Morgunblaðið - 27.12.2019, Page 37

Morgunblaðið - 27.12.2019, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Hármaski ársins: Davines The Circle Chronicles Einstakir hármaskar sem veita strax sjáanlegan árangur. Hver og ein formúla er hönnuð til að vinna gegn öllum þeim hárvandamálum sem þarf að takast á við. Sjampó og næring fyrir ljóst hár: Label.m Cool Blonde Þetta er líklega öflugasta formúla sem til er af fjólu- bláu sjampói og hárnæringu fyrir ljóst hár. Óhætt er að segja að eft- ir notkun á þess- ari tvennu er engu líkara en maður hafi verið að koma úr litun á hárgreiðslu- stofu. Sjampó og næring fyrir þurrt hár: Aveda Sap Moss Íslenskur mosi er í aðalhlutverki í Sap Moss-sjampóinu og næringunni sem kom á markað aftur á þessu ári eftir 10 ára hlé. Þetta er öflug tvenna til að veita hárinu aukinn raka og næringu án þess að þyngja það. HÁR Sjampó og hárnæring ársins: Kevin.Murphy Young.Again Hárið á okkur lætur á sjá með aldrinum líkt og húð okkar og hefur Kevin.Murphy nú komið með sjampó og hárnæringu sem vinnur gegn öldrun hársins. Formúlurnar innihalda mikið magn af andoxunar- efnum, vítamínum og uppbyggjandi efnum sem endurlífga hárið. Hármeðferð ársins: Davines OI All In One Milk Næringarríkt og mjólkurkennt sprey sem hefur margþætta virkni. Það mýkir hárið, leysir úr flóka og verndar það gegn hita. Hárið verður sannarlega silkimjúkt eftir notk- unina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.