Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 29
þungarokk okkur til ánægju og ynd- isauka og það var aldrei nein pressa á að gera meira,“ segir Bibbi en óhætt er að fullyrða að Skálmöld hafi verið ein vinsælasta hljómsveit landsins undanfarinn áratug og tónleikaferð- irnar til útlanda orðnar fjölmargar. „En þetta sprakk fljótt í loft upp sem þýddi að við þurftum að halda krísufund; það átti aldrei að fara svona mikill tími og kraftar í þetta hobbí. Það hefði getað farið í báðar áttir en sem betur fer létum við slag standa. Þetta hefur verið ógeðslega gaman!“ Hvorki dramatík né listrænn ágreiningur Að sögn Bibba er hvorki dramatík né listrænn ágreiningur á bak við þessa stund milli stríða. „Við erum allir perluvinir og satt best að segja sjald- an verið betra á milli okkar. Þetta er besti vinskapur í heimi. Við erum alltaf saman, öxl í öxl, og okkar fjöl- skyldur. Pásan hefur ekkert með það að gera. Ef eitthvað er þá hefur það að taka pásu styrkt böndin. Nú þurf- um við einfaldlega að sinna öðru í smá tíma, bæði persónu- og vinnu- tengdu. Við erum til dæmis allir fjöl- skyldumenn og mikið af nýjum börn- um í hópnum.“ En hvenær má reikna með að Skálmöld snúi aftur? „Það er erfitt að segja. Það eina sem liggur fyrir er að við ætlum að hætta alveg að hugsa um bandið í heilt ár. Við Baldur bróðir gerðum þetta með Ljótu hálfvitunum á sínum tíma, þegar þreyta var komin í það starf, og í stað þess að hægja ferðina slökktum við alveg á öllu. Eitt og hálft ár leið og þá voru allir komnir með blóðbragð á tennurnar. Það er ótrúlegt hvað það getur haft góð áhrif að losa svona lagað út úr heila- búinu um stund. Ég reikna fastlega með því að sama verði upp á ten- ingnum hjá Skálmöld.“ Hann viðurkennir raunar að band- inu séu þegar farin að berast tilboð, þegar það ákveður að keyra sig aftur í gang. „Hver veit, kannski verðum við bara komnir á fulla ferð aftur strax í vor,“ segir hann en dregur strax í land. „Nei, ætli það. Tékkinn þyrfti alla vega að vera helvíti hár.“ Hann skellihlær. Kemur endurnærður heim Aftur hlær Bibbi þegar spurt er hvort hann komi sjálfur til með að hafa lítil sem engin afskipti af tónlist á næsta ári. „Nei, það geri ég fólkinu mínu ekki. Hún Agnes mín finnur alltaf hvenær ég þarf að komast á hljómsveitaræfingu, jafnvel á undan mér sjálfum, og rekur mig þá af stað, svo ég haldi áfram að funkera. Síðan kem ég endurnærður heim.“ Næsta gigg, eftir kveðjupartí Skál- maldar, verður að fara með Bubba Morthens á Litla-Hraun á að- fangadag, þar sem hann hefur leikið fyrir fangana um langt árabil. Svo stefna Ljótu hálfvitarnir skónum í hljóðver í janúar. „Við ætlum að gera nýja plötu.“ Sama lögmál er raunar í gildi á þeim bænum og hjá Skálmöld. „Allt snýst þetta um að raða skemmtilegu fólki í kringum sig og satt best að segja hefur tónlistin nánast verið til hliðar í þessum félagsskap alla tíð – aðalmálið er að hittast og svo búum við til tónlist. Ljótu hálfvitarnir hafa starfað í þrettán eða fjórtán ár, níu vitleysingar, og við höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman. Ef ég ætti að velja eitt orð til að lýsa þeim félagsskap þá er það væntumþykja.“ Snæbjörn Ragnarsson og Þráinn Árni Baldvinsson á tónleikum með Sinfón- íuhljómsveit Íslands í Eldborg í fyrra. Morgunblaðið/Eggert 15.12. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 GÓMSÆT SÍLD Á HÁTÍÐARBORÐIÐ ÁHRIF Breska leikkonan Gugu Mbatha-Raw lítur á það sem skyldu leikarans að efna til samtals og hreyfa við menningunni. Þetta kemur fram í nýlegu samtali við hana í breska blaðinu The Guardi- an. Hún viðurkennir þó að sumum kollegum hennar gæti ekki staðið meira á sama um þetta en það sé þeirra val. „Þetta snýst um að næra sálina og halda höfði og eiga samtal um það sem þú ert að gera. Ég kæri mig ekki um að vera vara,“ segir Gugu Mbatha-Raw. Snýst um að næra sálina Gugu Mbatha-Raw á rauða dreglinum. AFP BÓKSALA 2.