Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 6
best núna! Afgreiðslutímar á www.kronan.is Krónan mælir með! Mmm ... mangó Heimild: Skýrsla WHO frá 26. febrúar 2020 n 0 n 1-10 n 10-20 England Frakkland Þýskaland n 300+ Ítalía ✿ Fjöldi tilfella í Evrópu MOSFELLSBÆR Framkvæmdastjóri umhver f issviðs Mosfellsbæjar mælir gegn því að Afturelding fái að setja upp auglýsingaskjái á mótum Skarhólabrautar og Vesturlandsveg- ar þar sem keyrt er inn í Mosfellsbæ. „Háreist auglýsingask ilt i á þessum stað munu þannig skyggja á Lágafellskirkju og Litlaskóg, fal- lega jólalýsingu í kirkjugarðinum og jólatré Hlíðartúnshverfisins. Þá valda LED-skilti oft mikilli glýju í augum vegfarenda vegna hás birtustigs sem getur haft áhrif á umferðarör yg g i,“ seg ir f ram- kvæmdastjórinn sem kveður skiltin munu verða „á skjön við þá ásýnd sem Mosfellsbær hefur verið að vinna að sem heilsueflandi útivist- arbær með fallegu umhverfi og nátt- úru“. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins í gær. – gar Afturelding setji ekki upp auglýsingaskjái Mosfellsbær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Háreist auglýsingaskilti á þessum stað munu skyggja á Lágafellskirkju og Litla- skóg. ÍTALÍA Um 650 tilfelli kórónaveiru- smits hafa nú greinst á Ítalíu. Mikil aukning er á fjölda skráðra tilfella milli daga en í gær voru um 400 ein- staklingar smitaðir. Alls hafa 17 ein- staklingar látið lífið í landinu. Fjöldi tilfella á Ítalíu er orðinn sá langmesti í Evrópu og hafa yfirvöld í landinu kynnt mögulegar aðgerðir til að reyna að stöðva útbreiðslu veirunnar. Enn er óljóst hvernig veiran barst til landsins. Héröðin þar sem smithætta er talin mest eru Lombardía og Venetó í norðurhluta landsins. Ellefu smá- bæjum innan þeirra hefur verið lokað og geta yfir fimmtíu þúsund íbúar ekki farið neitt án leyfis frá yfirvöldum. Mörg fyrirtæki og skólar hafa einnig lagt niður starfsemi og íþróttaviðburðum hefur verið aflýst – þar á meðal nokkrum fótbolta- leikjum í efstu deild. Þá hafa Austurríki, Króatía, Sviss og Spánn rakið fyrstu tilfelli smits til Ítalíu. Seint í gærkvöldi var síðan tilkynnt um að fyrsta tilvikið hefði greinst á Norður-Írlandi og var það smit rakið til Norður-Ítalíu. Sóttvarnalæknir hefur ráðlagt gegn óþarfa ferðum Íslendinga til Norður-Ítalíu og ítrustu varúðar skuli gætt þegar ferðast er til ann- arra hluta landsins. Þrátt fyrir heimildir til þess að takmarka ferðir inn á smitsvæði telur sóttvarna- læknir ekki ástæðu til, enn sem komið er, að grípa til slíkra úrræða. Það hafa þó einkaaðilar gert að sjálfsdáðum. Ferðaskrifstofan VITA hefur fellt niður borgarferð um næstu helgi til Veróna. Yfirvöld á Bretlandi segja að allir sem hafi og muni snúa aftur frá bæj- unum Codogno, Castiglione d'Adda, Casalpusterlengo, Fombio, Maleo, Somaglia, Bertonico, Terra nova dei Passerini, Castelgerundo og San Fiorano og Vo 'Euganeo frá og með 19. febrúar skuli hafa samband við heilbrigðisyfirvöld, halda sig innan- dyra og forðast snertingu við annað fólk, jafnvel þó að þeir sýni ekki ein- kenni um sýkingu. arnartomas@frettabladid.is Smituðum fjölgar enn ört í norðurhluta Ítalíu Alls hafa 650 tilfelli kórónaveirunnar COVID-19 greinst á Ítalíu. Sautján einstakl- ingar hafa látist í land- inu. Ferðaskrifstofan VITA hefur fellt niður borgarferð um næstu helgi til Veróna og sótt- varnalæknir hefur ráð- lagt gegn óþarfa ferðum Íslendinga til landsins. Sótthreinsað í Seúl 650 tilfelli kórónaveirunnar hafa nú greinst á Ítalíu. Sérfræðingar íklæddir hlífðarbúnaði frá toppi til táar sótthreinsuðu almenningsstaði í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, í gær með það að markmiði að reyna að hemja útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Þarlend stjórnvöld hafa gefið út hæsta viðbúnaðarstig í landinu vegna veirunnar en þar greindust tæplega 350 ný smit í gær og eru nú um 1.600 manns smitaðir af COVID-19 í landinu. NORDICPHOTOS/GETTY Alls hafa 17 einstakling- ar látið lífið í landinu. 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.