Morgunblaðið - 27.12.2019, Page 35

Morgunblaðið - 27.12.2019, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019 Eitt mesta úrval landsins af bor- og snittvörum Augabrúnavara ársins: Urban Decay Brow Blade Urban Decay mætti og sigraði auga- brúnaheiminn á árinu með heilli vörulínu eingöngu fyrir auga- brúnir. Brow Blade Waterproof Eyebrow Pencil & Ink Stain er framúrskarandi augabrúnavara. Á öðrum endanum er penni sem teiknar augnhár og hinum megin er blýantur sem mótar og fyllir upp í augabrúnirnar. Augnskuggi ársins: Chanel Stylo Et Ombre Contour Mjúk og kremkennd formúlan rennur fyrirhafnarlaust yfir augnlokið og auðvelt að blanda útlínurnar. Eftir það helst augn- skugginn algjörlega á sínum stað. Litirnir eru allir mjög fal- legir, klæðilegir og má einnig nota þessa snyrtivöru sem augn- blýant. Augnlínufarði ársins: Yves Saint Laurent Couture Eyeliner Allt við þennan augn- línufarða er frábært og er hann sannarlega skotheldur fyrir byrjendur sem og lengra komna. Varalitur ársins: BECCA Ultimate Lipstick Love Mjög nærandi formúla sem kemur í fjölmörgum fallegum litum og varalitablýantar í stíl. Þessir varalitir búa yfir nærandi olíum, uppbyggjandi peptíðum og rakagefandi hýjalúrónsýru og endast í 8 klukkustundir á vörunum. Augnskuggapalletta ársins: Lancôme Hypnôse Drama Eyeshadow Palette Þessar augn- skuggapallettur koma í ofboðslega fallegum litatónum sem fara öllum vel. Formúlan er mjúk og blandast vel á augnlokinu. Farðagrunnur ársins: Sensai Glowing Base Sérlega falleg áferð einkennir þennan farðagrunn sem leiðréttir misfellur húðarinnar og mýkir hana áður en farði er borinn á. Húðin fær náttúrulegan og heil- brigðan ljóma og sumir nota þessa formúlu jafnvel eina og sér. Maskari ársins: ILIA Limitless Lash Mascara Maskari sem hefur vakið verð- skuldaða athygli á þessu ári fyrir framúrstefnulega formúlu og tvískiptan burstahaus sem tekur augnhárin upp á næsta stig. Þessi maskari býr yfir innihaldsefnum á borð við keratín sem styrkir augn- hárin og styður við vöxt þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.