Fréttablaðið - 28.12.2002, Page 28

Fréttablaðið - 28.12.2002, Page 28
28 28. desember 2002 LAUGARDAGUR NAFNIÐ eftir Frode Øverli Lúðvík Georgsson hjá KR-flugeldum: Skotkökurnar sívinsælar FLUGELDAR „Stóru skotkökurnar eru alltaf vinsælli og vinsælli. Vinsældir þeirra aukast með hverju ári,“ segir Lúðvík Georgs- son, framkvæmdastjóri KR-flug- elda, aðspurður um tískustrauma í flugeldum. Að sögn Lúðvíks koma alltaf nýjar tegundir af skotkökum á hverju ári. Þó eru alltaf einhverjar kökur sem seld- ar eru ár eftir ár, þær sem heyr- ist hátt í og eru með miklu ljósi. „Það virðist vera sem hávaðinn skipti miklu máli hjá Íslending- um,“ segir Lúðvík en segist ekki vera með neina sérstaka skýr- ingu á reiðum höndum. „Ætli við Íslendingar þurfum ekki að fá einhverja útrás um áramótin og gerum það með þessu. Að ein- hverju leyti er það líka athyglin sem fylgir þeim. Það skiptir máli að nágranninn taki eftir því hvað fólk er með góðar kökur.“ Sala á svokölluðum tívolíbomb- um var bönnuð fyrir um fimmtán árum. Þó eru alltaf einhverjir sem fara á svig við lögin. Lúðvík segir tívolíbombum fara fækkandi með ári hverju og í stað þeirra kaupi fólk rakettur. „Góðar rakettur eru frekar dýrar ef við miðum við þær og skotkökurnar. Það er samt alveg ljóst að þessir skotglöðu verða að hafa rakettu á miðnætti til að slá áramótin út,“ segir Lúðvík. Dýrasta rakettan hjá KR-flugeld- um kostar um 3.500 krónur og endist í um 20 sekúndur. „Rakett- urnar geta verið með ótrúlegustu mynstrum inni í og stórar rakett- ur eru sambærilegar tívolíbomb- um. Þær eru í raun tívolíbombur með priki.“ ■ 11 ára stúlka kvartaði við Pútín: Hafði alvörujólatré upp úr krafsinu JÓLATRÉ Íbúar í smábænum Birobidzhan í Rússlandi urðu harla glaðir þegar þyrla kom með 56 feta alvöru jólatré á torgið í miðbænum, en þar hafði verið gervijólatré fyrir. 11 ára stúlka úr bænum, Natalía Buga- jeva, hafði hringt inn í sjón- varpsþátt þar sem Pútín forseti sat fyrir svörum og kvartað við hann yfir gervijólatrénu. Pútín var hjartanlega sammála stúlkunni og sagði ófært að hafa gervijólatré á torginu, nú þegar Rússar halda mestu hátíð ársins, sem eru áramót og jólahátíð rét- trúnaðarmanna, sem hefst 7. janúar næstkomandi. Yfirvöld í bænum afsökuðu sig með blank- heitum og sögðust ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að borga 15.000 dollara fyrir afnot af þyrlu í þrjár klukkustundir. Flugfélag í nágrenninu ákvað þá að skaffa þyrluna og kom með jólatréð endurgjaldslaust þetta árið. ■ Stóri bróðir stal nafninu Steingrímur Ólafsson, fyrrumfréttamaður og nú PR-maður hjá auglýsingastofunni Góðu fólki, var skírður millinafni í höf- uðið á frænda sínum, Sævari, og var framan af ævi bara afskap- lega sáttur við það. Árið 1974, þegar Steingrímur Sævar var 9 ára gamall, flutti fjölskylda hans hins vegar í Kópavoginn. „Svo virðist sem flestir í Digranesskóla hafi haft millinöfn, í það minnsta varð bróðir minn Jón, þá 11 ára, eitthvað ósáttur við að heita frek- ar litlausu nafni og hafa ekki millinafn. Fyrir