Fréttablaðið - 10.02.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.02.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 4 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 1 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Notaðu netið. Nýttu þér snjalltækin. Þau eiga að einfalda líð, ekki taka það yr. Líttu í kringum þig og njóttu lífsins. Vertu á staðnum. Njóttu augnabliksins Byggingariðnaðurinn 24 síðna kynningarblað fylgir blaðinu í dag Brosmilda séníið Hildur Guðnadóttir hefur sópað til sín verðlaunum fyrir tónlist sína í Chernobyl og Joker. Fréttablaðið var farið í prentun áður en umslögin voru opnuð á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt en óháð því hvort nafn Hildar kom upp úr einu þeirra er hún sannarlega sómi lands og þjóðar. NORDICPHOTOS/GETTY EFNAHAGSMÁL Ný greining Samtaka iðnaðarins (SI) sýnir dökka mynd af íslensku hagkerfi. Landsframleiðsla á mann hefur sjaldan dregist eins mikið saman sé miðað við undan­ farna þrjá áratugi og atvinnuleysi er mikið í sögulegu samhengi. Allt bendir til að erfiðleikar muni halda áfram nema þá að íslensk stjórnvöld bregðist hratt við. „Niðurstaða greiningarinnar bendir til þess að þau fjölmörgu áföll sem íslenskt hagkerfi hefur orðið fyrir að undanförnu hafi umtalsverð áhrif á efnahagslífið. Horfurnar fyrir þetta ár hafa verið að versna. Landsframleiðsla á mann dróst saman um 1,5 prósent á síð­ asta ári og við sjáum skýr merki þess að fjárfestingar atvinnuveganna hafa minnkað. Þá hafa útlán bank­ anna dregist saman og atvinnuleysi aukist samhliða því að fyrirtæki hafa fækkað launþegum til að mæta niðursveiflunni,“ segir Ingólfur Ben­ der, aðalhagfræðingur samtakanna. Orsakir niðursveif lunnar eru fyrst og fremst samdráttur í gjald­ eyristekjum sem er einn sá mesti í þrjá áratugi. Ingólfur nefnir áföll eins og samdrátt í f lugframboði, loðnubrest, minni álframleiðslu og kórónaveiruna sem þætti sem dregið hafi úr gjaldeyrissköpun hagkerfisins. „Við erum háð gjaldeyrisviðskipt­ um og því vega þessi áföll þungt,“ segir hann. Samk væmt greiningunni er útlitið áfram dökkt og því afar mikilvægt að stjórnvöld bregðist hratt við til þess að snúa þróuninni við. „Sem betur fer er svigrúm til þess,“ segir Ingólfur. Bendir hann á að verðbólga sé lág og verðbólgu­ væntingar við verðbólgumarkmið sem gefi svigrúm til áframhaldandi lækkunar stýrivaxta. Þá sé skuldastaða ríkisins lág og það geri yfirvöldum kleift að ráðast í aðgerðir til að sporna við vandanum. „Þetta er heppilegur tímapunktur til þess að ráðast í innviðaframkvæmdir enda mikil uppsöfnuð þörf þar. Þá þurfa ríki og sveitarfélög að létta álögum af fyrirtækjum auk þess sem nauðsyn­ legt er að liðka fyrir lánveitingum bankanna. Framboð af lánsfé er vítamínið sem hagkerfið þarf,“ segir Ingólfur. – bþ Snör viðbrögð stjórnvalda afar mikilvæg Áhrifa af fjölmörgum áföllum í íslensku efnahags- lífi er farið að gæta, samkvæmt nýrri greiningu SI. Útlán hafa dregist saman og atvinnuleysi aukist. Við erum háð gjald- eyrisviðskiptum og því vega þessi áföll þungt. Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins SAMGÖNGUR Hópur f járfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar nú til hlítar grundvöll fyrir áætl­ unar f lugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigur­ jónsson er í forsvari fyrir verk­ efnið og telur hann fullvíst að eftirspurnin sé til staðar. Fjársvelti Akureyrarf lugvallar sé þó helsta hindrunin. Samgönguáætlun geri ekki ráð fyrir fjárfestingum í vellin­ um sem hafi verið mikil vonbrigði. Verkefnið ber vinnuheitið Nice­ air og er undirbúningurinn langt á veg kominn. Á dögunum veitti Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra verkefninu styrk til þess að kanna til fullnustu hvort verkefnið beri sig. Meginaðstandendur verk­ efnisins eru Samherji, Höldur og Norlandair en að auki eru önnur norðlensk fyrirtæki og hagsmuna­ aðilar verkefninu til stuðnings. – bþ / sjá síðu 4 Skoða áætlunarflug frá Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.