Fréttablaðið - 02.01.2020, Síða 5
Á frettabladid.is
finnur þú Fréttablaðið í
dag og safn eldri blaða.
Lestu Fréttablaðið
þegar þér hentar á
frettabladid.is
FORSETAKJÖR Í nýársávarpi sínu í
gær tilkynnti Guðni Th. Jóhannes
son, forseti Íslands, að hann hefði
tekið þá ákvörðun að bjóða sig fram
á ný þegar fyrsta kjörtímabili hans
lýkur. „Senn líður að lokum þessa
kjörtímabils míns í embætti for
seta Íslands. Rúmlega þrjú ár eru að
baki, viðburðarík og minnisstæð.
Hvað tekur við? Því ræður auðna
en segja má tímabært og tilhlýði
legt að lýsa því nú yfir að ég hyggst
gefa kost á mér til frekari setu hér á
Bessastöðum,“ sagði Guðni í ávarp
inu.
Í lögum um framboð og kjör for
seta segir að forsetakjör skuli fara
fram síðasta laugardag í júnímánuði
fjórða hvert ár. Að þessu sinni ber
þann dag upp á 27. júní. Í lögunum
segir jafnframt að framboðsfrestur
renni út eigi síðar en fimm vikum
fyrir kjördag. Sé tekið mið af því
rennur fresturinn því út 23. maí.
Berist ekki önnur framboð er for
seti sjálfkjörinn. Nýtt kjörtímabil
forseta hefst 1. ágúst. Sitjandi forseti
hefur verið sjálfkjörinn nokkrum
sinnum, eða í sex skipti. Síðast árið
2008 þegar ekki barst mótframboð
gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. – jþ
Guðni Th. Jóhannesson tilkynnir um framboð sitt til endurkjörs
Þótt flugeldar lýstu upp himininn
héldu afbrotin áfram á jörðu niðri.
FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL
LÖGREGLA Alls voru skráð 122 mál
hjá lögreglunni á höfuðborgar
svæðinu milli klukkan sautján á
gamlársdag fram til klukkan fimm
á nýársnótt.
„Alls voru vistaðir tíu manns á
lögreglustöðinni við Hverfisgötu
á umræddu tímabili vegna ýmissa
mála,“ segir í tilkynningu frá lög
reglunni. Meðal þess sem þar er
nefnt er mál manns sem tekinn var
rétt fyrir klukkan níu á gamlárs
kvöld akandi í hverfi 104 án þess að
hafa nokkurn tíma fengið bílpróf.
Hélt sá för sinni áfram fótgangandi.
Nokkrum mínútum síðar var
annar maður handtekinn í Vestur
bænum grunaður um að vera undir
áhrifum fíkniefna og vera með óút
skýrðar pillur í fórum sínum.
Rétt fyrir tíu á gamlárskvöld
barst síðan tilkynning um alvar
lega líkamsárás í hver f i 108.
Fórnarlambið var f lutt á spítala og
meintur gerandi handtekinn. Laust
eftir hálftólf var maður handtek
inn í 101, grunaður um líkamsárás.
Um hálftvö var svo annar maður
handtekinn vegna líkamsárásar í
Bakkahverfinu í Breiðholti.
Laust fyrir klukkan tvö á nýárs
nótt var konan tekin höndum
í Hafnarf irði vegna gruns um
líkamsárás. Rúmri klukkustund
síðar handtók lögreglan mann í
Kópavogi vegna líkamsárásarmáls.
Annar maður var handtekinn í
Kópavogi þegar klukkan var þret
tán mínútur gengin í fjögur. Er sá
grunaður um ölvunarakstur og að
hafa valdið umferðaróhappi með
því aka yfir á rauðu ljósi.
Þá kemur fram að lögreglu
menn hafi sinnt alls þrettán til
kynningum um lausan eld eftir
notkun skotelda) á ýmsum stöðum
á höfuðborgarsvæðinu á nýárs
nótt og að í f lestum tilvikum hafi
slökkviliðsmenn einnig mætt á
staðinn. – gar
Tíu á lögreglustöðinni um áramótin
Sé tekið mið af því
rennur fresturinn því út
23. maí. Berist ekki önnur
framboð er forseti sjálf
kjörinn.
ÁRAMÓT Um miðjan dag í gær voru
loftgæði víða með besta móti. Þá
mældust þau í lagi á nær öllum
stöðum á höfuðborgarsvæðinu sem
og um land allt.
Í heild var loftmengun vegna flug
elda mun minni en í fyrra. Hún var
þó komin yfir heilsu verndar mörk
í Reykja vík um klukkan ellefu í
fyrra kvöld og mældist svo lang mest
um klukkan eitt á nýársnótt. Svif
ryk mældist mest um sex falt það
sem heilsu verndar mörk miða við.
Þetta er mun minna svif ryk en
mældist um ára mót í fyrra þegar
það var um 21 sinni meira en það
sem heilsu verndar mörk miða við.
Þá var mengunin komin yfir mörk
in fyrir klukkan tíu á gamlárskvöld
en nú var hún að eins rétt komin yfir
mörk fyrir klukkan ellefu á einum
stað, við mæli Um hverfis stofnunar
á Grens ás vegi.
