Fréttablaðið - 10.02.2020, Síða 6
Það verða rúmlega
fimm þúsund
vinnuslys á ári og því mikið
verk að vinna.
Gísli Níls EInars-
son, sérfræðingur
í forvörnum hjá
VÍS
Tæplega 80 létust frá
laugardegi til sunnudags og
jafnmargir sólarhinginn á
undan.
ára
HEILBRIGÐISMÁL Tekist hefur að
fækka vinnuslysum og slysum á
börnum á skólatíma með atvika-
skráningarkerfinu Atvik. Þetta
segir Gísli Níls Einarsson, sérfræð-
ingur í forvörnum hjá VÍS. Fjöldi
vinnuslysa hér á landi hefur verið
um 5 þúsund á ári síðasta áratug
samkvæmt tölfræði Embættis
landlæknis. Um aldamótin skráði
Vinnueftirlitið um 1.400 vinnuslys,
sú tala var komin upp í 1.919 árið
2007 en talan lækkaði aftur eftir
hrun. Frá 2011 hefur slysum fjölgað
stöðugt á ný.
„Það er mikið um vinnuslys,
rúmlega 5 þúsund á ári, og því
mikið verk að vinna. Heildartöl-
fræði hefur hins vegar takmarkað
notagildi þar sem það er engin leið
fyrir vinnuveitendur og sveitarfélög
að átta sig á því hvað þarf að laga,“
segir Gísli Níls. Á miðvikudaginn
heldur hann erindi á Forvarnaráð-
stefnu VÍS á Hilton hótelinu, þar
mun hann ræða reynsluna af for-
ritinu Atvik sem VÍS hefur þróað
frá árinu 2013.
Forritið er nú aðgengilegt um
16 þúsund starfsmönnum, þar á
meðal 700 sjómönnum. Erlendar
rannsóknir hafa sýnt fram á að
mun farsælla er að allir starfsmenn
hafi aðgang að kerfinu og geti skráð
atvik en ekki aðeins millistjórn-
endur. Starfsmenn geta skráð atvik
nafnlaust í kerfinu. Upplýsingarnar
nýtast svo atvinnurekendum og
stjórnendum til að gera viðeigandi
úrbætur til þess að auka öryggi á
vinnustöðum. Árið 2018 greindi
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
frá því að engin slys hefðu átt sér stað
í þremur skipum félagsins það ár.
„Fyrirtækin hafa fært kerfið
upp á land. Sem dæmi tók eitt fisk-
vinnslufyrirtækið upp nýja gerð af
hönskum fyrir starfsmenn í fisk-
snyrtingu sem eru með stálvírum
í kjölfar tíðra skráninga á stungu-
og skurðslysum. Nú eru slík slys
nánast ekki lengur til staðar,“ segir
Gísli.
„Úti á sjó hafa skráningar í kerfið
leitt til ýmissa breytinga. Til dæmis
hafa sjómenn breytt um verklag og
staðsetningu við vinnu á þilfarinu.
Með því drógu þeir úr líkum á slys-
um á þilfarinu. Það eru svona atriði,
sem starfsfólk og stjórnendur geta
ekki borið kennsl á nema með yfir-
sýn og skráningu á atvikum. Með
þessu er þá hægt að koma í veg fyrir
alvarleg slys og jafnvel banaslys.“
Kerfið hefur einnig verið tekið upp
hjá annað hundrað leik- og grunn-
skólum um landið og eftir Metoo-
byltinguna var ákveðið í samráði við
notendur kerfisins að innleiða í það
atvikaskráningu á kynferðislegri
áreitni, einelti og ofbeldi. VÍS hefur
ekki aðgang að gögnum einstakra
fyrirtækja en Gísli segir að dæmi
séu um að slíkt hafi verið upprætt.
arib@frettabladid.is
Tölfræði getur komið
í veg fyrir alvarleg slys
Tíðni vinnuslysa og slysa í skólum hefur farið vaxandi á undanförnum árum.
