Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2019 LÍFSSTÍLL Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Elskaðu. Lifðu. Njóttu. Ég get sagt með góðri samvisku að Femarelle VIRKAR. Hitakófin hættu, vakna ekki lengur á nóttinni og fótapirringur er minni eftir að ég fór að taka inn Femarelle. Halldóra Ósk Sveinsdóttir 40+ FEMARELLE REJUVENATE • Minnkar skapsveiflur • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur teygjanleika húðar • Viðheldur eðlilegu hári 50+ FEMARELLE RECHARGE • Slær hratt á einkenni (hitakóf og nætursviti minnka) • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur kynhvöt • Hefur engin áhrif á vef í brjóstum eða legi 60+ FEMARELLE UNSTOPPABLE • Inniheldur kalsíum og D3-vítamín • Eykur liðleika • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku sem stuðlar að andlegu jafnvægi þá að setjast niður og skrifa en fyrst og fremst ákvað ég hver yrðu mín gildi; fyrir hvað ég stæði og hvar ég væri staddur. Hver minn tilgangur væri. Það varð alveg kristaltært að það er mikilvægara að vera góð manneskja en góður í handbolta,“ segir hann. „Fyrsta skrefið var að viðurkenna vanlíðan mína og þá var hægt að fara að vinna úr henni. Þetta var farið að skemma fyrir mér sem handbolta- manni en utan vallar líka. Ég var kominn í neikvæðan spíral og þegar fíflunum fjölgar í kringum þig er best að líta í eigin barm,“ segir Björgvin. „Þetta er bataferli sem ég er að fara í gegnum sem hættir aldrei. Þótt ég sé nú á betri stað en nokkurn tím- ann áður þá má alltaf bæta sig.“ Skilaboðunum rignir inn Bókin kom út í október og vakti strax mikla athygli. Hún fór efst á lista yfir mest seldu ævisögur landsins og hef- ur haldist þar síðan. „Það sem gleður mig mest er að vita að boðskapurinn kemst til skila. Ég hef fengið ótrúlega mikið af skila- boðum og hafa þau gefið mér gríð- arlega orku í að vinna áfram með þetta allt saman. Ég held að minn til- gangur sé að vera fyrirmynd og hjálpa öðrum að líða vel,“ segir Björgvin og segir að skilaboðin séu um þrjú hundruð; frá foreldrum, ung- mennum og börnum. „Ég bjóst í raun aldrei við þessum viðbrögðum. Ég hef alltaf verið um- kringdur handboltaáhugafólki en þarna kom allt annar vinkill inn í líf mitt og samskipti. Ég hef fengið ótrú- lega innihaldsrík og djúp skilaboð og þá áttaði ég mig á þörfinni fyrir svona bók og að opna á umræðuna. Að tala um hlutina. Það er mikilvægt að gera börnum grein fyrir að lífið er ekki fullkomið; það er ekki eins og það lít- ur út á Instagram.“ Björgvin segist hafa áttað sig á því að mörgum börnum og ungmennum líður afskaplega illa. „Það er erfitt að taka á vandamálum hjá þessum börn- um, hvort sem þau eru heilsufarsleg eða tengd námi, ef andlega líðanin er ekki góð. Krakkana okkar vantar miklu fleiri verkfæri til að fást við líf- ið,“ segir Björgvin og segir greinilegt að mörg ungmenni þjáist af miklum kvíða. „Við foreldrar þurfum að átta okk- ur á því að vandamálin eru ekki bara í skólunum, heldur byrja þau heima. Í mínu tilviki vantaði mömmu bara tíma; hún hafði ekki tíma til að sinna mér. Við þurfum að gefa okkur meiri tíma, þótt það sé hægara sagt en gert. Börnin þurfa fyrst og fremst ást og umhyggju og að verja meiri tíma með foreldrum, í góðri samveru,“ segir Björgvin. „Það er mitt markmið í lífinu að vera eins góður pabbi og ég get og ég get það aðeins ef ég er í góðu standi,“ segir hann og viðurkennir að kvíðinn hafi töluvert tengst börnunum. „Við þurftum að hafa mikið fyrir börnunum; það tók níu glasa- meðferðir. Þegar börnin komu í heiminn var ég ekki bara staðráðinn í að verða besti markvörðurinn heldur besti pabbi í heimi, en sú hugsun of- gerði mér. Nú finnst mér nóg að ég verði betri pabbi með tímanum.“ Vertu svolítið filterslaus Eftir ellefu ár í atvinnumennsku er- lendis ætlar Björgvin að koma alkom- inn heim næsta sumar. Hann segist vonandi eiga tíu góð ár eftir í bolt- anum en einnig hyggst hann taka til hendinni við að hjálpa fólki í vanda. „Ég ætla ekki bara að vera gaurinn sem tjáir sig á netinu heldur langar mig að stuðla að breytingum og gera eitthvað.