þér grænu augun og dökka hárið. Kannski einn daginn þá tekst mér að sjá veröldina út frá þínum augum þar sem allir menn eru góðir og traustir. Pabbi minn, þú varst klettur- inn minn og ég vissi að ég gæti alltaf leitað til þín. Pabbi minn, ég reyndi eins og ég gat að vera til staðar fyrir þig þegar þú þurftir á mér að halda, ég veit í hjarta mínu að þú vissir það. Pabbi minn, ég hef lært svo mikið af þér. Ég vildi að ég gæti sagt þér hvað ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að. Ég sakna þín. Takk fyrir allt og allt pabbi minn. Þú lifir ávallt í hjarta mínu. Ég vil þig, pabbi, kveðja, þótt brostin sé þín brá og bleikt og fölt sé ennið, er kossi’ þrýsti ég á. Ég veit ógerla enn þá, hve mikið ég hef misst, en mér er ljóst, að fölt er ennið, sem ég hefi kysst. Þótt lát þitt góði faðir, nú leggist þungt á mig þá lengst af finn ég huggun við minninguna’ um þig. Hún stendur mér svo skýr, og hún er svo helg og heit og hreinni’ bæði og ástríkari’ en nokkur maður veit. Og tár af mínum hrjóta hvörmum og heit þau falla niður kinn, því vafinn dauðans er nú örmum hann elsku – hjartans pabbi minn. (Kristján Albertsson) Þín litla stelpa, Sigríður (Sigga). Elsku pabbi minn. Mér þykir svo leiðinlegt að þú skulir vera farinn frá okkur, ég hefði viljað hafa þig hjá okkur lengur. Fyrstu minningar mínar af þér þegar ég var lítill eru svo góðar. Þú varst alltaf svo góður og blíð- ur og ég man hvað mér fannst leiðinlegt að þú skyldir vera svona mikið í burtu en það er því miður partur af því að vera sjó- maður. Fljótlega á mínum yngri árum varð mér alveg ljóst hvaða mann þú hafðir að geyma. Þú varst ofboðslega góður, traustur, reglusamur, vinnusamur, hand- laginn og alls ekki mikið fyrir að kvarta eða láta hafa mikið fyrir þér. Ég vissi alltaf hvar ég hafði þig, þú varst það traustur og þú varst alltaf tilbúinn til að aðstoða ef þörf var á. Við áttum ekki mörg sameig- inleg áhugamál en eitt þeirra var þó skákin, sérstaklega á mínum yngri árum. Þú varst efnilegur skákmaður enda kenndir þú mér það vel að ég varð skólameistari í skák. Áhugi minn á tölvum kviknaði þó snemma og þá fór skákin á hliðarlínuna. Ég man líka hvað þú hafðir gaman af kraftaköllum og kraftakeppnum og þú hafðir sérstakt dálæti á Jóni Páli, gleymi því aldrei þegar þú fórst með mig á eina slíka keppni í Laugardalshöllinni þeg- ar ég var lítill. Kannski tengdir þú vel við þessa menn því þú varst sjálfur sterkur og hraust- ur, man varla eftir því að þú hafir nokkurn tímann verið veikur. Það var líka holl og góð reynsla fyrir mig að fá að starfa með þér á rannsóknarskipinu í þrjú sum- ur þegar ég var unglingur. Þar gerðir þú meiri kröfur til mín heldur en heimavið og áttir það til að skamma mig ef ég klúðraði einhverju. Versta klúðrið í mín- um huga var þó kannski þegar þið stýrimennirnir senduð óvart út neyðarskeyti úr einni af tölv- unum, það var þó fljótlega leið- rétt og eftir það var ég settur tímabundið í skeytasendingar úr þeirri tölvu! Ég gleymi aldrei martröð sem ég fékk þegar ég var unglingur um að þú værir dáinn, man að ég vaknaði í sjokki en var svo mjög feginn þegar ég áttaði mig á að þetta var bara draumur því þú varst stoð okkar og stytta á þess- um tíma. Þegar ég svo flutti að heiman þá var nú heldur ekki amalegt að eiga þig að, þú varst alltaf reiðubúinn til að koma og græja og gera fyrir mig, það var alveg ljóst hver forgangsröðunin þín var. Það var ekki amalegt að eiga slíkan bandamann í lífinu. Þú tryggðir að við fengjum allt sem við þurftum til að byggja upp góðan grunn í lífinu, fyrir það er ég þér ævinlega þakklát- ur. Kannski var það eðlilegt í gamla daga að ræða ekki um alla hluti en stundum hefði ég viljað getað rætt meira við þig um al- varlegri hluta lífsins, eins og t.d. dauðann. Þú vildir lítið tjá þig um hann þegar ég tók upp á því að ræða hann við þig fyrir nokkrum mánuðum. Þegar ljóst var í hvað stefndi á spítalanum þá erum við líka svo þakklát fyrir að hafa verið hjá þér þegar lokakallið kom, við hefðum aldrei viljað hafa það öðruvísi fyrir okkar yndislega góða og trausta pabba. Takk fyr- ir allt, elsku pabbi minn, þú munt ávallt eiga fastan stað í hjarta mínu. Þinn að eilífu, Már. Okkur systur langar til að kveðja mág okkar til rúmlega fjögurra áratuga, hann Kalla. Hann var giftur elstu systur okk- ar, Sigurdísi, og eignuðust þau tvö börn. Auk