Fréttablaðið - 28.02.2020, Side 36
Rannsóknir hafa
sýnt að því fyrr
sem einstaklingar reyna
endurkomu til vinnu
eftir veikindi eða slys,
því líklegra er að þeir
komist aftur út á vinnu-
markaðinn.
Þorsteinn, Hel-
ena og Jónína
hjá VIRK segja
brýnt að tengja
saman starfs-
endurhæfingu
og atvinnulíf.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Jónína Waagfjörð starfar sem sviðsstjóri atvinnutengingar hjá VIRK og þau Helena Kon-
ráðsdóttir og Þorsteinn Gísli
Hilmarsson starfa sem atvinnulífs-
tenglar.
Stuðningur við atvinnuleit
Jónína segir einstaklingana í
starfsendurhæfingu hjá VIRK
koma úr ýmsum áttum. „Á hverju
ári útskrifast um 1.400 manns
úr starfsendurhæfingu VIRK
en aðeins hluti þessa hóps fer í
atvinnutenginguna sem er sér-
tæk þjónusta. Þeir einstaklingar
sem koma í atvinnutengingu hjá
VIRK hyggja flestir á endurkomu
á vinnumarkaðinn í hlutastörf til
að byrja með. Þar sem lítið er um
auglýst hlutastörf þá var ákveðið
að bjóða upp stuðning við leit að
slíkum störfum en einstakling-
arnir sem koma í atvinnutengingu
eru með fjölbreyttan bakgrunn
bæði hvað varðar menntun og
starfsreynslu,“ skýrir Jónína frá.
„Markmiðið með atvinnu-
tengingunni er í raun tvíþætt,
annars vegar, eins og fyrr segir,
að auðvelda fólki sem er að ljúka
starfsendurhæfingu að finna starf
við hæfi. Hins vegar snýst það
um að gefa fyrirtækjum kost á að
finna hæfan einstakling til starfa
og fá um leið fræðslu og stuðning
sem miðar að því að tryggja ein-
staklingum með skerta starfsgetu
farsæla endurkomu til vinnu.“
Helena segir starf atvinnulífs-
tengla meðal annars felast í stuðn-
ing við atvinnuleit. „Starf atvinnu-
lífstengla snýst um að tengja
einstaklinga með skerta starfsgetu
markvisst við vinnumarkaðinn
áður en starfsendurhæfingu þeirra
líkur en rannsóknir hafa sýnt að
því fyrr sem einstaklingar reyna
endurkomu til vinnu eftir veikindi
eða slys, því líklegra er að þeir
komist aftur út á vinnumarkaðinn.
Atvinnulífstengill veitir stuðning
við undirbúning fyrir atvinnuleit
og stuðning í gegnum ferlið þar til
einstaklingar eru komnir í vinnu.
Þannig er aðlögun inn á vinnu-
markaðinn tvinnuð markvisst inn
í starfsendurhæfingu einstaklings-
ins og lögð er áhersla á að tengja
saman einstakling sem er með
viðeigandi reynslu og þekkingu á
því starfi sem í boði er.“
Einstaklingsmiðuð nálgun
Einstaklingum í starfsendur-
hæfingu hjá VIRK standa til boða
ýmsar leiðir inn í atvinnulífið
að nýju og er leitast við að mæta
hverjum og einum út frá þeirra
tilteknu aðstæðum og bakgrunni.
„Aðlögun inn á vinnumarkaðinn
getur átt sér ýmsar birtingar-
myndir, t.d. í formi vinnuprófana
og aðlögun á vinnustað áður en
til ráðningar kemur, stigvaxandi
endurkomu til vinnu hvað varðar
starfshlutfall eða aðstoð við ein-
staklinga sem vilja og þurfa að
skipta um starfsvettvang vegna
aðstæðna sinna. Stuðningur við
aðlögun inn á vinnumarkað er allt-
af einstaklingsbundinn en getur til
dæmis verið með námskeiðum eða
fræðslu,“ útskýrir Helena.
Þá segir Þorsteinn að starfið feli
einnig í sér umtalsverð samskipti
við hugsanlega vinnuveitendur.
„Í starfi atvinnulífstengla felst að
vera í virkum samskiptum við
stofnanir og fyrirtæki og vinna
markvisst að því að koma á sam-
starfi við þau með ráðningar í
huga vegna einstaklinga sem
hafa horfið af vinnumarkaði
vegna veikinda eða slysa og eru
þess vegna með skerta starfsgetu.
