Fréttablaðið - 28.12.2002, Síða 18

Fréttablaðið - 28.12.2002, Síða 18
Vilhelm Anton Jónssonstrengir sjaldan áramótaheit en setur sér þó stundum almenn markmið. „Ég stefni auðvitað að því að vera góður drengur og góður við dýr. Er það ekki eitt- hvað sem er fallegt að segja?“ segir Vilhelm Anton en viður- kennir þó að hafa aldrei átt gæludýr og segist oftar en ekki vera í hlutverki veiðimannsins í samskiptum sínum við þessar „óæðri“ lífverur. Þó að Vilhelm Anton strengi yfirleitt ekki heit sjálfur er hann mjög meðmæltur þessum sið. „Ef það hjálpar fólki að hafa ein- hvern ákveðinn tíma til að miða við þegar það setur sér markmið þá er það bara mjög gott.“ Vil- helm Antoni finnst þó ekki skipta meginmáli hvenær slíkar heit- strengingar fara fram og í raun allir dagar jafngóðir í þessu sam- bandi. Hann hefur líka mikla trú á því að fólk standi við heit sín. „Ég held að þær manngerðir sem á annað borð strengja áramóta- heit séu einmitt þær sem líklegar eru til að halda slíku til streitu ef þær tengja þau við einhvern ákveðinn dag.“ Vilhelm Anton er ekki frá því að það hjálpi að deila heitinu með öðrum en ítrekar að auðvitað skipti miklu máli um hvað er að ræða. „Ef menn eru að fara að hætta einhverju subbu- legu þá er kannski óþarfi að segja öllum frá því.“ Vilhelm Anton hvetur fólk ein- dregið til að strengja áramóta- heit en segir þó að ýmislegt beri að hafa í huga. „Það borgar sig auðvitað að gæta meðalhófs og finna hinn gullna meðalveg. Það er betra að lofa litlu og standa við það en samt þarf að setja markið hátt svo maður þurfi að hafa svo- lítið fyrir hlutunum.“ Vilhelm Anton bendir líka á að tíma- bundnar breytingar í átt til betra lífernis risti grunnt og leggur til dæmis til að menn dreifi svolítið góðmennsku jólahátíðarinnar. „Ég held að það væri frábært ef við værum aðeins minna góð hvort við annað yfir jólin og myndum deila þessu meira á árið.“ Vilhelm Antoni finnst áramót- in frábær tími og hlakkar mikið til að stundin renni upp. „Ég er miklu meira áramótabarn en jólabarn. Ég á líka afmæli rétt eftir áramótin en fæ reyndar alltaf bara bensínstöðvapakka því það er alls staðar lokað vegna vörutalninga.“ Vilhelm Anton hefur sérstaklega góða tilfinn- ingu fyrir áramótunum að þessu sinni. „Það liggur eitthvað í loft- inu og ég finn að þetta verða ein- staklega góð áramót.“ ■ Áramótaheit eru bara til þessað brjóta og svekkja sig svo á því,“ segir Davíð Þór Jónsson, sem ætlar svo sannarlega ekki að strengja nein heit um áramótin að þessu sinni. „Maður á bara að strengja þrjú hundruð sextíu og fimm lítil heit og reyna að standa við þau.“ Davíð Þór mælir ekki með því við nokkurn mann að setja sér markmið af þessu tagi á áramótum og byggir þá skoðun sína á áralangri og biturri reynslu. „Ég hef reynt þetta oftar en tárum tekur. Ég veit ekki hvað ég hef ekki ætlað að gera til þess að breyta lífi mínu og bæta mig en svo yfirleitt komist að því á end- anum að ég er fínn eins og ég er.“ Davíð Þór viðurkennir að það hafi tekið sig þó nokkur ár, blóð, svita og tár, að komast að þeirri niðurstöðu að best væri að láta all- ar heitstrengingar lönd og leið. „Smám saman rennur upp fyrir manni það ljós að ef maður ætlar sér að gera einhverjar breytingar á sínu lífi þá þarf maður engin áramót til þess.“ Þrátt fyrir alla bölsýni í garð áramótaheita játar Davíð Þór að þau geti hugsanlega hentað ein- hverjum. „Áramót eru sjálfsagt ekkert verri tími en aðrir til þess að strengja heit en það er mér hul- in ráðgáta hvernig á að standa við þau. Mér hefur að minnsta kosti aldrei tekist það.“ Davíð Þór hef- ur því eins og gefur að skilja fáar kenningar á takteinunum varð- andi það hvernig haga skuli ára- mótaheitum til þess að auka lík- urnar á efndum. „Ég er akkúrat ekki maðurinn til að ráðleggja fólki hvernig á að fara að því að standa við heit sín, það er alveg á hreinu.