Fréttablaðið - 28.02.2020, Síða 19
Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sérfræðingur í samfélags-ábyrgð hjá Landsbank-
anum, segir auknar kröfur frá
markaðinum um að bankar mæli
og greini frá kolefnislosun. „Þar
sem bankar, eðli starfsemi sinnar
vegna, losa lítið magn kolefnis í
gegnum beinan rekstur þá liggja
tækifærin til að vinna að mark-
miðum Parísarsamkomulagsins
ekki í beinum rekstri heldur í lofts-
lagsáhrifum þeirra verkefna sem
þeir kjósa að lána til eða fjárfesta í.
Það hefur reynst erfitt fyrir banka
um allan heim að mæla þessi áhrif.
Í fyrra gerðist Landsbankinn
aðili að alþjóðlega verkefninu
PCAF (e. Partnership for Carbon
Accounting Financials) sem miðar
að því að búa til loftslagsmæli
sem er sérsniðinn að fjármála-
fyrirtækjum og er ætlað að gera
þeim kleift að mæla og greina frá
kolefnislosun í lána- og eignasafni
þeirra. Verkefnið hófst í Hollandi
og hafa PCAF-mælar verið gerðir
fyrir fjármálafyrirtæki þar í landi
og fyrir banka í Norður-Ameríku,“
útskýrir Aðalheiður.
„Verkefnið miðar að því að búa
til alþjóðlegan loftslagsmæli til
þess að fjármálafyrirtæki um heim
allan geti mælt þessa kolefnislosun
á vísindalegan og samræmdan
hátt. Landsbankinn er í þróunar-
hópi PCAF fyrir alþjóðlega mælinn
en gert er ráð fyrir að sú vinna taki
um þrjú ár.“
Samfélagsábyrgð hluti
af kjarnastarfsemi
„Til þess að hafa sem mest áhrif
er mikilvægt að samfélagsábyrgð
sé hluti af kjarnastarfsemi hvers
fyrirtækis,“ segir Aðalheiður. „Hjá
bönkum snýr það til dæmis að
fjárfestingum og lánastarfsemi.
Hjá Landsbankanum hefur verið
lögð áhersla á innleiðingu ábyrgra
fjárfestinga og að auka þekkingu
á grænum skuldabréfum og svo-
kallaðri regnbogafjármögnun,
þar sem fjármagni er m.a. beint í
umhverfisvæn og félagsleg verk-
efni.
Á dögunum höfðu Markaðir
Landsbankans til að mynda
umsjón með grænni skuldabréfa-
útgáfu Lánasjóðs sveitarfélaga sem
heppnaðist vel. Afrakstri skulda-
bréfaútboðsins verður varið til að
fjármagna verkefni sveitarfélaga
sem stuðla að umhverfisvernd og
sporna gegn loftslagsbreytingum.
Í þeirri útgáfu voru í fyrsta skipti
á Íslandi gefin út græn skuldabréf
á betri kjörum en hefðbundin
skuldabréf sem gefin voru út á
sama tíma. Grænu skuldabréfin
voru gefin út með 1,35% vöxtum
(verðtryggð) en sama dag gaf Lána-
sjóðurinn út hefðbundin skulda-
bréf á ávöxtunarkröfunni 1,40%.“
Aðalheiður er bjartsýn. „Þetta
útboð er vonandi merki þess að
fjárfestar séu reiðubúnir til þess að
koma að fjármögnun umhverfis-
vænni verkefna á betri kjörum en
fjármögnun annarra verkefna.
Þess vegna skiptir orðið miklu
máli fyrir banka að vera með sam-
félagsábyrgð sem hluta af sinni
kjarnastarfsemi til þess að geta
svarað kalli markaðarins um sam-
félagslega ábyrg verkefni. Sam-
félagsábyrgðin snertir á svo mörgu
í okkar daglega starfi allt frá því
að tryggja jafnrétti á vinnustað til
netöryggismála, í öllu samstarfi
við hagaðila og í því að veita góða
bankaþjónustu. Mikilvægur hluti
af samfélagslegri ábyrgð banka er
svo auðvitað að tryggja traustan
rekstur til að skila ávinningi til
viðskiptavina, samfélagsins og
eigenda.“
Alþjóðlegar sjálfbærni
leiðbeiningar fyrir banka
Landsbankinn var í hópi 130
banka sem skrifuðu undir viðmið
um ábyrga bankastarfsemi í höf-
uðstöðvum Sameinuðu þjóðanna
í september síðastliðnum. Þetta er
viðamikið verkefni á vegum UNEP
FI (United Nations Environment
Programme – Finance Initiative)
og markmiðið er að tengja fjár-
málastarfsemi við heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna um sjálf-
bæra þróun og Parísarsamkomu-
lagið.
