Fréttablaðið - 28.12.2002, Síða 24

Fréttablaðið - 28.12.2002, Síða 24
SkjárEinn kom Trölla sem stal jól-unum, sjálfum mér og örugglega einhverjum geðstirðum einbúum til bjargar á aðfangadagskvöld með því að sýna The King of Queens, Ev- erybody Loves Raymond og Malcolm in the Middle í maraþoni frá klukkan 19 til 22. Þetta eru auð- vitað engir snilldarþættir en gera alltaf sitt gagn þegar maður þarf að slappa af eftir erfiðan vinudag og geta greinilega líka bjargað manni frá jólunum. Ég stóð nú alltaf í þeirri mein- ingu að það væri galið af sjónvarps- stöðvunum að vera með hlaðna dag- skrá fram eftir öllu aðfangadags- kvöldi. Fólk hlyti bara að hafa eitt- hvað betra og þarfara að gera en að sitja fyrir framan sjónvarpið á þessu háheilaga og andaktuga fjöl- skyldukvöldi. Nú veit ég betur og eftir að ég klúðraði suðunni á ham- borgarhryggnum þannig að hann minnti mest á áttavillt túnfisktartar með brúnuðum kartöflum þegar hann kom á diskinn var auðvitað ekkert annað að gera en leita sálu- hjálpar hjá sjónvarpinu. Allir elska víst Raymond og ætli ég geri það bara ekki líka. Eftir klukkutíma með honum og fjöl- skyldu hans var ég aftur orðinn sáttur við mig og mína. Það er helst að þetta með eiginkonurnar vefjist fyrir mér. Eru allar eiginkonur kaldhæðnar og kvikindislegar við mennina sína og nota öll tækifæri til að grafa undan karlmennsku þeirra, sjálfsöryggi og frjálsum vilja? Ég trúi því ekki að þetta eiginkonumó- tív sé notað í nánast öllum amerísk- um gamanþáttum nema þær sé fleiri en eiginkonur Raymonds, Kóngsins í Queens og konan mín. ■ 28. desember 2002 LAUGARDAGUR BÍÓMYNDIR SJÓNVARPIÐ 12.00 Lúkkið 15.03 100% 16.00 Geim TV 17.02 Íslenski Popp listinn. 19.02 XY TV fann sálarró fyrir framan sjónvarpið á að- fangadagskvöld. Þórarinn Þórarinsson 24 Hrátt kjöt og amerískt grín Við tækið SKJÁR EINN POPPTÍVÍ 6.00 Loser (Lúði). 8.00 Mystery Men (Ofurhetjur) 10.00 Home for Christmas 12.00 What Women Want 14.00 Muppets from Space 16.00 Mystery Men (Ofurhetjur) 18.00 Home for Christmas 20.00 Loser (Lúði) 22.00 What Women Want 0.00 Don’t Be a Menace 2.00 What Lies Beneath (Undir niðri) 4.00 The Huntress (Á manna- veiðum) BÍÓRÁSIN OMEGA 13.00 Dateline (e) Dateline er margverðlaunaður, frétta- skýringaþáttur á dagskrá NBC sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum. 13.50 Jay Leno (e) 14.40 Ladies Man (e) 15.05 Jamie Kennedy Experiment (e) 15.35 Spy TV (e) 16.00 Djúpa laugin (e) 17.00 Survivor 5 (e) Vinsælasti raunveruleikaþáttur heims snýr aftur og nú færist leikurinn til Tælands. 18.00 Fólk - með Sirrý (e) ,,Fólk - með Sirrý“ fjölbreyttur þáttur í beinni útsendingu í umsjón Sigríðar Arnar- dóttur.Fólki er ekkert mannlegt óviðkomandi og fjallað er um fólk í leik og starfi, gleði og alvöru. 