Fréttablaðið - 10.02.2020, Page 22

Fréttablaðið - 10.02.2020, Page 22
Einnig má nýta hugbúnaðinn til þess að bæta orkusparn- að og innivist í eldri byggingum. 10 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 M Á N U DAG U RBYGGINGARIÐNAÐURINN Hamarinn hefur þróast á magnaðan hátt síðan mann-skepnan nýtti sér barefli í fyrsta sinn til að brjóta skeljar eða bein til að verða sér úti um fæðu og næringarefni. Það má í raun segja að hamarinn sé forfaðir allra ann- arra verkfræra. Skilgreiningin á hamri er verk- færi sem notað er til að lemja í hlut eða efni, hvort sem það er viður, málmur, steinn eða hvað sem er, ýmist til að opna, breyta eða festa saman. Fornleifafræðingar segja að fyrstu ummerki um að maðurinn hafi nýtt sér barefli í einhverjum tilgangi séu meira en þriggja milljón ára gömul þegar stærri steinn, nefndur „hamarsteinn“ var nýttur til að kljúfa minni og stökkari steina eins og hrafntinnu til að búa til beitt verkfæri sem nýttust til veiða og að vinna bráðina. Þessi hamar var í raun lítið annað en þungur sporöskjulaga steinn sem vó frá 300 grömmum upp í eitt kíló, vatnssorfinn og mjúkur eftir volk á árbotni eða í sjónum. Steinninn var notaður til að berja í hlut sem var staðsettur á stórum flötum steini, eins konar steðja. Ef þörf var á fín- legri meðferð var notaður minni steinn, bein, eða horn. Hamarinn þróaðist svo ekki meira fyrr en fyrir um 30.000 árum þegar handfangið kom til sögunnar. Þá var steinninn festur við skaft úr annaðhvort beini eða viði með leðri, sinum eða tágum og þannig varð hamarinn mun þægilegri til afnota og auðveldara að beita honum af nákvæmni. Þessi framför hafði keðjuverkandi áhrif, með nákvæmara verkfæri var hægt að gera fjölbreyttari hluti og slysum fækkaði sem gerði fýsilegra að nota hamarinn í verkin. Næsta framför var svo þegar hamrar voru smíðaðir úr bronsi fyrir um 5000 árum og festir á sköft með meiri nákvæmni og í framhaldi af því urðu naglar til. Árið 1200 fyrir okkar tímatal var farið að gera hamarshausa úr járni sem voru bæði sterkara og enn nákvæmara verkfæri og um það leyti var líka farið að búa til fjöl- breyttari hamra en áður, hausarnir voru mismunandi, bæði rúnn- aðir og kantaðir og hin notadrjúga klauf sem nú skilgreinir verkfærið nánast fyrir okkur leit dagsins ljós um þetta leyti til að hægt væri að endurnýta nagla eða bræða dýra málmana aftur í nýja. Eftir þetta þróaðist hamarinn ekki mikið þangað til stálið kom til sögunnar í upphafi sextándu aldar og þá fór hamarinn að þróast í ýmsar sérhæfðar áttir. Búnir voru til hamrar til að byggja, hamrar til að rífa niður, hamrar fyrir járn- smiði, námamenn og svo fram- vegis. Smáhamrar fyrir úrsmiði og til skartgripagerðar litu dagsins ljós. Þegar iðnbyltingin hófst varð hamarinn gríðarlega mikilvægt verkfæri og þá hófst fjöldafram- leiðsla á ákveðnum tegundum hamra auk þess sem efni eins og gúmmí á skaftið til að bæta gripið gerði þá öruggari og þægilegri. Í upphafi 20. aldarinnar komu til sögunnar hamarsmiðir eins og Stanley og Estwing sem þróuðu hamrana sem við þekkjum í dag. Til að hitta naglann á höfuðið Það borgar sig alltaf að hitta naglann á höfuðið. NORDICPHOTOS/GETTY Hamarinn er eitt elsta og jafnframt mikil- vægasta verk- færið og hefur fylgt manninum í milljónir ára. Alma D. Ívarsdóttir bygging-arverkfræðingur sem starfar hjá Mannviti segir að mikil- vægt sé fyrir byggingariðnaðinn á Íslandi að huga að orkusparnaði í byggingum þó að orkan okkar sé að mestu leyti endurnýjanleg og ódýr. Einnig segir Alma að ekki sé síður mikilvægt að meta frammi- stöðu bygginga og tæknikerfa í hönnunarferlinu svo hægt sé að tryggja sem bestu innivistina fyrir notendur húsnæðisins. Með notkun á hermihugbúnaði IDA- ICE er hægt að meta alla þessa þætti í hönnunarferlinu sem skilar sér í betri og hagkvæmari byggingu. Mörg svipuð hugbún- aðarkerfi eru til á markaðinum en IDA-ICE er einn sá nákvæmasti og framþróaðasti á markaðinum í dag og styður vel við þá reynslu og þjónustu sem Mannvit býður upp á, segir Alma. „Þessi hugbúnaður tekur inn samspil margra dýnamískra þátta sem viðkemur til dæmis stýri- kerfum, tæknikerfum, umhverfi, veðurfari, notendum og auðvitað uppbyggingunni á byggingunni sjálfri. Síðan hermir hugbúnaður- inn þessa þætti saman í þeim til- gangi að reikna út til dæmis orku- notkun, orkuramma, varma- og kæliþörf, loftgæði og varmavist yfir eitt ár. Með þessum útreikningum getum við borið saman mismun- andi úrlausnir svo að markvissar og fullgildar ákvarðanir séu teknar í hönnunarferlinu á byggingunni og öllum tæknikerfum. Með því að fara í gegnum þetta ferli getum við stuðlað að hagstæð- um orkusparnaði og betra innra umhverfi svo að fólki líði sem best inni í byggingunni. Einnig er hægt að framkvæma dagsbirtuútreikn- inga í hugbúnaðinum þannig þetta hefur líka nýst lýsingarhönnuðum okkar.“ Hægt að nota líkan úr teikniforritum arkitekta Hugbúnaðurinn virkar þannig að útbúið er líkan af byggingu og kerfum sem er annaðhvort verið að hanna, eða líkan af eldri byggingu sem á að endurbæta með einhverjum hætti. „Síðan hermir hugbúnaðurinn eftir ytra og innra álagi sem við setjum upp á núverandi hönnun og í kjölfarið getum við metið frammistöðu byggingarinnar. Það eru margir þættir í ytra og innra álaginu sem þarf að taka tillit til þegar bygging- in er sett upp í hugbúnaðinn, sem sagt mismunandi byggingarhlutar og efnisval, álag frá notendum, lýsingu, búnaði, tæknikerfi, staðsetningu, umhverfi, veðri og mörgu fleira,“ en hægt er að setja sérstaklega inn íslenskt veðurfar í hugbúnaðinn. Hugbúnaðurinn býður upp á að flytja gögn frá helstu teikniforritum arkitekta, svo að ekki þarf að eyða tíma í að teikna upp bygginguna að nýju þegar nota á hugbúnaðinn. Reikna út fyrir vistvottunarkerfi bygginga Með tilliti til útreikninga hug- búnaðarins er hægt að bera saman ýmsar lausnir. „Til dæmis getum við borið saman hvernig gler og/ eða sólarskermun við viljum nota með tilliti til sólarálags og orku- sparnaðar, en við þekkjum það öll þegar við erum í byggingum sem eru með stóra og marga glugga að þá getur orðið mjög heitt inni. Við getum metið á skilvirkan hátt hvaða gler hentar best við þessar aðstæður og hvernig tæknikerfin þurfa að vera hönnuð til að tryggja góða varmavist við ákveðið álag frá fólki, búnaði og veðri, en þetta er bara brot af því sem við getum gert í hugbúnaðinum,“ segir Alma. Einnig má nýta hugbúnaðinn til þess að bæta orkusparnað og inni- vist í eldri byggingum. Alma tekur fram að mikilvægt sé að geta metið alla þessa þætti svo hægt sé að velja hagkvæmustu og bestu lausn- ina fyrir bestu fjárfestinguna. Nú hefur Mannvit notað þennan hugbúnað í hálft ár, og segir Alma hann hafa nýst í mörg verkefni, stór sem smá. Mannvit hefur áður notað ýmsan hugbúnað en Alma segir þróunina þar vera hraða. „IDA-ICE hefur verið notaður úti um allan heim, þetta er hugbúnað- urinn sem stendur mest upp úr og styður best við okkar vinnu.“ Annað sem hefur ekki verið nefnt er að hugbúnaðinn nýtist vel við ákveðna útreikninga sem eru nauðsynlegir fyrir ýmis vist- vottunarkerfi fyrir byggingar eins og til dæmis BREEAM og Svans- vottunina. „Við styðjumst mikið við forritið í okkar vinnu. Núna er til dæmis orðið nauðsynlegt að nota svona hugbúnað til að gera útreikninga fyrir vottunarkerfi sjálf bærra bygginga til að ná sem flestum stigum.“ Orkusparnaður og bætt innivist Hálft ár er síðan Mannvit tók í notkun nýjan hermihugbúnað, IDA-ICE, sem nýtist við útreikninga á mörgum þáttum í fyrirhugaðri byggingu sem hafa áhrif á orkunotkun og innivist í byggingunni. Alma D. Ívarsdóttir, byggingaverkfræðingur hjá Mannviti, segir hugbúnaðarkerfið nýtast mjög vel til margra nota.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.