Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 8
8 28. desember 2002 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS LÖGREGLUFRÉTTIR Kostulegt hanaat Herdís Helgadóttir skrifar: Þessa dagana halda margirkarlmenn vart vatni yfir þeirri ósvinnu að kona, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, skuli ætla í framboð í fimmta sæti á lista Samfylkingar í kosningum til Al- þingis í vor. Hún er borgarstjóri Reykjavíkur og ætlar að vera það áfram en í umfjöllun margra þeirra er hún sökuð um svik og pretti og einsýnt að sumir líta svo á að hún hafi ekki rétt til að vera sjálfstæð persóna. Það hlakkar beinlínis í þeim mörgum þótt þeir lýsi því yfir að hún lími Reykjavíkurlistann saman. Hún skal rekin ef hún ekki hlýðir og hættir við. Það merkilegasta við þetta hanaat í fjölmiðlum er að konum (helmingi kjósenda) er að því er virðist vísvitandi ekki hleypt að í þessari umræðu. Þáttastjórnend- ur kalla eingöngu til borgarfull- trúa, fréttamenn, kunningja og vini af karlkyni og líta á það sem sjálfsagðan rétt sinn að einoka hana og eina konan sem má sjást og tjá sig (svara til saka) er Ingi- björg Sólrún. Í Silfri Egils á sunnudaginn var skeggræddi hann og fjórir ungir karlmenn fram og aftur þessa stórfrétt og Egill bar því við að konur væru uppteknar í jólaönnum og vildu ekki vera með þegar einn gaf í skyn að þær vantaði í þáttinn. Ekki verður annað séð en að þessir karlmenn gangi út frá því að við kyngjum þessu eins og reyndu stjórnmálakonurnar í Sjálfstæðisflokknum sem mokað var niður í vonlaus sæti í próf- kjöri þeirra um daginn til að koma að ungum karlmönnum. Ég tel að þetta háttalag muni koma sumum stjórnmálaflokkum í koll í kosningum í vor þegar at- kvæði kvenna verða talin upp úr kjörkössunum. ■ AFTONBLADET Í Svíþjóð er framtíð konungsríkis- ins til umræðu þessa dagana. Leiðarahöfundur dagblaðsins Aftonbladet segir reyndar að fátt ógni nú stöðu konungsfjölskyld- unnar þar í landi. Ýmsar hefðir og tákn í kringum konungsfjölskyld- una höfði vissulega enn til sænsku þjóðarinnar. Hins vegar telur leið- arahöfundur ástæðu til að minna á að í lýðræðisríki sé þrátt fyrir allt rétt að geta valið eða hafnað þjóð- höfðingja í kosningum. „Á tuttug- ustu öld var tekið upp lýðræði í Svíþjóð, en konungsdæmið fékk að halda velli í táknrænum skiln- ingi,“ segir í leiðaranum. „Tími er kominn til að leyfa táknum lýð- ræðisins að gegnsýra tuttugustu og fyrstu öldina. Leggjum niður konungsdæmið.“ INDEPENDENT Í Bretlandi hafa ráðamenn undan- farna mánuði tvístigið í kringum frumvarp um refaveiðibann, sem ríkisstjórnin vill koma í gegnum þingið. Leiðarahöfundur dagblaðs- ins Independent segir að Tony Bla- ir forsætisráðherra hvorki þori að standa fast á algeru banni gegn refaveiðum af ótta við stuðnings- menn veiðanna, né heldur þori hann að hætta við af ótta við dýra- verndunarsinna í eigin flokki. Þess í stað sé komin fram málamiðlun, sem eigi eftir að tefja þingið enn frekar frá mikilvægari málum, þar á meðal almennum reglum Evr- ópusambandsins um meðferð dýra. „Herra Blair á ekki auðvelt með að forgangsraða málum,“ seg- ir í leiðaranum. SÜDDEUTSCHE ZEITUNG Í Þýskalandi verður næsta ár helg- að Biblíunni. Í tilefni þess minnir leiðarahöfundur dagblaðsins Südd- eutsche Zeitung á að fátt sýni bet- ur en einmitt Biblían á hve veikum grunni kristin trú stendur. „Þeir sem þekktu Jesús skrifuðu ekkert um hann. Þeir sem skrifuðu um hann þekktu hann ekki,“ segir í leiðaranum. Þar að auki sé Biblían full af ofbeldi og mótsögnum, og hún hafi orðið til á löngum tíma í menningarheimi sem hljóti að vera nútímafólki framandi. „Guð- fræðinemum hefur verið kennt þetta áratugum saman, en samt er þetta enn aðeins þekking fyrir lengra komna, og gegnir sáralitlu hlutverki í starfi kirkjunnar.