Fréttablaðið - 28.02.2020, Side 44

Fréttablaðið - 28.02.2020, Side 44
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Á meðan barnabækur halda stöðu sinni sem mest seldi flokkurinn erum við í ágætum málum. H inn árlegi Bókamark-aður Félags íslenskra bókaútgefenda er haf-inn á Laugardalsvelli og stendur til 15. mars. Opið er frá klukkan 10-21 alla daga. „Þetta árið eru ríf lega 6.000 bækur á markaðnum, frá rúmlega 100 útgef- endum,“ segir Bryndís Loftsdóttir starfsmaður hjá Félagi íslenskra bóka- útgefenda. „Það eru 66 ár síðan bóka- markaðurinn var haldinn fyrst, árið 1954 í Listamannaskálanum. Hann hefur verið víða og var lengi í Perlunni en þetta er sjöunda árið sem hann er haldinn á Laugardalsvelli. Við höfum átt frábært samstarf við KSÍ og okkur líður mjög vel hérna undir stúkunni við fótboltavöllinn. Bókamarkaður- inn mun síðan samkvæmt venju fara til Akureyrar.“ Bryndís segir að aðsóknin á bóka- markaðinn í Laugardalnum hafi frá byrjun verið góð og sé að aukast. „Það var erfitt að f lytja sig um set eins og við gerðum fyrir sjö árum, en aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt. Við seljum um 100.000 bækur árlega sem er býsna gott og líklega fáum við einhvers staðar á bilinu 30-40 þúsund gesti á markað- inn hér á Laugardalsvelli. Rúmlega 40 prósent seldu bókanna eru barnabæk- ur, 20 prósent skáldverk og ljóðabækur og tæplega 40 prósent handbækur og fræðibækur. Þessi skipting er ekki ólík því sem hún er á almennum markaði, en samt eru heldur f leiri barnabækur að seljast hér á kostnað skáldverka.“ Börnin vanda sig Bryndís segir mikið um að foreldrar komi á markaðinn með börn sín. „Börnin fá oft að velja ákveðinn fjölda bóka og vanda sig mjög og taka tíma í að skoða enda er úrvalið gríðarlegt. Þau eiga góðar stundir hérna.“ Spurð hvort hún mæli með einhverj- um sérstökum bókum segir Bryndís: „Eiginlega ekki, hér er svo margt. Ég get þó alveg nefnt Lifandilífslæk eftir Berg- svein Birgisson sem nýlega var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Ég fel þó hverjum og einum það frelsi að velja sína bók.“ Lesandi fyrirmyndir Hún er spurð hvort breytingar hafi orðið á því hvers konar bækur njóti mestra vinsælda á markaðnum. „Við lifum á tímum óendanlegra breytinga,“ segir hún. „Stór breyting varð í kjölfar hrunsins þar sem matreiðslu- og hann- yrðabækur seldust í gríðarlegu magni. Þær seljast áfram ágætlega en ekki jafn kröftuglega og þær gerðu þá. Það var mikil aukning í sölu þýddra skáldverka á markaðinum í fyrra en samdráttur í sölu íslenskra skáldverka. Það gæti allt eins snúist við í ár, enda útgáfa íslenskra skáldsagna fyrir jól óvenju- lega mikil og fjölbreytt. Ég vonast til að fólk noti tækifærið og kynni sér þau betur. Sala á sjálfshjálparbókum jókst líka mikið í fyrra, þær hafa reyndar verið að sækja mjög í sig veðrið, salan tvöfaldast frá árinu 2017. Sala ævi- sagna dróst hins vegar saman um 20 prósent í fyrra og ég á ekki von á því að hún rétti úr sér í ár. En á meðan barna- bækur halda stöðu sinni sem mest seldi f lokkurinn erum við í ágætum málum. Miðað við þessa skiptingu eru það börnin sem eru lesandi fyrirmyndir okkar fullorðna fólksins.“ kolbrunb@frettabladid.is Góðar stundir með bókum Búist er við 30-40 þúsund gestum á Bókamarkað Félags íslenskra bókaútgefenda sem haldinn er á Laugardalsvelli. Um 100.000 bækur seljast hvert ár á markaðnum. „Okkur líður mjög vel hérna undir stúkunni við fótboltavöllinn.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Systir mín, mágkona og móðursystir, Guðlaug Gunnarsdóttir (Lalla) lést 14. febrúar sl. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 2. mars. kl. 13.00. Þóra Gunnarsdóttir, Sigurjón Ari Sigurjónsson og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Auðbjörg Jóhannsdóttir frá Eskifirði, lést fimmtudaginn 20. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 2. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningar- og styrktarsjóð Sóltúns. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sóltúni fyrir einstaka umönnun. Þorvarður Kári Ólafsson Anna Kristín Sigurðardóttir Sólrún Ólafsdóttir Kristján Örn Karlsson Bryndís Ólafsdóttir Björn Harðarson Svanhildur Ólafsdóttir Magnús Arnar Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga S. Helgadóttir Lautasmára 5, lést mánudaginn 24.2. á krabbameinslækningadeild Landspítalans. Ellen Þórarinsdóttir Róbert Jónsson Dagný Þórarinsdóttir Kjell Arne Hendrikssen barnabörn og barnabarnabörn. 1525 Cuauhtémoc, síðasti konungur Asteka, er tekinn af lífi af Spán- verjum. 1854 Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum er stofnaður. 1920 Skipið Valtýr ferst og með því þrjátíu manns. 1957 Teiknimyndapersónan Viggó viðutan birtist í fyrsta skipti á prenti. 1973 Stangveiðifélagið Ármann er stofnað. 1991 George H.W. Bush lýsir yfir sigri í Persaflóastríðinu. 2013 Benedikt 16. lætur af embætti sem páfi. Merkisatburðir Þann 28. febrúar 1986 laumaðist óþekktur maður aftan að Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, og eigin- konu hans Lisbet þar sem þau voru á leiðinni heim úr kvikmyndahúsi í Stokkhólmi. Maðurinn, sem var vopn- aður skammbyssu, hleypti af skotum og fór eitt þeirra í gegnum bakið á Olof en annað í öxl Lisbet. Olof lést á leiðinni á spítala en Lisbet var ekki alvarlega særð. Árið 1988 var Christer Pettersson dæmdur fyrir morðið eftir að Lisbet bar kennsl á hann. Hann var síðar sýknaður af dómnum en málið er enn í dag óleyst. Fyrr í mánuðinum sagði saksóknari málsins, Krister Petersson, að hann væri bjartsýnn á að geta varpað ljósi á hver framdi morðið, en sagði ekkert um að sú manneskja yrði sótt til saka. Það kann að merkja að Peterson haldi að manneskjan sé nú þegar látin eða að rannsókninni muni ljúka. Þ E T TA G E R Ð I S T: 2 8 . F E B R ÚA R 19 8 6 Forsætisráðherra Svíþjóðar myrtur Palme var myrtur þennan dag árið 1986. 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.