Fréttablaðið - 10.02.2020, Síða 52
24 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 M Á N U DAG U RBYGGINGARIÐNAÐURINN
Glæsilegar danskar
innréttingar í öll
herbergi heimilisins
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán. – Fim. 10–18
Föstudaga. 10–17
Laugardaga. 11–15
Ný tegund múrsteina síar loftið. NORDICPHOTOS/GETTY
Fyrir nokkrum árum var hönnuð ný tegund múrsteins sem dregur í sig loftmengun.
Múrsteinnin er gerður út steypu
og endurunnu plasti.
Múrsteinninn er hannaður
þannig að hann er hluti af loft-
ræstingu byggingarinnar. Hann
er tveggja laga ytra lagið sérhann-
aður múrsteinn og innra lagið er
hefðbundin einangrun. Múr-
steinninn virkar þannig að hann
dregur í sig loftmengun í gegnum
sérstaka loftsíu og sendir svo út
aftur hreinsað loft.
Rannsókn á síunarkerfi múr-
steinanna sýndi a hann gat síað
30% af fíngerðum mengandi
ögnum og 100% af grófari ögnum
eins og ryki. Það er því ekki ólík-
legt að mengunarsíu múrsteinar
eigi eftir að verða algeng bygg-
ingarefni á komandi árum þar
sem hús úr slíkum múrsteinum
geta bætt lífskilyrði þeirra sem í
þeim búa til muna.
Byltingarkennt byggingarefni
Hér sést Ladakh í norðurhluta
Indlands, en Zojila-göngin eiga að
tengja svæðið við Kashmir-dalinn.
NORDICPHOTOS/GETTY
Vinna við hin 14 kílómetra löngu Zojila-göng á Ind-landi, sem eiga að tengja
Kashmir-dalinn við Ladakh í
norðurhluta Indlands og kosta
milljarð Bandaríkjadollara, hefur
stöðvast.
Vandamálin komu fyrst upp
í september árið 2018, þegar
verktakinn sem var að byggja
göngin fór á hausinn og skildi eftir
skuldir að andvirði um 13 millj-
ónir Bandaríkjadollara, eða 1,6
milljarðar íslenskra króna.
Indverska ríkisstjórnin ætlaði þá
að ráða nýjan verktaka og óskaði
eftir tilboðum í verkið, en því var
hætt í ágúst 2019. Búist var við því
að það yrði haldið áfram að leyfa
verktökum að bjóða í verkið síðar
meir, en það hefur ekki gerst og það
eru engin merki um að vinna við
göngin hefjist aftur á næstunni.
Þegar framkvæmdir hófust sagði
Narendra Modi, forsætisráðherra
Indlands, að göngin væru tækni-
legt kraftaverk. Indverska ríkis-
stjórnin hefur heitið því að eyða 1,4
trilljónum Bandaríkjadollara til að
byggja upp innviði og iðnað lands-
ins, en skortur á góðum innviðum
hefur hamlað efnahagsþróun á
Indlandi.
Rándýr
gangagerð
stöðvast
Mannvirkjastofnun fer með yfirumsjón bygg-ingarmála á Íslandi.
Stofnunin fer meðal annars með
undirbúning reglugerða og gerð
leiðbeininga á sviði byggingar-
mála, aðgengismál, löggildingu
hönnuða og iðnmeistara, útgáfu
starfsleyfa fyrir byggingarstjóra
og faggiltar skoðunarstofur á
byggingasviði. Stofnunin skal
einnig sinna markaðseftirliti með
byggingarvörum og taka þátt í
gerð íslenskra og evrópskra staðla
á sviði byggingarmála.
Meginþungi byggingareftirlits í
landinu er á höndum sveitarfélag-
anna sem ráða byggingarfulltrúa
til að sinna útgáfu byggingarleyfa
og framkvæmd byggingareftir-
lits. Þó er gert ráð fyrir að með
tímanum verði allt byggingar-
eftirlit framkvæmt af faggiltum
aðila í samræmi við ákvæði
skoðunarhandbóka sem Mann-
virkjastofnun býr til.
Um síðustu áramót sam-
einuðust Mannvirkjastofnun og
Íbúðalánasjóður undir nýju nafni:
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
(HMS). Sameiningunni er ætlað
að stuðla að heildstæðri yfirsýn
yfir húsnæðis- og mannvirkjamál
á einum stað ásamt því að ef la
stefnumótun og framkvæmd
húsnæðis- og mannvirkjamála til
hagsbóta fyrir almenning.
Sjá nánar á hms.is
Yfirumsjón
byggingarmála
Að mörgu er að hyggja við að byggja.