Fréttablaðið - 28.12.2002, Page 22
22 28. desember 2002 LAUGARDAGUR
LIKE MIKE kl. 12, 2 og 4 JAMES BONDkl. 2, 5, 6.30, 8, 10 og 11.30
Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8, 10 og 11.30
Sýnd í lúxus kl. 3, 7 og 11kl. 1.50 og 3.55SANTA CLAUSE 2
HARRY POTTER kl. 8HARRY POTTER m/ísl. tali kl. 2 og 5
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 2, 4 og 6 m/ísl. tali
GULL PLÁNETAN kl. 2, 4, 6 og 8 VIT498 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 2
VIT
429
SANTA CLAUS 1.40, 3.40, 5.50, 8, 10.10 VIT485GOSTSHIP kl. 10.10
VIT
487
kl. 6.20, 8.10 og10.10HLEMMUR kl. 5.55, 8 og 10.05HAFIÐ
1.45, 4, 8 og 10.20EINRÆÐISHERRANN
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 VIT 494
Sýnd í lúxus kl. 6, 8 og 10.10 VIT 495
TÓNLIST Útgefendur fagna nú besta
ári í plötusölu frá upphafi. Ellefu
titlar náðu gullplötusölu, sem
merkir að útgefandinn hafi fengið
samþykki Sambands hljómplötu-
framleiðanda um að yfir 5000 ein-
tök teljist löglega seld.
Gullplöturnar í ár eru „Allt sem
ég sé“ með Írafári, „Sól að morgni“
með Bubba, „Riggarobb“ með Pöp-
um, „Undir Bláhimni: Íslandslög-
in“, „Þú skuldar“ með Rottweiler,
„Nobody Knows“ með Páli Rósin-
kranz, Í svörtum fötum, „Það skán-
ar varla úr þessu“ með Ríó Tríó,
„Paradís“ með KK, „Á stóra svið-
inu“ með Stuðmönnum og „( )“ með
Sigur Rós. Írafár og Bubbi fengu
svo afhendar platínuplötur fyrir
sölu á meira en 10 þúsund eintök-
um.
Söluhæst var Írafár en rúmlega
15 þúsund eintökum var dreift af
lager. Talsmaður Skífunnar segir
að í því tilfelli hafi það margborgað
sig að bíða með útgáfu og gefa
sveitinni tíma til þess að þróa sig.
Írafár var stofnuð 1998 og hefur
síðan verið ötul við spilamennsku
og lagaútgáfu. Það hefur án efa
skilað sér í stærri kaupendahópi og
mótaðri lagasmíðum. Ævintýri
þeirra gæti markað upphaf að
auknum metnaði í íslenskri poppút-
gáfu.
Reglum um gullplötuafhend-
ingu hefur verið breytt frá því sem
áður þekktist. Áður var beðið fram
yfir áramót og sölutölur eftir jóla-
skil látnar skera úr um hvaða plöt-
ur kæmust í gull. Útgefendur segj-
ast búast við að allt að 10% þeirra
platna sem fara af lager fyrir jól
geti skilað sér aftur.
Nýjar reglur gera útgefendum
hins vegar kleift að afhenda gull-
plötur þegar 5000 eintök eru farin
af lager. Miðað við „10% regluna“
er því hugsanlegt að endanlegar
sölutölur á titlum Ríó Tríó (sem fór
í 5019 eintökum fyrir jól), Í svört-
um fötum (5306 eintök), Páls Rósin-
kranz (5391 eintök) og Rottweiler-
hunda (5457 eintök) verði á endan-
um undir gullplötusölu. Talsmaður
Sambands hljómplötuútgefenda,
Einar Bárðarson, segist þó efast
um það þar sem Skífan gefi fáum
búðum skilarétt á seldum titlum.
Hann segir reglunum hafa verið
breytt fyrir tveimur árum til þess
að gefa útgefendum kost á að nýta
sér þá viðurkenningu sem gull-
plötuafhending er.
Það hlýtur að teljast gleðiefni að
íslensk tónlist renni betur ofan í
landann en áður. Þetta er í sam-
ræmi við þá þróun sem á sér stað í
Skandinavíulöndunum. Þar er sala
heimamanna að aukast en sala al-
þjóðlegra útgáfna að dragast sam-
an.
biggi@frettabladid.is
ÍRAFÁR
Áður þekktist það í íslenska poppgeiranum að sveitir væru stofnaðar í apríl fyrir
sumarballmarkaðinn, hnoðaður saman smellur fyrir sumarsafnplötu og stór plata fyrir
veturinn. Með afbragðsárangri Írafárs í ár gætu þeir dagar verið á enda. Poppsenan er
að fyllast metnaði á ný.
Besta plötusöluár
frá upphafi
Hiphop plötuframleiðandinnMarion „Suge“ Knight, sem
stjórnaði Death Row Records, var
handtekinn á Þorláksmessu fyrir
að brjóta skilorð sitt. Lögreglan í
Los Angeles komst að brotum hans
eftir að hafa gert húsleit í húsa-
kynnum plötufyrirtækisins og á
heimili hans. Lögreglan hefur nú
greint frá því að húsleitin var gerð
til þess að leita nýrra upplýsinga í
tveimur óleystum morðmálum
sem talið er að Knight tengist.
Hann er einnig talinn vera tengdur
glæpagengi þar í borg. Lögreglan
lagði þó áherslu á að Knight er
ekki grunaður um morðin.
Leikarinn George Clooney hefurfengið lof fyrir fyrsta leik-
stjórnarverkefnið sitt. Kvikmynd-
in heitir „Con-
fessions of a Dan-
gerous Mind“ og
er framleidd af
fyrirtæki Cloon-
eys og leikstjórans
Steven Soder-
bergh. Myndin er
gerð eftir bók
Chuck Barris, sem
segir frá því í bókinni að hann hafi
lifað tvöföldu lífi. Annars vegar
sem sjónvarpsþáttaframleiðandi
og hins vegar sem launmorðingi
fyrir CIA. Engar upplýsingar eru
til um vinnu hans fyrir CIA og ef-
ast því nokkrir um sannleiksgildi
sögunnar. Hvernig sem því líður
þykir myndin afar vel heppnuð.
Með aðalhlutverk í myndinni fara
Drew Barrymore og leikarinn Sam
Rockwell, sem líklegast er þekkt-
astur fyrir að leika illmennið í
„Charlies Angels“.
Leikkonan Zsa Zsa Gabor ersögð á góðum batavegi og búist
er við því að hún geti yfirgefið
sjúkrahúsið á næstu dögum. Hún
lendi í bílslysi og meiddist illa á
fæti. Gabor er 85 ára gömul og var
á tímabili sögð vera við það að
gefa upp lífsviljann. Í dag á hún að
vera spennt fyrir því að komast
aftur heim til sín. Hún er mikil
hestakona og getur varla beðið eft-
ir því að komast aftur á bak.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Almanak Þjóðvinafélagsins
er aðgengilegt upplýsingarit
um íslensk málefni.
Í almanakinu sjálfu er að finna
dagatal með upplýsingum um gang
himintungla, messur kirkjuársins,
sjávarföll, hnattstöðu Íslands o.fl.
Í Árbók Íslands er fróðleikur um
árferði, atvinnuvegi, stjórnmál, úrslit
Íslandsmóta, náttúruhamfarir, slys,
mannalát, verklegar framkvæmdir,
vísitölur, verðlag o.s.frv.
Höfundar eru Þorsteinn Sæmunds-
son og Heimir Þorleifsson.
R
E
P
R
Ó
Í ár náðist nýtt hámark í sölu íslenskrar tónlistar. Aldrei hafa jafn margar plötur
farið yfir 2000 eintaka sölu. 11 titlar fengu gullviðurkenningu og fóru tveir í
platínu. Hugsanlega verða endanlegar sölutölur sumra gulltitla þó undir gull-
plötusölu eftir lokauppgjör.
Sýnd kl. 6 og 9.15 VIT 468
Sýnd kl. 2, 4 og 8 m/ísl. tali VIT 493
MIDGE
ÓFRÍSK
Besta vinkona
Barbie, Midge,
er ófrísk. Þessi
útgáfa af henni
kom í hillur
dótabúðanna í
Bandaríkjunum
fyrir jól. Þegar
hún er afklædd er hægt að sjá og fjar-
lægja lítið barn úr maga hennar. Foreldrar
hafa kvartað yfir því að dúkkan sé aðeins
of raunveruleg fyrir börnin og því hefur
Wal-Mart búðarkeðjan fjarlægt dúkkuna
úr hillum sínum.
ANDLÁT Bandaríski ljósmyndarinn
Herb Ritts lést síðastliðinn
fimmtudag. Banameinið var sagt
sýking ofan í lungnabólgu. Ritts
var einn þekktasti ljósmyndari
Bandaríkjanna og var hvað þekkt-
astur fyrir að hafa óheftan aðgang
að stórstjörnum þar í landi. Ritts
hóf ljósmyndaferil sinn á síðari
hluta áttunda áratugarins með því
að mynda vini sína í skemmtana-
bransanum. Hann var svo upp-
götvaður árið 1978 þegar hann tók
myndir af Jon Voight og Ricky
Schroeder þegar þeir léku í mynd-
inni The Champ og fékk þær birt-
ar í Newsweek-tímaritinu. Á með-
al frægari mynda sem Ritts tók
voru af Madonnu með Mikka mús
eyru og Jack Nicholson í fullum
Joker-skrúða um það leyti sem
hann lék í Batman. Ritts tók allt
frá andlitsmyndum til nektar-
mynda, auk þess sem hann leik-
stýrði tónlistarmyndböndum.
Hann vann meðal annars til verð-
launa á MTV-tónlistarverðlaunun-
um árið 1991 fyrir myndbönd sem
hann leikstýrði fyrir Chris Isaak
og Janet Jackson. ■
Herb Ritts allur:
Ljósmyndari
stjarnanna
HERB RITTS
Hafði greiðan aðgang að fræga fólkinu.