Fréttablaðið - 27.11.2002, Page 4

Fréttablaðið - 27.11.2002, Page 4
4 27. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR Á UPPLEIÐ Á NÝ Jörg Haider, fyrir miðri mynd, ætlar sér stærri hluti í Frelsisflokknum á ný eftir að hann hætti við að hætta í stjórnmálum. Jörg Haider hættur við að hætta: Hreinsar til í flokknum VÍN, AP Eftir að Jörg Haider, fyrrverandi leiðtogi Frelsis- flokksins í Austurríki, ákvað að hætta við að hætta í stjórnmálum virðist sem hann ætli sér að taka sér öll völd í flokknum á ný. Hóf- samir flokksfélagar hafa verið beðnir að segja af sér trúnaðar- störfum fyrir flokkinn. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningum á sunnudaginn sagð- ist Haider ætla að hætta sem landsstjóri í Kärnten, sem er eitt sambandslanda Austurríkis. Hann viðurkenndi að hann ætti senni- lega stærsta sök á þessu tapi og sagði eðlilegast að hætta í stjórn- málum í framhaldi af því. Fáeinum klukkustundum síðar sagði hann flokksfélaga sína hafa lagt hart að sér að hætta ekki. Hann hafi orðið við þeirri ósk. Í framhaldi af því voru fimm háttsettir flokksfélagar beðnir að segja af sér. Þeir eiga það sameig- inlegt að vera töluvert hófsamari í skoðunum en Haider, sem frægur er að endemum fyrir að hrósa Ad- olf Hitler og tala illa um útlend- inga. ■ Segir ásakanirnar vera alveg fráleitar Meintur flugræningi segist hafa verið taugaóstyrkur og lent í deilum við flugfreyju. Sér hafi aldrei dottið í hug að ræna flugvélinni og fljúga henni á háhýsi í Ísrael. Hann hafi aldrei áður stigið upp í flugvél og sé ekki einu sinni með bílpróf. JERÚSALEM, AP Tawfiq Fukra segir fráleitt að hann hafi ætlað sér að ræna ísraelskri farþegaflugvél, sem var á leiðinni frá Tel Aviv í Ísrael til Istanbúl í Tyrklandi í síð- ustu viku. Hann segist hafa verið taugaóstyrkur, staðið upp fyrir lendingu og lent í deilum við flug- freyju. Samstund- is hafi öryggis- verðir ráðist á sig. Hann segir að flugfreyjan hafi æpt á sig. „Ég öskraði til baka og öryggisverðirnir börðu mig. Ég féll niður og man ekkert meira eftir því sem gerðist.“ Fukra er 23 ára arabi, búsettur í Ísrael. Hann er sakaður um að hafa ætlað að brjótast inn í flug- stjórnarklefann, taka að sér stjórn flugvélarinnar og fljúga henni á háhýsi í Tel Aviv. „Ég er ekki einu sinni með öku- skírteini. Hvernig ætla þeir þá að láta mig fljúga flugvél?“ spyr Fukra í viðtali sem birtist í gær í ísraelska dagblaðinu Haaretz. Hann segir þetta hafa verið í fyrsta sinn sem hann steig um borð í flugvél. Hann viðurkennir að hafa verið taugaóstyrkur og pirraður eftir langa yfirheyrslu á flugvellinum í Tel Aviv. Nærri all- ir arabar og margir útlendingar að auki þurfa að ganga í gegnum tímafrekar öryggisráðstafanir á flugvellinum. Öryggisverðirnir segja hann hafa dregið upp hníf. Hann viður- kennir að hafa verið með lítinn vasahníf á sér, en man ekki hvort hann hélt á honum. Fukra segist ekki vera meðlim- ur í neinum herskáum samtökum múslima í Ísrael. Hins vegar hafi hann barist fyrir því í háskólan- um, þar sem hann stundar nám, að arabar búsettir í Ísrael fái aukin réttindi. Fukra situr nú í fangelsi í Tyrk- landi. Hann vill verða fluttur til Ísraels og svara þar til saka. Ísra- elsk stjórnvöld hafa þó ekki farið fram á að hann verði framseldur. Í yfirheyrslu við lendingu í Tyrklandi játaði Fukra að hafa ætlað að ræna flugvélinni og fljúga henni á skýjakljúfa eins og gert var í New York. Hann segist hafa játað af ótta við tyrknesku lögreglumennina sem yfirheyrðu hann. „Milli sjö og tíu menn voru að yfirheyra mig,“ segir hann. „Þeir beittu mig þrýstingi og hótuðu mér og sögðust skera undan öllum sem sýna þeim ekki samvinnu. Svo ég sagði þeim hvað sem þeir vildu heyra.“ ■ TAWFIQ FUKRA VIÐ HANDTÖKUNA Í ISTANBÚL Hann segir tyrknesku lögreglumennina hafa hótað sér í yfirheyrslu, „svo ég sagði þeim hvað sem þeir vildu heyra“. KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Þótti langt að bíða í sex vikur eftir svari forsætisráðherra við beiðni hennar um utandagskrárumræðu. Beiðni um umræðu: Ósátt við að fá engin svör ALÞINGI Kolbrún Halldórsdóttir, VG, gagnrýndi forsætisráðherra við upphaf þingfundar fyrir að hafa ekki svarað beiðni hennar um að heimsþing Sameinuðu þjóð- anna í Jóhannesarborg um sjálf- bæra þróun yrði tekið til umræðu utan dagskrár. Kolbrún sagðist hafa beðið í sex vikur eftir svari forsætisráð- herra við beiðni sinni án þess að fá nokkur viðbrögð. Sagðist hún reiðubúin að draga beiðni sína til baka gegn því að efnisleg umræða færi fram um skýrslu umhverfis- ráðherra um ráðstefnuna. Um forsætisráðherra sagði hún að lokum: „Ég ætla að leitast við að fyrirgefa honum fyrir að hunsa mig undanfarnar sex vik- ur.