Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2002, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 27.11.2002, Qupperneq 21
Rétt eins og ég dett í það aðhorfa á Glæstar vonir, kemur það fyrir að ég festist við Djúpu laugina á Skjá einum annað kast- ið. Það er helst ef ég sit með dætr- unum yfir sjónvarpi eða er ein á fjarstýringarflippi. Þannig var það á föstudaginn. Ég hef lúmskt gaman af að fylgj- ast með spurning- unum, sem mér finnst oftast alveg ótrúlega heimsku- legar og sjaldnast til þess fallnar að varpa ljósi á per- sónuleika viðkomandi eins og þeim er ætlað. Enda skiptir það víst litlu máli því mér skilst að ábendingarnar komi utan úr sal hver sé sætastur eða sætust. Ég hef ekki getað séð annað en þetta sé græskulaust gaman sem krakkarnir taka þátt í og þeir hafa skilað sínu með sóma...fram að þessu. Ég kalla nú ekki allt ömmu mína en ég sat opinmynnt og trúði vart eigin augum. Stúlkukindin sem lék aðalhlutverkið í ferðinni helgina áður gekk aldeilis fram af mér. Hún var sannarlega ekki sjálfri sér né kynslóð sinni til sóma. Pilturinn var hins vegar af allt öðru sauðhúsi: myndarlegur, greinilega vel upp alinn og kunni sig. Ósköp fann ég til með honum þegar þau sátu og voru að borða. Hún púaði framan í hann síga- rettureyk, drakk eins og bestía og hrærði í matnum. Taktlaust fannst mér með öllu að hún skyldi sitja undir þessu í sjónvarpssal eins og þetta væri bara allt í góðu og það væri létt fyndið að hegða sér svona. Þessi uppákoma var ekki til eftirbreytni og mér heyrist á unga fólkinu sem ég umgengst að það eigi létt með að skrifa undir þetta með mér. ■ 27. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR BÍÓMYNDIR SJÓNVARPIÐ 7.00 70 mínútur 16.00 Pikk TV 17.02 Pikk TV 19.02 XY TV 20.30 X-strím 22.02 70 mínútur 23.10 Lúkkið kallar ekki allt ömmu sína en fram af henni gekk á föstudag þegar hún lét fara vel um sig yfir Djúpu lauginni. Bergljót Davíðsdóttir Púaði sígarettureyk Við tækið SKJÁR EINN POPPTÍVÍ 12.00 Dream a Little Dream (Dís minna drauma) 14.00 Twelfth Night (Þrettánda- kvöld) 16.10 Dudley Do-Right 18.00 A Fish Called Wanda (Fisk- urinn Wanda) 20.00 Teaching Mrs. Tingle (Kennum kennaranum) 22.00 Legal Eagles (Lagarefir) 0.00 Do the Right Thing (Rétt skal vera rétt) 2.00 Next Stop, Wonderland BÍÓRÁSIN OMEGA 18.30 Innlit/útlit (e) í 19.30 Mótor 20.00 Guinness World Records 21.00 Fólk - með Sirrý ,,Fólk - með Sirrý“, fjölbreyttur þáttur í beinni útsendingu í umsjón Sigríðar Arnar- dóttur. 22.00 Law & Order 22.50 Jay Leno 23.40 Judging Amy (e) 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Disneystundin Otrabörnin, Sígildar teiknimyndir og Pálína. 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.05 Bráðavaktin (12:22) (ER) Bandarísk þáttaröð um líf og starf á bráðamóttöku sjúkrahúss. 21.00 At Umsjón: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson. Dagskrár- gerð: Helgi Jóhannesson og Hjördís Unnur Másdótt- ir. 21.35 Svona var það (10:27) (That 70’s Show) Banda- rísk gamanþáttaröð um ungt fólk á áttunda ára- tugnum. Þátturinn verður endursýndur kl. 12.50 á laugardag. 22.00 Tíufréttir 22.15 Handboltakvöld 22.30 Fjarlæg framtíð (9:16) (Futurama) Bandarískur teiknimyndaflokkur um sendilinn Fry og sérkenni- lega vini hans og ævintýrin sem þau lenda í eftir þús- und ár. 22.55 Geimskipið Enterprise (10:26) (Enterprise) 23.45 Kastljósið Endursýndur þáttur frá því fyrr um kvöldið. 0.05 Dagskrárlok SKJÁR 1 ÞÁTTUR KL. 22.00 LAW AND ORDER Bandarískur þáttur um störf rannsóknarlögreglumanna og saksóknara í New York. Briscoe og Curtis komast að því hver keyrði bíl sem drap þrjá. En sak- sóknari lendir í baráttu við metn- að dómara sem ætlar sér að komast langt í stjórnmálum með því að gera sakborninginn að fordæmi. Sextán félög berjast um sigurinn í Meistaradeild Evrópu. Liðunum er skipt í fjóra riðla en eftir þennan hluta keppninnar tekur við útsláttarfyrir- komulag þar sem leikið er heima og heiman. Barcelona, Valencia, Manchester United, AC Milan, Juventus, Arsenal, Borussia Dortmund og Real Madrid gekk vandræðalaust að komast áfram. 