Morgunblaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is GLUGGATJÖLD alnabaer.is Úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, blúndur, kappar og allt þar á milli. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum 60 ára Pétur Ingi er Reykvíkingur, ólst upp í Safamýrinni en býr í Grafarvogi. Hann er tæknifræð- ingur frá Óðinsvéum og bifvélavirkjameist- ari frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann er framhaldsskóla- kennari í Borgarholtsskóla. Maki: Guðbjörg Gunnarsdóttir, f. 1957, sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnun. Börn: Þórður Pétursson, f. 1988, og Sólveig Pétursdóttir, f. 1990. Foreldrar: Guðmundur Ólafsson, f. 1930, tannlæknir, og Sigurbjörg Jóns- dóttir, f. 1936, húsmóðir og fv. ritari á Borgarspítalanum. Þau eru búsett í Reykjavík. Pétur Ingi Guðmundsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Taktu mark á ráðleggingum þeirra sem þykir vænt um þig. Sumum finnst ná- vígi óþægilegt án þess að í því felist nokkur dómur um þig sem persónu. 20. apríl - 20. maí  Naut Farðu í gegnum símaskrána þína og hringdu í gamla vini sem þú hefur ekki heyrt í lengi. Það þarf sterk bein til að þola góða daga. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu þakklát(ur) fyrir þau tæki- færi sem þú færð í lífinu og veldu vel. Vinur er sá sem stendur með þér í blíðu og stríðu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur lagt hart að þér að undan- förnu og auðvitað kemur það niður á öðru. Þú ert komin/n á beinu brautina í fjármál- unum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að láta afbrýðisemina ekki ná tökum á þér í dag. Svo lengi sem svartsýnin tekur ekki völdin í lífinu, má hlusta á hana af og til. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Tvær manneskjur sem þú elskar þola ekki að vera nálægt hvor annarri. Þú ert hvergi nærri hætt/ur að ögra þér, farðu varlega. 23. sept. - 22. okt.  Vog Oft var þörf en nú er nauðsyn að þú gerir það sem til þarf til að bæta heilsufar þitt. Stígðu á bremsurnar í heimilishaldinu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fólk tekur eftir því hvað þú sendir frá þér sterka strauma. Taktu á þig rögg og bjóddu í teiti þó það komi aðeins við budduna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Notaðu daginn til þess að halda upp á árangurinn sem þú hefur náð. Taktu ákvörðun um að draga úr ósiðum eða kækj- um og reyndu að hlúa betur að jákvæðu þáttunum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú vilt kynda undir rómantík- inni skaltu gera eitthvað með makanum í dag. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að leggja sérstaka áherslu á að bæta framkomu við aðra, ekki síst á vinnustað þínum. Hlustaðu vel á hvað börnin þín segja. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu að hafa stjórn á þér á öllum sviðum, sérstaklega skaltu gæta hófs í mat og drykk. Gleymdu óörygginu og kýldu á hlutina. Lokaritgerð hennar í náminu fjallaði um „dýravelferð í nútíma- verksmiðjubúskap“ þar sem hún tók fyrir helstu siðferðilegu spurningar sem við mannfólkið stöndum frammi fyrir þegar kemur að kjötframleiðslu og -neyslu. Dýravelferð hefur verið Lindu hjartans mál allt frá blautu barnsbeini og er hún ötull talsmaður fyrir bættri velferð dýra. Hún stefnir á ferðalag til Indlands fljótlega, en þangað hefur hún komið a.m.k. tíu sinnum. Í þetta sinn er tilgangur ferðarinnar að þiggja heimboð dýra- verndunarsamtakanna Wildlife SOS India sem vinna m.a. við það að bjarga fílum úr ánauð af götum Ind- lands. „Í námi mínu í heimspeki, hag- fræði og stjórnmálafræði áttu sið- fræði svo og friðar- og átakfræði sér í lagi upp á pallborðið hjá mér og aldr- ei að vita nema ég bæti enn einu náminu við mig, á öðru hvoru því sviði.“ Í dag heldur Linda úti heimasíð- unni www.lindape.com þar sem hún býður upp á heilsuprógrömm og ráð- gert fyrir okkur sjálf er að láta okkur dreyma stórt og æfa hugrekkið með því að halda ótrauð áfram. Mundu að þú ert ekki of gömul eða of gamall – og það er aldrei of seint að læra eitt- hvað nýtt.“ L inda Pétursdóttir er fædd 27. desember 1969 á Húsavík en flutti 10 ára gömul á Vopna- fjörð. Á sumrin og með skóla vann hún í frystihúsi, málning- arvinnu, barnapössun, í sjoppu og á hóteli. 