„Þetta er í fyrsta sinn sem settar
eru alþjóðlegar leiðbeiningar fyrir
banka um samþættingu sjálf-
bærniviðmiða á öllum stigum
bankastarfsemi. Samtals stýra
þessir bankar rúmlega þriðjungi
þess fjármagns sem er í umferð í
bankakerfi heimsins. Verkefnið
getur því haft víðtæk áhrif. Við-
miðin hjálpa bönkunum að greina
hvernig beita megi starfsemi
þeirra í þágu heimsmarkmiðanna,
setja mælanleg og tímasett mark-
mið og greina frá þeim opinber-
lega. Þetta er góður vettvangur
til að læra af öðrum, tileinka
sér það sem vel hefur gengið og
veitir einnig samanburð á milli
banka,“ segir Aðalheiður. Hún
bendir á að Landsbankinn fylgi
með markvissum hætti þremur
af heimsmarkmiðum Sameinuðu
þjóðanna: um jafnrétti kynjanna
(nr. 5), góða atvinnu og hagvöxt
(nr. 8) og um ábyrga neyslu og
framleiðslu (nr. 12).
Í 6. sæti af 376 bönkum
Aðalheiður segir að kröfur fjár-
festa um að fyrirtæki sýni fram á
samfélagsábyrgð sína hafi aukist
jafnt og þétt á undanförnum árum.
Til að bregðast við þessu fékk
Landsbankinn óháð mat þriðja
aðila á samfélagsábyrgð bankans
haustið 2019 og hlaut bankinn
UFS-áhættumat frá alþjóðlega
greiningarfyrirtækinu Sustain-
alytics í október. Með UFS-þáttum
er átt við það hvernig fyrirtæki
gæta að umhverfislegum og
félagslegum áhrifum í starfsemi
sinni ásamt stjórnarháttum. „Við
vorum ánægð með útkomuna en
Landsbankinn var í 6. sæti af 376
bönkum sem Sustainalytics hefur
mælt í Evrópu sem sýnir að við
séum á réttri leið í okkar nálgun.
Þessi árangur næst ekki öðruvísi
en með því að innleiða UFS-þætti
í kjarnastarfsemina, enda er slík
úttekt umfangsmikil og tekur
til allrar starfsemi fyrirtækis.
Það er vel þess virði að fjárfesta í
þessari vinnu þar sem góð niður-
staða úr UFS-úttekt þriðja aðila
veitir bönkum greiðari aðgang að
ódýrara fjármagni.“
Setja mælanleg markmið
og greina frá niðurstöðum
Aðalheiður bendir á að það þurfi
að veita góðar og aðgengilegar
upplýsingar um ófjárhagslega
þætti eða lykilupplýsingar banka-
starfsemi. Slík upplýsingagjöf
skapi trúverðugleika en helsta
markmið skýrslugjafar um sam-
félagsábyrgð sé að skapa gagnsæi
og byggja þannig upp traust.
Einnig þurfi að setja sér mælanleg
markmið.
„Við hjá Landsbankanum gefum
út ítarlega samfélagsskýrslu á
hverju ári þar sem fjallað er um
áhrif starfseminnar á umhverfi og
samfélag og sjá má samanburðar-
hæfar mælingar frá ári til árs.
Næsta skýrsla kemur út í mars.
Skýrslurnar eru skrifaðar eftir
Global Reporting Initiative við-
miðunum og gilda sem framvindu-
skýrslur til UN Global Compact,
samstarfsverkefnis Sameinuðu
þjóðanna og atvinnulífsins um að
sýna samfélagsábyrgð í verki. GRI-
viðmiðin leiðbeina fyrirtækjum
um að miðla upplýsingunum á
gagnsæjan, trúverðugan og saman-
burðarhæfan hátt.“
Huga þarf að ýmsu í þessum
efnum. „Áskoranir í samfélags-
ábyrgð fyrirtækja eru margar, ekki
síst í umhverfi þar sem einblínt
er á ársfjórðungslegan árangur
í stað árangurs til lengri tíma en
nauðsynlegt er að innleiða lang-
tímahugsun í verklag fyrirtækja.
Þannig næst besti árangurinn fyrir
umhverfi, samfélag og rekstrar-
grundvöll fyrirtækjanna sjálfra,“
segir Aðalheiður.
Mikilvægur hluti
af samfélagslegri
ábyrgð banka er svo auð-
vitað að tryggja traustan
rekstur til að skila
ávinningi til viðskipta-
vina, samfélagsins og
eigenda.
Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum, segir nauðsynlegt að innleiða langtímahugsun í verklag fyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Landsbankinn tekur
þátt í gerð alþjóðlegs
loftslagsmælis
Eitt viðamesta verkefnið sem bankar og fjármála-
fyrirtæki standa frammi fyrir í samhengi samfélags-
ábyrgðar er að meta og greina frá loftslagsáhrifum
í gegnum lána- og eignasöfn sín.
KYNNINGARBLAÐ 3 F Ö S T U DAG U R 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA