Fréttablaðið - 28.12.2002, Qupperneq 20
20 28. desember 2002 LAUGARDAGUR
LAUGARDAGUR
28. DESEMBER
hvað?
hvar?
hvenær?
LEIKHÚS
16.00 Egg-leikhúsið frumsýnir Dýrlinga-
gengið í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsinu. Uppselt.
20.00 Með fullri reisn er sýnt á Stóra
sviði Þjóðleikhússins.
20.00 Sölumaður deyr er sýndur á
Stóra sviði Borgarleikhússins.
20.00 Herpingur og Hinn fullkomni
maður eru sýnd á 3. hæð Borgar-
leikhússins.
21.00 Beyglur með öllu eru sýndar í
Iðnó.
SKEMMTANIR
Óskar Einarsson trúbador spilar á Ara í
Ögri.
Sóldögg spilar á Barnum, Sauðárkróki.
Írafár spilar í Egilsbúð, Neskaupstað.
Sixties spilar á Players, Kópavogi.
Jet Black Joe spilar á Broadway.
LEIKHÚS
14.00 Jón Oddur og Jón Bjarni eru
sýndir á Stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins.
14.00 Karíus og Baktus eru sýndir á
Litla sviði Þjóðleikhússins.
14.00 Honk! Ljóti andarunginn er
sýndur á Stóra sviði Borgarleik-
hússins.
14.00 Benedikt Búálfur er sýndur í
Loftkastalanum.
16.00 Dýrlingagengið er sýnt í Lista-
safni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.
20.00 Veislan er sýnd á Smíðaverkstæði
Þjóðleikhússins.
20.00 Halti Billi er sýndur á Stóra sviði
Þjóðleikhússins.
20.00 Jón og Hólmfríður eru sýnd á
Nýja sviði Borgarleikhússins.
20.00 Grettissaga er sýnd í Hafnarfjarð-
arleikhúsinu.
SKEMMTUN
20.30 Flugeldasýning verður á þaki
Sparisjóðs Hafnarfjarðar við
Strandgötu í tilefni af 100 ára af-
mæli hans.
SÝNINGAR
Samspil nefnist samsýning Bryndísar
Jónsdóttur, Ásu Ólafsdóttur, Kristínar
Geirsdóttur, Magdalenu Margrétar Kjart-
ansdóttur og Þorgerðar Sigurðardóttur
sem stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin
stendur til 5. janúar.
Birgir Rafn Friðriksson heldur sýning-
una Án samhengis - allt að klámi í
Café Presto, Hlíðasmára 15, Kópavogi.
Birgir sýnir 34 þurrpastelmyndir unnar á
árinu 200. Sýningin stendur út janúar
2003 og er opin á opnunartíma Café
Presto, 10-23 virka daga og 12-18 um
helgar.
Ingvar Þorvaldsson heldur sýningu á
olíumálverkum á Kaffi Mílanó, Faxafeni
11. Sýningin stendur út desember.
Listakonan Vera Sörensen heldur sýn-
inguna „Töfrandi landslag“ í Gallerý Veru
að Laugavegi 100. Sýningin er opin frá
11 til 18 og stendur út desember.
Sýning Kristjáns Jónssonar myndlistar-
manns stendur yfir í galleríi Sal á Hverf-
isgötu 39. Þar sýnir Kristján, sem nam
grafík og málaralist í Barcelona, um tutt-
ugu málverk sem ýmist eru unnin með
blandaðri tækni eða olíulitum. Sýningin
er opin daglega frá kl. 17 til 19,
Ingólfur Júlíusson ljósmyndari stendur
fyrir sýningunni Grænland - fjarri, svo
nærri í Reykjavíkurakademíunni, 4.
hæð, Sýningin er opin virka daga frá 9-
17 og stendur til 31. janúar.
Sýning á útsaumuðum frummyndum
Elsu E. Guðjónsson úr bók hennar
Jólasveinarnir 13 stendur yfir í Bóka-
safni Kópavogs. Sýningin er opin á opn-
unartíma safnsins og lýkur 6. janúar.
Magnús Guðjónsson og Gunnar Geir
sýna í húsi Gráa kattarins, Hafnargötu
18 í Keflavík. Magnús sýnir verk sem
unnin eru í grjót og smíðajárn. Gunnar
Geir sýnir málverk, teikningar og lág-
myndir frá ýmsum tímabilum. Sýningin
stendur út desember og verður opin frá
kl. 14 til 18 alla daga nema sunnudaga.
Guðjón Ketilsson sýnir á myndvegg
skartgripaverslunarinnar Mariellu á
LEIKHÚS EGG-leikhúsið frumsýn-
ir leikritið dýrlingagengið
(bash!) eftir Neil LaBute í Lista-
safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi í
dag klukkan 16. Hér koma fram
persónur sem eiga sér skelfileg
leyndarmál í þremur harmleikj-
um úr nútímanum. Þær finna sig
knúnar til að segja sögu sína,
hver með sínum hætti, um leið
og þær leita svara við því hvers
vegna þær hafi skilið eftir sig
svo afdrifarík spor í lífinu,
Viðar Eggertsson leikstýrir
dýrlingagenginu en hann stofn-
aði EGG-leikhúsið árið 1981.
