Fréttablaðið - 28.02.2020, Síða 50

Fréttablaðið - 28.02.2020, Síða 50
2 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R MENNING Málþing til heiðurs Gísla Má Gíslasyni verður haldið í dag. Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 28. FEBRÚAR 2019 Hvað? Bingó og brandarar Hvenær? 11. 00-12.00 Hvar? Borgarbókasafnið. Menn- ingarhús Kringlunni Spilaðar verða nokkrar umferðir og mjög fyndnir brandarar munu heyrast þess á milli. Spjaldið kostar ekkert og flottir vinningar. Hvað? Vasaljósagerð Hvenær? 13.00-15.00 Hvar Borgarbókasafnið Menningar- hús, Grófinni Allt hráefni á staðnum og allir vel- komnir. Hvenær? 20.00 Hvar? Lífspekifélagið, Ingólfsstræti 22. Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur ræðir um heim á tímamótum. Brynhildur mun leikstýra Makbeð á Stóra sviði Borgarleikhússins. Br ynhildur Guðjónsdóttir, leik hússtjór i Borgarleik-hússins, mun leikstýra einu þekktasta leikriti Shakespeares, Makbeð, sem áætlað er að frum- sýna á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins haustið 2021. Brynhildur vann Grímuverðlaunin sem leikstjóri ársins árið 2019 fyrir Shakespeare- leikritið Ríkharður III sem sló rækilega í gegn í Borgarleikhúsinu í fyrra. „Ég er mjög spennt fyrir því að halda áfram á þeirri vegferð sem ég hef verið á sem leikstjóri, að vinna með texta og verk klassísku leikskáldanna,“ segir Brynhildur, sem síðast leikstýrði Vanja frænda eftir Anton Tsjekhov sem er enn í sýningu í Borgarleikhúsinu. „Við lögðum upp með að fara óhefð- bundnar leiðir með Ríkharð III og hugmyndin er að gera slíkt hið sama með Makbeð.“ Skipan í hlutverk er í vinnslu. Brynhildur leikstýrir Makbeð Mér datt í hug að það væri gaman að þýða verk sem myndi höfða til almennings. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hernaðarlist Meist-ara Sun er komin út í þýðingu Geirs S i g u r ð s s o n a r , prófessors í kín-verskum fræðum við Háskóla Íslands. Þetta er fyrsta íslenska þýðingin úr fornkínversku á verkinu og frumtextinn er birtur við hlið þýðingarinnar. Geir ritar einnig inngang og skýringar. Bókin er gefin út af Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumál- um og Háskólaútgáfunni. Geir er fyrst spurður um muninn á fornkínversku og nútímakín- versku. „Fornkínverska er einungis ritmál, ekki talmál, og er töluvert frábrugðin nútímakínversku og allt öðruvísi upp byggð,“ segir hann. „Táknin eru hin sömu í báðum málum og sá sem kann ekki kín- versku sér því ekki mun á fornkín- versku og nútímakínversku. Táknin í fornkínversku standa yfirleitt fyrir eitt orð en í nútímakínversku eru tvö til þrjú tákn fyrir hvert orð. Setningafræði og málfræði er allt öðruvísi og það eru mun fleiri greinarmerki í nútímakínversku. Í fornkínversku er maður með mjög knappan texta sem þarf oft að túlka mjög mikið, auk þess sem ekkert í textanum segir til um þátíð, f leir- tölu og þess háttar nema þá sam- hengið. Þetta skapar áskoranir fyrir þýðendur á Vesturlöndum sem þurfa í þýðingu sinni að velja eina þýðingu á hugtaki og geta ekki við- haldið margræðni frumtextans en í mörgum tilfellum væri við hæfi að viðhalda honum. Þetta gerir þýð- inguna vandasama en skapar um leið ansi mikið svigrúm til að fylla inn í eyðurnar.“ Geir lærði fornkínversku í Þýska- landi, var síðan í doktorsnámi við háskólann á Havaí og bjó seinna í Kína. Sérsvið hans er fornkín- versk heimspeki. Við þýðingu sína hafði hann til hliðsjónar áhuga- verðar nútímakínverskar og vest- rænar þýðingar á verkinu úr forn- kínversku. „Þar má aðallega nefna þýska þýðingu þar sem þýðandinn gengur óskaplega langt í því að bæta inn í textann og gera hann miklu lengri og fyllri,“ segir hann. „Það má segja að ég hafi valið milli- leið. Ég reyndi að forðast að bæta of miklu við en stundum þurfti samt einmitt að bæta við til að gera textann skiljanlegan og læsilegan, til að íslenska hann. Annars myndi hann stundum vera nánast eins og upptalning.