Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2019 meðan önnuðust konurnar um gegningar. „Fólk barðist hörðum höndum fyrir tilveru sinni.“ Inni á heimilunum var hlúð að hinni andlegu menningu. Ekkert útvarp var fyrstu árin sem Þórður man eftir sér en fólk stytti sér stundir á kvöldin með húslestrum. Og lesið var hátt og snjallt. Tónmenning var ekki síðri í Vallnakoti en faðir Þórðar hafði lært öll Passíusálmalögin á sínu æskuheimili norður í Varmahlíð og hélt þeirri gömlu söngmenningu við með ráðum og dáð. Þórði er minnisstæð gömul kona, Sigríður Árnadóttir í Drangshlíð, sem gjarnan leiddi söng í kirkjunni og aldrei var byrjað að syngja fyrr en hún var mætt á svæðið. Yndi hennar í ellinni var að sitja hrum á rúminu sínu í Drangshlíð og syngja. Ríkisútvarpið hóf göngu sína árið 1930 en skilaði sér ekki austur fyrr en einhverjum ár- um síðar og ekki á alla bæi. „Algengt var að fólk færi á aðra bæi til að hlusta á útvarps- messu og hlustað var af sömu andakt og í kirkjunni sjálfri og enginn mátti sig hreyfa öðruvísi en að því væri fundið af eldri kynslóð.“ Árið 1959 brugðu foreldrar Þórðar búi og fjölskyldan settist að í skjóli nýstofnaðs menn- ingarseturs í Skógum. Þá réð dr. Kristján Eld- járn þjóðminjavörður Þórð til að semja spurn- ingaskrár um íslenska búskaparhætti sem sendar voru vítt og breitt um landið og byrjaði hann á kýr- og nautahaldi. „Þarna var ég kom- inn á kaf í að vernda heimildir um gamla bú- skaparhætti og þjóðmenningu og hefur það verið hamingja mín og gæfa allar götur síðan að hafa fengið að vinna að þessu sem ég var fæddur til og haft til þess stuðning samfélags- ins. Það er gleði mín núna þegar líður að leið- arlokum.“ Dreymdi fyrir kjöri Kristjáns Þeim dr. Kristjáni var alla tíð vel til vina. „Kristján var góður vinur minn og hafði góðan skilning á þessu áhugamáli mínu og studdi mig á allan hátt, meðal annars við uppbyggingu hér í Skógum. Hann var einstakur öðlings- maður á allan hátt; skemmtileg persóna í við- ræðum og kynnum. Hvers manns hugljúfi og kom geði við háa sem lága.“ – Þú hefur þá glaðst þegar hann var kjörinn forseti Íslands? „Þú getur ímyndað þér. Það er í eina skiptið á ævinni sem ég hef agiterað fyrir kosningar. Við séra Halldór í Holti fórum á sömu bæina en hvor með sína skoðun. Raunar dreymdi mig fyrir kjöri Kristjáns tveimur árum áður en hann varð forseti. Ég stóð þá á Austurvelli og prúðbúið fólk kom gangandi og fremstur í flokki Kristján Eldjárn sem lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. Það var bræla og ýfðust föt manna sem þýddi auðvitað að kjörið myndi kosta baráttu. Má vera að þér sé ætlað þetta verkefni? spurði ég Kristján en hann var hikandi í byrjun; var ekki sannfærður um að hann ætti að gefa kost á sér. Það gerði hann þó á endanum og það varð gæfa þessarar þjóðar.“ Talið berst að þeirri miklu breytingu sem orðið hefur á íslensku samfélagi meðan Þórður hefur lifað. „Hún er svo stórkostleg að engu tali tekur. Ekki er þó allt til bóta. Tökum þessa sveit sem dæmi. Í minni æsku bjuggu um níu- tíu manns á níu býlum hér í grenndinni; ætli hér séu nema þrjátíu manns í dag. Hópar manna streymdu til kirkju, ýmist á hestum eða fótgangandi, og karlar og konur stóðu saman og sungu í kór. Eftir messu safnaðist fólk svo saman við kaffidrykkju og spjall, þannig að fé- lagsleg næring var ekki minni en sú andlega. Í gamla daga kunnu allir sálmana og lögin, háir sem lágir, en í dag þekkir þetta varla nokkur maður. Það hefur orðið menningarlegt hrun á þessu sviði. Sjálfur var ég kirkjuorganisti í fjörutíu ár og á margar kærar minningar frá því starfi. Í dag auglýsir presturinn ennþá messur en enginn kór er til.“ Presturinn var andlegur leiðtogi Hann segir presta í sveitum hafa gegnt mik- ilvægu hlutverki á sinni tíð. Þeir hafi verið andlegir leiðtogar fólksins og flestir litið á presthjónin sem móður sína og föður. „Prests- hjónin áttu ríkan þátt í að efla menningu vítt og breitt um landið. Maður hefur margs að sakna þótt maður sé auðvitað þakklátur fyrir þá menningu sem við búum að í dag. En mesta breytingin í sveitum er fólksfækkunin, eyði og tóm. Árið 1703 voru ellefu þúsund manns undir Eyjafjöllum, þegar fimmtíu þúsund manns bjuggu á landinu öllu. Um miðja nítjándu öld voru fimm bændur á Vallnatúni. Nú horfir til auðnar. Í dag eru um sextíu eyðibýli undir Eyjafjöllum og þá tel ég þau býli sem voru tví- og margskipt aðeins einu sinni.