“ Björgvin segist hafa svarað öllum skilaboðum sem hann hefur fengið. „Ég er að finna minn flöt á því hvern- ig ég svara fólki. Þarna eru foreldrar sem eiga börn með alls konar grein- ingar og þessi börn líta upp til mín. Þá sendi ég þeim jafnvel myndband þar sem ég peppa krakkana upp ef mér finnst það eiga við. Í einhverjum tilvikum eru þetta krakkar sem líður illa og loka sig inni í herbergi. Ég reyni að beina börnunum og for- eldrum í réttar áttir en ég passa mig gríðarlega að fara ekki út fyrir mitt svið því ég er hvorki sálfræðingur né geðlæknir. Ég get verið sá sem hlust- ar. Fólk sér oft sjálft sig í mér,“ segir hann og nefnir að sumir hafi sent sér skilaboð og sagt að þeir séu að breyta lífi sínu eftir lestur bókarinnar. „Fólk sem les bókina mína tengir við mjög margt og hún opnar ákveðnar víddir. Draumurinn er að ég sé kannski að stoppa einhverja af svo þeir þurfi ekki að lenda á botn- inum. Ég hefði þurft á því að halda að grípa fyrr inn í mín mál, áður en ég lenti á botninum í Köln,“ segir hann og nefnir að bókin hafi í raun verið upphafið að heilunarferli hjá sér. Björgvin segir tilgang bókarinnar vera að sýna fólki að það þurfi ekki að þykjast. „Fólk á að vera filterslaust. Þá er ég ekki að meina að þú megir ekki pósta fallegri mynd af þér á sam- félagsmiðlum. En vertu svolítið filt- erslaus og segðu fólki hvernig þér líð- ur. Ef þú ert fimmtán ára og mamma þín spyr hvernig þér líður; ekki fela það. Við þurfum að vera aðeins hrein- skilnari og opnari hvert við annað,“ segir Björgvin. „Ef krakkar geta speglað sig í mér og ef ég get hjálpað, þótt ekki væri nema einum eða tveimur, þá er ég kominn í plús.“ Aldrei jafn góður Eftir mikið uppgjörsár segir Björg- vin að sér líði mun betur, bæði lík- amlega og andlega. „Mér líður frábærlega í dag. Ég er kominn með vopnabúr í hendurnar sem ég get notað. Ég fæ alveg enn kvíðaeinkenni en ég kann betur að stoppa þau af. Ég veit núna að þetta er kvíði,“ segir hann og bendir á að sér hafi farið mikið fram sem hand- boltamanni eftir að hann fór að vinna í sínum málum. „Á síðasta ári var ég með slökustu markvörðum deildarinnar í Dan- mörku en í dag er ég þriðji besti, mið- að við hlutfallslega markvörslu. Það er samspil á milli þess að líða vel and- lega og vera góður í handboltanum og ég held ég hafi aldrei verið eins góður og núna. Og ég hef heldur aldrei verið jafn góður liðsmaður og nú. Ég hef meiri orku og er sannari. Ég er orð- inn ég innan vallar sem utan. Ég þarf ekki að setja upp grímu lengur,“ seg- ir hann og tekur dæmi. „Þegar ég var tvítugur sagði mað- ur: „Það skiptir ekki máli hver ver boltann ef við vinnum leikinn.“ En ég meinti það ekki. Í dag meina ég það,“ segir hann. „Eitt af því sem ég hef verið að vinna í er að skilgreina hvað er egó og að „drepa“ egóið mitt. Egó skemmir fyrir manni allan daginn; maður ætl- ar sér að verða bestur, sama á hverj- um maður traðkar á leiðinni. Ég er að snúa því algjörlega við; ef ég verð bestur þá verð ég það en ég ætla að fylgja mínum gildum,“ segir hann. Björgvin hlakkar mikið til að koma heim með fjölskylduna og vera ná- lægt sínu fólki. Að sjálfsögðu vonast hann eftir að fá að spila með landslið- inu á ný. „Það er komin svo mikil gleði í handboltann minn aftur og draum- urinn er að spila fyrir landsliðið. Það er ekkert sem gleður mann meira en að spila fyrir Ísland á stórmótum og geta glatt fólkið heima.“ Björgvin ætlar sér meira en að spila handbolta í framtíðinni. „Ég hélt að bókin væri einhvers konar endapunktur fyrir mig en hef áttað mig á því að hún er upphafs- punktur; hún er upphafið að ein- hverju miklu, miklu stærra. Mig langar að fara inn í skóla og fyrirtæki og tala um hvernig ég náði að tæma bakpokann og náði tökum á kvíð- anum. Nú er ég að læra NLP- markþjálfun sem er magnað fyrir- bæri. Ég tel mig hafa mikið fram að færa og mig langar jafnvel að skrifa barnabók. Mitt draumastarf í fram- tíðinni mun felast í að hjálpa öðrum.“ Að vera góður faðir og góð mann- eskja finnst Björgvini mikilvægara en að vera góður í handbolta. Hér er hann ásamt konu sinni Karen Einarsdóttur og börnunum, Emmu sex ára og tveggja ára gömlum tví- burunum Einari Leó og Emilíu. ’Egó skemmir fyrirmanni allan daginn;maður ætlar sér að verðabestur, sama á hverjum maður traðkar á leiðinni. Ég er að snúa því algjörlega við.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.