Eitt af hlutverkum atvinnulífs-
tengla er að fara í heimsóknir til
fyrirtækja og fræða þau bæði um
starfsemi VIRK og um mikilvægi
þess að bjóða upp á hlutastörf
sem auka möguleika einstaklinga
með skerta starfsgetu á ráðningu í
starf. Ef um ráðningu er að ræða þá
fylgir atvinnulífstengill VIRK ein-
staklingnum eftir og styður hann
og vinnustaðinn eftir þörfum og
aðstoðar við úrlausn hindrana.
VIRK leggur áherslu á að fyrirtæki
skrifi undir samstarfssamning
sem er án skuldbindinga en þar
er komið á sérstöku sambandi við
ákveðinn tengilið hjá fyrirtækinu
eða stofnuninni sem auðveldar allt
samstarf í framtíðinni.“
Fyrirtæki orðin meðvitaðri
Jónína segir aðkomu fjölda
fyrirtækja og stofnana í atvinnu-
tengingunni meðal annars til
Til vinnu á ný
VIRK Atvinnutenging hefur undanfarin þrjú ár aðstoðað
einstaklinga með bæði fjölbreytta menntun og starfs-
reynslu við leit að starfi í lok starfsendurhæfingar.
Atvinnulífstenglar hjá VIRK fara yfir málin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
marks um aukna vitund um
samfélagsábyrgð. „Yfir 300 fyrir-
tæki og stofnanir á Íslandi eru nú
þegar í öflugu samstarfi við VIRK
Atvinnutengingu en óhætt er að
segja að margvíslegur hagur skap-
ist af slíku samstarfi. Fyrir utan að
fá til sín öfluga starfsmenn með
dýrmæta reynslu og þekkingu í
farteskinu þá fær einstaklingurinn
tækifæri til að spreyta sig aftur á
vinnumarkaði. Fyrirtækin axla að
sama skapi samfélagslega ábyrgð
og leggja sitt á vogarskálarnar
við að framfylgja heimsmark-
miðum Sameinuðu þjóðanna um
atvinnutækifæri fyrir alla. Sam-
starfsfyrirtækin fá að auki ýmiss
konar fræðslu og efni sem þau geta
nýtt í eigin starfi til að efla eigin
mannauð.“
Ótvíræður ávinningur
Helena segir mikið í húfi fyrir sam-
félagið í heild sinni hvað þennan
málaflokk varðar. „Ávinningurinn
er margvíslegur fyrir samfélagið,
bæði fyrir einstaklingana og
fyrirtækin. En með því að ljúka
starfsendurhæfingu einstaklinga
á farsælan hátt, útvega þeim
áhugaverð störf og fyrirtækjum
gott starfsfólk, höldum við uppi
virkri atvinnuþátttöku á Íslandi og
stuðlum að heilbrigðu samfélagi.“
Þorsteinn tekur undir og segir
áhrifanna gæta víða. „Ábatinn af
starfsendurhæfingarþjónustu á
vegum VIRK skilar sér til Trygg-
ingastofnunar, lífeyrissjóða og
ríkisins í formi aukinna skatt-
tekna. Ofan á þetta kemur svo
bættur hagur einstaklinga, bæði
fjárhagslegur auk þeirra lífsgæða
sem felast í því að geta tekið fullan
þátt í samfélaginu.“
Atvinnutengingin hefur reynst
vel. „Árangurinn hefur verið
stigvaxandi og verkefnið farið vel
af stað og móttökur verið góðar.
Árið 2019 fóru 172 einstaklingar
í starf með aðstoð atvinnulífs-
tengla VIRK. Sumir fóru í f leiri en
eitt starf eða vinnuprófun þannig
að árið 2019 voru skráð 190 störf
eða vinnuprófanir hjá atvinnu-
tengingu VIRK,“ segir Jónína.
„Í dag hafa yfir 300 fyrirtæki
skrifað undir samstarfssamning
við VIRK Atvinnutengingu. Verið
er að skipuleggja stutta fræðslu-
morgna fyrir þessi samstarfsfyrir-
tæki þar sem fjallað verður um
ýmis málefni sem tengjast því að
bæta vinnuumhverfið bæði fyrir
þá sem eru í vinnunni og einnig
þá sem eru að snúa aftur til vinnu
eftir langtíma veikindi. Stefnt
er að því að fyrsti slíki fræðslu-
morguninn verði núna seinni-
partinn í mars næstkomandi en
tilkynningar um hann munu fara
út til samstarfsfyrirtækja í byrjun
mars.“
20 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RSAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA