Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2020, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 28.02.2020, Qupperneq 24
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Heimsmarkmiðin tóku gildi 1. janúar 2016 og gilda út árið 2030. Öll 193 ríkin sem eru aðilar að Sameinuðu þjóð- unum tóku ákvörðun um að taka upp þessi markmið. „Megintilgangur þúsaldarmark- miðanna var að efla stöðu fólks í þróunarríkjunum og færa þau nær iðnríkjunum. En heimsmark- miðin taka inn f leiri þætti, ekki bara félagslega og efnahagslega þætti heldur líka umhverfismál. Það er þetta þrennt sem skapar stoðir sjálf bærrar þróunar,“ segir Vera Knútsdóttir, framkvæmda- stjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. „Heimsmarkmiðin ganga lengra en þúsaldarmarkmiðin og gilda um öll ríki heims. Þau er ekki bara hugsuð sem tæki í þróunarsam- vinnu heldur eru þau hugsuð til að öll ríki heims taki þau til sín og vinni að þeim samhliða. Heims- markmiðin eru: Ef þú ætlar að búa í samfélagi sem er öruggt fyrir alla, þar sem aðgengi að þjónustu og atvinnu og öðru er gott þá verður líka að hafa umhverfismálin í lagi. Það er lífsviðurværið, við drögum náttúrulega allt frá náttúrunni.“ Ríkin 193 eru ekki skuldbundin því að vinna að markmiðunum að sögn Veru, en á Íslandi hafa verið gerðar áætlanir um hvernig íslenska ríkið ætlar að innleiða þau. „En það eru f leiri sem vinna að því að ná þessum markmiðum en ríkin eða Sameinuðu þjóðirnar. Þetta er verkefni sem sveitarfélög og fyrirtæki í einkageiranum hafa líka verið að vinna að,“ segir Vera. „Hjá ríkinu eru heimsmark- miðin til dæmis tengd inn í allar fjármálaáætlanir sem hafa verið gerðar. Þannig er hægt að mæla það beint hvort verið sé að verja nógum fjármunum í verkefni sem uppfylla heimsmarkmiðin. Ísland kynnti skýrslu um stöðuna á hér- lendis hjá Sameinuðu þjóðunum í fyrrasumar. Ríkið er að vinna að verkefnum í þróunarsamvinnu sem stuðla að heimsmarkmið- unum og vinnur að því að tengja öll verkefni íslenska ríkisins við heimsmarkmiðin.“ Inni á vefsíðunni visar.hag- stofa. is er hægt að finna upp- lýsingar um heimsmarkmiðin og þar er hægt að sjá mælikvarða sem mæla árangurinn á Íslandi. „Það er verið að tryggja að staðan sé sýnileg almenningi,“ útskýrir Vera og bætir við að sífellt f leiri fyrir- tæki taki markmiðin inn í sínar áætlanir um samfélagsábyrgð. „Nú eru líka f leiri og f leiri fjár- Sífellt fleiri innleiða markmiðin Heimsmarkmiðin voru samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og tóku við af þúsaldarmarkmiðunum. Tilgangurinn markmiðanna er að stuðla að sjálfbærri þróun. Vera Knútsdóttir segir að heims- markmiðin gildi um öll ríki heims. festar farnir að setja tengingu við heimsmarkmiðin og samfélags- lega ábyrgð sem skilyrði fyrir fjárfestingu.“ Heimsmarkmiðin í heild eru 17 og undirmarkmiðin eru 169. Hægt er að lesa um þau öll á vefsíðunni heimsmarkmidin.is. Þar er líka listi yfir verkefni sem sveitarfélög og fyrirtæki og aðrir aðilar sem eru að vinna verkefni sem tengjast heimsmarkmiðunum hafa skráð inn. Ef þú ætlar að búa í samfélagi sem er öruggt fyrir alla þá verður að hafa umhverf- ismálin í lagi. 8 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RSAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA Hlédís Sig- urðardóttir er verkefnastjóri samfélags- ábyrgðar hjá Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Íárs- og samfélagsskýrslu Arion banka er meðal annars fjallað um nýja metnaðarfulla umhverfis- og loftslagsstefnu bankans þar sem fram kemur að bankinn ætli að beina sjónum sínum að fjármögnun verkefna sem snúa að sjálf bærri þróun og grænni innviðauppbyggingu, meta núverandi lánasafn út frá grænum viðmiðum og setja sér markmið fram á veginn. Einnig að bankinn ætli að gera þá kröfu til sinna birgja að þeir vinni að því að lág- marka umhverfis- og loftslagsáhrif í sinni starfsemi. Bankinn hefur frá árinu 2016 meðal annars fylgt leiðbeiningum Nasdaq í skýrslu- gjöf um samfélagsábyrgð. Hlédís Sigurðardóttir er verk- efnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Arion banka: „Loftslagsbreytingar eru graf- alvarlegt mál og við vitum að við þurfum að bregðast við strax ef við viljum lágmarka skaðann. Við treystum vísindamönnunum sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að loftslagsbreytingarnar séu af mannavöldum og tökum skýra afstöðu með þeim. Það er kominn tími á aðgerðir og við í Arion banka ætlum að leggja okkar af mörkum og erum að taka fyrstu Arion banki á grænni vegferð Nýlega birti Arion banki árs- og samfélagsskýrslu fyrir árið 2019 þar sem meðal annars er farið yfir verkefni og árangur bankans í umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. skrefin á þeirri vegferð,“ segir Hlédís. Arion banki hefur þegar farið í margvíslegar aðgerðir sem hafa leitt til þess að dregið hefur úr losun gróðurhúsalofttegunda um rúm 29 prósent í starfsemi bankans frá árinu 2015. „Við höfum meðal annars raf- vætt hluta bílaf lotans og fækkað fermetrum fyrir starfsemina. Þá höfum við f lokkað meira, dregið úr matarsóun í mötuneyti höfuð- stöðva og hvatt starfsfólkið okkar til að nýta vistvænan samgöngu- máta í og úr vinnu. Flugferðum hefur þó fjölgað síðan bankinn var skráður á markað í Svíþjóð og það er ákveðin áskorun,“ segir Hlédís. Arion banki er einnig í samstarfi við Kolvið vegna mótvægisað- gerða og gróðursetur um 5.000 tré fyrir hvert rekstrarár. „Við viljum hins vegar ganga enn lengra og ætlum að setja aukinn fókus á að hafa jákvæð áhrif á þá aðila sem við kaupum þjónustu af og þá sem við lánum til því þar getum við í raun haft miklu meiri áhrif heldur en þegar við drögum úr losun í okkar eigin starfsemi, þótt að það sé auðvitað mikilvægt líka,“ segir Hlédís jafnframt. Bankinn gerðist aðili að megin- reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi síðast- liðið haust ásamt um 130 öðrum bönkum frá 49 löndum. Með aðildinni skuldbinda bankarnir sig til að leggja sitt af mörkum til að mæta þörfum einstaklinga og markmiðum samfélagsins eins og þau eru skilgreind í heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulaginu og greina frá árangrinum á gagnsæjan hátt. „Þetta alþjóðlega samstarf er gríðarlega mikilvægt því maður getur rétt ímyndað sér hversu mikið fjármagn flæðir í gegnum fjármálakerfið á heimsvísu. Það hvernig fjármagninu er stýrt, og í hvaða verkefni er lánað, er því lykilbreyta í því að við náum markmiðum Parísarsamkomu- lagsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Eins og staðan er núna stefnir því miður ekki í að þau markmið náist. Því verðum við einfaldlega öll að gera það sem í okkar valdi stendur og það hratt,“ segir Hlédís að lokum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.