15 ára gömul fór hún í Fram- haldsskólann á Laugum í Reykjadal og bjó þar á heimavist í tvö ár. Upp frá því má segja að hún hafi verið á flakki um heiminn en þaðan fór hún sem skiptinemi á vegum AFS- samtakanna til Minnesota í Banda- ríkjunum þar sem hún var 1986-1987 og útskrifaðist úr amerískum „high school“. Ári síðar stóð hún á sviði í Royal Albert Hall í London þar sem hún hlaut titilinn Miss World og upp frá því varð líf hennar ekki samt. Linda ferðaðist til 32 landa árið sem hún var Ungfrú heimur þar sem hún sinnti góðgerðarmálum fyrir veik börn ásamt því að kynna Ísland og ís- lenskar afurðir á erlendri grund. Hún ferðaðist með ráðherrum og sendiherrum og sat til borðs með for- setum og fyrirfólki um allan heim. Linda starfaði sem fyrirsæta í London, Mílanó og Tókýó þar til hún kom aftur til Íslands 24 ára gömul og stofnaði fyrirtækið Baðhúsið sem var heilsulind fyrir konur, hún vann við það í 20 ár fram til ársins 2014, með um fjörutíu starfsmenn. Eftir það lagði hún stund á margskonar nám. Hún er grafískur hönnuður frá La Salle College í Vancouver, bætti við sig menntun sem heilsuráðgjafi og að því loknu fór Linda í nám við Háskól- ann á Bifröst þar sem hún útskrif- aðist síðastliðið sumar með BA- gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Við útskriftina var Linda fengin til að halda ávarp fyrir hönd nemenda félagsvísinda- og lagadeildar þar sem hún nýtti tækifærið til að hvetja fólk til að fylgja draumum sínum óháð aldri þar sem hún sagði m.a.: „Ekki smætta drauma þína svo þeir passi inn í lífið sem þú lifir í dag. Gefðu heldur í. Það er oft á tíðum einfaldara en við höldum. Við búum yfir svörunum í hjörtum okkar; það stendur okkur fyrir hugskots- sjónum. Það besta sem við getum gjöf um bættan lífsstíl fyrir konur. Eitt þannig námskeið undir hennar leiðsögn fer af stað í janúar og hægt er að skrá sig á heimasíðunni. Auk- inheldur leggur hún nú stund á dip- lomanám í lífsstílsráðgjöf eða Life Coaching. Linda hefur setið í stjórn Félags kvenna í atvinnurekstri og var meðal annars stjórnarformaður FKA. Hún sat í stjórn Foreldrafélags Álftanes- skóla, móttöku- og undirbúnings- nefnd fyrir heimsókn dr. Jane Good- all til Íslands, stjórn Miðstjórnar, félagsvísinda- og lagadeildar fyrir hönd nemenda á Bifröst. Hún var stjórnarformaður Miðstjórnar á Bif- röst og sat í stjórn markaðshóps Bif- rastar fyrir hönd nemenda og í stjórn deildarráðs félagsvísinda- og lagadeildar Bifrastar, fyrir hönd nemenda. Linda hefur verið alþjóð- legur dómari Miss World frá 2000 til dagsins í dag og einnig er hún um- boðsaðili Miss World á Íslandi. Helstu áhugamál Lindu eru heil- brigður lífsstíll og mataræði og að aðstoða konur við að bæta líf sitt. „Einnig hef ég mikinn áhuga á við- skiptum á netinu sem ég hef sérhæft mig í og í æðum mér rennur vissu- lega blóð frumkvöðulsins. Ég hlusta á hljóðvörp og hljóðbækur alla daga og er stöðugt að bæta við mig nýrri þekkingu á hinum ýmsu sviðum. Ætli megi ekki segja að lærdómur sé eitt af mínum áhugamálum því ég legg mikla áherslu á að vera stöðugt að víkka sjóndeildarhringinn og bæta við þekkingu mína á hinum ýmsu sviðum. Það fara ófáir klukku- tímarnir hjá mér í þá iðju. Dýravelferð er mér ennfremur hjartans mál eins og áður kom fram, einnig hef ég unun af því að ferðast vítt og breitt um heiminn.“ Síðastliðin ár hefur Linda ferðast ásamt Ísabellu, 14 ára einkadóttur sinni, sem hefur fengið sama áhuga- mál með móðurmjólkunni og á sér það markmið að ferðast til allra landa heimsins. „Í sumar opnaðist ný veröld fyrir mér þar sem ég fór á siglingu á skútu í Bresku Kólumbíu og á kajak, sem mér fannst af- skaplega skemmtilegt og langar að gera meira af. Annað áhugamál sem er í raun partur af mínu daglega lífi Linda Pétursdóttir athafnakona – 50 ára Mæðgurnar Linda og Ísabella í nýjum jólanáttfötum ásamt Stjörnu og Stellu. Aldrei of seint að læra eitthvað nýtt Afmælisbarnið Linda Pé. 40 ára Auður er frá Brúnagerði í Fnjóska- dal en býr á Akureyri. Hún er sjúkraliði að mennt, vinnur sem ritari lækna og er að læra heilbrigðis- gagnafræði í Háskóla Íslands. Auður verður fullgildur meðlimur í Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, í vor. Maki: Brynjar Tryggvason, f. 1980, tölvunarfræðingur hjá DK hugbúnaði. Börn: Heiðar Logi Brynjarsson, f. 2008, og Lilja Rut Brynjarsdóttir, f. 2010. Foreldrar Sigurpáll Jónsson, f. 1947, fv. skógarhöggsmaður í Vaglaskógi og bóndi, og Anna Sigríður Helgadóttir, f. 1952, sundlaugarvörður á Illugastöðum í Fnjóskadal og fv. bóndi. Þau eru búsett á Akureyri. Auður Sigurpálsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.