Fréttablaðið - 28.02.2020, Page 25
Guðmundur Jóhann Jónsson er forstjóri Varðar sem leitast við að eiga ábyrg og traust samskipti við hagaðila sem leggja áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð. MYND/ÁRNI SÆBERG
Samfélagsábyrgð er sam-þætt stefnu og starfsháttum Varðar og í sinni einföldustu
mynd snýst hún um ábyrga starfs-
hætti. Grunnurinn er siðferðis-
legur og forsenda góðra verka og
faglegra ákvarðana. Tilgangurinn
grundvallast á að starfa af heil-
indum til hagsbóta fyrir alla
hagaðila fyrirtækisins, eins og
viðskiptavini, starfsfólk, eigendur
og samfélagið í heild. Markmiðið
með ábyrgum starfsháttum er
að skapa sameiginlegt virði,“
útskýrir Guðmundur Jóhann
Jónsson, forstjóri Varðar, þegar
hann er inntur eftir samfélags-
ábyrgð fyrirtækisins.
Rætur Varðar má rekja til
Eyjafjarðar, allt aftur til ársins
1926 þegar Vélbátasamtrygging
Eyjafjarðar var stofnuð. Í dag
er Vörður alhliða vátrygginga-
félag með liðlega 60 þúsund
viðskiptavini um land allt og um
100 manna öf lugan hóp starfs-
fólks með fjölbreyttan bakgrunn,
menntun, reynslu og hæfni. Félag-
ið býður hagkvæmar trygginga-
lausnir á samkeppnishæfu verði
fyrir einstaklinga, fjölskyldur og
fyrirtæki.
Guðmundur segir að Vörður
einsetji sér í allri starfsemi sinni
að hafa jákvæð áhrif á samfélags-
lega þróun og umhverfið sem
félagið starfi í. Meðal kjarna-
þátta í samfélagsstefnu Varðar
séu mannrækt, ábyrg trygginga-
starfsemi, virk umhverfisstefna,
ábyrgir stjórnar- og stjórnunar-
hættir, framlög og styrkir til góð-
gerðar- og félagssamtaka, rekstur
og þjónusta byggð á siðrænum
gildum, fræðsla, gagnsæi og virk
upplýsingagjöf.
Guðmundur segir jafnframt
að í áætlun samfélagsstefnunnar
sé reynt að setja skýr og fram-
fylgjanleg markmið sem unnin
eru í samstarfi við hagaðila og
samræmist heildarstefnunni.
Markmiðin séu fjölmörg og fjalli
fyrst og fremst um að stunda
ábyrga tryggingastarfsemi og
að starfa náið og á ábyrgan hátt
með samfélaginu og umhverfinu.
„Fyrirtæki eiga að axla ábyrgð
á öllum sínum ákvörðunum og
athöfnum, líkt og góðir og gildir
þjóðfélagsþegnar gera. Samfélags-
ábyrgð snýst ekki eingöngu um að
fara að lögum og reglum heldur
einnig að bera virðingu fyrir
samborgurunum, umhverfinu
og samfélaginu öllu. Við viljum
leggja okkar af mörkum til að ef la
komandi kynslóðir og stuðla að
framförum í samfélaginu með því
að gera meira en lög og reglugerðir
krefjast.“
Tryggingar á mannamáli
Í samfélagsstefnu Varðar segir
að virðiskeðja félagsins sé byggð
á siðrænum og samfélagslega
ábyrgum gildum. Vörður leitist
þannig við að eiga ábyrg og traust
samskipti við hagaðila sína þar
sem áhersla er lögð á að auka sjálf-
bærni og skapa verðmæti fyrir
samfélagið og umhverfið.
„Vörður kýs að starfa með
birgjum sem starfa eftir sömu
gildum og brýnir þá að huga að
sjálf bærni. Lögð er áhersla á að
vörur Varðar séu samfélagslega
ábyrgar og að þjónustan sé byggð
á siðferðislegum gildum. Þá er
lögð áhersla á að viðskiptavinir
séu vel upplýstir um hvað vörur
félagsins standa fyrir og þar með
vel meðvitaðir um ákvarðanir
sínar við val á þeim,“ segir Guð-
mundur.
Hann nefnir sem dæmi að
undanfarið misseri hafi félagið
unnið að umfangsmiklu verkefni
sem starfsfólk kalli „tryggingar á
mannamáli“ en það snýr að skýru
og skiljanlegu málfari í trygg-
ingum. Markmiðið sé að koma til
móts við þarfir neytenda, auka
skilning þeirra á tryggingum og
einfalda framsetningu f lókins
tryggingamáls.
