Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 29
Bónus var fyrsta matvöruverslunin á landinu til að hætta með plastburðarpoka og bjóða í staðinn upp á lífniðurbrjótanlega poka. Saman gegn matarsóun eru eitt af ein- kunnarorðum Bónuss en síðastliðin 30 ár hefur Bónus unnið statt og stöðugt gegn matarsóun með því að selja útlitsgallaðar vörur og vörur á síðasta snúning með góðum afslætti. eða annað tóbak í sínum verslun- um. Þessi ákvörðun var vissulega stórtæk á sínum tíma en við sjáum svo sannarlega ekki eftir henni í dag. Þessi stefna stuðlar ekki bara að bættri heilsu og lýðheilsu lands- manna, heldur teljum við að hún hafi haft sitt að segja hvað varðar umhverfið og náttúruna okkar, því sígarettustubbar eru mjög mengandi,“ segir Baldur. „Sam- kvæmt Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni eru sígarettustubbar það rusl sem helst er hent út í umhverfið og af þeim sökum mjög stór mengunarvaldur þar sem þungmálmar og önnur skaðleg efni komast í tæri við náttúruna. Síurnar í stubbunum eru líka gerðar úr vissri tegund af plasti sem eru mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Með því að selja ekki tóbak erum við því án efa að stuðla að og styðja við bæði umhverfis- og lýðheilsumál á sama tíma og þann- ig sýna gott fordæmi,“ útskýrir Baldur. Saman gegn matarsóun „Við höfum verið að notast við einkunnarorðin „saman gegn matarsóun“ og unnið statt og stöð- ugt í 30 ár gegn sóun með því að selja útlitsgallaðar vörur og vörur á síðasta snúningi með góðum afslætti,“ „Á síðasta ári seldum við til dæmis 130 tonn af ávöxtum og grænmeti og 72 tonn af kjúklingi sem voru á síðasta snúningi, ásamt öðru,“ segir Baldur. Umhverfisvænni vörur og verslanir „Vöruúrvalið okkar er líka að breytast í rétta átt og í takt við óskir viðskiptavina okkar,“ segir Baldur. „Við erum til að mynda farin að selja tannbursta úr bambus sem og ýmsar hreinlætis- og hreingerningavörur sem eru umhverfisvænni kostur og höfum líka verið að skipta einnota vörum út fyrir samsvarandi vörur sem eru lífrænar og brotna niður í nátt- úrunni. Við erum einnig að vinna í því jafnt og þétt að gera búðirnar okkar umhverfisvænni, til að mynda með því að skipta út hinum hefðbundnu perum yfir í LED lýsingu,“ segir Baldur. „Að auki erum við að setja gegnsæjar lokur á alla frysta og kæla sem bæði gerir það að verkum að hitastig helst jafnt og gæði vörunnar helst mun lengur en ella. Bara þetta tvennt getur minnkað rafmagnsnotkun búðanna um allt að 50%. Síðast en ekki síst höfum við verið að setja upp nýtt og umhverfisvænna kælikerfi í nokkrar verslanir okkar og ætlum okkur að halda þeirri vegferð áfram. Kerfið notar eingöngu íslenskan koltvísýring CO2 sem kælimiðil í stað freons og annarra gasefna,“ segir Baldur. „Gamla kælitæknin er komin til ára sinna og nýju vélarnar bæði minnka rafmagnsnotkun og eru miklu betri fyrir umhverfið. Það eru því spennandi og umhverfisvænir tímar fram undan hjá Bónus og hefur samfélagsleg ábyrgð sjaldan verið mikilvægari en nú. Með hjálp nýrrar tækni og stöðugra rannsókna mun matvöruversl- unum eins og okkur án efa takast að leggja sitt á vogarskálarnar og styðja við nærumhverfið í þessum málum.“ ANDAÐU LÉTTAR SAMAN MATARSÓUN KOLEFNIS SORPS MINNA ÁN ANDAÐU LÉTTAR AF ÚTLITSGÖLLUÐUM MATARÁVÖXTUM SEM ANNARS HEFÐU ENDAÐ Í LÍFRÆNUM ÚRGANGI 130 TONN = 5 GÁMAR SAMAN MATARSÓUN XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 13 F Ö S T U DAG U R 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.