Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2019 LESBÓK SKILLBIKE er nýtt byltingarkenntæfingarhjól frá Technogym, búið gírskiptingum eins og í venjulegu götuhjóli sem byggt er á nýrri tækni Multidrive™. SKILLBIKE er hannað til líkja semmest eftir raun- verulegumhjólreiðum en hjólið hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir hönnun og nýsköpun. Skoðaðu hjólið í sýningarsal okkar, hjá Holmris Síðumúla 35 NÝTT BYLTINGARKENNT ÆFINGAHJÓL Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is ÞJÓFNAÐUR Gamla brýnið Ozzy Osbourne hefur heitið verð- launafé, þremur milljónum króna, fyrir upplýsingar sem leitt geta til þess að munum sem voru í eigu gítarleikarans Randys heitins Rhoads verði skilað en þeim var stolið af safni honum til heiðurs í Hollywood undir lok seinasta mánaðar, á sjálfri þakkargjörðarhátíðinni. Meðal þess sem hvarf var fyrsti rafmagnsgítar Rhoads sem lést í flugslysi árið 1982 en þeir Ozzy störfuðu saman á þeim tíma. „Ég er í öngum mínum yfir því að þessum áþreifanlegu minningum um Randy og Delores [móður hans, sem rak tónlistarskólann, þar sem safnið er til húsa] hafi verið stolið frá fjölskyldunni, þannig að ég legg persónulega til fundarlaun,“ sagði Ozzy og bætti við að ekkert kæmi í stað slíkra muna. Ozzy heitir fundarlaunum ATTITJÚD „Þú ert ýmist heit eða klár, fáguð eða partíljón. Fokkaðu þér; ég er allt þetta,“ segir bandaríska söngkonan Kesha í hressi- legu spjalli í breska blaðinu The Independent á dögunum og mórallinn er sá að óþolandi sé að listamenn séu stöðugt dregnir í dilka. Kesha þótti með villtasta móti þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir um áratug, söng stíft um kynlíf, áfengi og djamm, en kveðst hafa róast síðan enda komin á fertugs- aldurinn. Kesha hefur þegar gefið út tvö lög sem verða á fjórðu breiðskífu hennar, High Road, sem koma mun út á nýju ári. Að sögn Keshu mun gleðin ráða þar ríkjum. Heit, klár, fáguð – og partíljón Kesha er með hressari konum. AFP Kidman, Robbie og Theron. Þögnin rofin BÍÓ Stórstjörnurnar Charlize Theron, Nicole Kidman og Margot Robbie fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd, Bombshell, sem frumsýnd verður vestra í vikunni, og byggð er á sögu kvennanna sem risu upp gegn kynferðislegri áreitni af hálfu Rogers Ailes, yfir- manns Fox-sjónvarpsstöðvarinnar. Theron leikur Megyn Kelly og Kid- man Gretchen Carlson, sem voru í forgrunni baráttunnar, en persóna Robbie, Kayla Pospisil, er skálduð. John Lithgow fer með hlutverk Ail- es og þurfti víst að gefa sér góðan tíma í förðunarherberginu, þar sem ófáum kílóum var bætt á hann. Leikstjóri Bombshell er Jay Roach. Snæbjörn Ragnarsson er ekki ísímaskránni. Alltént ekki sásem ég er að leita að. Þar er á hinn bóginn alnafni hans sem titlar sig „ekki bassaleikari“. Sennilega bú- inn að fá ófáar upphringingarnar, blessaður, gegnum tíðina, þar sem hann er pantaður í hin og þessi gigg- in. Ég gref númerið hjá bassaleik- aranum upp eftir öðrum leiðum en djúpt er á honum þetta síðdegi enda kemur á daginn að hann er heima hjá veikum börnum. „Allt í höndum hers,“ segir hann í skilaboðum til mín og við ákveðum að heyrast morg- uninn eftir. Þá er staðan skárri, sonurinn orð- inn hressari og farinn á leikskólann en dóttirin situr hjá föður sínum og gæðir sér á hafragraut. Ég fyllist öf- und; bara að mér hefði einhvern tíma tekist að koma því hnossgæti ofan í börnin mín. Ef til vill urðu þau málm- leysingjar þess vegna! En þótt hafragrauturinn sé góður þá er Skálmöld, málmbandið hans Snæbjörns, eða Bibba eins og hann er alltaf kallaður, ennþá betra og nú bregður svo við að það er að stimpla sig út – í bili. „Við erum ekki að hætta, heldur taka okkur pásu. Bara svo það sé al- veg á hreinu,“ flýtir Bibbi sér að segja. „Ákvörðunin er tekin af mikilli yfirvegun og í fullri sátt; það hefur verið mikil keyrsla á okkur frá því við stofnuðum bandið fyrir tíu árum og nú þurfum við einfaldlega aðeins að hvíla okkur og huga að öðru sem hef- ur setið á hakanum. Niðurstaðan var sú að taka okkur pásu út árið 2020 og hittast síðan í janúar 2021 og taka stöðuna.“ Kveður með hvelli Og Skálmöld kveður með hvelli en fyrir dyrum standa þrennir tónleikar í Gamla bíói, á fimmtudag, föstudag og laugardag í næstu viku. „Okkur langaði að gera eitthvað almennilegt áður en við förum í pásuna og hvað er betra en að efna til „old school“- þungarokkstónleika, þar sem fólk getur staðið, dansað og sungið með? Við erum að gera þetta fyrir okkur og alla hina sem hafa fylgt okkur á þessari ótrúlegu vegferð og viljum sjá sem flesta. Eins og oft áður fóru viðtökur fram úr björtustu vonum, þannig að þetta endaði í þrennum tónleikum,“ segir Bibbi en þegar er uppselt á tvenna þá síðari. Raunar fyrir löngu. Til að hita mannskapinn upp hafa Skálmeldingar boðið til veislunnar hinni rammíslensku Blóðmör og aldavinum sínum frá Finnlandi og kollegum í þjóðlagamálmi, Finntroll. „Það er frábært að hafa þessa vini okkar með; Blóðmör á framtíðina fyrir sér og Finntroll höfum við þekkt og túrað með reglulega gegn- um árin; kynntumst þeim strax á fyrsta túrnum okkar erlendis árið 2011. Við höfum verið í góðu sam- bandi síðan og þeir komið að heim- sækja okkur hingað.“ Eins og þeir sem þekkja söguna vita þá hóf Skálmöld göngu sína sem hobbíband fimm forfallinna þunga- rokkara og Gunnars vinar þeirra Ben og höfðu menn til að byrja með varla áform um að kíkja út úr bílskúrnum. „Við bjuggumst ekki við neinu; það sem hefur gerst síðan var aldrei í kortunum. Við ætluðum bara að spila Besti vin- skapur í heimi Skálmöld, hobbíbandið sem varð að skrímsli, kveður aðdáendur sína í bili á þrennum tón- leikum í Gamla bíói í næstu viku en sexmenning- arnir eru á leið í kærkomið frí. Allt bendir þó til þess að Skálmöld eigi afturkvæmt að því loknu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Baldur Ragnarsson, Björgvin Sigurðsson og Snæbjörn á útgáfutónleikum i Há- skólabíói vegna annarrar breiðskífu Skálmaldar, Börn Loka, snemma árs 2013. Morgunblaðið/Eggert Ozzy Os- bourne er gæðablóð. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.