„Ég stofnaði leikhúsið til að
gera tilraunir og stóð einn í
þessu enda vildi ég ekki steypa
fleirum í glötun. Ég hef svo
alltaf haft það fyrir markmið að
gera eitthvað í EGG-leikhúsinu
sem engin hefur beðið mig um
að gera. Ég hef einbeitt mér að
leikstjórninni síðustu árin og
það hefur fjölgað verulega á
sviðinu.“ Leikararnir í þessari
sýningu eru fjórir, þau Björn
Hlynur Haraldsson, Þórunn E.
Clausen, Agnar Jón Egilsson og
Ragnheiður Skúladóttir.
„Við einbeitum okkur að
ferskum nútímaverkum, íslensk-
um og útlendum, sem reyna á
leikhúsformið og í Hafnarhúsinu
stefnum við að því að þurrka
nánast út skilin milli áhorfenda
og leikenda. Þetta blandast allt
saman og því er við fyrstu sýn
ekki gott að átta sig á hverjir séu
áhorfendur og hverjir leikendur,
auk þess sem áhorfendasvæði og
leiksvæði renna saman.“
Verkið er eftir bandaríska
leikskáldið og leikstjórann Neil
LaBute. Hann þykir í fremstu
röð leikhús- og kvikmyndagerð-
armanna í heimalandinu og með-
al annarra leikrita hans eru „The
Shape of Things“ og „The
Distance From Here.“. Þá skrif-
aði hann handritið að og leik-
stýrði kvikmyndunum „In the
Company of Men“ og „Your
Friends and Neighbours.“ ■
EGG-leikhúsið:
Sýnir verk eftir Neil LaBute
VIÐAR EGGERTSSON
„Skilin milli áhorfenda og leikara eru mjög óljós í sýningunni.“ Dýrlingagengið er fyrsta
verk Neils LaBute sem sýnt er hérlendis. Það er frumsýnt í dag og verður aðeins sýnt tíu
sinnum, síðdegis næstu laugardaga og sunnudaga. Myndina tók Áslaug Snorradóttir.
Skólavörðustíg 12. Sýningin stendur til
5. janúar.
Í hers höndum er yfirskrift á sýningu
sem stendur yfir í Borgarskjalasafni
Reykjavíkur, í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15,
6. hæð. Sýningin er opin alla daga
klukkan 12-17 og stendur til 2. febrúar.
Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur
sýningu á verkum sínum í Kaffitári,
Bankastræti 8. Sýningin er opin frá 7.30
til 18.00 og stendur til 10. janúar.
Sýning á málverkum Aðalheiðar Val-
geirsdóttur stendur yfir í Hallgríms-
kirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru mál-
verk unnin á þessu ári sérstaklega fyrir
sýninguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er
Lífið, tíminn og eilífðin. Sýningin í Hall-
grímskirkju er haldin í boði Listvinafé-
lags Hallgrímskirkju og stendur til loka
febrúarmánaðar.
Í Hafnarborg stendur yfir sýningin
“Sambönd Íslands“, alþjóðleg sýning
með þátttöku erlendra listamanna sem
hafa heimsótt Ísland og íslenskra lista-
manna búsettra erlendis. Sýningin
stendur til 22. febrúar.
Lína Rut Wilberg sýnir olíumálverk á
Café Presto, Hlíðarsmára 15, Kópavogi.
Opið 10-23 virka daga og 12-18 um
helgar.
Sýningin Þetta vilja börnin sjá er haldin
í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Sýndar verða myndskreytingar úr nýút-
komnum barnabókum. Sýningunni lýkur
6. janúar 2003.
Hildur Margrétardóttir myndlistarkona
sýnir nokkur óhlutbundin málverk á
Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. jan-
úar.
SUNNUDAGUR
29. DESEMBER
FLUGELDAR Sparisjóður Hafnar-
fjarðar átti hundrað ára afmæli
þann 22. desember og býður af
því tilefni upp á risaflugelda-
sýningu í og við höfnina í Hafn-
arfirði á sunnudagskvöld. Sýn-
ingin hefst klukkan 20.30 á því
að kveikt verður á blysum á
þaki Sparisjóðs Hafnarfjarðar
við Strandgötu og björgunar-
sveitarmenn munu síga niður
húsgaflinn. Sýningin er haldin í
samvinnu við Björgunarsveit
Hafnarfjarðar og er hún hin
stærsta sem Björgunarsveitin
hefur staðið að til þessa í Hafn-
arfirði.
Dagskrá vegna flugeldasýn-
ingarinnar verður útvarpað á
FM 106,1 frá kl. 19.30 en þá ríða
hafnfirsku útvarpskempurnar
Steinn Ármann Magnússon og
Jakob Bjarnar Grétarsson á
vaðið og verða með klukku-
stundar dagskrá áður en skát-
arnir tendra fírverkið. ■
Hundrað ár í Hafnarfirði:
Risaflugelda-
sýning við höfnina
STEINN
ÁRMANN
MAGNÚSSON
Verður með út-
varpsþátt ásamt
Jakob Bjarnari
Grétarssyni á FM
106,1 á sunnu-
dagskvöld. Þáttur-
inn fer í loftið
klukkustund áður
en risaflugeldasýn-
ingin hefst í og við
höfnina í Hafnar-
firði.
Áramótadansleikur
1.500 kr. miðinn
Vikingasveit
Fjörukrárinnar
leikur fyrir dansi
frá kl. 01 til ???