-8. DESEMBER Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Tregasteinn Arnaldur Indriðason 2 Þinn eigin tölvuleikur Ævar Þór Benediktsson 3 Þögn Yrsa Sigurðardóttir 4 Orri óstöðvandi – hefnd glæponanna Bjarni Fritzson 5 Leikskólalögin okkar Jón Ólafsson o.fl. 6 Útkall – tifandi tímasprengja Óttar Sveinsson 7 Hvítidauði Ragnar Jónasson 8 Gamlárskvöld með Láru Birgitta Haukdal 9 Um tímann og vatnið Andri Snær Magnason 10 Draumaþjófurinn Gunnar Helgason 11 Innflytjandinn Ólafur Jóhann Ólafsson 12 Lára fer í sveitina Birgitta Haukdal 13 Síldarárin 1867-1969 Páll Baldvin Baldvinsson 14 Aðventa Stefán Máni 15 Kindasögur Guðjón Ragnar Jónasson 16 Dagbók Kidda klaufa 11 – allt á hvolfi Jeff Kinney 17 Tilfinningabyltingin Auður Jónsdóttir 18 Saknað – íslensk mannshvörf Bjarki H. Hall 19 Aðferðir til að lifa af Guðrún Eva Mínervudóttir 20 Kokkáll Dóri DNA Allar bækur Í augnablikinu er ég að lesa Sólar- hringl eftir Huldar Breiðfjörð. Strax á fyrstu síðu grípur bókin mann. Skemmtilegt en um leið allt að því þjáningarfullt að lesa hugleiðingar hans um það þegar skammdegið hvolf- ist yfir. Svona er að vera Íslendingur. Í einum kafla bók- arinnar lætur Huld- ar sig hafa það að lesa alla hillusenti- metrana 61 af Ís- lendingasögunum. Það tekur hann jafnlangan tíma og það tók hann að ganga 2.600 km leið eftir Kínamúrnum. Og það er frábært að fá ágrip af hverri sögu í örstuttu máli. Þorsk- firðinga saga er til að mynda „al- gjör harðhausasplatter og svo full af vígum að fljótlega á maður orð- ið erfitt með að fylgjast með í hvaða líkama sverð er að stingast, hvaða fót- leggi er verið að höggva undan hverj- um eða hvern er verið að reka í gegn með spjóti“. Íslendingasögurnar koma líka fyrir í sögum Friðriks Þórs sem Einar Kárason færir í letur, Með sigg á sálinni. Sú bók rataði strax á náttborðið, enda höfum við marga hildi háð í kappleikjum Lunch United. Margt er þar skemmtilegt, svo sem frásögn Friðriks Þórs af tilurð Brennu- njálssögu. Hann hafði gefið út að hann myndi kvikmynda alla bók- ina og stóð við það. „Það var kveikt í bókinni á þeirri síðu þar sem húsin taka að loga á Berg- þórshvoli og svo horfðum við á hana brenna.“ Er ekki þjóðlegra og þrungnara merkingu að Njála logi á sjón- varpsskjám á íslenskum heimilum en upptökur af arineldi? Síðsumars sökkti ég mér í lest- ur bókarinnar um Klopp, sem ég gaf út í haust í góðum félagsskap og afbragðs þýðingu Ingunnar Snædal. Nokkuð hefur verið um bókabúðaráp af þessum sökum og stingur í augu hversu mörgum ljóðabókum skolar á fjörur landsmanna með jólabókaflóð- inu. Af þeim sem ég hef komist yf- ir, þá er kraftur í Hrópandi ósam- ræmi Ægis Þórs: „Hugsið ykkur tilveruna eins og lest. Hún æðir ótrauð áfram, enginn veit hvert.“ Gangverk Þorvalds Sigurbjörns Helgasonar snertir hjartað. Og mikið er Okfruman eftir Brynju Hjálmsdóttur fallegt verk án þess að vera klisja: „Þú ert görnin sem mótar mig í lystuga pylsu.“ Svo bíður Innflytjandinn eftir Ólaf Jóhann en ég heyri skrjáfið í síðunum þegar Anna Sigga les hana. Þar sem Hildur Haralds- dóttir kemur til Íslands frá New York og „sogast inn í íslenskt skammdegi“. „So dark,“ eins og hvíslað er í japanska sendiráðinu í sögu Huldars. Tilhugsunin er notaleg að eiga skammdegið inni yfir hátíðarnar til bóklesturs. Hver veit nema þá snarki í Njálu! PÉTUR BLÖNDAL ER AÐ LESA 61 hillusentimetri af Íslendingasögum Pétur Blöndal er fram- kvæmdastjóri Samáls.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.