“ ■ Uppgjör við gamlar hefðir ELDUR Í JÓLASKREYTINGU Eldur kom upp í jólaskreytingu í heima- húsi á Patreksfirði um jólahátíð- ina. Öldruð kona býr í íbúðinni. Það var reykskynjari sem lét hana vita af eldinum. Eldtungur náðu hátt í loft en konan náði að slökk- va og koma í veg fyrir stórtjón. PANNA MEÐ SYKRI GLEYMDIST Rólegt var hjá Slökkviliðið Akur- eyrar um jólin. Eitt útkall var í íbúð í Hjallalundi þar sem panna hafði gleymst á eldavél en verið var að bræða sykur. Reykræsta þurfti íbúðina. Annað tjón varð ekki. DÆMDUR FYRIR BELTALEYSI Rúmlega fertugur maður, sem sýknaður var í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru um að hafa átt um fimm grömm af amfeta- míni, var við sama tækifæri dæmdur í fimm þúsund króna sekt fyrir að hafa öryggisbelti ekki spennt þegar lögregla stöðvaði bíl sem maðurinn var farþegi í. Með tilkynningu um þingfram-boð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og yfirlýsingum hennar í kjölfarið hafa valkostir Samfylkingarinnar til að koma að landsstjórninni verið þrengdir. Orð hennar um að hún „muni ekki stuðla að framhaldslífi Davíðs Oddssonar sem forsætisráð- herra“ er ekki hægt að skilja á annan veg en svo að fái hún ein- hverju um það ráðið muni Sam- fylkingin ekki fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það er reyndar umhugsunar- efni að einstaklingur sem ekki gegnir embættum fyrir Samfylk- inguna, en hefur fallist á að taka sæti á framboðslista sem gefur möguleika að varaþingmanns- sæti, skuli gefa slíka yfirlýsingu. Ég er þess fullviss að hún er gef- in í óþökk þingmanna Samfylk- ingarinnar, því nokkrir þeirra hafa áhuga á að mynda ríkis- stjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar, enda hafa sjónarmið flokkanna í ýmsum málum nálgast á síðustu mánuð- um. Má þar m.a. nefna stefnu í heilbrigðismálum, en þar hafa nokkrir þingmenn flokksins lýst áhuga á auknu samstarfi ríkis og einkaaðila við rekstur einstakra þátta í heilbrigðisþjónustu. Hið sama á við um stefnu í virkjana- málum. Vinsældir stjórnmálamanna meðal kjósenda eru ekki alltaf besti mælikvarðinn á styrkleika þeirra. Mörg dæmi eru um þetta, bæði hérlendis og erlendis. Styrk- ur stjórnmálamanns felst ekki síður í trausti væntanlegra sam- starfsmanna í öðrum flokkum á viðkomandi. Af ummælum for- ystumanna samstarfsflokka Ingi- bjargar Sólrúnar í R-listanum hafa atburðir síðustu daga stór- skaðað trúverðugleika hennar og um leið minnkað líkur á samstarfi þessara flokka eftir kosningar næsta vor. Útspil borgarstjórans í Reykjavík og formanns Samfylk- ingarinnar í síðustu viku, sem átti að styrkja flokkinn í alþingis- kosningunum í vor, hefur því þvert á móti fært flokkinn fjær því að fara í ríkisstjórn að loknum alþingiskosningum. Liðsmenn Samfylkingarinnar hafa haldið því fram að Fram- sóknarflokkurinn og VG séu að hrekja borgarstjórann úr starfi, með kröfu um að hún velji að vera annað hvort borgarstjóri fyrir R- listann næstu árin eða liðsmaður Samfylkingarinnar á þingi. Krafa flokkanna er eðlileg, enda byggir hún á samkomulagi milli R-lista flokkanna, hvort sem það var gert munnlega eða skriflega. Borgarstjórinn kvartar yfir því að á hana hafi verið sett átt- hagabönd umfram aðra stjórn- málamenn. Sannleikurinn er hins vegar sá að engin þau bönd hafa verið bundin sem borgarstjórinn batt ekki sjálfur. Hún gaf loforð bæði fyrir og eftir borgarstjórn- arkosningar um að hún ætlaði ekki í framboð