Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Side 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2019 T reystirðu þér til að fara upp stig- ann?“ spyr Fríða Ísberg og horfir á mig alvarleg í bragði. Við erum stödd í Gröndalshúsi í Grjótaþorp- inu, þar sem Fríða og hin Svika- skáldin eru með aðsetur. Stiginn upp á aðra hæðina er sannarlega þröngur og snarbrattur og einsýnt að hafa þarf fyrir því að komast þarna upp en ætli ég láti mig samt ekki hafa það. Get ekki verið þekktur fyrir annað. Grön- dalshús var reist árið 1882 og óhætt að kalla það hús með sál; svo rammt kveður raunar að því að einhverjir eru sannfærðir um að hérna sé reimt og til er fólk sem kveðst hafa átt sam- tal við Benedikt Gröndal sem bjó í húsinu sein- ustu ár ævi sinnar og lést hérna árið 1907. Spurning hvort þær upplýsingar kalli á aðra grein hér í blaðinu við tækifæri. „Sjálf er ég mjög myrkfælin kona en hef samt aldrei fundið fyrir neinu og aldrei hlaupið héðan út,“ segir Fríða, þegar við erum sest niður yfir jurtatei á skrifstofu hennar á annarri hæðinni. Fríða er raunar með fleiri merka listamenn úr sögu þessarar þjóðar á vörunum á þessu kalda aðventusíðdegi; í bókstaflegri merkingu en hún hummar Háflóð eftir Bubba Morthens. „Ég hef verið með Háflóð á heilanum síðustu daga. Síðan set ég Blindsker á um leið og ég geng af stað á morgnana; það er geggjað lag til að fara með út í daginn.“ Þar greinir okkur ekki á. Sviðsetning og sannleikur En við erum hvorki komin saman til að ræða um Benedikt Gröndal né Bubba Morthens, með fullri virðingu fyrir þeim ágætu mönnum, heldur nýju ljóðabókina hennar Fríðu, Leð- urjakkaveður, sem er þriðja bók hins unga höf- undar sem hefur fengið glimrandi dóma fyrir verk sín, þar á meðal fullt hús stjarna fyrir Leðurjakkaveður hjá Ragnhildi Þrastardóttur hér í Morgunblaðinu. Áður komu ljóðabókin Slitförin og smásagnasafnið Kláði. „Hér yrkir hún um viðkvæmni, vörn og tog- streituna milli sviðsetningar og sannleika á tímum einstaklingsdýrkunar,“ segir í kynn- ingu útgefandans, Máls og menningar, á bók- arkápu og við hefjum samtalið út frá þessari fullyrðingu. „Margir vilja tengja þessa bók saman við samfélagsmiðla og ég get hálfvegis tekið undir það, en af svolitlum trega þar sem það er ekki minnst einu orði á samfélagsmiðla í bókinni. En þetta tvennt tengist auðvitað að því leytinu til að þessi brjálaða bylgja að deila öllum mögulegum hlutum með öðrum er komin það- an. Glansmyndin og sársaukinn vega salt á samfélagsmiðlum, og tvískiptingin þannig sú sama og er í bókinni; einhvers konar útþensla og svo einhvers konar sannleikur. Mengin eru tengd; fólk hefur það ýmist flott og fínt eða ekki flott og beinlínis slæmt.“ Fríða segir samfélagsmiðla hafa ýtt undir það fyrir áratug eða svo að hver og einn ein- staklingur fékk fjölmiðlavald. Og það á miklum umbrotatímum í lífi þessarar þjóðar, rétt eftir hrun. „Þarna gafst einstaklingum færi á að Eins og önd í skotfæri Fríða Ísberg ljóðskáld í stig- anum góða í Gröndalshúsi. Þarna ku vera reimt. Morgunblaðið/Eggert Fríða Ísberg hefur fengið glimrandi dóma fyrir aðra ljóðabók sína, Leðurjakka- veður, þar sem þau vega salt, töffarinn og berskjöldunin. Fríða segir spennandi að tak- ast á við spurningar um ein- lægni í formi ljóðabókar, sem er gjarnan lesin í senn sem játningarform eða skriftastóll. En lausn og sátt séu þó sjaldn- ast í sjónmáli. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.