Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 4
Þessi unga stúlka var í barnahjónabandi. „Þetta er hræðilegur veruleiki“ Í lok síðasta árs fór fimm mannahópur frá UN Women á Íslanditil Malaví til að kynna sér að- stæður og safna efni um stúlkur sem hnepptar eru barnungar í hjónabönd. Kvikmyndatökumaðurinn og ljós- myndarinn Allan Sigurðsson var í hópnum, ásamt Unnsteini Manuel Stefánssyni, Þóru Karítas Árnadótt- ur, Stellu Samúelsdóttur, fram- kvæmdastýru og Mörtu Goðadóttur, herferða- og kynningarstýru. „Við vorum að safna heimildaefni um þvinguð barnahjónabönd í Malaví til þess að geta notað í herferðir gegn þeim. Við hittum stelpur sem höfðu verið þvingaðar í barnahjónabönd og einnig stelpur sem höfðu losnað úr þeim. Við hittum líka höfðingja og mæðrahópa sem hjálpa stelpum að losna. Mitt hlutverk var að taka upp myndbönd og svo tók ég líka ljós- myndir,“ segir Allan. „Það er mikil fátækt í Malaví og þarna búa um nítján milljónir í litlu landi. Fólkið býr í leirkofum með stráþökum. Það var ótrúleg upplifun að koma þangað.“ Ótrúlega brotnar stúlkur Allan segir það hafa verið vandasamt verk að mynda konur og stúlkur sem lent hafa í skelfilegum atburðum. Hann vill ekki notfæra sér neyð ann- arra til að ná góðri mynd en á sama tíma getur góð ljósmynd eða mynd- band hjálpað til við að leysa vandann. „Landið er fallegt og fólkið líka en maður þarf að fara varlega að fólkinu. Það er samt ákveðin hvatning að gera allt vel þar sem því betur sem ég vinn vinnuna mína því betur komast skila- boðin til skila,“ segir hann en myndir hans og myndbönd voru m.a. sýnd þegar haldin var landssöfnun í nóv- ember og ein ljósmynda hans prýðir nú jólastjörnuna. „Ég myndaði eina stúlku sem var föst í barnahjónabandi. Hún kom bara heim úr skólanum einn daginn og var þvinguð sautján ára í hjóna- band. Hún er nú eldri og á eitt barn og langaði ekki í annað. Þetta er hræðilegur veruleiki hjá þessum stúlkum og ungu konum,“ segir hann. „Annarri stúlku sem við hittum var bjargað úr hjónabandi og býr nú hjá foreldrum sínum og fer í skóla,“ segir Allan. „Á síðustu tæplega þremur árum er búið að rifta 3.500 barna- hjónaböndum. Það sem UN Women er að gera er að reyna að fræða fólkið þarna; foreldra, höfðingja og stjórn- völd,“ segir hann. „Maður fann það svo innilega á þeim stúlkum sem enn voru í hjóna- bandi hvað þeim leið ömurlega. Þegar þær eru þvingaðar í hjónaband er í raun verið að nauðga þeim aftur og aftur. Þær eru ótrúlega brotnar þess- ar stúlkur.“ Í Malaví hafa margar ung- ar stúlkur verið þving- aðar í hjónaband. UN Women hefur unnið markvisst að því að leysa ungar konur og stúlkur úr þeirri ánauð og hefur tekist að rifta 3.500 barnahjónaböndum á tæpum þremur árum. Ljósmyndir/Allan Sigurðsson Allan Sigurðsson fór með UN Women til Malaví í fyrra og mynd- aði ungar stúlkur sem höfðu verið þvingaðar í hjónaband. UN Women selur nú jólastjörnu og mun ágóðinn nýtast í menntun stúlkna sem hafa verið leystar úr þvinguðum barna- hjónaböndum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Allan að störfum í Malaví. Hann segir vandasamt að mynda fólk í neyð. Undanfarin ár hefur UN Women á Íslandi boðið fólki að kaupa táknræna jólagjöf sem styður við verkefni UN Women á heimsvísu. Í ár var ákveðið að halda áfram að styðja við verkefni UN Women í Malaví sem hefur það að leiðarljósi að uppræta þvinguð barnahjónabönd. UN Women hefur lengi unnið að verkefnum í Malaví og var m.a. lykilstofnun við að þrýsta á lagabreytingar sem hækkuðu lögræðisaldur í 18 ár árið 2017. UN Women vinnur náið með stjórnvöld- um, höfðingjum og mæðra- hópum í Malaví og fræðir al- menning um skaðsemi þvingaðra barnahjónabanda. Þörfin er mikil en þar í landi hefur önnur hver kona verið gift fyrir 18 ára aldur og ein af hverjum átta stúlkum verið gift fyrir fimmtán ára aldur. UN Women á Íslandi réðst í gerð fræðslu- og söfnunar- þáttarins Stúlka – ekki brúð- ur í lok síðasta árs. Starfs- konur UN Women á Íslandi, Allan Sigurðsson og Þóra Karítas Árnadóttir ferðuðust til Malaví í þeim tilgangi að taka viðtöl við stúlkur sem höfðu verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri. Sum- ar höfðu verið leystar úr hjónabandi fyrir tilstilli UN Women og fengið tækifæri til að hefja nám að nýju. Af- rakstur heimsóknarinnar var sýndur í beinni útsendingu á RÚV 1. nóvember síðastlið- inn. Jólastjarnan kostar 3.500 krónur og dugar sú upphæð stúlku sem leyst hefur verið úr þvinguðu barnahjónabandi fyrir námsgögnum og skóla- búningi í eitt skólaár. Hægt er að kaupa jóla- stjörnuna í vefverslun UN Women á unwomen.is eða á skrifstofunni. Jólastjarna UN Women HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.