Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2019 LÍFSSTÍLL Jólahlaðborð Hólshraun 3 · 220 Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Nú gefst þér tækifæri til að gleðja starfsfélaga, fjölskyldu og vini með konunglegum kræsingum frá Veislulist Starfsfólk okkar leggur sig fram um að gera stundina fallega með úrvals veitingum og persónulegri og góðri þjónustu. Það þarf vart að kynna BjörgvinPál fyrir þjóðinni en mörgokkar hafa fylgst með hand- boltamarkmanninum snjalla í gegn- um árin. Hann tók þátt í að landa silfrinu á Ólympíuleikunum fyrir Ís- land árið 2008 í Peking og er þar með í hópi fárra Íslendinga sem geta stát- að af ólympíumedalíu. Tveimur árum síðar stóð hann á palli með brons á Evrópumóti í handbolta. Þjóðin fylgdist stolt með. Björgvin þykir litríkur og líflegur inni á velli, töffari með sitt síða ljósa hár, ennisband og húðflúraða hand- leggi. Hann fann sig snemma í íþrótt- um og þakkar fyrir það því litlu hefði mátt muna að hann veldi aðra og verri braut. Í nýrri bók, Án filters, gerir hann upp fortíðina og tæmir bakpokann sinn, eins og hann orðar það. Þessi 34 ára markmaður, eiginmaður og faðir vill ekki lengur vera táknmynd hins harða handbolta- manns heldur vill hann sýna sinn innri mann, bæði innan vallar og utan. Meira að segja síða villta hárið hefur fengið að fjúka. Blaðamaður slær á þráðinn til Björg- vins, en hann býr í Danmörku þar sem hann spilar með handboltafélag- inu Skjern. Þar hefur hann komið sér vel fyrir ásamt konu og þremur ung- um börnum, en þau hyggjast flytja heim í sumar. Handboltaskórnir eru ekkert á leiðinni á hilluna en hins vegar er Björgvin með ýmislegt ann- að á prjónunum. Bókin, og viðbrögðin við henni, hefur breytt lífi hans og nú vill hann hjálpa öðrum að öðlast betra líf. Faldi kvíðann Björgvin átti erfiða æsku og þurfti snemma að axla mikla ábyrgð. Móðir hans baslaði með börnin og hafði sjálf sinn djöful að draga, þótt hún hafi gert sitt besta. Björgvin var baldinn í skóla og lenti gjarnan í slagsmálum og segist hann auðveldlega hefðu get- að leiðst út á braut fíkniefna ef bolta- íþróttir hefðu ekki tekið hann föstum tökum. Hegðunarvandamálin voru mörg og sem barn hafði Björgvin verið vistaður um tíma á BUGL en segist í raun aldrei hafa fengið greiningu. „Ég sá það þegar ég fór að gramsa í gömlum skjölum og var dálítið hissa á því. Vandamálin mín voru mjög fjöl- þætt og flókin og voru þau blanda af erfiðum uppeldisaðstæðum, athyglis- sýki, athyglisbresti, ofvirkni að ein- hverju leyti og svo kvíða og þung- lyndi. Kvíðinn var kannski stærsta vandamálið þegar ég horfi til baka og átti þátt í því að hegðun mín versnaði. Ég held að fólk hafi ekki áttað sig á því að ég væri kvíðinn því ég byggði upp ákveðin varnarviðbrögð,“ segir hann. „Ég var handboltagaurinn og vandræðaunglingurinn og ég þurfti að velja á milli þessara tveggja. Handboltinn fór að taka meira pláss og þá minnkuðu vandamálin smátt og smátt,“ segir hann. „Ég faldi kvíðann en ég notaði handboltann til að fá útrásina og stundum missti ég stjórn á skapi mínu innan vallar. Það var kannski staðurinn sem ég losaði um þetta að einhverju leyti,“ segir hann. Í mörg ár lifði hann með kvíðann en sagði fáum frá. „Núna síðasta ár hef ég þurft að horfast í augu við sjálfan mig og rífa upp úr bakpokanum,“ segir hann. „Þegar maður er ekki búinn að gera upp fortíðina reynir maður að slökkva á vanlíðan með því að hafa of mikið að gera. Með árunum fjölgaði verkefnum og allt í einu var þetta orðið of mikið. En síð- asta ár hef ég verið að opna á þetta og þá finn ég fyrir léttinum og geri mér grein fyrir hvað fortíðin og kvíðinn sat djúpt í mér.“ Blessun að brotna niður Í bók sinni, sem hann vann með Sölva Tryggvasyni, er áhrifamikil lýsing á því þegar Björgvin brotnar saman seint að kvöldi á kirkjutröppum í Köln. Á þessari stundu, þegar Björg- vin upplifði sig á botni tilverunnar, ákvað hann að taka á sínum málum. Það varð ekki aftur snúið. „Eins óskýrt og það var á þessum tímapunkti var það svo skýrt á sama tíma. Þótt ég hefði oft komið á þenn- an stað áður fannst mér aðstæðurnar svo óraunverulegar og ég upplifði að mér stafaði ógn af hryðjuverkum. Það var eitthvað brenglað að gerast í höfðinu á mér og þá áttaði ég mig á því að það hlyti eitthvað að vera að; þetta var svo fjarlægt raunveruleik- anum. Ég brotnaði niður og grét og þá fannst mér ég horfa á mig eins og utan frá. Ég áttaði mig á að vanda- málin voru miklu frekar andleg en líkamleg,“ segir Björgvin, en áður hafði hann verið greindur með vefja- gigt og var hann oft með verki og önnur sérkennileg einkenni. „Ég vaknaði oft með blóðnasir og svimaköst. Ég var orðinn fær í því að slökkva á líkamlegum sársauka, handboltamenn eru vanir því. En þarna hrundi ég andlega og í dag er það blessun að hafa lent í þessu þarna á kirkjutröppunum. Ég byrjaði Ljósmyndir/Line Thorø Østerby Fólk á að vera filters- laust Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson fellir grímuna í bók sinni Án filters. Bókin hef- ur breytt lífi hans til hins betra og markar upp- haf að öðruvísi framtíð. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Ég brotnaði niðurog grét og þá fannstmér ég horfa á mig einsog utan frá. Ég áttaði mig á að vandamálin voru miklu frekar andleg en líkamleg. „Ég hélt að bókin væri einhvers konar endapunktur fyrir mig en hef áttað mig á því að hún er upphafspunktur; hún er upphafið að einhverju miklu, miklu stærra,“ segir Björgvin Páll.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.