þess var Kalli stjúpfaðir þriggja barnanna hennar Dísu frá fyrra hjóna- bandi. Kalli var rólegur maður og hvers manns hugljúfi. Hann vildi allt fyrir alla gera, gjafmildur og hjálpfús. Hann var stýrimaður að mennt og starfaði alla sína tíð við sjómennsku. Kalli var góður ferðafélagi og eigum við góðar minningar frá ferðalögum. Sérstaklega minnis- stæð er ferð okkar tveggja hjóna til Írlands og siglingin á Shan- non-fljótinu, þar sem Kalli var sjálfskipaður skipstjóri og fórst það vel úr hendi. Þetta var ein- staklega skemmtileg ferð þar sem við lentum í ýmsum ævintýr- um. Fleiri minningar eigum við frá ferðalögum en síðast hittumst við nokkur á Kanaríeyjum í jan- úar síðastliðnum. Þá var Kalli að veikjast og náði hann ekki góðri heilsu eftir það. Hann fór að fá heilsufarsleg áföll. Kalli kvartaði þó aldrei og lét alltaf vel af sér. Hann var ákaflega jákvæður maður og ánægður með sitt hlut- skipti. Honum þótti ofur vænt um börnin og litlu Dísu barnabarnið. Við munum sakna Kalla sem alltaf tók okkur fagnandi þegar við hittumst. Samúðarkveðjur sendum við öllum aðstandendum. Blessuð sé minning góðs manns. Guðrún Þórarna, Eva og Ásta Þórarinsdætur. Vinur minn Karl Einarsson kvaddi þennan heim 14. desem- ber 2019. Kalli var frá Djúpavogi og okk- ar kynni urðu við setningu Stýri- mannaskólans 1970, eða fyrir 50 árum. Kalli var stýrimaður og skip- stjóri fyrir austan, eða í sinni heimabyggð, áður en hann flutt- ist suður. Seinna réði ég hann sem stýrimann hjá mér á rann- sóknarskipin þar var hann á flestum skipum hjá Hafró og hætti fyrir nokkrum árum á Árna Friðrikssyni RE 200. Á skólaárunum bjó Kalli á Snorrabraut og ég á Laugavegi og lærðum við saman heima. Allir sem kynntust og unnu með Kalla þótti vænt um hann því hann var ljúfmenni, öllum þótti gott að um- gangast hann. Margir hafa haft samband við mig vegna hans og minnast hans með mikilli hlýju, svona var Kalli. Kalli hringdi oft í mig og bað mig að koma í bíltúr, þá vissi ég að hann þurfti að fá ráð, ég held að hann hafi oftast farið sáttur eftir þessar ferðir. Það var þægi- legt að koma til Kalla í tveimur merkingum. Íbúðin var á fyrstu hæð. Ekki fyrir löngu var Kalli að sýna mér myndir og m.a. af elsta afabarni sínu. Ég segi „er hún orðin svona stór?“ Þá áttuðum við okkur á því hvað tíminn er fljótur að líða. Kalli upplýsti mig um börnin sín, hvað þau voru að gera, læra, hvar þau væru að vinna, þetta sýndi mér hvað Kalla var annt um sína fjölskyldu. Kalli þekkti öll mín börn og fylgdist alltaf með þeim og spurði mig reglulega um þeirra hagi. Fyrir stuttu kom Kalli til mín og krakkarnir voru í heimsókn. Á þessu augnabliki hefði ég ekki trúað þetta væri í síðasta skipti sem ég sæi Kalla. Kalli fór ferð til Þýskalands í gegnum Lúx. Þar átti hann að taka bílaleigubíl og keyra í Rín- ardal og leigja íbúð. Þar þar sem þessi ferð var á mínum vegum lét ég Kalla koma til mín og ljósrit- aði ég kort og sýndi honum hvar hann ætti að keyra og hvar hann ætti að versla áður en hann kæmi í Rínardalinn. Sagði honum að hringja í mig þegar hann væri kominn á áfangastað. Þetta gekk allt vel og varð mjög góð ferð. Kalli var vanur að fara í siglingar með skipum að selja fisk en ekki að keyra bíl í útlöndum. Seinna fór hann með konu sinni og vin- um þeirra þar sem þau leigðu sér ekki bíl heldur fljótabát. Þessi ferð var honum mjög áhugaverð og talaði oft um þessa ferð. Oft var ég búinn að tala um að hann kæmi með til Kanarí. Í des- ember í fyrra kom hann að leita ráða, keypti ferð á sama tíma og við. Sýndum við honum hvar hann gæti farið í spilavist og bingó. Ég labbaði með honum um svæðið og þegar ég var að labba með honum og sýna honum ýmsa staði tók ég eftir að hann hafði lít- ið úthald. Ég sagði honum að hann yrði að láta skoða þetta þeg- ar hann kæmi heim. Hann kom til Las Palmas með okkur og bað okkur að aðstoða sig við að kaupa úlpu og boli. Þessi ferð var mjög góð, hann lærði fljótt hvar hann ætti að fara að spila, sem voru þrír staðir, og var fljótur að kynnast fólki í spilamennskunni. Honum líkaði þetta vel. Núna er þessari jarðvist félaga míns lokið og ég geymi í huga mér minningar um góðan dreng. Sigríður, Már og Sigurdís og fjöl- skylda ykkar. Við fjölskyldan, eiginkona mín og börn, vottum ykkur samúð okkar. Ragnar G.D. Hermannsson. Karl Einarsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.