“ ■ Fundur heimilislækna og ráðherra í dag: Eru að falla á tíma HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráð- herra hefur boðað fulltrúa Félags heimilislækna á sinn fund í há- deginu í dag. Þórir Kolbeinsson, formaður félagsins, sagði fyrir helgi að læknar biðu átekta eftir þessum fundi því á honum myndu væntanlega fást svör við þeim tillögum sem þeir lögðu fyrir ráðherra snemma í síðustu viku. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði tímann vera að renna frá mönnum og lýsti furðu sinni á að helgin skyldi ekki vera notuð til viðræðna. Til stóð að ræða þetta mál á bæjarstjórnar- fundi í Hafnarfirði sem hófst síð- ari hluta dags í gær, þriðjudag. Síðasti vinnudagur heilsu- gæslulækna á Sólvangi er á föstudag og ljóst að ef koma á í veg fyrir læknaleysi í Hafnar- firði eins og á Suðurnesjum verða menn að nota tímann fram að helgi vel. ■ Sorpeyðingarstöðin á Akranesi: Áminntur fyrir stuld á góðmálmi ENDURVINNSLA Stjórnendur Akra- neskaupstaðar hafa áminnt starfsmann sorpeyðingarstöðvar- innar Gámu í bænum fyrir að hafa um nokkurra mánaða skeið hirt góðmálma og selt í eigin þágu. Gísli Gíslason bæjarstjóri sagði að það hefði orðið niðurstaðan að grípa ekki til róttækari aðgerða gegn manninum. „Við ákváðum að veita honum formlega áminningu,“ segir Gísli. Verðmæti þýfisins er metið á 330 þúsund krónur. Gísli segir að það sé skoðun bæjarráðs að manninnum beri að endurgreiða þá upphæð en ekki sé búið að ganga frá því máli. Málið kom upp á fyrir nokkrum vikum þegar inn- leggskvittun frá Hringrás barst óvart í hendur aðila sem lét bæj- aryfirvöld vita. Í ljós kom að mað- urinn hafði hirt kopar, ál og ryð- frítt stál og selt í eigin reikning. ■ Enginn skortur á jólatrjám í ár: Lifandi tré á öðru hverju heimili JÓLATRÉ „Nú ætlum við að gæta okkur á því að flytja inn nóg af trjám. Í fyrra seldust þau upp í fyrsta sinn í 15 ár,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Blómavals, um jólatréssölu árs- ins, sem brátt hefst. „Skýringin á því að trén seldust upp í fyrra er sú að Landgræðslusjóður hætti að selja tré og við áttuðum okkur ekki á því,“ segir Kristinn. Markaðsrannsóknir sýna að helmingur íslenskra heimila er með lifandi jólatré yfir hátíðarn- ar: „Hinn helmingurinn er annað hvort með gervitré eða engin tré,“ segir Kristinn, sem býst við að flutt verði inn um 30 þúsund tré fyrir þessi jól. Afgangurinn sé svo innlendur: „Innlend tré eru miklu algeng- ari úti á landsbyggðinni en í Reykjavík. Í höfuðborginni áætl- um við að 80 prósent heimila, sem á annað borð eru með tré, séu með innflutt jólatré en 20 prósent með innlend. Úti á landi eru þessu þveröfugt farið. Þar eru flestir með innlend tré,“ segir fram- kvæmdastjóri Blómavals. ■ TVÆR LÍKAMSÁRÁSIR Ráðist var á karlmann á Selfossi. Árás- armaðurinn fannst í miðbænum skömmu síðar og viðurkenndi verknaðinn. Sagði hann ástæð- una að fórnarlambið hefði reynt að aka bróður hans niður fyrir um ári síðan. Þá var annar karl- maður fluttur á heilsugæslustöð- ina eftir líkamsárás. Ekki tókst að bera kennsl á árásarmenn og eru þeir ófundnir. NÚMER INN UM LÚGUNA Maður kom á lögreglustöðina á Selfossi á sunnudagsmorgun með skrán- ingarnúmer af bíl Hafði númer- inu verið stungið inn um bréfa- lúguna hjá honum en komst loks til rétts eiganda. KRISTINN Í BLÓMAVALI 30 þúsund tré á leið til landsins. „Ég féll niður og man ekkert meira eftir því sem gerðist.“ AKRANES Umsjónarmaður sorpeyðingarstöðvarinnar Gámu seldi í eigin þágu þá góðmálma sem bárust í stöðina. KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Finnst þér skipta máli að hlut- ur kynjanna sé jafn á fram- boðslistum? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú að kaupa aðventukrans, búa hann til eða sleppa slíku skrauti? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Í FRAMBOÐI Meirihluta finnst kyn stjórnmálamanna ekki skipta máli. 39,9% 58,5% 1,6% Já Veit ekki Nei AP /G ER T EG G EN B ER G ER

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.