19.00 Jólagrín (e) 19.30 Ungfrú Evrópa 2002 - Bein útsending frá Beirút í Lí- banon SKJÁREINN sendir beint frá keppninni um fegurstu stúlku Evrópu 2002 sem haldin verður í Beirút, Líbanon. Keppnin verður stórkostlegri en nokkru sinni fyrr og á meðal keppendanna 40 verður hinn glæsilegi full- trúi Íslands; Berglind Ósk- arsdóttir. Elín María Björnsdóttir kynnir keppn- ina. 22.30 Law & Order CI (e) Í þess- um þáttum er fylgst með störfum lögregludeildar í New York en einnig með glæpamönnunum sem hún eltist við. 22.20 Law & Order SVU (e) 0.10 Tvöfaldur Jay Leno (e) 1.40 Nátthrafnar Will & Grace (e), Boston Public (e), Law & Order (e),Profiler (e).Sjá nánar á www.s1.is 9.00 Morgunstundin okkar 9.02 Stubbarnir (66:90) (Tel- etubbies) 9.26 Malla mús (40:52) (Maisy) 9.33 Undrahundurinn Merlín (18:26) (Merlin, the Magical Puppy) 9.45 Fallega húsið mitt (27:30) (My Beautiful House) 9.52 Lísa (15:21) 9.57 Babar (54:65) 10.25 Ævintýri jólasveinsins (19:26) (Secret World of Santa Clause) 10.50 Harry og hrukkudýrin (1:7) (Harry and the Wrinklies) 11.15 Stundin okkar Endursýnd- ur þáttur. 11.45 Kastljósið Endursýndur þáttur frá föstudagskvöldi. 12.10 Anna (Annie) 13.40 EM í frjálsum íþróttum 16.10 Pressuleikur í handbolta Bein útsending frá leik ís- lenska karlalandsliðsins og liðs sem íþróttafréttamenn velja. 17.55 Táknmálsfréttir 18.03 Alí Baba Teiknimynd byggð á þekktri ævintýrasögu frá Austurlöndum nær. 18.54 Lottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.40 Laugardagskvöld með Gísla Marteini 20.30 Hulinn heimur (2:2) (Lost World)Seinni hluti breskrar ævintýramyndar frá 2001. 21.45 Sagan af Straight (The Straight Story)Bíómynd frá 1999 um 73 ára mann sem leggur upp í langferð til að hitta eldri bróður sinn sem er mikið veikur. 23.35 Verðir laganna (U.S. Mars- hals)Bandarísk spennu- mynd frá 1998. . 1.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 10.00 Bíórásin Home for Christmas (Heima um jólin) 12.00 Bíórásin What Women Want 12.10 Sjónvarpið Anna (Annie) 14.00 Bíórásin Muppets from Space 16.00 Bíórásin Mystery Men (Ofurhetjur) 18.00 Bíórásin Home for Christmas 20.00 Bíórásin Loser (Lúði) 20.30 Sjónvarpið Hulinn heimur (2:2) 20.30 Stöð 2 Með grasið í skónum 21.00 Sýn Á förum frá Vegas 21.45 Sjónvarpið Sagan af Straight 22.00 Bíórásin What Women Want 22.00 Stöð 2 Lara Croft: Grafarræninginn 22.50 Sýn (Phoenix) 23.35 Sjónvarpið Verðir laganna (U.S. Marshals) 23.40 Stöð 2 Dóttir hershöfðingjans 0.00 Bíórásin Don’t Be a Menace 0.20 Sýn Creating Nicole 1.30 Stöð 2 Hálfgerðar hetjur 2.00 Bíórásin What Lies Beneath 4.00 Bíórásin The Huntress STÖÐ 2 8.00 Barnatími Stöðvar 2 Kolli káti, Lína langsokkur, Kalli kanína, Með Afa 9.55 Finnur og Fróði 10.10 Barnatími Stöðvar 2 Hund- urinn minn Skip Aðalhlut- verk: Frankie Muniz, Diane Lane, Luke Wilson, Kevin Bacon. Leikstjóri: Jay Russell. 2000. 11.50 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir) 12.30 Making of Lord of the Rings: The Two Towers (Gerð myndarinnar Lord of the Rings) 13.15 Að hætti Sigga Hall (13:18) 13.55 Viltu vinna milljón? (Stjörnumessa) 14.45 Enski boltinn (Leeds - Chelsea)Bein útsending frá leik Leeds United og Chelsea. 