„Segja má að besta tryggingin
hjá Verði sé sú trygging sem félag-
ið og viðskiptavinurinn hafa sam-
eiginlegan skilning á. Hér viljum
við sýna ákveðið frumkvæði og
viljum meina að aðgengilegar
upplýsingar séu gagnsæi. Gagnsæi
eykur þekkingu á Verði sem fyrir-
tæki, vörum þess og þjónustu. Það
má með sanni segja að einfaldara
tungumál skapi betri skilning
á eiginleikum vara og þjónustu
Varðar og þar með gæðum á öllum
stigum,“ útskýrir Guðmundur og
bæti við að með betri samskiptum
komi snerpan og skilvirknin.
„Skiljanlegt og einfalt málfar
minnkar tortryggni sem eðlilega
getur skapast vegna f lókins tungu-
máls. Skýrt mál er því okkar mál.“
Umhverfið varðar okkur öll
Guðmundur segir Vörð hafa um
langt skeið verið umhugað um
umhverfismál og að félagið leitist
við að vinna með aðilum sem hafa
sett sér stefnu í umhverfismálum
og samfélagslegri ábyrgð. Hann
segir að unnið sé markvisst að því
að auka umhverfisvæna þætti í
allri starfseminni og draga úr nei-
kvæðum áhrifum á umhverfið.
„Árið 2010 setti Vörður umhverf-
ismál inn í stefnu sína og hefur
síðan þá þróað málaf lokkinn
yfir í heildstæða stefnu um sam-
félagslega ábyrgð. Vörður er til
dæmis aðili að Festu og eitt af 104
fyrirtækjum sem undirrituðu
loftslagsyfirlýsingu Festu og
Reykjavíkurborgar árið 2016 þar
sem fyrirtækin skuldbinda sig til
að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda, minnka myndun
úrgangs og mæla árangurinn,“
segir Guðmundur.
Frá árinu 2017 hefur Vörður
gefið árlega út viðamikla sjálf-
bærniskýrslu þar sem góða mynd
er að fá á aðgerðir félagsins í sam-
félagsmálum. Í henni kemur fram
að Vörður vinnur með heims-
markmið Sameinuðu þjóðanna
um sjálf bæra þróun.
„Á síðasta ári skiptum við til
dæmis út bensín- og dísilbílum
okkar fyrir rafmagnsbíla til að
minnka losun og kolefnisjöfn-
uðum reksturinn í samvinnu við
Kolvið. Þá höfum við f lokkað
úrgang hjá okkur frá 2011 og
markvisst stefnum við að aukinni
og betri f lokkun. Samfélagsleg
ábyrgð og umhverfisvæn hegðun
er til hagsbóta fyrir alla aðila,
bæði fyrirtækin sjálf, viðskipta-
vini og starfsfólk,“ upplýsir Guð-
mundur.
Starfsfólk
dýrmætasta auðlindin
Að hlúa vel að starfsfólki er hluti af
samfélagsstefnu Varðar. Áhersla er
lögð á velferð og vellíðan og starfs-
fólk hvatt til heilbrigðis lífernis og
hreyfingar. Félagið greinir reglulega
þætti í vinnuumhverfinu sem geta
haft áhrif á líðan, heilsu og öryggi
starfsfólks og vinnur að úrbótum
sé þess þörf. Guðmundur nefnir að
innan félagsins starfi heilsunefnd
sem skipuleggi ýmsa heilsutengda
viðburði og velferðarnefnd sem
vinni að málum eins og jafnrétti,
vinnurétt, einelti og áreitni og öðru
sem snúi að velferð starfsfólks.
„Vörður veitir starfsfólki styrki til
þátttöku í heilsueflandi athöfnum
og tómstundum og býður því að
gangast undir mat á heilsufari og
líðan. Við matið er notast við heild-
ræna nálgun og horft til fleiri þátta
en líkamlegra, svosem geðheilsu,
persónulegrar heilsu, félagslegrar
heilsu og faglegrar heilsu. Með
slíkri nálgun næst meiri árangur
við mat á heilsu og vellíðan starfs-
fólks,“ segir Guðmundur og bendir
jafnframt á að jafnréttismálin séu
ekki síður mikilvæg starfsfólki en
velferð og vellíðan.
„Segja má að jafnrétti sé greipt
inn í menningu Varðar. Við erum
sérlega stolt af því að árið 2014
hlaut Vörður, fyrst fjármálafyrir-
tækja, jafnlaunavottun og höfum
við starfað eftir því kerfi allar götur
síðan. Þá höfum við mjög skýra
jafnréttisstefnu sem er ætlað að
tryggja jöfn tækifæri og kjör starfs-
fólks af báðum kynjum.“
Byggt á siðferðislegum gildum
Vörður einsetur sér í allri starfsemi sinni að hafa jákvæð áhrif á samfélagslega þróun og umhverf-
ið sem félagið starfar í. Þá er lögð rík áhersla á jafnréttismál, velferð og vellíðan starfsfólks.
Skiljanlegt og
einfalt málfar
minnkar tortryggni sem
getur skapast vegna
flókins tungumáls. Skýrt
mál er því okkar mál.
KYNNINGARBLAÐ 9 F Ö S T U DAG U R 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA