Fréttablaðið - 10.02.2020, Síða 48

Fréttablaðið - 10.02.2020, Síða 48
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Ánægjan af því að standa í fram- kvæmdum er mikilvæg og þar skipta raunhæfar væntingar og réttar áætlanir lykilmáli. Jónas Halldórsson, fram­kvæmdastjóri JT Verk, segir að fyrirtækið byggi á langri reynslu úr framkvæmdageiranum, þar sem meðal annars gerð og eftirfylgni kostnaðar áætlana sé veigamikill þáttur. „Með áætlun sem byggð er á þekkingu og reynslu minnka líkurnar á óvæntum uppákomum í ferlinu,“ segir hann og bætir við að gerð kostnaðaráætlana sé vandasamt verk. Forsendur og upplýsingar eru grundvöllur allra áætlana, breytingar geti komið upp hvenær sem er í ferlinu, allt frá því að ákveðið er fara í framkvæmdina á hönnunarstigi og á framkvæmda­ stiginu. Lykilatriðið er að reyna að vita í gegnum allt ferlið hver áætlaður raunkostnaður verkefnis verði í lokin. „Margir þættir geta spilað inn í kostnaðarætlun. Vega þarf ýmsar breytingar hverju sinni sem geta komið upp. Þá skiptir máli hvaða forsendum vinna skal eftir. Reynsla og þekking skiptir sköpun, því fer fjarri að þetta sé einfalt mál,“ segir hann. „Vönduð vinna í áætlunargerð eykur líkur á að hún standist. Á öllum stigum, allt frá ákvörðun um verkefni og þar til því er lokið fylgjum við því eftir og gerum stöðugt uppfærslur á áætlunum. Til eru þekktar aðferðir verkefnastjórnunar sem eigendur verkefna ættu að nýta sér svo útkoman verði í samræmi við væntingar,“ útskýrir Jónas og bendir á að ábyrgð á kostnaðar­ áætlunum hafi verið þrengd nýlega. „Sérfróðir ráðgjafar virðast njóta minni verndar gagnvart gerð kostnaðaráætlana sem gæti haft þau áhrif að þeir beri sig undan því að gera áætlanir nema með ýmsum fyrirvörum,“ bætir hann við. Hjá JT Verk starfar öflugur hópur fólks sem hefur sérhæft sig í utanumhaldi og verkefna­ stýringu framkvæmda frá upphafi til enda. „Ánægjan af því að standa í framkvæmdum er mikilvæg og þar skipta raunhæfar væntingar og réttar áætlanir lykilmáli. Þetta getur verið flókið en gott og stöð­ ugt utanumhald verkefna eykur líkurnar á því umtalsvert. Upp­ lifunin af framkvæmdum verður ánægjulegri þegar væntingarnar standast,“ segir Jónas. JT Verk var stofnað árið 2017 með það að markmiði að vera virkur þátttakandi í framkvæmda­ geiranum á Íslandi. Nánari upp­ lýsingar á heimasíðunni jtverk.is eða í síma 519 3220. Vönduð kostnaðaráætlun skiptir máli Starfsmenn JT Verk hafa langa reynslu af hönnunar- og verkefnastjórnun ýmissa verkefna, minni og stærri. JT Verk stýrir verkinu frá hugmynd að framkvæmdalokum og veitir alhliða ráðgjöf. Jónas Halldórsson, framkvæmdastjóri hjá JT Verk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þetta eru rúmgóð hús og geta átt góðan tíma eftir hjá nýjum eigendum.Húsin eru svokölluð A-hús með svefnlofti. Á vef BHM segir að á orlofs­svæði BHM í Brekkuskógi í Biskupstungum séu nokkur orlofshús með lágum veggjum á langhliðum og bröttu þaki, svo­ Gefa gömul sumarhús Sumarhúsin eru um og yfir 40 ára gömul og þurfa talsvert viðhald. BHM hefur aug- lýst gefins sex gömul sumarhús gegn því að þau verði flutt. Félag- ið telur ekki svara kostnaði að ráð- ast í endurnýjun húsanna. kölluð A­hús. Húsin eru um og yfir 40 ára gömul, 46 fermetrar að flatarmáli og standa á steyptum súlum. Jafnframt segir að þrátt fyrir að reglulegu viðhaldi hafi verið sinnt séu sex húsanna í mjög bágbornu ástandi og því er ekki talið að það myndi svara kostnaði að ráðast í viðamikla endurnýjun þeirra. Því hafi stjórn Orlofssjóðs BHM ákveðið að reisa sex ný orlofshús í Brekkuskógi sem leysa munu gömlu A­húsin af hólmi. Sjóðurinn hefur auglýst að í stað þess að rífa gömlu húsin og farga þeim muni húsin verða afhent áhugasömum aðilum til eignar gegn því að þau verði fjarlægð af svæðinu. Gissur Kolbeinsson, fjármála­ og rekstrarstjóri BHM, segir að viðbrögðin við auglýsingunni hafi verið mjög mikil. „í raun mikið meiri en við þorðum að vona því svona f lutningur er meira en að segja það. Ég er með um 150 manns á lista í dag sem hafa lýst yfir áhuga á að taka svona hús.“ Hann segir að húsin séu í því ástandi að laghentir ættu að geta haldið þeim við. „Húsin voru í útleigu þar til um síðastliðna helgi. Við höfum hins vegar ekkert farið í grafgötur með að þau eru í nokk­ urri viðhaldsþörf. Í gær vorum við með opið hús fyrir áhuga­ sama. Viðbrögðin sem ég fékk frá þeim sem skoðuðu húsin voru öll jákvæð og greinilega nokkur spenna varðandi útdráttinn. Fólk setur því viðhaldsþörf húsanna greinilega ekki fyrir sig.“ Í tilkynningunni frá BHM kemur fram að við ákvörðun um ráðstöfun húsanna munu sjóð­ félagar ganga fyrir og einnig aðilar sem reiðubúnir eru að fjarlægja f leiri en eitt hús. Verði eftirspurn­ in meiri en framboðið verður dregið úr hópi áhugasamra. Það er nokkuð ljóst miðað við áhuga að dregið verður úr hópi þeirra hand­ lögnu aðila sem hafa lýst áhuga sínum á að eignast húsin. Gissur segir að bygging nýrra húsa verði boðin út núna í febrúar en útboðið verður auglýst f ljótlega. Reiknað er með að framkvæmd­ unum verði lokið árið 2022. Nýju húsin sex sem reist verða í stað gömlu A­húsanna eru hönnuð af arkitektunum Sigríði Maack og Ingunni Hafstað hjá Arktika. Við hönnun þeirra var leitast við koma til móts við þarfir og óskir sjóð­ félaga samkvæmt niðurstöðum viðhorfskannana sem stjórn Orlofssjóðs hefur gert. Nýju húsin verða töluvert stærri en A­húsin og frábrugðin þeim að ýmsu leyti. INNLEND FRAMLEIÐSLA MEÐ EPD UMHVERFISYFIRLÝSINGU Steinull hf er fyrsti byggingavöruframleiðandinn á Íslandi sem látið hefur útbúa umhverfisyfirlýsingu fyrir sínar vörur. Umhverfisyfirlýsing vöru stendur fyrir „Environmental Product Declaration“ eða EPD. SAUÐÁRKRÓKI • Sími 455 3000 • steinull@ steinull.is • www.steinull.is 20 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 M Á N U DAG U RBYGGINGARIÐNAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.