Fréttablaðið - 28.02.2020, Page 8

Fréttablaðið - 28.02.2020, Page 8
Um er að ræða eftirfarandi lífeyrissjóði: Birta lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Rangæinga, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Stapi lífeyrissjóður SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÓSKA EFTIR HÆFU FÓLKI TIL AÐ TAKA AÐ SÉR STJÓRNARSTÖRF Í LÍFEYRISSJÓÐUM Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | 105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | sa.is Umsóknir sendist í tölvupósti á stjornarseta@sa.is Athugið að umsóknir frá fyrra ári gilda áfram og þarf ekki að endurnýja. Samtök atvinnulífsins hvetja konur jafnt sem karla til að sækja um. Samkvæmt kjarasamningi SA og ASÍ skipa samtökin helming stjórnarmanna í þeim sjö lífeyrissjóðum sem eru á samningssviði aðila og er framkvæmdastjórn SA falin tilnefning stjórnarmanna. Samtök atvinnulífsins óska ár hvert eftir því að hæfir einstaklingar, sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum SA eða hagsmunasamtökum þeirra, gefi kost á sér til starfa í stjórnum lífeyrissjóða. Leitað er eftir einstaklingum með fjölbreytta reynslu og þekkingu m.a. á lífeyrismálum, stjórnun, stefnumótun, áætlanagerð og reikningshaldi, lögfræðilegum málefnum og fjármála markaði. Úr þeim hópi sem gefur kost á sér til stjórnarstarfa verða tilnefndir þeir sem metnir eru hæfastir í ljósi þeirra eiginleika sem sóst er eftir í viðkomandi stjórn. Sérstök hæfisnefnd fjallar um einstaklinga sem gefið hafa kost á sér til stjórnarstarfa. Nefndin leggur mat á þekkingu og reynslu umsækjenda með hliðsjón af þeim eiginleikum sem nauðsynlegt er að viðkomandi stjórn sem heild búi yfir. Að mati loknu leggur hæfisnefndin tillögu fyrir framkvæmdastjórn SA. KÍNA Borgin Shenzen, í suðurhluta Kína, verður að öllum líkindum sú fyrsta í landinu til að banna með öllu sölu hunda- og kattakjöts. Er þetta ótengt ákvörðun kínverskra stjórn- valda um að banna tímabundið sölu á villidýrakjöti, vegna COVID-19 faraldursins. Sveitarstjórn í Shenzen, borg með um 12 milljónir íbúa, segir þetta gert vegna sérstaks sambands manna og gæludýra og undirbýr nú reglugerðina. Kínverjar hafa borðað hundakjöt í þúsundir ára og árlega er á bilinu 10 til 20 milljónum hunda slátrað í landinu. Eftir að landið varð opnara fyrir umheiminum og menntunar- stigið hækkaði hefur þeim fjölgað sem leggjast gegn hundaáti. Í dag eru vinsældir hundakjöts mjög mis- munandi eftir héröðum, og einna vinsælast er það í norðausturhlut- anum. Yngra fólk er mun ólíklegra til að leggja sér hvutta til munns en það eldra. Sumir hundar eru ræktaðir til manneldis en einnig þekkist það vel að gæludýrum sé stolið til átu. „Shenzen gæti gert þetta, þetta er framsækin borg á margan hátt,“ sagði Deborah Cao, sérfræðingur í dýravelferð við Griffith-háskóla í Ástralíu, í samtali við The Guardian. Samkvæmt reglugerðinni yrðu háar sektir lagðar við sölu hundakjöts, allt að 3,6 milljónum króna. – khg Shenzen fyrsta borg Kína til að banna hunda- og kattaát með öllu Vinsældir hundaáts eru afar mismunandi eftir héröðum í Kína. MYND/GETTY Shenzen gæti gert þetta, þetta er framsækin borg á margan hátt. Deborah Cao, sérfræðingur í dýravelferð ÍSRAEL Likud-f lokkurinn mælist stærstur í aðdraganda ísraelsku þingkosninganna sem fara fram á mánudag, með 34 prósenta fylgi. Verða þetta þriðju þingkosningarnar í landinu á innan við ári. Þar sem brösuglega gengur að mynda stjórn búast margir við þeim fjórðu innan skamms. Litlu munar á tveimur stóru flokk- unum, Likud og Bláa og hvíta banda- laginu, en hinn síðarnefndi mælist með 33 prósent. Voru f lokkarnir einnig hnífjafnir í síðustu kosning- um, sem fram fóru í september, en þá voru Bláhvítir örlítið stærri. Ein af ástæðunum fyrir því að Ísraelar eru vonlitlir um að þessar kosningar nái að leysa hnútinn er að þær koma tveimur vikum áður en réttarhöld hefjast yfir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og leiðtoga Likud-flokksins. Hann er sakaður um spillingu og mútuþægni. Þrátt fyrir þetta lætur Netanyahu engan bilbug á sér finna og hefur sótt hart að Bláhvítum og leiðtoga þeirra, Benny Gantz, í vikunni. Netanyahu kallaði Gantz heigul fyrir að mæta sér ekki í sjónvarpsumræðu og að hann skorti þekkingu og kjark til að stýra og vernda Ísrael. Þá spyrti Net- anyahu Gantz og klerkastjórnina í Íran saman og sagði hann auðvelt skotmark til kúgunar. Gantz hrakti þetta á miðvikudag og sagði Írani ekki hafa neitt á sig. Netanyahu væri lygari sem væri einfaldlega búinn að missa vitið. „Árásir Netanyahu eru hatursglæpur gegn ísraelsku samfélagi og lýðræði okkar,“ sagði Gantz. Líkti hann Netanyahu við Racip Erdogan Tyrk- landsforseta. Deilur f lokkanna eru í auknum mæli að færast yfir í persónulegt stríð á milli Netanyahu og Gantz. Hvorugur þeirra getur unnt hinum að vera forsætisráðherra og hvor- ugur er tilbúinn að stíga til hliðar. Erfitt er þó að mynda stjórn án beggja flokka eins og staðan er nú. Margir bundu vonir við að Avig- dor Lieberman og f lokkur hans, Yisrael Beitenu, myndu leysa deiluna í haust. En Lieberman vildi leiða stóru flokkana tvo saman og gerði það sem kröfu fyrir stjórnaraðkomu. Mælist Yisrael með sjö prósent nú en það er sama fylgi og í síðustu kosn- ingum. Þá hefur lítil breyting orðið á fylgi flestra flokka, Sameinaða lista Araba, Verkamannaf lokksins og smærri f lokka strangtrúaðra gyð- inga. Í ljósi þess hversu lítið fylgið hreyfist milli kosninga og kannana telja skýrendur að kjósendur séu fyrir löngu búnir að gera upp hug sinn, hvort þeir vilji sjá Netanyahu áfram á forsætisráðherrastól eður ei. Hverjir kjósa skipti mun meira máli. Það er spurning hvor leiðtoginn nái að kveikja nægilega vel í stuðnings- mönnum sínum til þess að þeir nenni að mæta enn einu sinni á kjör- stað. kristinnhaukur@frettabladid.is Baráttan sífellt persónulegri og hatursfyllri Kosið er í Ísrael í þriðja skiptið á innan við ári á mánudag. Likud-flokkurinn mælist nú stærstur en lítil hreyfing er á fylgi flokkanna. Deila leiðtog- anna er orðin bæði mjög persónuleg og hatursfull. Gantz og Netanyahu geta ekki unnt hvor öðrum að leiða stjórn. MYND/GETTY Árásir Netanyahu eru hatursglæpur gegn ísraelsku samfélagi og lýðræði okkar. Benny Gantz, leiðtogi Bláa og hvíta bandalagsins 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.