19.30 Adrian Rogers 20.00 Kvöldljós 21.00 Bænastund 21.30 Joyce Meyer 22.00 Benny Hinn 22.30 Joyce Meyer 23.00 Robert Schuller FYRIR BÖRNIN SÝN 18.00 Sportið með Olís 18.30 Heimsfótbolti með West Union 19.00 Fastrax 2002 19.30 Meistaradeild Evrópu (Newcastle - Inter) Bein útsending frá leik Newcastle United og Inter Milan. 21.40 Meistaradeild Evrópu (Roma - Arsenal) Útsend- ing frá leik Roma og Arsenal. 23.30 Sportið með Olís 0.00 MAD TV (MAD-rásin) Geggjaður grínþáttur þar sem allir fá það óþvegið. Þátturinn dregur nafn sitt af samnefndu skopmynda- blaði sem notið hefur mik- illa vinsælda. 1.00 Emmanuelle 2 Erótísk kvik- mynd. Stranglega bönnuð börnum. 2.30 Dagskrárlok og skjáleikur Á Breiðbandinu má finna 28 er- lendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. STÖÐ 2 6.58 Ísland í bítið 9.00 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir) 9.20 Í fínu formi (Styrktaræfingar) 9.35 Oprah Winfrey 10.20 Ísland í bítið 12.00 Neighbours (Nágrannar) 12.25 Í fínu formi (Þolfimi) 12.40 Three Sisters (5:16) 13.00 The Last of the Blonde Bomb 14.25 Tónlist 15.00 Spænsku mörkin 16.00 Barnatími Stöðvar 2 Hundalíf, Nútímalíf Rikka, Sesam, opnist þú 17.20 Neighbours (Nágrannar) 17.45 Fear Factor (1:9) 18.55 Víkingalottó 19.00 Ísland í dag, íþróttir og veður 19.30 Einn, tveir og elda 20.00 Third Watch (19:22) (Næt- urvaktin) 20.50 Panorama 20.55 Fréttir 21.00 Coupling (2:6) (Pörun) 21.30 The Mind of the Married Man (3:10) 22.00 Fréttir 22.05 Curb Your Enthusiasm (3:10) 22.35 Oprah Winfrey 23.25 The Last of the Blonde Bomb 0.45 Six Feet Under (9:13) 1.40 Fear Factor (1:9) 2.25 Ísland í dag, íþróttir og veð- ur 2.50 Tónlistarmyndbönd Það er helst ef ég sit með dætrunum yfir sjónvarpi eða er ein á fjar- stýringarflippi. SÝN FÓTBOLTI KL. 19.00 MEISTARADEILD EVRÓPU 16.00 Barnatími Stöðvar 2 Hundalíf, Nútímalíf Rikka, Sesam, opnist þú 18.00 Sjónvarpið Disneystundin 6.00 Bíórásin Twelfth Night 8.10 Bíórásin Dudley Do-Right 10.00 Bíórásin A Fish Called Wanda 12.00 Bíórásin Dream a Little Dream 13.00 Stöð 2 Í þá gömlu góðu daga 14.00 Bíórásin Twelfth Night 16.10 Bíórásin Dudley Do-Right 18.00 Bíórásin A Fish Called Wanda 20.00 Bíórásin Teaching Mrs. Tingle 22.00 Bíórásin Legal Eagles (Lagarefir) 23.25 Stöð 2 Í þá gömlu góðu daga 0.00 Bíórásin Do the Right Thing 1.00 Sýn (Emmanuelle 2) Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Það er staðreynd að margir Íslendingar lifa við fátækt og sjá ekki fram á að geta keypt í matinn í dag. Í hverri viku leitar mikill fjöldi fólks til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur eftir aðstoð. Mæðrastyrksnefnd útdeilir matvöru og öðrum nauðsynjum til skjólstæðinga sinna, sem einstaklingar og fyrirtæki hafa gefið til nefndarinnar. Án þessarar samstöðu í samfélaginu myndu margir líða skort. Þar sem neyðin er mikil skorar Mæðrastyrksnefnd á alla Íslendinga að gefa matvæli, hreinlætisvörur og aðrar lífsnauðsynjar til nefndarinnar. Til að gefa þarf enga sérfræðiþekkingu; fátækt fólk þarfnast þess sama og við hin. Þegar þið kaupið næst til heimilisins, kaupið einnig fyrir þá sem líða skort. Farið með ykkar hluta heim en komið hlut hinna fátæku til Mæðrastyrksnefndar á Sólvallagötu 48. Þið þurfið ekki að gefa mikið til að gera gagn. Einn lítri af mjólk eða poki af kartöflum hjálpar einum einstaklingi; bíðið ekki þar til þið getið mettað marga. Mæðrastyrksnefnd tekur á móti matvöru og öðrum nauðsynjum á þriðjudögum frá klukkan 13 til 18 og á miðvikudögum frá klukkan 14 til 18. Ef þú átt tvo poka – gefðu náunga þínum annan ... Tekið við matargjöfum á Sólvallagötu 48 á þriðjudögum frá kl. 13 til 18 og miðvikudögum frá kl. 14 til 18. Á frett.is er hægt að sækja Fréttablaðið í dag á pdf-formi. Þar er einnig hægt að nálgast eldri tölublöð Fréttablaðsins á frett.is. Þú getur sótt Fréttablaðið þitt á frett.is úti á landi í vinnu í útlöndum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.