Heilsuverndarmörkin eru skil
greind við 50 mí krógrömm af svif
ryki á rúm metra. Mest mældust
317 mí krógrömm á rúm metra við
Grens ás veg klukkan eitt í fyrrinótt.
Í fyrra mældust 1.367 mí krógrömm
á rúm metra þar á sama tíma.
Vindur og rigning á gamlársdag
og nýársnótt ollu því að loft gæðin
urðu ekki verri nú, en í fyrra voru
veður skil yrðin mun lakari hvað
þetta varðar; þá var hæð yfir land
inu og sem olli köldu og stilltu veðri.
Svifryksmengunin hélst innan
heilsu verndar marka í Mos fells bæ
og Hafnar firði í alla nótt en hún
fór vel yfir mörkin við Dal smára í
Kópa vogi. Mengunin fór þá lítil lega
yfir mörk á Akur eyri um klukkan
tvö en fór f ljótt aftur niður fyrir
þau. – ókp, jþ
Loftgæði með
besta móti
Kjósa skal forseta síðasta laugardag í júni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þetta er mun minna
svifryk en mældist um
áramót í fyrra þegar það var
um 21 sinni meira heilsu-
verndarmörk miða við.
Veðurhamurinn varð leitarmönnum loks um megn kvöldið fyrir gamlársdag. MYND/LANDSBJÖRG
LÖGREGLUMÁL „Þetta er óvenjulegt
vegna þess að það liggur svo lítið
fyrir,“ segir Davíð Már Bjarnason,
upplýsingafulltrúi Landsbjargar, um
leit að manni sem talið er að hafi
ætlað í fjallgöngu á Snæfellsnesi.
Leit hófst á Heydalsvæðinu á
mánudag eftir að mannlaus bíll
fannst þar. Maður sem leitað er að er
eigandi bílsins. Hlé var gert á leitinni
á gamlársdag vegna veðurs og leitin
lá niðri í gær.
„Það var leitað mjög vel á svæðinu
þar sem bílinn fannst þar til veðrið
stoppaði það um nóttina. Þau verk
efni voru kláruð á gamlársdag og
aftur var leitað með sporhundi
og í hellum,“ segir Davíð. Leitað
hafi verið úr þyrlu frá Landhelgis
gæslunni með hitamyndavél. Ekki
hafi viðrað til að f ljúga drónum á
staðnum á mánudag.
Lögreglan ákvað að gera hlé á leit
inni til að afla gagna, að sögn Davíðs.
„Það sem við vitum er að hann er
búsettur á Íslandi. Samkvæmt upp
lýsingum sem gefnar voru fyrst er
hann vanur að fara út í náttúruna,“
segir hann. Engar upplýsingar séu
til um hvernig hann var búinn. Og
hann vísar á lögregluna með frekari
upplýsingar varðandi frekari deili
á manninum. Ekki náðist samband
við lögregluna á Vesturlandi í gær
og þaðan hafa engar tilkynningar
borist varðandi málið.
Davíð segir að leitað hafi verið
við Kolbeinsfjall, í Haffjarðarárdal
og dölum út frá honum. Áðurnefndir
hellar, sem eru í Gullborgarhrauni,
séu þekktir áningarstaðir, voru
kannaðir á gamlársdag. Aðspurður
segir Davíð að talið sé að bílinn hafi
verið í örfáa daga á þeim stað þar
sem hann fannst mannlaus.
Sem fyrr segir er lögreglan nú í
rannsóknarvinnu og hún er hugsuð
til að geta gert áætlun um framhald
leitarinnar. Davíð segir að þráðurinn
verði tekinn aftur upp í dag. „Við
hreyfum okkur ekkert nema að ósk
lögreglunnar,“ útskýrir hann.
Mikill fjöldi tók þátt í leitinni í
upphafi. Davíð segir að á mánudags
kvöld hafi björgunarsveitarmenn
drifið víða að en á gamlarsdag hafi
það fyrst og fremst verið mann
skapur af Vesturlandi sem leitað
hafi áfram.
„Það voru margir í húsi að græja
fyrir f lugeldasöluna og þeir voru
klárir til að hlaupa út. Á um klukku
tíma voru tvö hundruð manns
komnir á staðinn eða á leiðinni
þangað,“ segir upplýsingafulltrúi
Landsbjargar.
gar@frettabladid.is
Leitað áfram að eiganda bíls
sem var yfirgefinn í Heydal
Lögregla ákvað að gera hlé á leit að manni sem er eigandi bíls sem fannst mannlaus á Snæfellsnesi. Veður
setti strik í reikninginn aðfaranótt gamlársdags og ekkert var leitað í gær. Hugsanlegt er að maðurinn hafi
ætlað í fjallgöngu. Hann er sagður vanur að fara út í náttúruna en ekki er vitað hvernig hann var búinn.
Það sem við vitum
er að hann er
búsettur á Íslandi.
Davíð Már Bjarnason, upplýsinga-
fulltrúi Landsbjargar
+PLÚS
2 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð