Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2019 LÍFSSTÍLL Ómissandi á aðventunni Fátt er betra á köldu desemberkvöldi en nýbakaðar jólasmákökur. Takið fram kökukeflið og svuntuna og spreytið ykkur á þessum vinsælu uppskriftum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ljósmynd/Unsplash 500 g hveiti 200 g sykur 1 tsk lyftiduft 1 tsk hjartarsalt ½ tsk kanill ½ tsk kardimommuduft 200 g smjör 2 egg 150 g mjólk sveskjusulta Blandið þurrefnunum saman á borði og myljið svo smjörið út í. Bleytið með öðru egginu og mjólkinni. Hnoðið vel. Gott er að geyma deigið í nokkrar klukku- stundir. Ef það er sett í ísskáp þarf að láta það ná stofuhita áður en það er flatt út. Skiptið deiginu í fjóra til fimm hluta og fletjið út, en ekki mjög þunnt. Skerið út hringlaga kökur með glasi eða móti. Setjið sveskjusultu í miðju hverrar köku með teskeið en passið að setja ekki of mikið því þá springa kökurnar í bakstr- inum. Hver kaka er brotin saman til að mynda hálfmána. Pressið barmana saman með gaffli. Setj- ið á bökunarplötu með bökunar- pappír og penslið hverja köku SVESKJUSULTA 2 pokar sveskjur smá sykur eftir smekk Sjóðið sveskjurnar þar til þær eru mjúkar. Hakkið þær síðan í hakkavél eða matvinnsluvél. Setjið þær aftur í pottinn og hitið með sykri eftir smekk. með eggi sem slegið hefur verið saman. Bakið hálfmánana við 180- 200°C í 15-20 mínútur, ekki á blæstri. Hafið plötuna aðeins fyr- ir neðan miðju í ofninum og fylgj- ist vel með þeim. Þær eru til- búnar þegar kantarnir fara að brúnast. Hálfmánar Ljósmyndir/Albert Eiríksson Piparlakkrís- toppar 3 eggjahvítur 200 g púðursykur 150 g piparlakkrískurl (1 poki) 150 g rjómasúkkulaðidropar Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Þeytið vel og lengi til að fá marensinn mjúkan og seigan. Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við. Mótið toppa með tveimur teskeiðum og bakið við 140°C í 20 mínútur. Frá ljufmeti.com. 200 g möndlur 180 g flórsykur 3 eggjahvítur salt á hnífsoddi Hitið ofninn í 180°C. Malið möndlurnar fínt í matvinnsluvél og blandið flórsykr- inum saman við. Stífþeytið eggja- hvíturnar með salt- inu þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að hvít- urnar renni úr. Blandið möndlum og flórsykri varlega saman við með sleikju. Setjið deig- ið í sprautupoka eða notið teskeiðar og setjið á bök- unarpappír. Bakið í u.þ.b. 12 mínútur. KREM 5-6 msk síróp (velgt) 6 eggjarauður 300 g smjör 2 msk kakó 2 tsk kaffiduft (in- stant-kaffi sem ég myl fínt í mortéli) Velgið sírópið. Þeytið eggjarauð- urnar þar til þær eru orðnar krem- gular og þykkar. Hellið sírópinu þá í mjórri bunu saman við og þeytið á meðan. Síðan er mjúku smjöri bætt í og þeytt á meðan. Bætið kakói og kaffi út í og hrærið vel saman. Látið kremið kólna í ís- skáp í 1-2 klst. áður en það er sett á kökurnar. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið því á söru- botnana. Notið skeið til að slétta úr kreminu þannig að það þynnist við kantana. Kælið kökurnar vel, helst í frysti, áður en þær eru hjúpaðar. HJÚPUR 400 g suðusúkkulaði Skerið súkkulaðið í bita og bræðið yfir vatnsbaði. Látið kólna aðeins áður en kremhlutanum á sörunum er dýft ofan í. Frá ljufmeti- .com. Sörur VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva og Apple tölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is Gildir á alla viðburði í húsinu Nánar á harpa.is/gjafakort Gjafakort Hörpu hljómar vel um jólin

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.