17.05 Sjálfstætt fólk (Sigurjón Sighvatsson 1.hluti) 17.40 Oprah Winfrey (Oprah’s Practical Jokes) 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Lottó 19.00 Ísland í dag, íþróttir og veður 19.30 Dharma og Greg (7:24) (Used Karma) 20.00 Spin City (19:22) (Ó, ráð- hús) 20.30 Head Over Heels (Með grasið í skónum)Róman- tísk gamanmynd. Aðal- hlutverk: Monica Potter, Freddie Prinze Jr., Shalom Harlow. Leikstjóri: Mark S. Waters. 2001. 22.00 Lara Croft: Tomb Raider (Lara Croft: Grafarræning- inn) Ævintýraleg hasar- mynd um baráttu góðs og ills. Leikstjóri: Simon West. 2001. Bönnuð börnum. 23.40 The General’s Daughter (Dóttir hershöfðingjans) Spennumynd. Liðsforing- inn Paul Brenner verður að taka á honum stóra sínum þegar hann fær hrottalegt morðmál til úr- lausnar. Aðalhlutverk: John Travolta, Madeleine Stowe. Leikstjóri: Simon West. 1999. Stranglega bönnuð börnum. 1.30 Almost Heroes (Hálfgerðar hetjur) Leikstjóri: Christopher Guest. 1998. 3.00 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí SÝN 14.45 Enski boltinn (Stoke - Sheff. Wed.) Bein útsend- ing frá leik Stoke City og Sheffield Wednesday í 1. deild. 17.00 Toppleikir 18.50 Lottó 19.00 PSI Factor (15:22) (Yfirskil- vitleg fyrirbæri)Hér eru óþekkt fyrirbæri til umfjöll- unar. Við gerð þáttanna var stuðst við skjöl viður- kenndrar stofnunar sem fæst við rannsóknir dular- fullra fyrirbæra. Kynnir er leikarinn Dan Aykroyd. 20.00 MAD TV Geggjaður grín- þáttur þar sem allir fá það óþvegið. Þátturinn dregur nafn sitt af samnefndu skopmyndablaði sem not- ið hefur mikilla vinsælda. 21.00 Leaving Las Vegas (Á för- um frá Vegas)Myndin fjall- ar um ástarsamband karls og konu sem bæði hafa náð botninum en þó hvort á sinn hátt. Maltin gefur þrjár og hálfa stjörnu. Að- alhlutverk: Nicolas Cage, Elisabeth Shue, Julian Sands, Richard Lewis. Leik- stjóri: Mike Figgis. 1995. Stranglega bönnuð börn- um. 22.50 Phoenix Sakamálamynd. Löggan Harry Collins er í vondum málum. Hann er haldinn spilafíkn og er skuldugur upp fyrir haus. Aðalhlutverk: Ray Liotta, Anthony Lapaglia, Daniel Baldwin, Jeremy Piven. Leikstjóri: Danny Cannon. 1998. Stranglega bönnuð börnum. 0.20 American Booty (Creating Nicole)Erótísk kvikmynd. 1.35 Dagskrárlok og skjáleikur 19.00 Benny Hinn 19.30 Adrian Rogers 20.00 Kvöldljós 21.00 Bænastund 21.30 Joyce Meyer 22.00 Benny Hinn 22.30 Joyce Meyer 23.00 Robert Schuller FYRIR BÖRNIN 8.00 Barnatími Stöðvar 2 Finnur og Fróði, Hundurinn minn Skip 9.00 Morgunstundin okkar Stubbarnir, Malla mús, Undra- hundurinn Merlín,ÝFallega hús- ið mitt, Lísa, Babar, Ævintýri jólasveinsins, Harry og hrukku- dýrin, Stundin okkar 18.03 Sjónvarpið Alí Baba Á Breiðbandinu má finna 28 er- lendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. SKJÁREINN ÞÁTTUR KL. 19.40 JÓLAÞÁTTUR GÍSLA MARTEINS Laugardagskvöld með Gísla Marteini verður með jólalegu yf- irbragði í kvöld. Gestir þáttarins