Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 17
þetta væri útgönguspá og þær hefðu iðulega ekki enst vel talningarnóttina. En eftir því sem á nóttina leið hrúguðust dæmin inn. Íhaldsflokkurinn vann Blyth Valley frá Verka- mannaflokknum og hafði aldrei áður í sögu sinni unn- ið það kjördæmi! Hann vann einnig af honum þing- sæti í Worthing. Það sæti vann Íhaldsflokkurinn seinast fyrir 97 árum. Wrexham hafði verið rautt frá árinu 1935 og Leigh vann Íhaldsflokkurinn seinast árið 1922. Það má segja að stutt hafi verið síðan Íhaldsflokkurinn vann óformlegan vinabæ Reykja- víkur, Grimsby. Því það gerðist síðast 1945. Boris flokksleiðtogi reyndist ekki í neinni hættu í sínu kjördæmi. Hann vann þar engan stórsigur en jók þó meirihluta sinn um 25%. Ian Duncan Smith, sem lagt hafði verið svo mikið kapp á að fella, hélt velli, en þó mjög naumlega, en kannski varð sigurinn sætari fyrir það. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslynda flokksins, hafði að- eins gegnt þeirri stöðu í hálft ár. Hún fékk töluverðan byr eftir kjör sitt en lék heldur illa af sér í framhald- inu. Hún lagði til grundvallar að 48% þjóðarinnar hefðu sagt nei við útgöngu og ekki varð betur séð en að hún gæfi sér það að þær 15 milljónir manna sem þar voru á bak við væru allt manneskjur sem vildu allt til vinna að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar yrðu hunsuð fyrst þær sjálfar hefðu tapað. Swinson lofaði að ógilda þjóðaratkvæðið frá 2016 með lögum. Ekki mannþekkjari þessi leiðtogi eða hélt kannski þessa kjósendur sig. Þess utan hafði sá meðvindur sem hún fékk í byrj- un stigið henni til höfuðs, svo að hún fór að tala ítrek- að um sjálfa sig sem eitt af forsætisráðherraefn- unum! Hún var í framboði í Skotlandi og fékk prýðilegt fylgi í sínu kjördæmi, en tapaði fyrir fram- bjóðanda SNP með sárafáum atkvæðum. Þar með tapaði hún bæði þingsætinu og leiðtogarullunni. Endalok Corbyns Útreið Verkamannaflokksins varð mikil og strax um nóttina mátti marka af orðum frambjóðenda flokks- ins að leiðtoganum yrði ekki sætt lengur. Þegar Cor- byn kom í sitt kjördæmi um nóttina, þar sem hann fékk góða persónulega útkomu eins og vænta mátti, flutti hann hefðbundið þakkarávarp sigurvegara og bætti í lok þess við yfirlýsingu um að hann myndi ekki leiða Verkamannaflokkinn í næstu þingkosn- ingum. Corbyn sagði að í framhaldi af þessum nið- urstöðum yrðu að fara fram hreinskilnislegar um- ræður í flokknum um ástæður þess að svona fór og hann ætlaði sér að halda utan um þær og eftir atvik- um leiða þær breytingar sem yrðu ákveðnar. Ekki er þó endilega víst að Corbyn komist upp með að ráða þessu verklagi, enda er hann þegar með réttu eða röngu orðinn persónugervingur hrakfaranna. Viðbrögð Þegar baráttan um brexit stóð sem hæst komu nær allir handhafar sannleikans í efnahagsmálum og við- skiptum og sögðu að gengið myndi hrynja yrði brexit samþykkt og yrði lengi að ná sér, hlutabréf myndu fara sömu leið. Eins myndu fjárfestingar dragast saman ef almenningur dirfðist að segja sig frá ESB- gumsinu. Þar fóru „háskólasamfélagið“, atvinnurek- endur og hinar ýmsu deildir þeirra og hugveitur af öllum stærðum og gerðum. Englandsbanki, seðla- banki Breta, lét ekki sitt eftir liggja. Óþarfi er að nefna hvaða taum BBC dró eins hraustlega og það þorði. Þetta eru allt áhrifamiklir aðilar sem mjög margir hljóta að taka verulegt mark á, nema hvað? En þó ákváðu 52% landsmanna að taka áhættuna og fara. Menn geta því rétt ímyndað sér hversu mikill munurinn hefði orðið ef þessir aðilar hefðu hagað sér með eðlilegri hætti. Lítið hefur verið rætt af hálfu framantalinna um það hvers vegna ekkert hafi verið að marka allan hinn mikla hræðsluáróður þeirra, sem ætíð var hafður í umbúðum fagmennsku og óhlutdrægni. Ætla mætti að fagmenn vildu gera skoðun á því hvers vegna þeir sjálfir voru svona yfirgengilega ófaglegir og ómark- tækir í málum sem þeir þóttust þó þekkja betur en aðrir menn. Mælistikurnar enn Það var því fróðlegt að skoða þekktar mælistikur og hvernig þær brugðust við stórsigri mannsins sem sem fór fram undir kjörorðinu: Ljúkum Brexit af. Þegar útkomuspáin um sigur hans birtist styrktist pundið á augabragði og m.a. gagnvart evrunni. Og sömu sögu var að segja um kvarðann sem sýnir verð helstu hlutabréfa á hverjum tíma og væntingar um það. Jú, svara sumir. Ástæða þess var að úrslitin þýddu að Corbyn er úr sögunni og um leið óttinn um að hann svindlaði sér inn í númer 10. Hann var kominn með sinn ágæta flokk svo óralangt til vinstri að það stóðst enga skynsamlega skoðun. Þetta hafi enginn undirstrikað jafn rækilega og Blair hinn sigursæli, einn af fyrirrennurum hans. Í framhaldinu benda menn eins og ósjálfrátt í vestur á bandaríska demó- krata sem hafa flotið sofandi út á ystu jaðra vinstri kantsins. Það muni, segja þeir, auðvelda Trump sig- urinn vestra næsta haust. Kannski hafa þeir rétt fyrir sér. Kannski. AFP 15.12. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.