“ ■ 18 28. desember 2002 LAUGARDAGUR Sú hefð að strengja áramótaheithefur verið þekkt frá örófi alda en hefur þó tekið töluverðum breytingum í áranna rás. Í fyrnd- inni snerust þessi heit oftar en ekki um að skila einhverju sem fengið hafði verið að láni enda reykingar, hreyfingarleysi og óæskilegt holdafar að mestu óþekkt vandamál. Hér á Íslandi koma heitstrengingar meðal ann- ars fyrir í fornsögunum. Þær tengjast gjarnan jólaveislum og snúast um vígaferli og kvennafar. En það er í raun fyrst í upphafi síð- ustu aldar sem eiginleg áramóta- heit koma opinberlega til sögunn- ar. Voru það þá einkum lands- þekktir ungmennafélagsmenn sem hétu því að vinna einhver ákveðin afrek og voru efndir nokkuð mis- jafnar þrátt fyrir góðan vilja. Í dag snúast áramótaheit í flest- um tilfellum um neysluvenjur, hreyfingu og sparnað enda ríkir mikið ójafnvægi milli þessara þátta í dag. Oft fer það reyndar svo að heitin reynast mönnum ofraun og lítið verður um efndir. Til að komast hjá að brjóta heitin eru flestir sammála um það að mikilvægt sé að menn setji sér raunhæf og vel ígrunduð mark- mið. En þeir vita það sem reynt hafa að oft þarf meira en viljann til að ná settu marki. Oft hleypur tíminn frá okkur eins og hendi sé veifað og eins og flestir þekkja er fátt erfiðara að standast en freist- ingarnar. ■ Rósa Ingólfsdóttir hefur ekkimikla trú á áramótaheitum út af fyrir sig. „Bara áfram með smjörið, það er það sem gildir.“ Rósa hefur reynt nokkrum sinn- um að strengja þess heit um ára- mót að hætta að reykja en enn sem komið er hefur lítið orðið um efndir. „Ég hef margoft ákveðið að láta af þessu en það hefur aldrei tekist. Maður er svo full- kominn að maður verður að hafa einhvern óþverra,“ segir Rósa og kímir. Það er greinilegt að Rósa hefur lært af reynslunni og ætlar ekki að eyða orkunni í að svekkja sig á einhverju sem hún fær ekki breytt. Þess í stað einbeitir hún sér að því að halda áfram á sömu brautinni. „Í dag set ég mér bara það markmið að halda göngunni áfram með glæsibrag.“ Rósa hvet- ur fólk til þess að hafa jákvæð viðhorf til lífsins og vera ekki að velta sér upp úr því sem miður fer. „Lífsgangan er í raun mjög einföld. Málið er bara að byrja og klára og hætta ekki á miðri leið. Þetta er sú lífsspeki sem er mér ofarlega í huga sem athafnamann- eskju í lífsins ólgusjó.“ ■ Kannanir sýna að tæplega helmingur landsmanna strengir áramótaheit en oft virðist sem fólki gangi illa að standa við orð sín: Erfitt að standast freistingarnar RÓSA INGÓLFSDÓTTIR Að mati Rósu er allt í lagi að hafa einhvern löst og því hefur hún löngu gefist upp á því að reyna að hætta að reykja um áramót. Bara áfram með smjörið Rósa Ingólfsdóttir ætlar að ganga inn í nýja árið með bros á vör og ein- falda en kjarngóða lífs- speki í farteskinu. Fínn eins og ég er DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON „Maður ætti ekki að gera það að einhverju sáluhjálparatriði að standa við áramóta- heit.“ Davíð Þór Jónsson hefur strengt ótalmörg ára- mótaheit í gegnum tíðina en gengið ákaflega illa að standa við þau. Á endan- um ákvað hann að láta af slíkum heitstrengingum og sættast við sjálfan sig. Ætlar að vera góður við dýrin Vilhelm Anton Jónsson hlakkar mikið til áramót- anna og hefur góða til- finningu fyrir árinu sem fram undan er. Hann ætlar þó ekki að strengja nein heit að þessu sinni önnur en þau að rækta hið góða í sjálfum sér. VILHELM ANTON JÓNSSON „Mér finnst áramótaheit frábær og hvet fólk til þess að strengja sem flest heit. Þau þurfa að vera þess eðlis að maður geti rétt svo náð þeim en samt ekki þannig að þau verði einhvers konar kvöð.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.