Skráningarkerfi sem hefur verið innleitt víða afhjúpar hvar slysahætturnar
leynast. Inniheldur einnig leið til að skráningar á kynferðislegri áreitni.
Sigur gefur aukið sjálfstraust
Forsetaframbjóðandinn Pete Buttigieg heilsaði stuðningsmönnum sínum í New Hampshire í gær en allir sem keppa um útnefningu Demókrata
eru þangað komnir í tilefni forkosninga í fylkinu sem fara fram á morgun. Buttigieg og Bernie Sanders fengu f lesta kjörmenn í fyrsta forvali
f lokksins í Iowa í síðustu viku. Þeim er einnig spáð góðu gengi í New Hampshire. Útnefning f lokksins fer fram síðsumars. NORDICPHOTOS/GETTY
Með atvikaskráningu hefur tekist að fækka vinnuslysum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
HEILBRIGÐISMÁL Yfir 800 hafa látist
í Kína vegna bráðrar lungnabólgu
af völdum kórónaveirunnar sam-
kvæmt upplýsingum frá heilbrigð-
isyfirvöldum í Kína. Um helgina
létust 80 manns á einum sólarhring
sem var á pari við daginn á undan,
þegar hæsta dánartala á sólarhring
hingað til mældist.
Hátt í 38 þúsund hafa greinst með
veiruna en tæplega þrjú þúsund
hafa læknast og verið útskrifuð af
sjúkrahúsum hingað til.
Fleiri hafa látist í Kína af völdum
veirunnar en létust af völdum
bráðrar lungnabólgu sem skók Kína
á árunum 2002 til 2003 og dró 774
einstaklinga til dauða. – kdi
Kórónaveiran
slær met í Kína
TAÍLAND Alls féllu 26 manns þegar
taílenskur hermaður gekk ber-
serksgang og skaut á fólk í borginni
Nakhon Ratchasima á laugardag.
Auk þeirra særðust 57 þar af níu
alvarlega. Sérsveitir lögreglu skutu
manninn til bana um morguninn
en hann hafði falið sig í verslunar-
miðstöð yfir nóttina.
Maðurinn hafði stolið byssu og
skotfærum á herstöð sinni en fyrsti
maðurinn til að verða fyrir árás
hans var yfirmaður hans. Því næst
hóf hann að skjóta fólk af handa-
hófi úr bíl á leið sinni í verslunar-
miðstöð.
Fjöldi myndbanda náðist af því
þegar maðurinn skaut fólk sem
reyndi að f lýja undan bílnum.
Myndbönd sýndu einnig eld sem
logaði fyrir utan verslunarmið-
stöðina eftir að skotið hafði verið
í gaskút.
Inni í verslunarmiðstöðinni hélt
skothríðin áfram þar sem maður-
inn myrti fjölda fólks. Lögreglu
tókst að forða nokkrum úr bygg-
ingunni og mörgum tókst að fela
sig. Fólk faldi sig inni á salernum
og í verslunum og sendi vinum og
ættingjum skilaboð á meðan beðið
var eftir að lögregla yfirbugaði
manninn.
Hann var skotinn til bana nær
sautján klukkustundum eftir að
hann hóf skotárásina en lögregla
óttast að fjölda manns væri haldið
í gíslingu inni í verslunarmiðstöð-
inni. – kdi
Tugir skotnir til
bana í Taílandi
Lögreglan sat um húsið í 17 tíma.
HEIMSMET Um helgina var stærsti
f lugeldur heims sprengdur í loft
upp í Colorado-fylki í Banda-
ríkjunum. Flugeldurinn vóg um
1,3 tonn sem samsvarar bifreið af
gerðinni Toyota Corolla. Mikið
sjónarspil skapaðist þegar f lugeld-
urinn sprakk. Fulltrúi Heimsmeta-
bókar Guinness staðfesti metið en
fyrra met var frá árinu 2018 þegar
rúmlega eins tonns f lugeldur var
sprengdur í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum. – bþ
Heimsins stærsti
flugeldur sprakk
1 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð