Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.02.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.02.2020, Qupperneq 2
Flestir eru með rafræn skilríki í farsímum sínum. Veður Norðan og norðvestan 13-23 V- til með snjókomu í dag og sums staðar slyddu við ströndina. Hvassast NV-til, mun hægari og úrkomulítið fyrir austan. Frost 0 til 7 stig, heldur hlýnandi á morgun. SJÁ SÍÐU 14 Framkvæmdir við Elliðaárnar Þessa dagana eru miklar framkvæmdir við nýjar lagnir Veitna hf. undir Elliðaárnar. Um helgina var verið að leggja ídráttarrör undir austur- kvísl árinnar og því var nauðsynlegt að veita henni tímabundið fram hjá hefðbundnum farvegi sínum. Verkinu hefur seinkað vegna óhagstæðrar veðráttu en þrátt fyrir það er reiknað með að verklok haldist innan tímaramma og verkinu ljúki fyrir 31. mars næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR LOK Á POTTA LITIR: GRÁTT EÐA BRÚNT MARGAR STÆRÐIR TIL Á LAGER HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKI 1 SÍMI 7772000 SAMFÉLAG Tæplega 80 prósent landsmanna fimmtán ára og eldri eru með rafræn skilríki samkvæmt svari Auðkennis við fyrirspurn Fréttablaðsins. Auðkenni gefur út rafræn skilríki sem fullgild eru við undirskriftir á netinu, um 220-230 þúsund virk rafræn skilríki eru hjá fyrirtækinu. Rafræn skilríki eru persónuskil- ríki sem notuð eru á internetinu og notkun þeirra jafngildir framvísun hefðbundinna skilríkja. Hægt er að fá þau bæði á greiðslukort og í síma. Haraldur Bjarnason hjá Auð- kenni segir meirihluta fólks vera með rafræn skilríki í farsíma og að notkun þeirra sé öruggasta leiðin til að auðkenna sig á netinu. „Þetta stuðlar bæði að bættu öryggi og einfaldari samskiptum,“ segir Haraldur. „Borgarar geta átt samskipti við opinbera aðila, banka eða hvern sem er heiman frá sér,“ bætir hann við. „Notkun rafrænna skilríkja stuðl- ar að bættu öryggi, hagræðingu og þægindum. Ferlar sem voru að taka langan tíma eins umsóknir um lán eða eitthvað slíkt sem tók kannski tíu daga en tekur núna kannski þrjátíu sekúndur eða fimm mínút- ur.“ – bdj Haraldur A. Bjarnason er fram- kvæmdastjóri hjá Auðkenni. Langflestir með rafræn skilríki VIÐSKIPTI Hinn kínverski Wei Li f laug í síðustu viku til Íslands með rúmlega 170 kílógrömm af íslenskri mynt en andvirðið er um 1,6 millj- ónir króna. Þetta er í þriðja sinn sem Li fjármagnar Íslandsferð með þessum hætti og hafa fyrri ferðir gengið snurðulaust fyrir sig. Núna er hins vegar komið babb í bátinn. Í farangri Wei Li, sem býr í nágrenni Hong Kong, er eingöngu 100 krónu mynt. „Það borgar sig ekki að kaupa yfirvigt fyrir smærri mynt,“ segir Li. Peningarnir eru í misjöfnu ástandi, sumir alveg heilir en aðrir talsvert skemmdir. Við komuna til landsins fór Li í Seðla- banka Íslands til þess að skipta pen- ingunum í handhægari stærðir en var vísað frá. Þaðan fór hann í útibú Arion banka og hafði ekki verið þar nema í nokkrar mínútur þegar átta lögreglumenn komu á vettvang og spurðu hann spjörunum úr. Wei Li segist skilja vel að athæfi hans veki furðu en hann fari að lögum og reglum. Lögin séu skýr en framganga yfirvalda sé það ekki. „Ég fæ myntina frá myntbrask- ara úti í Kína. Ég veit ekki hvaðan allt kemur en hluti kemur frá endurvinnslufyrirtæki sem kaupir samanpressaða bíla frá Íslandi. Þar leynist mikið af mynt,“ segir Li. Fyrirkomulagið er þannig að hann borgar ekki krónu fyrir myntina nema ef honum tekst að skipta henni hérlendis. Þá fær myntbrask- arinn sanngjarnan hlut. „Ég gaf allt upp við komuna til landsins,“ segir Li og sýnir kvittun þess efnis. Hann segist nota ágóð- ann til að ferðast um Ísland enda fallegasta land heims að hans mati. Hann segist hafa komið tvisvar í slíkar heimsóknir til Íslands á síðasta ári og alltaf hafi viðskiptin gengið snurðulaust fyrir sig. „Í síð- asta skipti fékk ég upplýsingar um að til stæði að breyta reglunum. Ég hafði því samband fyrir þessa ferð og sá að reglurnar væru óbreyttar. Þess vegna skil ég ekki af hverju ég fæ ekki að skipta myntinni,“ segir Li. Hann hefur ferðast til annarra landa í sama tilgangi, meðal ann- ars Danmerkur, Noregs og Þýska- lands. Þar séu reglurnar skýrar en ekki handahófskenndar eins og hér. „Ég get notað heilu myntina í verslunum en vil það síður með skemmdu myntina. Ég væri opinn fyrir því að gefa skemmdu myntina til góðgerðarmála hérlendis enda er hún að óbreyttu gagnslaus fyrir mig,“ segir Li. bjornth@frettabladid.is Flutti 170 kíló af mynt frá Kína til Keflavíkur Kínverskur ferðamaður furðar sig á því að Seðlabankinn vilji ekki skipta um 1,6 milljónum króna af íslenskri mynt sem hann ferðaðist með til landsins frá Kína. Þetta er þriðja ferð hans til landsins og áður hafa skiptin gengið í gegn. Wei Li flaug til landsins með 170 kíló af 100 krónu mynt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ég veit ekki hvaðan allt kemur en hluti kemur frá endurvinnslu- fyrirtæki sem kaupir saman- pressaða bíla frá Íslandi. Wei Li, kínverskur ferðamaður SAMGÖNGUR At vik þar sem f lug- vél Icelandair á leið frá Kef la vík til Manchester var lent í Glas gow vegna ó kyrrðar hefur verið til- kynnt til f lug mála yfir valda í Bret- landi. Þor kell Ágústs son hjá rann- sóknar nefnd sam göngu slysa segir að Icelandair hafi til kynnt at vikið til rann sóknar nefndarinnar. „Það var tilkynnt þetta símleiðis. Til kynningin var síðan send til f lug- mála yfir valda í Bret landi því að at- vikið átti sér stað þar,“ segir Þorkell. Spurður að því hvort að venja sé að til kynna at vik sem verða vegna ó kyrrðar líkt og þessarar segir Þor- kell það fara eftir hverju til viki fyrir sig. Í þessu til viki hafi f lugfé lagið metið það svo að þurft hafi að til- kynna það. Frétta stofa RÚV greindi frá því að mikil geðs hræring hefði gripið um sig á meðal far þega þegar ó kyrrðin hófst og fólk grátið. Flugvélinni hefur verið flogið til Íslands. – gis Flugið tilkynnt til flugyfirvalda 1 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.