Fréttablaðið - 28.02.2020, Side 33

Fréttablaðið - 28.02.2020, Side 33
Freyr Eyjólfsson er samskiptastjóri hjá Terra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Terra – Umhverfisþjónusta rekur jarðgerðarstöð þar sem lífrænn úrgangur fer í gegnum vottað ferli, þar sem hita- meðferð og annarri meðhöndlun er beitt svo að til verður vistvæn og ilmandi molta. Moltan frá Terra er kröftugur jarðvegsbætir sem hefur fengið viðurkenningu Umhverfis- stofnunar um að sá úrgangur sem endurnýttur er í jarðgerð fyrirtæk- isins geti hætt að teljast úrgangur heldur flokkist sem vara. Allur lífrænn úrgangur sem Terra safnar á Suður- og Suðvesturlandi fer til jarðgerðar hjá Terra í Hafnarfirði og einnig er jarðgerðarstöð á Ísa- firði. Frá mörgum sveitarfélögum á Norðurlandi fer lífrænn úrgangur í moltugerð hjá Moltu ehf. í Eyja- firði,“ segir Freyr Eyjólfsson, sam- skiptastjóri Terra. „Endurvinnsla eykst á hverju ári. Kjarni og tilgangur Terra – Umhverfisþjónustu er settur fram í setningunni: Skiljum ekkert eftir. Við lifum og störfum samkvæmt þessari hugmyndafræði og reyn- um að breiða út boðskapinn: Að fara betur með umhverfið. Terra leggur stöðugt meiri áherslu á f lokkun úrgangs og endurvinnslu- efna. Markmiðið er að nýta sem mest og urða sem minnst. Íslend- ingar eru sífellt að verða meðvit- aðri um flokkun og endurvinnslu. Þetta kemur meðal annars fram í fjölgun spurninga frá almenn- ingi og kröfum einstaklinga um þjónustu á borð við flokkun á upprunastað. Stór hluti af því sem fellur til heima fyrir eru efni sem eiga framhaldslíf ef þau berast á réttan stað – moltan er gott dæmi um það. Lífrænn úrgangur sem er breytt í dýrmætan jarðvegsbæti.“ Starfsmenn Terra vilja vera til fyrirmyndar „Við viljum vera í fararbroddi þegar kemur að endurvinnslu og umhverfismálum,“ segir Freyr. „Starfsfólk Terra kemur með líf- ræna heimilisúrganginn sinn til höfuðstöðva Terra í Hafnarfirði þar sem hann er jarðgerður og verður að moltu. Við lítum á það sem samfélagslega ábyrgð okkar hjá Terra. Þetta er hluti af endur- vinnslumarkmiði okkar: Skiljum ekkert eftir. Hugmyndin hefur hlotið góðar undirtektir starfs- manna og hlökkum við til fylgjast með árangrinum. Moltan sem starfsmenn Terra ætla að búa til verður notuð í nýtt og spennandi grænt nýsköpunarverkefni sem verður kynnt næsta sumar,” segir Freyr. „Við getum ekki haldið áfram að ganga á auðlindir jarðar eins og við höfum gert. Við þurfum öll að innleiða hringrásarhagkerfi, hugsa í nýjum lausnum og endur- vinnslu ef jörðin á að vera byggileg. Við þurfum að fara úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarkerfi. Línulegt hagkerfi byggist á ósjálf- bærri nýtingu auðlinda og miðast við að framleiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Nú þurfum við að hámarka verðmætin og auðlindirnar, auka endurnotkun og endurvinnslu. Moltan er gott dæmi um slíkt,“ segir Freyr. Við búum til moltu Moltuframleiðsla Terra er dæmi um íslenska endurvinnslu og hringrásar- kerfi, þegar úrgangur verður að dýr- mætum og umhverfisvænum jarð- vegsbæti í íslenskri náttúru. Hjá Terra verður lífrænn úrgangur að kröftugum jarðvegsbæti. Endurvinnsla að aukast Terra þjón ust ar fjölmörg íslensk fyrirtæki og tæp lega 30 sveit ar - félög um land allt. All ur bylgjupappi, papp ír og málm ar sem við söfn um fer í end- ur vinnsluferli hjá Terra. Pappi og papp ír er send ur úr landi til end ur vinnslu. Málm ar fara til end- ur vinnslu fyr ir tækja hér á landi og hluti af því plasti sem berst til okk- ar fer í end ur vinnslu innanlands og annað til endurvinnslustöðva í Evrópu. „Við þurfum að halda efnis- legum vörum, verðmæti þeirra og innihaldi inni í hringrásar- kerfinu eins lengi og mögulegt er. Hringrásarkerfið er ekki bara mun vistvænna kerfi, dregur úr losun gróðurhúsaloft- tegunda, heldur líka hagkvæm- ara fyrir atvinnulífið og hið opinbera til lengri tíma litið,“ segir Freyr. Terra umhverfisþjónusta er í Berg- hellu 1 í Hafnarfirði. Sími 535 2500. Nánar á terra.is Við getum ekki haldið áfram að ganga um auðlindir jarðar eins og við höfum gert. Freyr Eyjólfsson KYNNINGARBLAÐ 17 F Ö S T U DAG U R 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.