og stjórnandi verða í jólaskapi og jólalög hljóma. Þátturinn verður ívið lengri en venjulega og allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Egill Eðvarðsson stjórn- ar upptöku. STÖÐ 2 BÍÓMYND KL. 21.55 HASARMYND MEÐ ANGELINU Lara Croft: Grafarræninginn, eða Lara Croft: Tomb Raider, er ævin- týraleg hasarmynd um baráttu góðs og ills. Lara Croft er hetja nýrra tíma. Hún gekk í bestu skólana, talar mörg tungumál, er sérfróð um vopn og kann svo sannarlega að verja sig. Lara Croft er fulltrúi þess góða þegar ill öfl vilja sölsa undir sig völdin í heiminum. Aðalhlutverk leika Angelina Jolie og Jon Voight en leikstjóri er Simon West. Myndin er bönnuð börnum. Skátar í Tælandi: Fengu smokka SKÁTAMÓT Tælensk yfirvöld dreifðu 30.000 smokkum á alheimsmóti skáta, Jamboree, sem nú stendur yfir í Sattahip, 100 mílum suðaustur af Bangkok. Allir drengir á aldrin- um 14-18 ára fengu smokka, en að sögn yfirvalda eru tjaldbúðir skát- anna aðeins steinsnar frá hinni frægu baðströnd Pattaya, sem er þekkt fyrir veitingastaði, bari og villt kynlíf. „Við viljum stuðla að ör- uggu kynlífi,“ sagði talsmaður ráð- herra. „Við gefum til öryggis smok- ka þeim sem þurfa á þeim að halda, en ég reikna með að flestir hafi hugsað fyrir því sjálfir,“ sagði tals- maðurinn. Alheimsskátamótið stendur í 11 daga og sækir allstór hópur íslenskra skáta mótið. ■ ÁRAMÓT „Í ár sprengi ég ekkert þar sem ég er staddur úti á Kanarí ,“ segir Ásgeir Davíðsson betur þekktur sem Geiri á Maxim¥s. Síðustu ár hefur Geiri verið stór- tækur í flugeldakaupunum og tel- ur að hann eyði um 100 þúsund krónum í flugelda. „Ég hef yfir- leitt keypt einn fullan sendiferða- bíl fyrir áramótin,“ segir Geiri en aðspurður segir hann það nema um 20 einkadönsum á nektarstað. „Ég er ekki viss um að Kópa- vogur verði samur nú,“ segir Geiri sem er vanur að skjóta upp flugeldum á Álfhólnum fyrir framan heimili hans. Hann segir nágranna hans taka uppátækjun- um vel og segist ekki finna fyrir neinni afbrýðisemi í sinn garð. Geiri kann vel við sig í á sólar- ströndinni, segir veðrið vera him- neskt enda 26 gráðu hiti. Hann segir verðlagið þar þó heldur hátt. „Ég var hérna fyrir 32 árum og það var allt öðruvísi en núna. Þá voru malarvegir og þess háttar en nú er búið að gera meira fyrir ferðamennina,“ segir Geiri. „Ég var einnig hérna yfir jólin fyrir tólf árum og þá kannaðist enginn við flugelda. Ég held að það sé enginn með flugelda, ég hef í það minnsta ekki séð neinar flugelda- sölur. Ekki eins og heima þar sem þær eru á hverju horni.“ ■ ÁSGEIR DAVÍÐSSON Ætlar ekki að skjóta upp flugeldum í ár þar sem hann er staddur á Kanaríeyjum. Telur að á bilinu eitt til tvö þúsund Íslendingar séu staddir þar. ÁRAMÓTIN mín Geiri á Maxim’s: Sprengir upp tuttugu einkadansa Nýr brúðar- og samkvæmis- fatnaður fyrir dömur og herra. Skartgripir í úrvali. s. 557 6020. www.brudhjon.is Fyrir áramótin!!!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.