“ Af hverju vildi hann þýða hana á íslensku? „Hernaðarlistin er vinsæl og vel þekkt bók. Mér datt í hug að það væri gaman að þýða verk sem myndi höfða til almennings en ekki bara til fræðimanna. Ég hafði líka áhuga á að gera eitthvað annað en ég hafði verið að fást við, sem eru konfúsískir textar,“ segir hann. Spurður hvað honum þyk i heillandi við bókina segir hann: „Það sem mér finnst sérstaklega heillandi við hana er að hún fjallar ekki einungis um hernað heldur einnig um mannleg samskipti þar sem einhvers konar samkeppni eða átök eru í gangi. Hún fjallar um klækjabrögð, herkænsku og það hvernig maður á að bera sig að til að sigrast á einhverju sem maður er að keppa við. Sem hernaðarrit snýst hún fyrst og fremst um frið og hvernig hægt er að útkljá einhvers konar átök þannig að allir komi sem best úr út því. Þarna er talað um að besti herstjórnandinn sé sá sem knýr óvinaherinn til uppgjafar án þess að heyja bardaga við hann. Þann- ig á hann að grafa undan áformum og hugmyndum og bandalögum þannig að óvinurinn sér ekki annað í stöðunni en að gefast upp áður en haldið er í bardagann. Um leið verð- ur hvorki mannfall né eyðilegging. Það er líka hægt að heimfæra þetta upp á kænskubrögð í sam- skiptum okkar við aðra, þannig að um leið og við fáum okkar fram- gengt þá er um leið eftirsóknarvert að hinn aðilinn komi líka vel út úr því, að minnsta kosti með ákveð- inni reisn. Í þessu felst ákveðin sið- fræði sem ég held að okkur sé ekki töm og er nokkuð nýstárleg. Ég hef líka sérstakan áhuga á henni vegna þess að hún tengist daóisma. Í Hernaðarlistinni kallast ýmsir þættir mjög á við kafla í bók- inni Ferlið og dyggðin, sem er þýð- ing Ragnars Baldurssonar á Bókinni um veginn. Þarna eru setningar og heilræði sem eru greinilega undir sterkum daóískum áhrifum. Mikil áhersla er lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir þær hörmungar sem fylgja átökum. Þar er einnig mælt með að við snúum okkur frá því karllæga, harða og eyðileggjandi gildismati sem er áberandi í samfélaginu og byggist á því að knýja hluti fram með afls- munum. Þetta kenna Kínverjar við „jang“. „Jin“ er svo það mjúka og kvenlæga sem gefur líf í stað þess að taka líf. Mjúkar „jin“ aðferðir eru líklegri til árangurs fyrir heildina og því ættum við frekar að ef la slíkt gildismat frekar á kostnað hins harða. Þótt Hernaðarlistin sé auð- vitað bók um hernað er hún þannig um leið bók um frið og möguleik- ann á mannlegri velferð.“ Bók um hernað en um leið bók um frið Geir Sigurðsson, prófessors í kínverskum fræðum, hefur þýtt Hernaðarlistina úr fornkínversku. Vinsæl og vel þekkt bók sem hefur ætíð höfðað til almennings. SEM HERNAÐARRIT SNÝST HÚN FYRST OG FREMST UM FRIÐ OG HVERNIG HÆGT ER AÐ ÚTKLJÁ EINHVERS KONAR ÁTÖK ÞANNIG AÐ ALLIR KOMI SEM BEST ÚR ÚT ÞVÍ. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Gísli Már Gíslason, prófessor varð sjötugur í febrúar 2020 og lýkur störfum hjá Háskóla Íslands eftir farsælan starfsferil. Af því tilefni er efnt til málþings í dag, föstudag, um störf hans og rann- sóknir. Málþingið verður i Öskju, stofu 132, klukkan 13.00-16.00. Gísli Már hefur rannsakað vist- kerfi ferskvatna á Íslandi og víða erlendis og spanna rannsóknir hans dýrafræði, vistfræði og vatna- líffræði og nú á síðustu árum áhrif loftslagsbreytinga á vatnalíf. Hann hefur ætíð verið öflugur talsmaður náttúruverndar. Sérfræðingar og samstarfsfólk Gísla munu á málþinginu fjalla um framlag hans á sviði vistfræði, vatnalíffræði, loftslagsvísinda og náttúruverndar. Dagskráin hefst klukkan 13.00 með ávarpi Guðmundar I. Guð- brandssonar, umhverfis- og auð- lindaráðherra. Fundarstjóri verður Lisa A. Libungan. Boðið verður upp á léttar veitingar á svölum 3. hæðar Öskju að málþingi loknu. Málþing til heiðurs Gísla Má Gíslasyni prófessor Gunnlaugur Guðmundsson 22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.