valinu hjá honum varð nákvæmlega sama millinafn og ég hafði, eða Sævar. Í heilt ár gekk Jón því undir nafninu Jón Sævar Ólafsson. Ég varð ósáttur og fannst sem nafni mínu hefði verið stolið. Ég ákvað að breyta því og bætti einu r-i aftan við. Steingrímur Sævarr var mættur til leiks. Síðan hef ég skrifað nafn- ið mitt svoleiðis. Lengi vel sam- þykkti hið opinbera nafnið. Allir mínir skólapappírar frá 10 ára aldri sýna að ég heiti Steingrímur Sævarr, prófskírteini, vottorð, út- skriftarskírteini og svo mætti lengi telja. Ökuskírteini mín í gegnum tíðina sýna að ég heiti Steingrímur Sævarr, vegabréf, fæðingarvottorð og fleiri slíkir pappírar sýndu það sama... allt þar til mannanafnanefnd tók sig til og ákvað að nafnið væri ekki nógu gott.“ Steingrímur skrifaði þeim og spurði hvers vegna hann mætti ekki lengur heita Steingrímur Sævarr og fékk þau svör að nafn- ið tæki ekki eignarfalli. Hann svaraði nefndinni umsvifalaust og síðan hafa mörg bréf farið á milli hans og nefndarinnar. Nú er svo komið að mannanafnanefnd hefur gefist upp á að rökræða við Stein- grím Sævarr og segir að vilji hann halda þessu til streitu sé dóm- stólaleiðin næsta skref. „Bankabókin leyfir nú ekki beint að maður hringi í Jón Stein- ar til að fara með málið fyrir dómsstóla. Hvar eru nú allir þess- ir „pro-bono“ lögfræðingar sem maður sér í amerísku lögfræði- þáttunum?“ ■ STEINGRÍMUR SÆVARR ÓLAFSSON Segir frá því hvernig stóri bróðir hans, Jón Ólafsson, stundum kallaður „góði“, stal nafni hans og hvernig hann í framhaldi af því hefur lent í stríði við mannanafna- nefnd. AÐALHÁTÍÐ RÚSSA FER NÚ HÖND Rússneski jólasveinninn, sem er kallaður Frosti afi, og ungfrú Snjóstúlka eru hér á mynd með borgarstjóranum í Moskvu, Yuri Luzhkov. Jólahátíð réttrúnaðarmanna hefst 7. janúar næstkomandi, að lokinni nýárs- hátíðinni, sem er mesta hátíð í Rússlandi. LÚÐVÍK GEORGSSON Segir verð í flugeldum fara eftir tvennu, gæðum og púðurmagni. Yfirvöld í Peking: Harðbanna mannætu- fiska MANNÆTUFISKAR Píranafiskurinn hefur verið harðbannaður í Peking eftir að grunur vaknaði um að nokkrum slíkum hefði verið sleppt í Gulu-ána nýverið. Sædýrasafnið í Peking, sem átti 300 stykki af rán- fiskunum, drap þá alla á jóladag eft- ir að bannið var kunngjört. Pírana- fiskunum, sem árlega drepa fjölda manns í Suður-Ameríku, var gefið eiturlyf sem gerði þá meðvitundar- lausa á 30 mínútum. Það kostaði þúsundir jena að drepa fiskana,“ sagði forstjóri safnsins. ■ NEEEIIIII!JÁ! ÁFRAM! SKJÓTA NEI HÁLF- VITI! VÍTI JAAAÁÁÁ Þú veist að kallinn er fótboltasjúkur þegar hann þarf að teygja sig eftir leikinn í imbanum! Pondus FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T VEIKUR PELIKANI Í GEISLAMEÐFERÐ Þessi 20 ára gamli pelíkani, sem er kallað- ur „nr. 5“, liggur hér bundinn við rúmið sitt rétt áður en hann gengst undir geislameð- ferð í 15. skipti. Pelíkaninn var með krabbamein í auga, sem læknar hafa nú þegar fjarlægt, en fuglinn tekur meðferð- inni vel og er á batavegi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.