til Alþingis næsta vor. Reyndar kom mér á óvart hve afdráttarlaus borgarstjórinn var í yfirlýsingum sínum, því ljóst var þá þegar að áhugi var fyrir hendi, bæði hjá henni sjálfri og ýmsum í Samfylkingunni, að hún færi yfir í landsmálin. Borgarstjórinn í Reykjavík og formaður Samfylkingarinnar hrundu í síðustu viku af stað at- burðarás, sem þau sáu ekki fyrir. Það hefur hins vegar komið mér á óvart hve einstaklega klaufalega hefur verið haldið á spöðunum. Það eitt og sér vekur efasemdir um hæfni þeirra til að takast á við landsstjórnina. ■ alþingismaður skrifar um fram- boð borgarstjóra. ÁSTA MÖLLER Um daginn og veginn Valkostum fækkað HEILBRIGÐISMÁL Heilabilunardeild á Landakoti sem fyrirhugað var að tæki til starfa að nýju þann 6. jan- úar verður ekki opnuð að sinni. Þess í stað mun húðdeildin sem fram að þessu hefur verið starf- rækt á Vífilsstöðum flytja inn á Landakot í það pláss sem heilabil- unardeildin var í. Í síðari hluta ágúst í sumar var heilabilunardeilinni lokað vegna fjárskorts. Þá sagði Ída Atladóttir, deildarstjóri þar, að alls væru 18 einstaklingar, sem litla björg sér gætu veitt, vistaðir á deildinni. Flestir þeirra yrðu fluttir á aðrar deildir innan öldrunarsviðs spítal- ans en a.m.k. þrír myndu þurfa að fara heim til sín. Á deildinni voru sjúklingar með alzheimer og sjúkdóma vegna blóðflæðistruflana í heila. Eftir umfjöllun fjölmiðla sögðu forsvarsmenn Landspítala – há- skólasjúkrahúss að um tíma- bundna lokun væri að ræða og deildin myndi opna að nýju eftir áramót. Nú er ljóst að það verður ekki af því. Jóhannes Gunnarsson, for- stöðumaður lækningasviðs á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi, segir tímabundinn húsnæðisvanda koma í veg fyrir að hægt verði að opna deildina. „Við höfum verið í mikl- um vanda með að staðsetja húð- deildina sem var orðin ein eftir á Vífilsstöðum. Við höfðum ekki annað úrræði en koma henni fyrir á Landakoti. Á Vífilsstöðum eru að hefjast miklar framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu svo hægt verði að starfrækja þar öldrunar- deildir. Meðal þeirra sjúklinga sem þar fá inni ættu að vera heilabilað- ir, en eins og kunnugt er, eru lang- ir biðlistar eftir öldrunarrými.“ Síðari hluta janúar mun nýi barnaspítalinn taka til starfa og segir Jóhannes að þá opnist mögu- leikar á að nýta það húsnæði sem barnadeildirnar voru í, bæði á Landspítala Hringbraut og í Foss- vogi. Magnús Pétursson forstjóri segir að hafist verði handa af mikl- um krafti við að endurnýja og breyta á Vífilsstöðum nú strax eft- ir áramót. Fyrirhugað er að þeim breytingum verði lokið í mars. Um það bil fimmtíu rúm verða fyrir aldraða langlegusjúklinga og í því húsi sem stendur aðeins fjær spít- alanum sjálfum hefur verið talað um að koma á fót deild fyrir hvíld- arinnlögn. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum. bergljot@frettabladid.is Deild fyrir heila- bilaða lokað Á Landakoti var heilabilunardeild lokað í sum- ar með því fororði að hún yrði opnuð að nýju þann 6. janúar. Ljóst er að ekki verður af því en húðdeildin sem verið hefur á Vífilsstöðum tekur þar til starfa í staðinn. VÍFILSSTAÐIR Nú strax eftir áramót verður hafist handa við breytingar og í mars er ráðgert að opna á Vífilsstöðum öldrunardeildir. Þar munu heilabilaðir væntanlega fá skjól, að sögn forsvarsmanna Landspítala. Gamlar og grónar hefðir koma gjarnan til umræðu þegar áramót nálgast, eins og sjá má á leiðurum dagblaða í Evrópu þessa dagana. Úr leiðurum Handmáluð, munnblásin glös www.konunglegt.is s:561 3478 og 891 7657

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.