“ Það hefur ekki farið framhjá Þórði að nú snýst allt um ferðaþjónustu upp til sveita. „Það eru fleiri og fleiri að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn. Mér skilst að í Mýrdal sé hægt að taka í gistingu fimmtán hundruð manns á einni nóttu. Á sama tíma stunda færri og færri hefð- bundinn búskap með kýr og kindur. Býlum fækkar og þeir stóru verða sífellt stærri en hinir smærri heltast úr lestinni. Það eru ekki nema á milli tíu og tuttugu kúabændur eftir hér í sveitinni, sama í nágrannasveitum, og maður finnur að byggðin er á völtum fæti. Og það sem verra er; fólk er hætt að fjölga sér, eins og Sigþór vinur minn Sigurðsson í Litla- Hvammi fullyrðir við mig. Þetta er áhyggju- efni og afskaplega hættulegt fyrir íslenska þjóð að landbúnaður skuli eiga í vök að verjast og að fólki sem færir okkur matvöruna fari fækkandi. Ferðaþjónusta er satt að segja ekki tryggur atvinnuvegur og ég segi veröldinni að það verði hrun á því sviði, þótt ég voni auðvitað að sú spá rætist ekki. Matvælaframleiðsla er hins vegar mun vænlegri búskapur.“ Á kafi í ljósmyndum Enda þótt Þórður stingi ennþá niður penna kemur á daginn að hann kveðst hafa skrifað allt sem hann ætlaði sér að skrifa um dagana. „Ég á að vísu handrit að fjórum eða fimm bók- um og hafi menn áhuga þá geta þeir gengið í það efni þegar ég er dauður,“ segir hann bros- andi. Hann er þó hvergi nærri hættur að afla efnis og heimilda. Nú eiga ljósmyndirnar hug hans allan. „Ég hef verið að safna myndum héðan og þaðan og halda því efni til haga. Að því kemur að Eyfellingabók verður skrifuð og þá er nauðsynlegt að hafa aðgang að góðu mynd- efni,“ segir hann og dregur fram alls kyns myndir og sýnir okkur, meðal annars frá jarð- arför mektarmanns í Eyvindarholti á þriðja áratug síðustu aldar. Margar hverjar eru þess- ar myndir ómetanleg heimild um lífið hér áður og þá menningu sem nú er að mestu leyti eða öllu horfin. Þakkar Guði fyrir hvern dag Líður nú að lokum samtalsins en vitaskuld er ekki hægt að sleppa 98 ára gömlum manni án þess að spyrja hverju hann þakki langlífið. „Ég þakka það þeirri forsjón sem gerði mig svona vel úr garði,“ svarar Þórður án þess að hika. „Ég hef notið góðrar heilsu og held ennþá hugsunum inni. Það er langlífi í fjöl- skyldunni en bróðir minn varð 98 ára og systir mín er orðin 96 ára. Annars er þetta komið á það stig að ég þakka Guði fyrir hvern dag sem ég fæ að lifa og starfa í umgengni við gott fólk. Og hef ég nú ekki meira að segja.“ Þórður með ljósmynd af útför í Eyvindarholti á þriðja áratugnum. Eftir Þórð liggur á þriðja tug bóka en sú fyrsta kom út árið 1948. ’Ferðaþjónusta er satt að segjaekki tryggur atvinnuvegur ogég segi veröldinni að það verðihrun á því sviði, þótt ég voni auðvitað að sú spá rætist ekki. Matvælaframleiðsla er hins veg- ar mun vænlegri búskapur. Bjart var yfir Byggðasafninu í Skógum í byrjun vikunnar. Þórður á ríkan þátt í uppbyggingu þess og viðhaldi gegnum áratugina. Rökkursetur voru víða iðkaðar í fjósum í fyrri daga. Heimafólk kom þar saman og uppi var hafður ver- aldlegur kveðskapur af þeim toga sem kallaðist druslur. Eyjólfur Guð- mundsson, rithöfundur á Hvoli í Mýrdal (1870-1954), lýsir kveðskap í fjósi á Felli í Mýrdal í tíð sr. Þórð- ar Brynjólfssonar, um 1830: „Heim- ilisfólkið hjá sr. Þórði tók upp á því að sitja í fjósinu í rökkrinu og syngja eða kveða rímur. Ekki var prestinum um það gefið en lét þó kyrrt fyrst um sinn. Eitt rökkur- kvöld gengur hann á hnotskóg að verða þess var hvað í fjósinu gerist. Hitti þá svo á að vinnumaður var einn að kveða Bósarímur. Prest- urinn reiddist þessu og rak fólkið úr fjósinu og fyrirbauð samkomur framvegis.“ Mörg börn lærðu fræðin sín í fjós- inu og mörg börn áttu þess kost að nema þar fræði og sögur af fjósa- konu eða öðrum. Vinna og skemmtun áttu sér athvarf á fjós- palli á kvöldvökum. Úr Auðhumlu. Rökkursetur í fjósi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.